Forvitin rauð - 01.05.1975, Síða 13
EIGA ÞESSI BÖRN
Fjöldaflutningar á börnum frá Viet-Nam til
Bandaríkjanna ollu mikilli mótmælaöldu.
Forystumaður "þriOja aflsins" Tran Ngoc Lieng,
leiðtogi búddatrúarmanna Hien Phap og einn
kunnasti málsvari kvennasamtaka á yfirráðasvæði
Saigonstjórnarinnar undirrituðu ávarp til að
mótmæla "ómannúðlegri áætlun bandarísku og suður-
vietnömsku stjórnanna um að flytja út fjölda
foreldralausra barna í áróðursskyni, til þess
að skapa æsingar í heiminum og útvega Saigon-
stjórninni meiri aðstoð."
I Stokkhólmi safnaðist fólk saman fyrir utan
sendiráð Bandaríkjanna og hinn kunni rithöf-
undur Sara Lidman flutti ávarp og beindi þessum
orðum til Fords bandaríkjaforseta. "Fyrst drepið
þér foreldra barnanna. Síðan Xátið þér flytja
til yðar börnin. Þetta minnir á hátterni
brennuvargs, sem veldur eldsvoða. Og á meðan
húsið brennur bregður brjálæðingurinn við og
bjargar tíu börnum."
EKKI LAND!
Samband vinstrisinnaðra sænskra kvenna hefur
sent frá sér skorinorð mótmæli gegn barna-
flutningunum, þar sem segir: Þetta er ekki
annað en svívirðilegt barnarán. Flugvélarnar,
sem flytja börnin koma með vopnafarma til Saigon,
en það er beint brot á Parísarsamkomulaginu.
Reynt er nú á slðustu stundu að ræna Vietnam
þeim börnum, sem misst hafa foreldra sína vegna
hernaðaraðgerða Bandaríkjanna. Við lýsum yfir
djúpri andstyggð okkar á þessum aðgerðum."
Það vakna óhjákvæmilega spurningar í hugum
okkar við þessar aðgerðir. Hver voru þessi
börn og hvaða örlög hefðu beðið þeirra í Banda-
ríkjunum og hvaða örlög bíða þeirra heima fyrir?
Við biðjum Vilborgu Dagbjartsdóttur að leysa
nokkuð úr þessum spurningum.
/
Mér kemur í hug borg í Tékkóslóvakíu, sem heitir
Lidice og nasistar létu afmá af yfirborði jarðar.
Þeir skutu alla karlmenn, sem voru komnir yfir
fimmtán ára aldur, sendu konurnar í þrælkunar-
búðir og börnin tóku þeir og sendu á þýsk heimili
til að ala þau upp sem þýska borgara.
Bandaríkjamenn eru þarna að taka vietnömsk börn.
Það getur verið að foreldrar þeirra séu dánir
eða týndir í fangelsum þeirra eða að foreldrarnir
séu hinum megin við víglínuna.
Þetta vitum við ekkert um og börnunum er smalað
saman og síðan eru þau flutt til Bandaríkjanna
og deilt þar út meðal bandarísks millistéttar-
fólks og þar eiga þau að alast upp sem Banda-
rikjamenn. Sum af þessum börnum eru orðin
dálítið stálpuð og jafnvel þótt foreldrarnir séu
dánir, eiga þessi börn þá ekki systkini, eiga
þessi börn ekki ættingja, eiga þessi börn ekki
þjóð, eiga þau ekki land, þar sem samfylking
þjóðfrelsissinna er að vinna lokasigur? Það
eru kannske nokkrar vikur þangað til þarna hefst
mikil uppbygging. Með hverjum á að byggja upp
þetta land, auðvitað með börnum landsins. Þarna
er verið að ræna börnum þessa fólks til að gefa
þau amerískum auðvaldskellingum eða kannski eru
þau Xátin á munaðarleysingjahæli eða kannski eru
þau seld eins og Kóreubörnin. Frá Suður-Kóreru
hefur verið rekin umfangsmikil - mér liggur við
að segja verslun með börn. I stað þess að leysa
vandamálin eins og í Norður-Kóreu, því ekki hefur
heyrst um neinn útflutning á börnum þaðan þá eru
börn send frá Seoul út um allan heim og fólk
kaupir þessi börn óbeint.
Það liggur á borðinu, að þetta er gert fyrst
og fremst í áróðursskyni, en jafnframt er verið
að fara £ kring um friðarsamningana, sem gerðir
voru í París á þann hátt, að flugvélarnar, sem
notaðar eru til að flytja bæði bandaríska borg-
ara frá Vietnam og hershöfðingja og hermenn,
sem álitið er, að hljóti dauðadóm og svo börnin,
þessar sömu flugvélar eru notaðar til að smygla
vopnum inn í landið. En fyrst og fremst voru
þó barnaflutningar gerðir í áróðursskyni, en það
verkaði hins vegar öfugt. Þetta var svo hróp-
legt, að fyrst drepa þei,r, foreldra barnanna og
slðan ræna þeir börnunum og flytja þau úr landi.