Forvitin rauð - 01.05.1975, Side 16

Forvitin rauð - 01.05.1975, Side 16
að nýta vinnukraft þess til hins ýtrasta enda lagðist siBfræSi mótmælendatrúarinnar eindregið gegn öllum skemmtunum og dansi, sem áður hafði tíðkast. Karlmenn, börn og gamalmenni urðu að taka til hendinni við tóskapinn en konurnar mest og oft gátu þær ekki sofið £ rökkrinu með hinu fólkinu heldur þurftu þær að sitja uppi til að ljúka ákvæð- isverkinu, sem þeim var ætlað. Prjónaversl- unin stóð í rúmar tvær aldir og undir lokin þegar ljóst var að þessi fjandi borgaði sig alls ekki og eins gott var að gefa fólkinu fr£ þá kom upp £ mönnum gamli púritanisminn, að ekki hefði það góð áhrif á kvenfólkið að liggja bara og hafa ekki annað að gera heldur en að sofa og verða þannig letinni og laus- unginni að bráð. Siðfræði mótmælenda var hins vegar ekki sprottin af vandlætingu á kaþólskum siðum, þótt það væri látið heita svo, heldur var þetta útsmoginn áróður til að fá fólk til að sætta sig við ómanneskjulegar starfs- aðstæður komandi iðnvæðingar. A 18. öld flytjast hingað rokkar og aðrar tóvinnuvélar og einnig fyrstu vefstólar eins og við þekkjum þá. Ahugasamir bændur og at- hafnamenn vildu koma upp heimilisiðnaði og sendu menn út til að kanna þar aðstæður en nú var þetta orðið allt of seint og nágrannaþjóð- ir okkar sem óðast að válvæða sinn heimilis- iðnað. Afleiðing þessara kynningarferða varð þó sú, að bændur sáu eingöngu karia við vefn- að, sem var þá löngu orðin iðngrein og stund- aður sem sl£kur. lað voru þv£ karlarnir, sem tóku til við nýja vefstólinn og hvfldu okkur frá stritinu að mestu þangað til hætt var að vefa til heimilisþarfa, þá voru vef- stólarnir afhentir kvenfólkinu og húsmæðra- skólunum aftur. Þriðja iðnaðarstigið hefst svo með ullar- verksmiðjunum. Ullin okkar er ekki kynbætt og reyndar illa fallin til vélavinnslu. Hins vegar er hún mjög sérstæð og skemmtileg til að prjóna úr. í verksmiðjunum eru kjör kvenna s£st betri en gerist og gengur £ öðrum iðnaði. Karlmenn sitja þar að stjórn- un og verkstjórastörfum og konum er aðeins greiddur venjulegur taxti þótt þær vinni ábyrgðarmikil störf eins og að rekja f vef ellegar breyta grófsniðnum prjónadúk £ seljanlegar flfkur. t>að má segja um ullar- verksmiðjumar og prjónastofurnar, að fáran- lega lftil áhersla hefur verið lögð á alla hönnun og aðferðir til að útvega munstur ekki til fyrirmyndar. Ullarverksmiðjurnar hafa þegar þær leita fanga innanlands haldið hugmyndasamkeppni þar sem þær tileinka sér alla innsenda muni og engar höfundargreiðslur koma fyrir munstur né snið. Verðlaun, sem veitt eru £ samkeppni ber aldrei að lfta á sem höfundargreiðslu, um slfkt verður alltaf að semja sérstaklega. Réttur einstaklinga á hugmyndum sfnum er lögfestur og sama hvort um er að ræða faglærða manneskju eða ófaglærða. Ekkert ullarvörufyrirtæki hefur nú £ þjón- ustu sinni lærðan hönnuð og sökum þeirrar vanrækslu gæti svo farið að við misstum þennan mikilvæga þátt framleiðslunnar £ hendur útlendinga. Til að sporna við slfkum óheyrilegum vinnuaðferðum hafa þær konur, sem menntaðar eru £ textilfræðum nýlega stofnað með sér samtök og er þessi hópur allfjölmennur. Að lokum vil ég minnast á heimaprjónið. Engar tölur eru til yfir fjölda þeirra kvenna, sem prjóna og selja ullarflfkur, enda hefur aldrei tekist að sameina þær £ stéttarfélag, lfklega vegna ótta þeirra við stéttargjöld, skatta og aðrar hömlur. lað er þv£ auðvelt fyrir peysukaupendur að beita þær hörðum kostum, enda ekki einsdæmi að aukagjald, sem verslanir taka fyrir sérpantaðar, stórar peysur renni £ kassa verslunarinnar en ekki til prjónakonunnar, sem vinnur verkið. Lopa- greiða prjónakonur út £ hönd,en margar fá hann á heildsöluverði. Verslunarálagning á lopapeysur er nú milli 757. - 807.. Pað tekur duglega prjónakonu lo til 12 tfma að prjóna og ganga frá fullorðinspeysu og tfmakaup fyrir þessa vinnu er áætlað 75 - 85 kr. Hvaða konur eru það, sem búa við sl£k kjör? Margar eru örorku- og ellilffeyrisþegar ellegar láglaunakonur, sem vinna að skúr- ingum og vilja drýgja tekjurnar. Margar konur eiga £ erfiðleikum með að komast inn á vinnumarkaðinn á fullorðinsaldri eða geta ekki sætt sig við þau erfiðu og niðurlægjandi störf, sem þeim bjóðast og vilja heldur sitja heima £ manneskjulegu umhverfi og prjóna. Lfklegt er að það form samtaka, sem prjóna- konum hefur boðist, að ganga £ Iðju félag verksmiðjufólks henti þeim ekki nógu vel. í>að er þó Ijóst að á öllum sviðum verðum við að standa saman þv£ að annars er enda- laust gengið á rétt okkar. Það væri til athugunar fyrir prjónakonur að mynda með sér

x

Forvitin rauð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.