Forvitin rauð - 01.12.1972, Side 4

Forvitin rauð - 01.12.1972, Side 4
"Er ekki eitthvað óeðlilegt við þær konur, sem ekki óska eftir að fæða börn sín?" Þetta sagði prestur við menntaskólabekk árið 1970. Agra skilgreiningu á konu sem sækir um fóstureyðingu getur að lesa 1 bók- inni Fosterliv og fosterdöd eftir Clarence Blomquist (1966): "Sérhver kona sem sækir um fóstureyðingu er veik” - þess vegna þarf að lækna hana af sjúkdómnum. Ummælin sýna ævagamlan skilning á konunni. Samkvæmt honum er móðurtilfinningin öllum konum í blóð borin. Ef móðurástin vaknar ekki um leið og konunni er orðið ljóst að hún sé barnshafandi, er hún veik eða óeðlileg, hún er ekki lengur kvenleg. Kirche, Kinder und Kúche: Goðsagan um konuna lifir enn góðu lífi. Hvenær kom- umst við svo langt, að kona geti opinskátt lýst því yfir, að hana langi ekki til að verða móðir, án þess að af því leiði að hún sé talin eigingjörn og tilfinningasnauð? (Höfum við ekki öll t. d. heyrt um þessar köldn sjálfhverfu konur sem vinna úti?) Búi Arland: Alt fyrir dygðina, er okkar kjörorð góða mín. Konurnar okkar vilja hafa skilgetin börn, að minnsta kosti á pappírnum; og helst ekki samkeppni. Það er árás á eiginkvennastéttina að hafa vöggustofu. Ugla: Mannlegt félag á öll börn, .........En auðvitað þarf að breyta mannlegu félagi til þess að það fari betur með börn sín. (Atómstöðin) Því má ekki gleyma, að þrátt fyrir aðstoð og styrki getur staða ógiftrar móður samt sem áður verið mjög óþægileg. I Noregi getur það enn komið fyrir að ungri konu sé útskúfað vegna þess að hún hefur eign- ast barn í ótíma og án þess að ganga í heilagt hjónaband. Lítum aðeins á rökin gegn frjálsum fóst- ureyðingum. Sumir segja, að algjört frelsi fóstureyðinga muni vera allt of mikil ábyrgð að leggja á herðar konunni einni. Það sé óverjandi að íþyngja einni manneskju með svo alvarlegri ákvörðun. Hún getur m.ö.o. ekki sjálf tekið ábyrgð- ina á því hvort hún vill eignast barn sitt eða ekki, en hún getur tekið ábyrgð- ina á nýju lífi. Er það ekki miklu þyngri ábyrgð að bera? Frjálsar fóstureyðingar mundu verða bjarn- argreiði við konuna. Með þeim væri í raun og veru verið að svipta hana frelsi, segja sumir, þá gæti annað fólk þröngvað henni til að láta eyða fóstri sínu, án þess að hún óski raunverulega eftir því sjálf. En í dag getur hið gagnstæða átt sér stað. Það hlýtur að vera jafn alvarlegt að láta þröngva sér til að eignast barn, sem maður ekki óskar eftir að eignast. Konan á að vera ábyrg gerða sinna. Sofi hún hjá karlmanni verður hún að taka af- leiðingunum, eru mjög algeng rök. En eins og kunnugt er fara tilfinningar og skyn- semi ekki alltaf saman. Þar að auki eru sllk rök haldlítil þar sem almennilegri fræðslu um getnaðarvarnir er ekki til að dreif a. Karlmaður heldur áfram að vera karlmann- legur, enda þótt hann vilji ekki verða faðir, en konunni er kveneðlið oftast að fullu glatað, vilji hún ekki viðurkenna móðurhlutverkið sem veigamesta hlutverk sitt. Kona sem sækir um fóstureyðingu þarf hvorki að vera veik né óeðlileg. Vitan- lega getur ástæðan verið sú, að hún sé and- lega eða líkamlega veil, en það geta allt eins verið félagsleg vandamál að baki um- sókninni. Er til dæmis eitthvað að nítján ára skólastúlku, þó henni finnist hún vera of óþroskuð til að taka á sig móðurábyrgð- ina? Eða er slitin margra barna móðir nokk- uð skrýtin, þó henni finnist hún vera of gömul til að byrja á nýjan leik? Frjálsar fóstureyðingar munu setja konuna í neyðaraðstöðu, heyrist stundum. Þar með eru þyngstu mótbárur slegnar úr hendi hennar, þegar hún veigrar sér við að hafa samfarir sem hana langar ekki til. Þetta er álíka óraunhæft og það er órökvisst. Kynlxfið er yfirleitt ekki barátta milli karls og konu. Komi til þess, er um ólöglega nauðgun að ræða. Hræðsla eða þunglyndi getur gripið konuna í byrjun meðgöngutímans, segja sumir, og því getur hún ekki séð, hvað er henni sjálfri fyrir beztu. En læknirirnn, getur hann séð hvað ókunnugri manneskju er fyrir beztu? Sá veit gerst hvar skórinn kreppir, sem ber hann á fætinum. Ef fóstureyðingar verða frjálsar mun ,

x

Forvitin rauð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.