Forvitin rauð - 01.05.1975, Síða 4

Forvitin rauð - 01.05.1975, Síða 4
4 verkalýðshreyfingin OG SÍÐUSTU SAMNINGAR Herdis Helgadóttir Að leggja hönd á pléelnn. á kreppaárunum sýndi fslensk verkalýðshreyf- ing það £ verki, að hún stóð sameinuð og skildi hlutverk sitt f baráttunni til betri kjara og betra mannlífs. á þeim árum lögðu allir hönd á plóginn, konur jafnt sem karlar, samábyrgðin og kjörorðin - einn fyrir alla og allir fyrir einn - voru höfð að leiðarljósi. Þeir, sem sviku eða voru taldir svfkja félaga sfna £ átökum við atvinnurekendavaldið, voru miskunnarlaust látnir gjalda verka sinna og engum duldist, hvað þeir höfðu af sér brotið. Umræður innan félaganna voru mjög almennar og félagsmenn tóku sjálfir allar ákvarðanir um mál sfn og fylgdust með störfum þeirra, sem kosnir voru í trúnaðarstöðurnar. Forystu- menn voru flestir sjálfir að störfum meðal félaga sinna, deildu kjörum með þeim og vissu þvf gjörla, hvar skórinn kreppti. Félögin störfuðu sem áhugamannafélög, allt starf var unnið £ sjálfboðavinnu, þar til rétt fyrir heimsstyrjöldina að fyrstu starfsmenn- irnir voru ráðnir hjá einstaka félögum. Höndunum á pióenum fækkar. A stríðsárunum óx verkalýðshreyfingunni fiskur um hrygg, hún efldist mjög við bætt kjör félagsmanna sinna, flest hinna fjöl- mennari félaga opnuðu skrifstofur og réðu sér starfsmenn, sem oftast voru formenn þeirra um leið. Jafnframt var fundin upp sú þægilega lausn að fela þessum mönnum bókstaf- lega öll störf á vegum þeirra £ stað þess að skipta þeim eins og áður hafði tíðkast, niður á félagsmenn, sem unnu þau af fórnfýsi £ fr£- stundum s£num. Afleiðingin af þessari ráð- stöfun lét ekki á sér standa. Við stöðugar fundarsetur og of l£tið samband við félags- menn varð sú hugarfarsbreyting hjá þessum forystumönnum, að þeim fannst mörgum, að þeir og þeir einir væru verkalýðshreyfingin. Einnig varð sú skoðun rfkjandi, að ekki væri nokkur hæfa að skipa konur f sameiginlegu karlawog kvennafélögunum til starfa. Sagt var, að þær hvorki vildu né nenntu að sinna félagsmálum og sú staðreynd, að flestar konur búa við tvöfalt vinnuálag sem fyrirvinnur og húsimeður £ senn hefur aldrei verið viðurkennd innan verkalýðshreyfingar frekar en utan hennar. Staða konunnar þar er sú sama og £ daglega lffinu - við erum álitnar óæðri ver- ur með ákaflega takmarkaðan rétt - réttur okkar til að vinna fyrir okkur sjálfar með eigin höndum er ekki virtur - litið er á okkur f atvinnulffinu sem viðhengi eigin- manna okkar, ef við erum giftar og þær okkar sem einar standa eru litnar hornauga. Enn £ dag friða karlmennirnir £ þessum sam- eiginlegu karla- og kvennafélögum samvisku sína með þvf að halda þessum fáránlegu stað- hæfingum um viljaleysi og leti kvenna til streitu og finnst nóg að punta upp á stjórn- irnas- með einni og einni konu jafnvel þar sem konur eru £ meirihluta innan félagsins. Við breytinguna á starfsemi verkalýðsfél- aganna urðu öll samskipti stjórna þeirra við félagsmenn yfirborðskenndari með hverju árinu sem leið. A félagsfundum leggja stjórnir fram sfnar tillögur £ flestum mál- um og það hefur komist £ tfsku, ef félagsmenn standa upp til að ræða málin eða koma með saklausar fyrirspurnir, að einhverjir stjórnarmanna eða allir, ef mikið þykir f húfi, r£si upp til varnar, taki allt sem gagnrýni og árásir á störf s£n með þeim afleiðingum, að þeir félagsmenn, sem með réttu ættu að virkjast til starfa vegna áhuga s£ns, eru kveðnir svo rækilega £ kútinn með allskyns hártogun- um og útúrsnúningum af hálfu þjálfaðra ræðu- manna, að flestir sjá sitt óvænna og hætta að mæta á fundum. Þar með er brostið eitt grund- vallarskilyrðið fyrir heilbrigðu og lifandi starfi verkalýðsfélaganna, þ.e. að allir fél- agsmenn taki þátt £ umræðum, taki ákvarðanir sameiginlega og finni samstöðu sfna. Ekki er að furða þótt forystumönnum verkalýðs- hreyfingarinnar finnist f dag sem hinn venju- Legi félagsmaður hafi engan áhuga, þar sem þeir hafa greiniiega aldrei skilið hve röng svona vinnubrögð eru.

x

Forvitin rauð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.