Morgunblaðið - 08.11.1913, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Sv. Bj. um að lækka vatnsskatt fyrir
vatnssalerni (Kr, O. Þ.: »Hann sel-
ur sjálfur vatnssalerni«). »Alftaf hægt
að slá slíku fram, en ekki altaf hægt
að sanna, að maður geri alt í hagn-
aðarskyni fyrir sjálfan sig«. Ennfrem-
ur kvað hann ráðlegt, að bærinn
tæki að sér hreinsunina, að minsta
kosti eitt ír til reynslu.
Tr. G. kvað ómögulegt að nota
vatnssalerni hér í húsum og fólk
hefði eigi ráð á að útvega sér þau.
H. Hafl. sagði þetta mál altaf hafa
verið vandræðamál. Gjaldið væri
of hátt og áleit alveg nóg að hreinsa
tvisvar á mánuði. Þessi aukahreins-
un, sem menn vildu gera svo mikið
úr, væri alveg óþörf nema að eins
nokkra mánuði á ári — á vetrum
þegar margir væru á hverju heimili,
á sumrum væru flestir burtu. Kvað
engan óþrifnað þurfa að stafa af
hálfsmánaðarhreinsun. Mundi mikið
sparast ef það væri innleitt.
Kn. Z. sagðist vera viss um að
saurinn yrði alveg jafn-mikill, hvort
hreinsað væri viku- eða hálfsmánað-
arlega. Það hefði engin áhrif á saur-
inn sjálfan og gæti enginn sýnt sér
fram á annað.
Kletnens J. kom fram með breyting-
artillögu um að fella burt úr frumv.
nefndarinnar »þeim sem for hafa við
hús sín«. L. H. B. vildi fresta úr-
slitum málsins, en það var felt. Var
till. Klemensar samþ, og till. nefnd-
arinnar einnig samþ., að viðhöfðu
nafnakalli, með 7 atkv. gegn 5. Tveir
greiddu ekki atkvæði.
Umræður um hreinsunarmálið voru
liprar og fjörugar og skemtu áheyr-
endur sér hið bezta. Voru öll sæti
þétt skipuð, og meira en það. Þótti
mönnum gaman að heyra fulltrúana
tala um »ílátin«, sem Kn. Z. kallaði
»kollur«, Tryggvi »fötur«, Lárus
»kagga«, [ón Þorl. »skjólur«, borgar-
stjóri »dúnka« og Hannes Hafliða-
son »dollur«. Nú geta bæjarbúar
valið nafnið, sem þeir helzt vilja
nota — og einnig hvort þeir vilja
útvega sér »aukaílát« eða láta Helga
smíða »stórt ílát« í stað þess litla,
sem eftir nýárið auðvitað verður alt
of litið. Þvi nú verður að eins
hreinsað fjórtanda hvern dag.
Sv. Björnsson beiddist þá þess, að
tekið yrði inn á dagskrána vatnsskatts-
málið. Bar borgarstj. það undir full-
trúana, en atkvæðagreiðsla gekk stirt
og varð að viðhafa nafnakall. Var
beiðnin feld með 6 atkv. gegn 6.
Borgarstj. vildi eigi greiða atkvæði.
»Þér voruð samt búnir að lofa mér
því í gær að taka málið inn á dag-
skrá«, sagði Sv. B. »Það er réttlæti
í meira lagi«, bætti hann við, og
varð úr því hlátur mikill meðal full-
trúanna.
Næsta mál á dagskrá var fisksölu-
málið. Verður frá því skýrt á morgun.
Vaqabundus.
og tengdasonur hans öðrumegin, en
í haust bygði nýr búandi hinu-
megin. Þeim kom illa saman og
var kurr mikill milli þeirra. í haust
hafa oft skeð merkilegir atburðir þar
á bænum, sem hjátrúarfult fólk undir
eins setur í samband við drauga.
Gluggar hafa verið brotnir, barið
hefir verið að dyrum seint á kvöld-
in, bollar brotnir og borð skemd.
Kýrnar í fjósinu hafa verið leystar
og kúaböndum stolið. En þegar
Tryggvi bóndi sagðist ætla að láta
sækja lögregluna, komu sum böndin
samstundis aftur til skila. Hefir
mikið kveðið að þessu í haust, eink-
um sláturtímabilið. 1 dag var Júlíus
Havsteen sóttur til þess að reyna
að finna kúaböndin, sem ennþá vanta.
Er mikið um þetta mál talað hér
nyrðra.
Afli. Síld mikil úti í firði og
vart hefir orðið við smáfisk.
Stojnjundur Sjálfstæðisfélagsins er
í kvöld.
Vatnsveita. Verið er nú að leggja
pipur um bæinn. Verkinu lokið
næsta ár.
Rafljós. Mikill áhugi er í mönn-
um að koma hér upp raflýsingu.
Hugsa menn til að nota vatnsafl til
framleiðslu ljóssins. Run.
c=a DAGBÓIJIN. a
Afmælí 8. nóv.
Nikólína Sigurðardóttir húsfr.
Q-uðm. Davíðsson kennari 39 ára
Kristinn Signrðsson múrari 32 —
Q-uðm. Þórðason bakari 27 —
Veðrið var fagurt i gær (7. nóv.) að
mestu heiðskirt, hvergi rigning, nema á
Seyðisfirði. Logn var um alt land, nema
á Akureyri var andvari. Hitastigin voru:
i Vestmannaeyjum 0. stig, i Rvik 0,8, á
ísafirði 1.3, á Akureyri 3 stiga frost, á
Grimsstöðum 6 stiga frost og á Seyðis-
firði 1.6 stiga hiti. — Oftast er það
Seyðisfjörður, sem skjöldinn her í hita-
samkepninni.
Háflóð í dag kl. 1.21 e. h. Sólarupp-
koma kl. 8.34, sólarlag 3.48.
Verzlunin Vfkingur: Hr. Rasmus, for-
stjóri Iðunar hér i bæ, hefir keypt álna-
vörurnar úr verzluninni Vikingur á Lauga-
vegi 5 — og kvað ætla að halda útsölu
í næstu viku.
Misprentast hafði i gær i klausunni um
skuldir Reykjavikur að þær nemi rúmum
1680 000 kr., átti að vera rúm 1469 000.
Snorri Goði fór héðan i gær á fiski-
veiðar.
Wallington, botnvörpungurinn, sem Val-
urinn tók fyrir vesturlandi nm daginn,
kom hér i gær og tók kol hjá Birni Guð-
mundssyni. Heldnr héðan aftur í dag á
fiskiveiðar.
í Nýja Bfó er sérstök barnasýning á
morgun kl. 6—7. Þar verða sýnd: Hafs-
ins börn, hvalir, selir og fuglar. Lands-
lagsmyndir frá Indlandi, og ýmsar gaman-
myndir. Þetta er gert vegna þess að að-
almyndin: »Upp og niðnr, æfintýri fá-
tæku stúlkunnar< er svo löng og auk
þess á ýmsum stöðum þannig úr garði
gerð, að börnum hæfir ekki.
Símfréttir.
Akureyri 7. nóv. kl. 6'/t e. h.
Draugasaga mikil gengur hér um
bæinn og upp um öU héruð.
Að Gilsá er þríbýli. Búa þar bóndi
Giftingar: Sjómaður Helgi Hildibrands-
son, Laugaveg 41 og ym. Katrín Valdis
Brandsdóttir s. st. Gift i gær.
Kolabarkur Chouillou »Defensor«, sem
rak upp hér við Iðunnarbryggju i ofsa-
veðrinu þ. 19. f. m., er nú að mestu
temdur. Voru kolin seld á uppboði og
Kartöflur
ágætar á 6 aura pundið í
Matarverzlun
Árna Jónssonar
Laugaveg 37.
keypti Q-uðmundnr bryggjusmiður Gfuð-
mundsson þann hluta, sem fyrir vestan
bryggjuna rak, fyrir 105 kr. Hitt keypti
Hjörtur Fjeldsted fyrir 165 kr., en mun
hafa verið miklu meira virði.
Ungmennafélag Reykjavikur heldur hluta-
veltu i Bárubúð i dag og á morgun, sem
óvenjuvel er vandað til, enda mun margur
fá þar góðan mun fyrir lítið.
Verzlunarmannafélagið ætlar að halda
dansleik, hinn fyrsta á þessum vetri, í
kvöld i Hotel Reykjavik, ef nógu margir
gefa sig fram.
Baron Stjærnblad, aukaskip Sameinaða-
félagsins, fer i dag frá Fáskrúðsfirði,
hlaðið kjöti, áleiðis til Stavanger.
Gangverð gulls i Landsbankanum er nú
eern hér segir: Sterlingspund kr. 18,28.
Mörk (þýzk) kr. 89.50. Frankar kr. 72.75.
Florinur (holl.) kr. 151X0 og dollarar
(AmerÍBk.) kr. 3.80.
í[YIE[MYMDALrBIKHÚjSIN
Gamla Bió sýnir næstn kvöld Brottndm
miljónaerfingjans.
Myndin hefst með þvi, að gamall auð-
kýfingur arfleiðir frænku sina að allri
sinni eigu, þegar hann deyr. Þó fylgir
böggull skammrifi, að hann veit ekkert
hvar hún er niðurkominn. Er þvi erfða-
skráin orðuð þannig, að hafi hún ekki
tekið á móti fénn 10. nóv., þá erfi ráðs-
kona hans aleiguna.
Ráðskonan sér nú að henni muni það
ráð vænst, að reyna að hindra það, að
frænka gamla mannsins fái vitneskju um
þetta.
Efni myndarinnar er nú það, að sýna
hverjum brögðum hún beitir, til þess að
koma fram þessu áformi sinu. — Leik-
urinn er áhrifamikill og mun engan iðra
þess að sjá þessa mynd. Leikendur eru
franskir og leika vel með afbrigðum.
Nýja Bíó sýnir i fyrsta skifti i kvöld
langan sjónleik i 4 þáttum, eftir hinn
nafnkuuna franska rithöfund Leon Bourg-
eois. Leikurinn heitir Upp og niður og
er um unga stúlku, sem er fögnr — og
fátsk. Fátæktin hefir löngnm verið versti
óvinur dygðarinnar.
Foreldrar Louise eru sem sagt bláfátæk
og hún verður að vinna fyrir Bér sjálf.
Svo kynnist hún flagara nokkrum, og
verður fylgikona hans. En maðurinn er
ekki við eina fjölina feldur og eftir nokk-
ra daga er hann orðinn leiðnr á henni
og fær sér nýja lagsmey. Louise fer þá
heim tii foreldra sinna, en sækir þá svo að,
að móðir hennar liggur fyrir dauðanum.
Faðir hennar vill ekki við henni lita, en
rekur hana á dyr. — Þá lendir hún i
klónum á peningafölsurum og lendir nú æ
lengra út á braut spillingarinnar. Að
lokum er hún svo þreytt á lifinu, að hún
afræður að fyrirfara sér, og fleygir sér i
Signu.
Smiður nokknr frelsar hana frá danða
og fer með hana heim til sín. Ug endir-
inn á sögunni verður sá að þau giftast.
Þá er hörmungum hennar lokið, og sér
roða af nýjum og feguria æfidegi.
Myndin er leikin af frægum frönskum
leikurum frá Comedie frangaise og er leik-
ur Mlle Berthe Bovy (Louise) bæði hrif-
andi og eðlilegur.
Frönsk blöð
og
tímarit.
Nokkur eintök af frönskum viku-
blöfium, skemtiblöðum ogmodeblöðum
eru til sýnis þessa dagana, og geta
menn gerst áskrifendur í
Bókaverlun Isafoldar.
Morgunblaðið.
Kemur út á hverjum morgni,
venjulegt blað (4 bls.) á rúmhelgum
dögum, tvöfalt blað (8 bls.) á sunnu-
dögum.
Auglýsingum sé skilað fyrir kl. 2
deginum áður í ísafoldarprentsmiðju.
Kostar 65 aura um mánuðinn
Tekið við áskriftum í ísafoldar-
prentsmiðju.
Einstök blöð kosta 3 aura.
Talsímar 500 og 48.
Hvernig á eiginmaður-
inn að vera?
10 kr. gejur Morqunblaihð peitn,
er bezt svarar pessari spurninqu.
Allir $eta tekið pdtt í pessari sam-
kepni.
Skoðanir kvenfólksins um hvern-
ig elskhuginn og eiginmaðurinn á
að vera, hijóta að vera — og eiga
að vera — skiftar. Sá, sem einni
konu þykir fríður, er oft ófríður í
augum vinkonu hennar og annara
kvenna. Hverjum þykir sinn fugl
fagur — og hjartalagið er ætíð bezt
»hjá honum Jóni mínumt. Mörg-
um af lesendum vorum mun þykja
fróðlegt að heyra álit ýmsra manna
um þetta atriði. Vér höfum því
ákveðið að láta samkepni fara fram
þannig, að sá lesenda vorra, sem
fyrir 15. des. þ. á. sendir Morqun-
blaðinu hið bezta svar við spurning-
unni, — hún — eða hann, fasr að
launum fallega jólagjöf eða 10 kr.
í peningum, eftir vali.
Munum vér velja 3 óvilhalla menn
til að vera dómara, einn úr ritstjórn
Morqunblaðsins og hina tvo utan rit -
stjórnar.
Þ. 16. des. munum vér birtar
hver unnið hefir í samkepninni og
við og við þangað til, munu birtast
svörin, eins og þau berast ritstjór-
anum. Nafn þarf ekki að standa
undir svarinu, en einhver auglýsing
úr Morqunblaðinu þarf að fylgja hverju
svari, og í lokuðu umslagi fylgi nafn
og heimili þess, er svarið sendir.
Verða þau umslög eigi opnuð fyr
en þ. 15. des. siðd. og þá dæmt
um svörin. Vér tökum það fram,
að nöfnum hinna, sem ekki vinna í
samkepninni, mun verða haldið leynd-
um og aldrei komast lengra en til
ritstjórnarinnar og eins nafni þess,
er vinnur, sé þess óskað þegar þar að
kemur. Þess vegna: KaupiO Morg-
unblaðið, klippið út ein'nverja aug-
lýsingu úr því, skrifið nafn yðar og
bústað á miða og látið hann ásamt
auglýsingunni í lítið umslag. Þetta
umslag fer í annað stærra — og látið
síðan okkur — og lesendur vora —
sjá hvernig góður eiginmaður á að
vera. Sendið bréfið til ritstjórans.