Forvitin rauð - 01.12.1972, Síða 8

Forvitin rauð - 01.12.1972, Síða 8
Búi Arland: Verið ekki áhyggjufull, þér getið feingið hjá mér alla þá penínga sem þér viljið, hús, vöggustofu, alt. (Atómstöðin) Einkaritarinn á að sjálfsögðu að vera vel menntaður, og se' þar einhverju áhótavant, á hann a.m.k, að sýnast vera það sbr. þú skalt "tileinka þer fjölbreyttan orðaforða og mál- fræðilega rátt tal. Slíkt ber vott um þá góðu menntun, sem gert er ráð fyrir, að þú hafir". Umgengnin við hitt fólkið á 3krifstofunni á að sjálfsögðu að vera lipur og góð. Talið er eðlilegt, að einkaritarinn stofni til vináttu við konurnar á skrifstofunni, en þó er varað við því, að þau kynni verði of náin. Náin kynni við karlmennina virðast aftur á móti vera stórhættuleg og það er hlutur, sem hver góður einkaritari forðast .' M er komið að kaflanum um starfs- venjurnar. Þar er hinum verðandi einkaritara sögð þau sannindi, að "konur virðist einstaklega hæfar til að fást við störf, sem fela í sér mörg einstök atriði" , en þannig séu skrifstofustörf einmitt, ffaman væri að frétta af störfum, sem ekki fela í sér mörg einstök atriði. Mð eru þá líklega störfin, sem konur geta ekki unnið. Þér greiðið atkvæði opinberlega gegn því að ég og mínir líkar heitum menn, en viljið mig betlara yðar í laumi -. (Atómstöðin) Mrna koma fram eiginleikar góðu eiginkonunnar, sem einkaritarinn á að hafa. Auk allra þessara góðu eiginleika,sem helzt ættu að prýða hvern einasta mann, é góði einka- ritarinn ekki að gleyma að taka til á borði framkvæmdastjórans síns , fylla pennann hans, ydda blýantana hans, minna hann á Rotaryfundinn, setja ferskt vatn á könnuna hans, sjá um að glösin séu hrein, skipta um vatn á blómunum hans. o.s.frv, Pramkvæmdastjórinn heilagi á ekki að þurfa að gera svo auðvirðilegt verk, sem að tína saman drasl á sínu eigin skrifborði, hvað þá að þurfa að horfa upp á "dagatöl eða myndir", sem fest eru "með límbandi á veggi eða rúður". Einkaritarinn þarf að sjálfsögðu að þekkja við- skiptavini fyrirtækisins og þá, sem 3tarfa f.yrir það, en hann þarf líka að þekkja ritara Rotarý-klúbbs forstjórans og "ritara þeirra manna, sem hann leikur badminton með á fimmtudagskvöldum". Auk þess að muna eftir fundum og viðtölum, sem framkvæmdastjórinn þarf að mæta til, á þjónustan hans að hafa hjá sér lista yfir afmælisdaga og skólaleyfi, sem skipta máli fyrir hann. Einkaritarinn á ekki að reykja á skrifstofunni eða á strætum úti. Mð er ekki traustvekjandi fyrir viðskipta- vin að sjá fullan öskubakka, líklega verður þá blessaður einkaritarinn að standa með ruslakörfuna undir stórsígar framkvæmdastjórans síns. Konurnar streyma nú út á vinnumarkaðinn, það getur karlmaðurinn ekki heft, en mun honum takast að beizla konuna þar'? Utofnar hann til launaðra þjónustustarfa, sem fela í sér þá þjónustu, sem hann missir að einhverju leyti á heimilinu, þegar eiginkonan fer út að vinna? Konur, gerið ykkur grein fyrir því, að störf mótast að mörgu leyti af þeim, sem vinna þau. Verið á verði, gerið ykkur grein fyrir því í upphafi starfs hvers af ykkur er vænzt. Látið ekki traðka á rétti ykkar, setjið ykkur inn í starfið eins vel og ykkur er unnt og kynnið ykkur þá samninga, sem þið vinnið eftir. Ef ykkur mislíkar eitthvað , talið um það a réttum stöáum án nöldurs , ^verið kröfuharðar jafnt við ykkur sjálfar sem aðra, Minnumst þess að störf okkar eru jafnverðmæt og störf karlmannanna. G.S.ð. — SÖi?d LRuN ? HRNN «EM HEFUR Miklu stæ:rrí henour J

x

Forvitin rauð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.