Alþýðublaðið - 26.04.1958, Side 11

Alþýðublaðið - 26.04.1958, Side 11
LaugarcLágur 26. apríl 1958 Altýðublaðið 1 Þar sem Mosíellshreppur er nú skipulagss:kyldur, eru allar byggingar í hreppnum óheimilar án samþykkis bygg inganefndar. Gildir það jafnt um byggingamar sjálfar og staðsetningu þeirrá. Umsóknir ásamt teikningum senaist bygginganefnd Mosfellshrepps. F.h. bygginganefndar Mosfellshretpros Magnús Sveinsson. í DAG er laugardag'urinn, 26. apríl 1958. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin allan sólarhringinn. Læknavörð ur LR (fyrir vitjanir) er á sáro.a stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður er í Vesíurbæj- ar apóteki, sími 22290. Lvfja- búðin Iðunn, Reykjavíkur apo- tek, Laugavegs apótek og Ing- ólfs apótek fylgja öll lokunar- tíma sölubúoa. Garðs apótek og Holts apótek, Apótek Austurbæj ar og Vesturbæjar apótek eru opin til kl. 7 daglega nema á laugardögum til kl. 4. Holts apó tek og Garðs apótek eru opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. HafnarfjarSar apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19-—21. Helgidaga kl. 13—16 og 19—21. Næturlæknir er Kristján Jóhann esson. Kópavogs apóteb, Álfliólsvegi 9, er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13-16. Sími 23100. Bæjarbókasafn Bwykjavíknr, Þingholtsstræti 29 A, slmi 1 23 08. Útlán opið virka daga kl. 2—10, laugardaga 1—4. Les- stofa opin ki. 10—12 og 1—10, laugardaga kl. 10—12 og 1—4 Lokað á sunnudögum yfir sum- armánuöina. Útibú: Hólmgarði 84 opið mánudaga. miðvikudaga og föstudaga kl. 5—7; Hofsvalla götu 16 opið hvern virkan dag nema laugardaga kl. 6—7; Efsta sundi 36 opið mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 5.30— 7.30. FLCGFERÐIK Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til Oslo, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 10.00 í dag. — Væntanlegur til Reykjavíkur aft ur kl. 16.50 á morgun. — Innán- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilstaða, ísafjarðar, Sáuðárkróks, Vestmannaeyja og Þórshafnar. — Á morgun er á- ætlað að fljúgá til Akureyrar og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: Edda kom til Reykjavíkur kl. J- IVSagnús Bfarnason: 80 EIRIKUR HANSSON Skáldsaga frá Nýja Skotlandi. 08.00 í morgun frá New York. Fór til Oslo, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 09.30. Saga er væntanleg kl. 19.30 í dag frá Kaupmannahöfn, Gautaborg og Stafangri. Fer til New York kl. 21.00. SKIPAFRÉTTIK Skipaútgerð ríkisins: Esja var væntanleg til Reykja víkur í nótt frá Austfjörðum. Herðubreið fer frá Reykjavík á hádegi í dag austur um land til aBkkafjarðar. Skjaldbreið kom til Reykjavíkur í nótt frá Breiða fjarðarhöfnum. Þyrill er á Norð urlandshöfnum. Skaftfellingur £ér frá Reykjavík í dag til Vest- mannaeyja. MESSUR Á M O Pv G U N Elliheiniilið: Messa kl. 10 árd. — Heimilispresturinn. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f. h. Séra Jakob Jónsson. Messa kl. 5 e. h. Sera Sigurjón Þ. Árnason. Neskirkjá: Ferming kl. 11. f. h. Séra Jón Thorarensen. Bústaðáprestakall: Messa í Neskirkju kl. 2. Ferming, Séra Gunnar Árnason, Kajiólska kirkjan: Lágmessa kl. 8,30 árd. Hámessa, prédikun kl. 10.00 árd. Háteigssókn: Barnasamkoma í hátíoasal Sjómannaskólans kl. 10.30. Séra Jón Þorvarðarson. Fríkirkjan í Hafanrfirði: — Messa kl. 2 e. h. Altarisganga. Séra Kristinn Stefánsson. Laugarneskirkja: Messa kl. 10.30 f. h. Ferming. Séra Garð- ar Svavarsson. Dónikirkjan: Fermingarmessa kl. 11 árd. Séra Óskar J. Þor- láksson. Ferming'armessa kl. 2 síðd. Séra Jón Auðuns, F U N D I R Mæðrafélagslconur. — Munið skemtmifundinn í Kirkjubæ, sunnudaginn 27. apríl kl. 8,30. BRÚÐKAUP í dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Anna Krist- jánsdóttir (Guðlaugssonar hrl.) og stud. med. dent. Haukur Steinsson (Jóhanns T. Steins- sonar vélstjóra). Vígslan fer fram í Háskólakepellunni. — Ungu hjónin fara til Þýzkalands n. k. sunnudag. LEIGUBÍLAR Eíírtíiðastöð Steindórs Sími 1-15-80 Bifreiðastöð Rcykj avíkur Sími 1-17-20 SENDIBÍLAR Sendibílastöðm Þröstur Sírni 2-21-75 orðinu voru dyrnar opnaðar og inn gekk maður, sem ég sá strax, að ég hafði aldrej áður séð. Maðurinn var á að gizka tuttugu og fimm ára gamall, meðalmaður á hæð, rennilegux mjög og snyrtilegur í fram- gr/ngu. Hann var sérlega vel búinn, og fóru fötin honum ein kennilega vel. Hann hafði létta og mjög vandaða, dökka kápu yzta 'klæða og var hún ó- hneppt, en frakkinn, sem var innanundir, var vandlega hnepptur, og er ekki hægt að hugsa sár, ,að nokkurt fat geti farið manni betur en sá frakki fór honum. i>að var alveg eins og frakkinn hefði vaxið utan á manninn, svo vel féll hann að hinum sívala búk þessa snyrtilega, unga manns. Á höfði var barðalítill og harður flókahattur, sem hann tók ekki ofan, þó að hann kæmi inn í herhergið, og á höndum hans voru næfurþunnir og kaffibrúnir skinnhanzkar sem hann fór með hægð að taka af sér, þegar hann kom inn fyrir dyrnar. Hann hafði fallegt, hans var svart og hrokkið, eða leit öllu heldur út fyrir að vera teinvafið (,,krullað“) með heitum töngum. Stóð hár hans allmikið útundan hattin- um á bak við- eyrun og í hnakkanum. Andlitið var hvítt eins og mjöll og fremur hold skarpt. Nefið var þunnt og hátt, augun dökk og skýr og munnurinn fríður. En í bringum munnvikin voru þeir drættir, sem mér virtist lýsa ákaflegu sjálfstrausti og stór- mennsku og jafnvel þótta. En hvar sem á haron var litið, mátti ljósleiga sjá, að hann hafði ekki alizt upp á meðal fátæklinga, og að honum var það meðskapað að vera prúð- mannlegur í framgöngu. iStrax og hann var kominn inn fyrir dyrnar, staðnæmdist hann, kastaði á okkur kveðju og fór að taka af sér annan hanzkann með -mestu hægð, en á meðan hann var að virða okkur Hendrik fyrir sér, þó að hann auðsjáanlega ætlaðist ekki til að við yrðum þess varir. -— Hvor ykkar heitir Hans- son? sagði hann, þegar hann var búinn að ná hanzkanum af annarri hönd sinni. — Ég er kallaður Hansson, sagði ég og starðji á þennan ó- kunnuga, unga mann, sem m.ér fannst að ómögulega gæti átt neitt erindi við mig. — Má ég tala við þig undir fjögur augu? master Hansson. sagði hann og leit um leið til Hendriks. — Eg skal ganga út á með- an, sagffi Hendrik og stóð upp um leið. — Eg er þér mjög þakklát- ur, sagði hinn óku'nnugi mað- ur og hneigði- sig fyrir Hend- rik Tromp. Svo gekk Hendrik út, og sagði um leið og hann lét aft- ur hurðina: „Kannitveírstan11. Og af því þóttist ég skilja, að honum þætti koma þessa unga manns rookkuð kynleg. — Þú ert íslendingur, mast er Hansson? sagði þessi ókunn ugi maður, þegar Hendrik var farinn, og um leið tók hann af sér hinn hanzkann. — Já, ég er íslendingur, sagði ég í rómi, sem ég vildi að lýsti því, að mér þætti engin minnkun í því að vera Islendingur. — Getur þú lesið og skrifað móðurmál þitt? sagði hann og settist á s.tól 'gagnvart mér. og hélt á báðum hönzkunum í vinstri liönd sinni. — Eg get lesið og sferifað móðurmál mitt nokkurn veg- inn, sagði ég og varð meira en látið hissa á þessum spurning- um hans. — Þú getur nefnilega ritað algengt sendibréf á íslenzku? sagði hann og leit beint fram- an í mig. — Eg held það, sagði ég. — Gott, sagði hann. Þú get ur þá gjört mér og nokkrum vinum mínum mikinn greiða með því að rita bréf á íslenzku fyrir íslenzka stúlku, sem liggur veik og getur því ekki skrifað sjálf. Ég get fullvissað þig um það, að fyriahöfn þín verður vel iaunuð. Og eins vil ég taka það fram, að með því að giöra mér og vinum mínum þennan greiða, þá vinnur þú sannarlegt góðverk. — ITvenær viltu, að ég skrifi bréfið? sagði ég. —- Nú strax í kvöld, sagði hann. Hér fyrir utan bíður eftir okkur ökumaður með tvo hesta og kerru. Ef þú gjörir svo vel að koma með mér und- ir eins, þá skal ég áhyrgijast,, að þú verðir kominn hingað aftuir áður en klukakn er tólf í nótt. Svo- dró hann gullúr upp úr vasa sínum og leit á bað. Nú er klukkan sjö, sagði hanrij á mínútunni sjö. — Má þetta ekki dragast þangað til annað kvröld? sagði óg. — Nei, því að það getur þá verið orðið of seint, sagði hann. í kvöld verður bréfið að skijjaist, því að eins og ég drap á áðan, er stúlkan, sem ■ bréfið á að skrifast tll. mjög veik. — Hvað heitir stúlkan? sagði ég. — Eg veit það ekki, sagði hann, en hún er í húsi föður- systur minnar sem býr & nr, 48 á Rósmargötu. — Hvar er sú gata? sagSl ég. — Fyrir sunnan hólinn í út- jaðri borgarinnar. — Hvað heitir þessi föður- systir þín? — Frú Hamilton. — En hvað heitir þú? sagði1 ég. — Edward Ferguson, sagðil hann, en viltu vera svo góðúc að segja mér strax, hvort þú gatur orðiið við þessari bón minnii eða ekki? Ég þagði, því að mér var ekki vel við það að fara, en um leið þótti mér mjög illt að neita. — Eg vil enn taka það frani sagði herra Ferguson, að þú vinnur ;góðverk með því að verða við þessari bón minni1, og að það er veik stúlka, sem hér á hlut að rniáli, — stúlka', sem er af sama þjóðflokki og þú. É Ég svaraði enn engu. — Verðir þú svo góður að fara með mér, hélt hann á- fram, skal ég skilja nafn mitt og utanáskrift eftir hjá um- sjónarmanni skólans, eða með öðrum orðum: fá samþykki hans til þess, að þú megir fara með mér. Ég þagði enn. 1 — En getir þú ekki, eðá viljir þú ómögulega fara með mér, sagðj hann hálf-þótta—• lega og stóð upp, þá vil ég biðja þig að vera sv.o góðan að benda mér á einhvern annaa „Við geymum flöskurnar auð vitað,“ sagði Jónas, „við vitum niúna hvernig á að nota hármeð alið, ep það ekki?“ Filippus kinlkaði kalli1. „Já, ef við bætum við nauðsynlegum notkunar- reglum, þá verða engin mistök ,aftur,“ sagði hann brosandi. Síðan horfði hann spyrjandi á Jónas. „Hvað gerum við nú, Jónas?“ spurði hann. Jónas hló. „Allt í lagi, Pusi, ég veit hváð þig langar til. Ég og þú skulum taka okkur ærlegt frí.“ Filipp- us hoppaði upþ í loftið af kát- ínu. „Húrra!“ hrópaði hann. Og þannig varð það, að skömmu j þa'kka, drengur minn,“ bætti síðar voru þeir á ferðinni til j hann við brosandi. suðlægari staða, þar sem sólin slkín alltaf. „Ah,“ andvarpaði JónaS ánægður, „það er svo indælt að vera laus við öll þessi vandræði ... sem er þér að Þetta er endirinn á þess- ari sögu um Fiiippus. Næsta saga uin hann heitir ),FIL« IPPUS OG GAMLI TURN- INN“.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.