Forvitin rauð - 01.05.1975, Page 7

Forvitin rauð - 01.05.1975, Page 7
STEFNUYFIRLÝSING RAUÐSOKKAHREYFINGARINNAR 7 Barátta kvenna fyrir jafnrétti kynjanna veröur ekki slitin úr tengslum viö baráttu undirokaöra stétta fyrir þjóöfélagslegum jöfnuöi, né heldur veröur sigur unninn 1 verkalýðsbaráttunni án virkrar þátttöku kvenna. I aöaldráttum er baráttan tvíþætt) annars vegar fyrir breyttu þjóöfélagi gegn kúgunar- og aftur- haldsöflum, samfara timabundnum umbótum í þjóð- félaginu, og hins vegar sú uppbygging, sem snýr aö konum sjálfum, vitundarvakning, andspyrna gegn bælandi uppeldis- og umhverfisáhrifum og alda- gömlum fordómum og heföum. Undirokun kvenna er efnahagslegs og kynferðislegs eölis. Langvarandi bæling kvenna hefur fyrr og nú verið framkvæmd vitandi vits I þeim tilgangi aö hagnast á vinnuafli þeirra innan heimilanna og á vlnnumarkaðinum og aö viöhalda kynferöislegri kúgun. Ríkjandi efnahagskerfi byggist aö miklu leyti á hreyfanlegu vinnuafli, sem grlpa má til eftir þv£ hvort um er að ræða þenslu eða samdrátt I atvinnulífinu. Ihlaupavinnuafliö er fyrst og fremst konur, og konur eru meginþorri hinna lægst launúöu hvar sem er I atvinnullfinu. Þess vegna veröur aö heyja baráttu kvenna fyrir frelsi og jafnrétti með vopnum stéttabaráttu. Samþykkt aö Skógum 16.6. 1974 Alit ráðstefnu um kjör láglaunakvenna Ráöstefna ASB félags afgreiöslustúlkna I brauða- og mjólkurbúöum, Iöju félags verksmiöjufólks, Starfsstúlknafélagsins Sóknar, Starfsmannafélags ríkisstofnana og Rauösokkahreyfingarinnar um kjör láglaunakvenna, haldin I Lindarbæ 26.janúar 1975» fagnar þeirri ákvöröun Sameinuöu þjóöanna aö helga áriö baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna, framförum og friði. Skorar ráöstefnan á íslenskar konur að nýta þau tækifæri sem þetta baráttuár veitir. Konur hafa ævinlega veriö fullgildir þátttakendur I þeim störfum, sem unnin eru I landinu. Vinnu- tími kvenna hefur oft á tíöum veriö lengri en vinnuclmi karla. Sú var reyndin I bændaþjóöfélag- inu og ekki síður I dag, þegar stór hluti kvenna skilar hlut slnum I atvinnullfinu jafnframt störf- um á heimilunum þar sem barnauppeldi og þjónusta hvllir enn aö langmestu leyti á heröum þeirra. Lögboöiö er að greidd skuli sömu laun fyrir sömu vinnu, en slfellt er farið I kring um þessi ákvæöi meö þvl aö flokka starfsheiti eftir kynjum. Störfin eru metin misjafnlega ogiþrátt fyrir jafn- rétti I lögum eru konur aö stærstum hluta I þeim störfum sem lægst eru metin til launa, en eru þó undirstöðustörf, svo sem framleiðslu-, uppeldis- og þjónustustörf. Þótt þessi störf byggist aö miklu leyti á vinnuafli kvenna er lltiö tillit tekiö til móöurhlutverks þeirra og þær I raun látnar gjalda þessa hlutverks á þann hátt aö vera metnar sem óstööugur vinnukraftur og veröa vara- vinnuafl. A sama tíma og atvinnuvegirnir kalla á vinnuafl kvenna eru sniögengnar þær þarfir sem þátttaka þeirra 1 atvinnullfinu skapar. Ekki er sinnt uppbyggingu þeirra stofnana sem taka viö hluta af þeim störfum er konurnar sinna á heimilum slnum og afkomu þeirra og atvinnuöryggi er stefnt I hættu viö barnsburð, Farsælt uppeldi barna er best tryggt meö þvl aö báöir foreldrar séu jafn- gildir einstaklingar I þjóðfélaginu og hvor um sig reiöubúinn til aö bera ábyrgöina á uppeldi og þroska barna sinna. Ráöstefnan krefst þess, aö allar konur njóti a.m.k. 3ja mánaöa færöingarorlofs á fullum laun- um og lltur svo á, aö eðlilegast sé að framkvæmd falli undir tryggingarkerfi rikisins. Ráöstefnan telur, aö öll börn eigi jafnan rétt á dvöl á góöum dagvistunarheimilum og skorar á bæjar- og sveitarfélög aö nota heimild I lögum um þátt rlkisins I byggingu og rekstri dagvistunar- heimila til að hraöa uppbyggingu þeirra. Verka- lýösfélögunum ber aö knýja á um þessi mál og aö sjá til þess, aö greiðslur fyrir dvalarkostnaö miðist við lsegstu taxta verkalýösfélaganna. Ráö- stefnan bendir jafnframt á þá varhugaveröu þróun, að barnagæsla I heimahúsum fer slfellt I vöxt vegna skorts á dagvistunárstofnunum. frh. bls. 12

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.