Forvitin rauð - 01.05.1975, Blaðsíða 2
2
Jafnrétti, þróun og friður
Sérstök kvenréttindanefnd var sett á laggirn-
ar við SameinuSu Þjóðirnar 1946. Nefnd þessi
hefur látið fara fram ýmsar athuganir er
varpa ljósi á stöðu kvenna á sviðum fjölskyldu
og hjúskapar, menntunar og atvinnu. 32 lönd
eiga sæti £ nefndinni. A grundvelli þessara
kannana er reynt að þrýsta á viðkomandi yfir-
völd til framkvæmda.
Einn mikilvægasti árangur af þessu starfi
var samþykkt allherjarþingsins 1967 um afnám
kynjamisréttis. Samþykktin er £ ellefu
greinum og fjallar um réttindi kvenna á öllum
sviðum, sem rædd höfðu verið £ þau rúm tutt-
ugu ár, er nefndin hafði starfað.
Helstu atriðin eru:
Afnema ber löggjöf, venjur og hefðir, sem
fela £ sér kyfijamismunun.
Tryggja ber konum með lögum kosningarétt
og kjörgengi svo og rétt til að gegna
opinberum embættum.
Vernda ber konur gegn missi r£kisfangs og
þvf að þurfa að giftast útlendingum £ þv£
skyni einu að öðlast nýtt rfkisfang.
Tryggja ber með lögum jafnræði hvað áhrærir
réttindi og skyldur £ hjúskap og við skilnað.
Afnema ber lagaákvæði £ refsirétti sem fela
£ sér kynjamismunun, til dæmis að þv£ er
varðar framhjáhald eða makamorð £ þeim
löndum þar sem sl£k ákvæði eru enn £ lögum.
Berjast verður gegn hinni svokölluðu
"hv£tu þrælaverslun", og öllum tilburðum
£ þá átt að hagnast á konum, einnig vændis-
konum.
Tryggja ber jafnrétti til menntunar og
atvinnu, - sömu laun fyrir sömu vinnu og
rétt til fæðingarorlofs. Lögð er áhersla
á, að ein af forsendum þess að konur geti
notið allra borgarlegra réttinda sé að
dagvistunarstofnanir séu nægilega margar.
Þessar tillögur var búið að ræða £ ein fimm
ár áður en þær voru endanlega samþykktar
bæði £ nefndinni sjálfri og á allsherjarþing-
ingu. Pað atriði, sem einna mestar deilur
urðu um, voru ákvæðin um réttindi konunnar
innan fjölskyldunnar. Allsherjarþingið breytti
þessu ákvæði yfirlýsingarinnar á þá lund, að
tryggja skuli réttindi konunnar á þessu sviði
"an þess að það skaði samheldni eða einingu
fjölskyldunnar". Þessi breyting, sem gerð
var £ meðförum allsherjarþingsins, þótti
mörgum að sannaði, að enn ætti langt £ land
að fullkomið jafnrétti næðist-
Mikilvægasti alþjóðlegi atburður kvennaársins
verður ráðstefna haldin £ Mexicóborg 23. júnf
til 4 júl£. Forseti ráðstefnunnar verður
einn af aðstoðarframkvæmdastjórum Sameinuðu
Þjóðanna, Helvi L.Sipilá', sem einnig hefur
samræmingu aðgerða kvennaársins á sinni könnu.
Öllum rfkjum heims hefur verið boðin þátttaka
£ ráðstefnunni auk fulltrúa ýmissa frelsis-
hreyfinga, sem arabarfki og Einingarsamtök
Afrfku viðurkenna. Ætlast er til þess að
sendinefndir séu skipaðar bæði körlum og
konum og sérstofnanir S.Þ. munu eiga þar
áheyrnarfulltrúa.
Tilgangur ráðstefnunnar £ Mexicó er að hvetja
til nyrra daða er bæta megi stöðu konunnar
innan þjóðfélagsheildarinnar og fjölskyld-
unnar, og er ætlunin að samþykkja starfsáætlun
þar að lútandi.