Forvitin rauð - 01.05.1975, Qupperneq 5

Forvitin rauð - 01.05.1975, Qupperneq 5
5 Þelr einir, sem ætla sér a5 komast til valda £ félagi s£nu, hafa þrautseigju til a3 standa af sér þessar móttökur og halda áfram, þar til þeir komast £ nefndir og stjórnir, hljóta þjálfun £ starfi og aðlagast um leið rfkjandi kerfi og aðferðum. Verkalýðsfélögin virðast þv£ £ dag vera vettvangur valdasjúkra manna. £ kjölfar aukinna samskipta við aðrar þjóðir fóru verkalýðsfélögin að ganga £ erlend verka- lýðssambönd. Utanlandsboðsferðum forystumanna fjölgar ár frá ári, þingsetur erlendis og þátttaka £ hinum og þessum ráðstefnum hefur £ för með sér verulegar fjarvistir, sem svo aftur eykur enn á bilið milli félagsmanna og þeirra. L£tið er gert af þv£ að kynna félags- mönnum starfsemi þessara erlendu sambanda eða skýra frá ferðalögum forystumanna, en sumir hverjir eru nu' stjórnarmeðlimir þeirra. Verkalýðsforystan er £ dag á höndum svo fárra manna, sem flestir hafa gegnt forystu- hlutverkum sínum um árabil, að venjulegu fólki þykir nánast furða, að þeir skuli yfirleitt hafa t£ma til að vera til. Vinnudagur þeirra er iðulega svo þéttskip- aður fundum, að oft verða þeir að velja á milli þeirra og sólarhringurinn nægði vart, ef alla ætti að sitja. Þeir eru sffellt £ sviðsljósinu, einkalff þeirra er ákaflega takmarkað og að vissu leyti komast þeir £ sömu aðstöðu og kóngar eða frægar stjörnur úti f heimi. Það kitlar hégómagirnd flestra að vera þekktir bæði £ heimalandi s£nu og á erlendri grund, dómgreindin fer halloka, markmiðin fjarlægjast ósjálfrátt, lffsvið- horfin breytast og fundavftahringurinn á sinn þátt £ þvf að samræma skoðanir þeirra sem fundina sitja. Það sæmir ekki að vera alltaf á öndverðum meiði, fyigja verður leik- reglum og haga sér eins og siðmenntað fólk f nútfma þjóðfélagi. Samnineamáiin 1 miðstjórn Alþýðusambands fslands eiga sæti 15 manns, þar af þrjár konur. Samninganefnd sú sem sfðast var valin, nfumannanefndin svokallaða, er skipuð formönnum landssamband- anna og engin kona er þar á meðal. Ekkert tillit er tekið af hálfu ASl forystunnar til þess fjölda kvenna sem er félagsbundinn innan verkalýðshreyfingarinnar og jafnréttið er ekki virt þar frekar en innan félaganna sjálfra. Sfðustu árin hafa atvlnnurekendur iðkað þann leik að krefjast þess, að rfkisvaldið hefði afskipti af vinnudeilum og reynt að koma þv£ inn hjá almenningi, að það væri hiutverk rfkisvaldsins að koma með allsherjarlausnir hve$ju sinni. Þessa leið hafa þeir farið til að tryggja það, að þeir sjálfir fengju bætur fyrir þær launahækkanir, sem samþykktar yrðu, fengju að velta þeim beint út £ verðlagið og kenna svo launþegum um óðaverðbólgu, sem stöðva yrði með þvf að ógilda nýgerða kjara- samninga með vfsitölubindingum, gengisfell- ingum og öðrum álfka þægilegum aðgerðum. Sá háttur hefur verið hafður á a.m.k. £ tvenn- um sfðustu vinnudeilum að kalla til sérfróða menn, eins og þjóðhagstofustjóra, innstu koppa £ búri hjá Seðlabankanum og aðra sér- fræðinga £ störfum hjá rfkinu til að halda fyrirlestra um ástand þjóðarbúsins yfir hausa- mótum samningamanna beggja aðila, jafnvel hafa forsætisráðherrar ekki látið sitt eftir liggja £ þessum ræðuhöldum. Tölfræði þessara sérfræðinga er sl£k, að venjulegt fólk rugl- ast gjörsamlega f rfminu, fer jafnvel að trúa þvf, að þessir menn með titlana og menntunina hljóti að vita um hvað þeir eru að tala. Það vill þv£ miður oft gleymast,að einmitt þessir menn eru ráðnir £ störf sfn til að tryggja það rangláta þjóðskipulagskerfi, sem við búum við - tryggja það, að launþegar sætti sig við arðrán og kúgun á meðan svokallaðir atvinnu- rekendur raka saman fé og sækja ymiss konar styrki £ sameiginlega sjóði landsmanna til að standa undir vafasömum hallarekstri sfnum. Einnig hefur sá háttur verið hafður á, þegar hinn óbreytti verkamaður hefur samþykkt rammasamningana, að velja ýmsa hópa og semja sérstaklega um ýmis frfðindi þeim til handa, t.d. fæðispeninga, flutningsgjöld, vinnufata- gjöld, skattafrádrætti ofl. Þessi ljóti leikur hefur verið leikinn £ öllum samningum um langt árabil og atvinnurekendum beinlfnis verið hjálpað við að rjúfa samstöðu verka- lýðsins. Kjörorðin einn fyrir alla og allir fyrir einn hafa gleymst £ baráttu hagsmunahópa, sem telja sig eiga rétt á hærri launum vegna menntunar sinnar. Menntun verkalýðsins virð- ist þvf vera sá þátturinn, sem atvinnurekenda- valdið getur notfært sér hvað best. Sfðustu samningar 1 samningunum £ febrúar 1974 héldu verkalýðs- félögin ekki vöku sinni og gleyptu við agni atvinnurekenda, sem fólst £ þv£ að hækka laun sem mest, afneita vfsitöluþaki og mestri hækkun til hinna lægstlaunuðu, þrátt fyrir yfirlýsingar fyrirfram um að nú skyldi geng- ið svo frá, að þeir lægstlaunuðu fengju mest £ sinn hlut. Atvinnurekendur sáu sér þann leik á borði, að með þv£ að koma kjaramálum úr jafnvægi, væri hægur vandi að steypa vinstri rfkisstjórninni, sem þá sat, og það tókst með hjálp verkalýðshreyfingarinnar. frh.bls. 17 I

x

Forvitin rauð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.