Alþýðublaðið - 23.04.1958, Page 7

Alþýðublaðið - 23.04.1958, Page 7
Miðvikudagur 23. apríl 1958 Alþýðublaðið Ræða Eggerts 6. Þorsteinssonar: FRUMVARP ÞAÐ, sem hér um ræðir og ég hef leyft mér að flytja ásamt háttvirtum bing manni Akureyrarkaupstaðar, fjallar um fræðslustofnun launþega. A tveimur undanförnum b>ng u'm hafði ég og tveir sam- flokksmenn mínir flutt þings- ályktunartillögu um þetta sama efni, þ.e.a.s. um fræðslustofn- ixn launþega eins og það var þá liefnt og er frdmvarp þetta samið á grundvelli þeirrar meginstefnu, sem í þeirri þings ályktun var mörkuð. MARKMIÐIÐ ER AUKIN FRÆÐSLA OG FÆRRI ÁREKSTRAR. Höfuðtilgangurinn með því að koma slíkri fræðslu á, sem frumvarpið að lögum um fræðslustofnun launþega gerir ráð fyrir, er að halda uppi fvr- ir trúnaðarmenn og félagsfólk verkalýðsfélaga og annarra launþegasamtaka hvers konar skipulögðu fræðslustarfi, er stuðla megj að auknum áhuga og þekkingu á sögu, heil- forigðu starfi og starfsháttum I viðkomandi samtaka. Það fer ekki á milli mála, hve starfsemi verkalýðssamtakanna er að verða snar þáttur í dag- legu starfi síaukins fjölda þjóð- arinnar. Það má því með sanni segja, að skyldurækni og þekk- ing starfsmanna verkalýðlsfélag anna, sé ekki aðeins nauðsyn fyrir meðlimi viðkomandi samtaka, slíkir eiginleikar eru orðnir beint hagsmunaatriði foeggja aðila, — þeirra sem vinnuna selja og hinna er vinn una kaupa. Enginn getur haft á móti bví að slik stofnun, sem yrði í líf- rænu sanibandi við sjálfa vinn- uná, yrðj á stofn sett og fáir sem kvnnt hafa sér alla starfs- hætti, munu efast um nauðsyn þess að slík stofnun sé starf- rækt. Það er hægt að deila um þjóðhagslegar nytsemdir menntastofnana, og vissulega er fræðslukerfi þjóðarinnar orð íð ærið umfangsmikið og dýrt. Um menntun eða fræðslu til aukins skilnings á réttindum og skyldum vinnandi fólks setti hinsvegar ekki að þurfa að deila. EKKI LANGA SKÓLAVIST, HELDUR AÐ KOMA FRÆÐSLU OG ÞEKKINGU TIL FÓLKSINS. Hvernig hyggjast flutn- ingsmenn þá láta stofnun þessa ná tilgangi sínum í þessu þýð- ingarmikla hluitverki? Er nú rétt að víkja að því örlítið nán- ar. Eins og fram kemur í greinar gerð er hér ekki hugmyndin að setja á stofn stórt skóla- bákn, á einum stað í landinu, sem vart mundi ná tilgangi sínum, eða ná þannig til sem flesíra um öll nauðsynleg át- riði er máli skinta. — Það er, að færa námið til fólksins. Þess er vart að vænta að trúnaðar" menn og stjórnarmeðlimir ein- stak'-a verkalýðsfélaga færu að setjast á skólabekk Iangtímum sanr'n, tii þess að öðlast slíka fræðslu. Meginhluti þessara starfa er £ dag urrninn í hvildar- og fri- tímum launafólksins og þá sem algjörlega ólaunað áhugastarf. Langrar skólavistar verðu.r því vart krafizt til slíkra starfa, enda algjörlegn óraunhæft og öll almenn fræðsla í skyldu- námi orðin það fullkömin, að þess ætti ekki að gerast sérstak lega þörf í slíkri stofnun. NORÐURLÖNDIN OG DÝRMÆT REYNSLA ÞEIRRA. I sambandi við umræður um þessi mál að undanförnu hefur ærið oft verið vitnað til Norð- urlandanna um framþróun þess ara mála þar. I þessum tilvitnunum hefur gætt nokkurs misskilnings. í Danmörk t.d. er hin almenna skólaskylda tveim árum styttri en hér er, og ber því meira á einskonar framhaldsfræðslu hins almenna náms í þessum stofnunum þar, sem ekki ætti að vera sérstök þörf á hér. Þeg- ar hinum fast-a skólatíma lík- ur, þá er efnt til einskonar stuttra námsskeiða „kursusa11 þar sem mögulegt er að velja á milli hinna ýmsu félagsmála- greina. Sá hluti í starfi þess- ra stofnana mun betur eiga við.alla staðhætti hér og verða heilladrýgri. Hvernig komast á að SETTU MARKI. Leiðirnar sem til greina koma að áliti okkar flutnings- manna eru: 1) að efna til námskeiða í lengri eða skemmri tíma fyrir trúnaðarmenn og almenna meðlimi verkalýðssamtakanna. 2) að annast útgáfu á bók- um, blöðum, bæklingum og hverskonar öðru prentuðu máli. 1 þessu sambandi er rétt að minna sérstaklega á nauðsyn bess, að gefa út handbók um t.d. fundarstörf og fundarregl- ur gjaldkera og ritarastörf. Meginefni laganna um stéttar- fé'lög og vinnudeilur, atvinnu- leysistryggingar, orlof, um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, öryggi á vinnu- stöðum, uppsagnarréttindi verkafólks svo nokltuð sé nefnt, 3) að koma upp bókasafni og safna heimildum um sögu og starfsemi launþega samtakanna hér á landi og erlendis. 4) að útvega eða láta gera kvikmyndir og önnur sjón- kennslutæki er stuðli að til- gangi stofnunarínnar, 5) að lána eða leigja slíkt efni til verkalýðsfélaga eða annarra lunþegasamtaka um land allt, 6) að senda fyrirlesara eða erindreka um landið, til að ræða þessi mál á fundum við komandj samtaka og að gang a'st fyrir fræðslufundum. 7) að hvetja til aukins fræðslu- og menningarstarfs innan samtakanna, 8) að leita samvinnu við skóla landsins og stuðnings þeirra við þetta fræðslu- og menningarstarf launþegasam- takanna. KAPPKOSTAD VERÐI AÐ SEM FLESTIR NJÓTI ÞESS SEM í TÉ ER LÁTIÐ. Af þessu má augljóslega ráða, að megináherzla er á það lögð, að fræðslan geti farið Eggert G. Þorsteinsson fram við sem flestar aðstæður og verið hreyfanleg með tilliti i til hinna dreifðu félaga vinn" andi fólks, um land allt, —- að 1 sem fíestir eigi kost að njóta . þess, sem fram verður fært ján verulegs tilkostnaðar. | Eftir að lýst. hefur verið í i megindráttum tilgangi þessar- ar stofnunar, kvnni e.t.v. ein- hver að segja, að slíkt fyrirtækj ætti að rékast á kostnað og á ábyrgð launþegasamtakanna sjáífra. Því er þá til að svara, að til þess hafa launþegasamtökin ekkert fjárhagslegt bolmagn, og ekki fyrirsjáanlegí að svo geti orðið í náinni framtíð. en hliðstæða er til um slíkt fram- lag ríkisins við fræðslu annarri starfsgreina. Eriendis tíðkast það jafnvel, að einstök verkr- lýðssambönd kosti efnilega 1 menn úr sínum röðum til slíks náms, en þess verður vart að 'vænta svo mjög sem fjárhag- ur verkalýðsfélaga, er hér . þröngur. Eins og ég minntist á hér í upphafi máls míns, er hér um !svc- umfangsrnikið nauðsvnja- starf að ræða. að telja verður undir þjóðfélagslega. nauðsyn, að rækt sé. HIN BRÝNÁ NAUÐSYN Á FRAMGANGI MÁLSINS GERIR KOSTNAÐINN BÆRI- LEGAN. í Alþýðusambandi íslands munu nú vera nálega 30 þús- und manns, karlar og konur í rúmlega 160 sambandsíélögum og í Bandalagi starfsmanna rík is og bæja u.þ.b. 3000 manns. Þegar svo er tekið tillit t.il allra þeirra, er þessar þúsundir manna hafa viðskipti við, með \ sölu vinnu sinnar, má öllum Ijóst vera, hve mikið er í húfi, j að farsællega takist um lausn allra þeirra deilna, sem óhjá- kvæmilega rísa upp um hin fjölmörgu atriði, er til greina koma á hverjum einasta degi. Farsælari íausn þessa vanda, verður vart fundin önnur en stóraukin fræðslu um öl! þau atriði er máli skipta. Það er ætlun okkar flutn- ingsmanna að fastakostnaðu; og kennslukostnaður greiðisl: úr ríkissjóði. Bókakaup og bækiingaútgáfa ásamt leigu k,vikmynda yrðu að einhverjum hluta gegn mótframlagi við- . komandi stéttasamtaka. LOFORÐ RÍKISSTJÓRNAR- INNAR OG YFIRSTJÓRN STOFNUNARINNAR. Frumvarp þetta um fræðslu- stofnun launþega gerir ráð fyr- ir að stjórn stofnunarinna;:.-. skuli skipa Alþýðusamband Is- lands 3 og Bandalag starfs- manna ríkis og bæja 1, en for- . maður yxði skipaður af mennta málaráðhérra. Þá er hugsan- legt, að sérstakt fræðsluráö vrði einnig starfrækt er kæmi,, | saman tvisvar til þrisvar á ári, ,væri ráðgefandi en ólaunað, , | Ég mun láta þessi orð nægja um málið að sinni. Eins og ég j gat um í upphafi, þá var þings- , ályktun um þetta efni flutt jsíðla á síðasta Aiþingi og aft- I ur nú og enn ekki hlotið af- greiðslu. Ég vil vænta þess að sá tími. sem háttvirtir þingdeilcl armenn hafa nú haft málið til. athugunar tryggj því jákvæða ' afgreiðslu yfirstandandi þings. i Það sem þó sérstaklega eykur á vonirnar um þessa afgreiðsíu lAIþingis, er aö hæstvirt ríkis- ^stjórn hefur heitið verkalýðs- . samtökunum því. að málio j skuli ná frarn að ganga. I Að svo mæltu óska ég eftir að málimi verði að lokinni þess ari umræðu vísað til heilbrigð- I is- 02' félassmálnefnd-ar. KverínapáttuT KAKAÓDEIG 1 SEM álegg á brauð með kaffi og í nestispakkann má gjarnan nota eftirfarandi kakaódeig, sér; er ákaflega Ijúffengt álegg og auk þess ekki mjög dýrt í fram- leiðslu. Blandið 100 grömmuin a sykri í 3 matskeiðar aí kakaó bræðið þetta í litlu af sterku kaffi yfir hita. Bræðið 100 grömm af Palmín og blandið kakaóupplausninni í það eftiv að hún hefur verið kæld. Setjið síðan í þetta allt 1 velþeytt egg og híærið í á meðan. Hellið deiginu í ferhyrnt forir. og látið það kólna. Þegar deigið er orðið stíft, má skera þaö í þunnar sneiðar rneð beittum hníf. UNGVERSKT GULLASH Skerið 14 kíló af góðu kjöti í smáteninga og brúnið það ásamt tveim laukum, sem skornir hafa verið í sneiðar, í 25 grömmum af smjörlíki. Hellið smávegis af vatni með á pönnuna og látið þetta sjóða í ca. þrjú kortér. Sjóðið 250 grömm af hreinsuð- um sveppum með síðasta kort- érið. Hellið síðan með 1 lítilli dós af baunum ásamt einum bolla af tómatkrafti og sjóðið þetta allt saman í eitt kortér til viðbótar. Hrærið í svolillu af hveitijafningi og sósulit. Til að gera bragðið sterkara má láta í þetta lítið eitt af paþ- riku, salti og pipar. Látið þetta á miðju fats og set.;i ið soðin hrísgrjón utan með og pressaðar rúsínur. PRINSESSUBÚÐINGUR 75 gr. smjörlíki. 100 gr. hveiti. 3 desilítrar mjólk. 4 egg. 50 gr. sykur. 1 msk. vanillusykur. Safinn úr einni sítrónu. Smjörlíki og rasp. Bakið upp hveitið og smjörlik ^ ið og hrærið mjólkinni út í. Lát ið þetta bakast vel og takið pott inn af hellunni og hrærið eggja- rauðunum í einni og einni í eina. Hrærið öllu val sarnan milii hverrar rauðu. Bætið í sykrin- um, vanillusykrinum og safn- um úr sítrónunni og au lokum eggjahvítunum stífþeyttum. Lát ið deigið í form smurt með smjörlíki o.g stráð með rasph Leggið pergamentpappír yfir og setjið lok á. Sjóðið þetta síðan j po.d rneð va-tni í einn og hálf • : an tnna. Hvolfið búðingnum á | fat og framreiðið hann með a- I vaxtasósu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.