Forvitin rauð - 01.05.1975, Page 3
LEIDARI
3
Samdráttur bitnar fyrst og harðast á verkakonum
A vinnumarkaði neysluþjóðfélagsins erum við
konur nýliðar og staða okkar enn óviss og erfið.
X sveifXukenndu efnahags- og atvinnulífi grípa
konur til hendinni þegar þörf er á vinnuafli.
þeirra, en draga sig í hlé þegar ekki er þörf
fyrir þær lengur. Hvað sem líður lagasetningum
er það hefð, að konur hafi ekki rétt til stöð-
ugrar atvinnu á borð við karla og þeirri hefð
er ma. viðhaldið með hagstjórnarstefnu í félags-
málum. Samdrætti í atvinnulífi fylgir niður-
skurður á fjárframlögum til barnaheimila og
fleiri stofnana, en skortur á vinnuafli kallar
hinsvegar á uppbyggingu þjónustustofnana.
Atvinnuleysi hjá körlum vekur ólgu og óánægju
með efnahagsstjórnina, en margar konur taka tíma-
bundnu atvinnuleysi sem sjálfsögðum hlut. Það
er engin tilviljun,að fyrstu uppsagnir komandi
samdráttartímabils eru í greinum þar sem konur
vinna að meirihluta.
Hvað veldur sveiflum atvinnulífsins?
Okkur er sagt, að samdrátturinn nú stafi af
minnkandi útflutningsverðmæti, innflutningi og
neyslu um efni fram, vinnudeilum og kröfum verka-
fólks, óhóflegum milliliðagróða, óstjórn í efna-
hagsmálum og kreppuástandi í viðskiptalöndum
okkar.
I íslenskri efnahagspólitfk má nú greina tvær
meginstefnur. Önnur er sú að beina fjámagni til
virkjunarframkvæmda til að reisa hér stóriðju og
reka fyrirtæki í samvinnu við erlenda aðila og
láta þá jafnvel lönd og leið útgerð og landbúnað.
Hin meginstefnan er að byggja sem mest undir
okkar innlendu atvinnugreinar með góðri nýtingu,
jöfnun aðstöðu og með því að dreifa fjármagni
frá milliliða- og verslunarfyrirtækjum.
Sveiflurnar í efnahagslífinu spegla að nokkru
leyti átök um þessar meginstefnur.
Er ógnun atvinnuleysisins raunveruleg?
1. maí 1975, aðeins rúmu ári eftir að kaup-
trygging fiskverkunarfólks fékkst viðurkennd x
kjarasamningum, stöndum við frammi fyrir því,
að henni hefur verið sagt upp í allflestum
frystihúsum og mikill hluti verkafólks í sauma-
iðnaði er á uppsögn, sem tekur gildi í sumar.
Meirihluti þess verkafólks, sem hér um ræðir
eru konur. Það er gamla sagan: Um leið og
samdráttur verður í atvinnulífinu eru konurnar
látnar víkja. Enda strax farið að skera niður
framlög til barnaheimila og elliheimila og brátt
verður fjallað í mogganum okkar fögrum orðum um
það hve göfugt sé uppeldisstarf konunnar á heim-
ilinu og hve fórnfúst starf hennar við umönnun
aldraðra.
En er ógnunin byggð á veruleika? Er atvinnu-
leysi yfirvofandi og er það óhjákvæmilegt?
Eina vopn okkar og vörn gegn ógnun atvinnu-
leysisins er þekking, samstaða og virk baráttu-
þátttaka. Þegar okkur er sagt upp kauptryggingu
þannig að við erum ekki lengur fastráðnar og
megum eiga von á því að vera sendar heim hvaða
dag sem er, eða sagt upp vinnu með ákveðnum
fyrirvara, eigum við heimtingu á skýringu.
"Erfiðir tímar" er engin skýring. Hverjir
eru erfiðleikarnir? Koma þeir að utan eða
innan? Gæti reksturinn verið hagkvæmari án þess
þó að það væri á kostnað kjara verkafólks?
Allt þetta þurfum við að vita. Látum okkur
aldrei detta í hug, að eigandinn sé að fórna sér
og reka fyrirtækið fyrir okkur, hversu mikið sem
hann barmar sér. Slíkt mundi hann ekki gera
degi lengur en hann græðir á því.
Getur ekki starfsfólkið yfirtekið reksturinn
eða breytt honum? Getur ekki verkalýður þorps,
þar sem vinnan snýst öll í kringum fiskinn, tekið
stjórnun þessarar vinnu í sínar hendur með hag
verkafólksins fyrir augum en ekki söfnun auðs
Atvinnuleysi er ekki náttúruhamfarir
Séu ástæðurnar utanaðkomandi þarf að leita
þeirra og berjast gegn þeim. Atvinnuleysi er
ekki náttúruhamfarir sem við stöndum máttlaus
gegn. Það er hagstjórnarstefna sem ræður og
það er ekki tilviljun, að í tíð vinstri stjórnar
blómstraði og óx atvinnulíf um allt Xand, en eftir
eins vetrar hægri stjórn verður þegar vart sam-
dráttar: Það er aftur verið að skapa "hæfilegt
atvinnuleysi".
Til að verja afkomu okkar og berjast gegn
árásum á kjör okkar og stöðu, verður verka-
fólk að standa saman. Sigur í verklýðsbarátt-
unni vinnst aldrei nema með virkri þátttöku
kvenna. En til að konur geti orðið virkar
verða þær jafnframt að sigrast á bælingu og
mismunun, þær verða að hafa frelsi til þátttöku.
Og í þeirri baráttu kvenna næst aldrei árangur
nema verklýðsöflin taki fullan þátt í henni og
geri hana að sinni baráttu.
An þáttöku kvenna enginn sigur 1 verklýðs-
baráttunni .*
An þátttöku verklýðshreyfingarinnar enginn
sigur í kvennabaráttunni.'