Forvitin rauð - 01.12.1972, Side 3

Forvitin rauð - 01.12.1972, Side 3
En arfleifð nútímafólks stendur víða rót- um. Or bókmenntaarfi Islendinga hefur margt af því, sem nú kallast þjóðlegt hér á landi fengið næringu og endurnýjun. I því tilliti stóð hin forna nafnahefð vel að vigi. Ættarnafnaleysið varð ekki fræknleik forfeðranna að fótakefli. Að vísu eru fleygar reknir í gömlu norrænu nafnavenjuna hér, þar eð ættarnafnavenjan hefur þróazt að hluta samhliða henni. Upp- haflega hófst sá siður hér, er Islendingar tóku, við utanfarir að rita nöfn sín eftir latneskri mynd og héldu því eftir heimkomu. SXIkt þótti hafa á sér blæ víðförli og menntunar. Með tímanum varð þetta að for- dild hjá sumum og hafði ekkert með víðsýni eða menntun að gera. Nokkur þekktustu ættarnöfn hér á landi eru þannig til komin, önnur eru eftiröpun. A tímabili giltu lög, sem verkuðu sem hvati að upptöku ættarnafna. Nýlega kom fram á Alþingi frumvarp, er hróflaði við þeirri nafnahefð, sem er ríkjandi á Islandi. Að vísu mun þetta mél hafa orði'ð að víkja fyrir öðrum efnivið þjóðmálanna, sem I brennidepil komst um það leiti. En þarna er samt falin vísbending um, að áður en við er litið er hægt að læða yfir landslýð grundvallarbreytingum á fornum þjóð- legum venjum ef ekki er haldið vöku sinni. "Mín upphefð kemur að utan” lætur höf- undur Strompleiks Kunstner-Hansen segja. Til nokkurs væru áfrýjunar orð utanlands frá ef þau opnuðu augu okkar gagnvart því, sem hefur gildisauka fyrir innlent mannlíf og styrktu almenna skoðanamyndun við svo samgrónu málefni sem nöfnin okkar eru. Með öðrum orðum ef við viljum hafa samskonar nafnavenjur og hingað til þá látum við ekki taka þær frá okkur, ef ekki Þá er að láta reka á reiða. Að lokum er ein sú röksemd með ættarnafna- kerfinu, sem oft heyrist hérlendis. Þegar Islenzk hjón ætla að fá inni á hótelum er- lendis og vilja byggja sömu rekkju, kemur iðulega babb I bátinn þegar til bókunar á nöfnum kemur. Hjón með sitt hvort nafnið - óheyrt á jarðarkringlunni. Og konan grípur til þess, vegna siðferðisviðhorfa erlendra hótelhaldara, að gerast "son" tengdaföður síns. Vegna þessara örðugleika virðist, að sumra mati, einsýnt að taka upp ættar- nöfn. Þessi mál voru til umræðu á fundi framhaldsskólanema síðastliðlnn vetur. Einn fundarmanna kom með þá uppástungu, að á íslenzk vegabréf vasri bætt athugasemd um hver væri landsvenja I þessum efnum og þá vandalaust að svæfa viðkvaaraa siðferðiskennd erlendra. - Svo fá voru þau orð. BjE. Feimna lögreglan: Við giftum okkur I haust...... Það er hagkvæmt fyrir okkur bæði; okkur öll; alla. (Atómstöðin) Ugla: Ætli mér væri ekki nær að reyna að verða manneskja fyrst....... Skilurðu ekki að ég er ekki neitt, maður,...... kann ekkert, veit ekkert, get ekkert, er ekkert. (Atómstöðir SnMiMNBcir Að reisa látnum bautastein - hve virðingar- vert og viðleitni I þá átt áköf meðal okkar fámennra. Tími rúnarista og dýrtkveðinna erfiljóða er liðinn. Efnishungruð dagblöð eru vettvangur dagsins. Höldar hrökkva upp af - það er Xögmál. A öld kúlupennans og ritvélarinnar eru eftirlifendur höndum seinni að freyða frá sér I mælsku um tilfinn- ingar sínar I garð hins látna. Senn mun fjölmenni brjóta af sér þennan ramma þjóðlífs- ins. Seinnitíma fræðaþulir og eftirleitar- ; menn I heirai sagnfræðinnar raunu að vísu grafa upp gullkorn I formi meitlaðara mannlýsinga - undantekningar eru alltaf til. En hverfi- depillinn I allsherjaruppskrift að minningar og afmælisgreinunum er oftast fólginn lí stjúpmóðursneiðinni til eiginkonu máttar- stólpans á akri þjóðfélagsins: Frú Gari- baldina bjó manni sínum einkar snoturt heimili. Puntum og basta afgreidd er hun. BjE.

x

Forvitin rauð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.