Morgunblaðið - 09.11.1913, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.11.1913, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 39 Rotschild hinn auðugi beittur ójöfnuði. Rotschild lávarður í Lundúnaborg fekk fyrir skömmu siðan »áríðandi« bréf. Það hljóðaði svo: »FéIag okkar leyfir sér hér með að biðja yður um að gefa til sjóðs þess 30.400 pund sterling. Ef þér viljið gera það, þá auglýsið þér í »Times« fjórum dögum eftir að þér hafið fengið þetta bréf: »Gullhringur með demöntum hefir týnst í grend við Covent-Garden. Fimm pund í fund- arlaun*. — Tíu dögum síðar drekk- ið þér kvöldte í kaffihúsinu Appe- nrodt í Coventstreet. I fataklefan- um á hægri hönd er dálítil hola í vegginn bak við vatnsrörið. í þá holu leggið þér peningana, þrjátíu þúsundpunda seðla og fjörutíu tíu- punda. Yður finst staðurinn ef til vill einkennilega valinn, en við höf- um valið hann vegna þess, að þar sér enginn til yðar þegar þér leggið féð af yður. Félagið hefir ákveðið að þér verð- ið drepinn, ef þér reynið að snúa ýður til lögreglunnar eða því um líkt. í öðru lagi, ef þér auglýsið ekki í »Times«. í þriðja lagi vegna þess ef við fáum ekki féð, eða ef þér tilkynnið númerin á seðlunum, og í fjórða lagi ef þér síðar meir sendið lögregluna að leita okkar og einhver okkar verður tekinn fastur. Sonardóttir yðar, ungfrú Alice Rot- schild mun einnig verða drepin, ef þér ætlið að beita okkur brögðum«. Bréfið endaði á því að félagið skyldi aldrei framar ónáða hann, ef hann gyldi því nú þessa tilteknu fjárhæð. Lávarðurinn lét sér ekki bylt við verða. Hann sendi málfærslumönn- um sínum bréfið, og þeir aftur lög- Svörtu gammarnir. ^ Skáldsaga eftir Ovre Richter Frich. — (Prh.) Katrín Fjeld lagði höndina á höf- uð sjúklingsins, þýtt og varlega, eins og móðir, sem gætir barns sins. — Við það hvarf öll hugaræsingin hjá Burns, augun urðu aftur eins þýð °g áður, og reiðidrættirnir hurfu úr andlitinu. Nokkru siðar hallaði hann sér til svefns og þá var bros á and- liti hans. Milli svefns og vöku sá hann stóran, gulan kött, með stutta rófu, stökkva upp í rúmij og leggj- ast til fóta. — Uss, »Pajazzo«, hvíslaði Fjeld og strauk kettinum. Þú átt að fara varlega. Skilurðu það ?---------- Það var áliðið dagsins, og niðri á Akersgötunni var umferðin að auk- ast. Blaðastrákarnir hlupu aftur og fram og köllin í þeim kváðu við alstaðar. Úti fyrir gluggum »Kvöldpóstsins« stóð hópur manna og svalg nýjustu reglunni, sem síðan tók til óspiltra málanna. A ákveðnum degi stóð þessi aug- lýsing í »Times«: Gullhringur með demöntum hefir týnst í nánd við Covent Garden. Síðari skilmálarnir verða að vera aðgengilegri«. Nokkrum dögum siðar fékk lá- varðurinn þetta svar: »Þó okkur þyki það leitt, þá getum við ekki breytt skilmálunum«. Nú var haldinn vörðnr um hús Rotschilds nótt og dag. Fékk hanu þá enn bréf sem hljóðaðisvo: »Við höfum enga ánægju af því að drepa yður, og viljum að þér ráðið þvi hve mikið þér viljið af mörkum láta. Við vitum vel að þér hafið snúiðyður til lögreglunnar, og ekkert væri okkur auðveldara en að sýna yður, að við höfum vald á lifi yðar hvenær sem okkur sýnist. Tveimur dögum eft- ir að þér fáið bréf þetta, sendið þér þessa auglýsingu í »Times: »B. H. málið er útkljáð með (hér setijð þér upphæðina). Ef við verðum ánægðir með það sem þér þá stingið upp á, skulum við aldrei framar ónáða yður. Þér leggið þá að eins féð á hinn tiltekna stað í kaffihúsinu Appenrodt. En við vinnum þess eið, að þetta eru síðustu forvöð fyrir yður«. Svarið var: »Málið er útkljáð með hundrað pundum*. Nú barst lávarðinum bréf af nýju. Þótti félaginu sér minkun ger með tilboðinu, og gat þess, að minna en fimm hundruð pund gæti ekki komið til nokkura mála. í næstu auglýsingu var svo lofað þeirri upp- hæð, og voru nú gerðar í laumi allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að festa hendur í hári þorparanna. í holuna í veggnum, þar sem láta átti peningana, var settur rafmagns- umbúnaður, sem hringdi, ef hönd var rétt þangað inn. Þar að auki voru látnir þar nokkrir falskir seðla- pakkar og stráð á þá fjólubláu dufti. fregnirnar. Tímarnir voru breyttir til hins verra, og vængjaþytur nýrra stórtíðinda heyrðist úr öllum áttum. Hræðslan hafði farið vaxrndi, og við hverja fregn, sem kom, stóð spurningin : »Hver kemur næstur ?« Svörtu gammarnir gáfu mönnum á hverjum degi ný umræðuefni. Þeir svifu yfir Evrópu eins og reiddur refsivöndur, án þess að nokkur gæti afstýrt því. Þeir komu og hurfu um leið. Allir njósnarar álfunnar voru á hælunum á þeim, en gátu aldrei uppgötvað neitt, því þorparan ir lögðu leiðir sínar um loftið, og þir gat enginn fylgt þeim eftir. — Hverir voru þeir ? Og hvaðan voru þeir ? Þeir virtust eiga heima alstaðar í álfunni og hafa samband við alla hluta heimsins. Og það virtist svo sem þeir vissu alt, að minsta kosti vissu þeir, hverjum þeir áttu heiftir að gjalda. Skyldu símskeytin herma nokkuð frá hryðjuverkum þeirra í dag ? — Ungur maður, dökkur á brá og fríður sýnum, stóð fast við blaðið, sem hengt var út til sýnis. Hann leit fljótlega yfir efni þess, þangað Ef einhver snerti pakkana litaði það hendur hans, og reyndi hann að þvo það af, varð liturinn æ sterkari. Nokkru síðar var það að ungur maður kom inn í kaffihúsið að kvöldi til. Stundu síðar hringdi rafmagns- bjallann, og var pilturinn þegar grip- inn. Það var ungur Þjóðverji, Hein- rich Kremerskother að nafni. Hann meðgekk þegar glæp sinn. Var hann nú settur í varðhald. Skrifaði hann Rotschild þaðan langt bréf, og bað hann auðmjúklega fyrirgefningar. í bréfi þessu getur hann þess að hann sé af góðum ættum. Hafi hann ver- ið í tvö ár verzlunarmaður hjá stórri verzlun í Limburg, en farið þaðan til Lundúna til þess að læra ensku og fá sér einhvern starfa. En það hafði ekki lánast, og faðir hans sem var fátækur barnamaður gat ekkert hjálpað honum. Það eru ekki nema fáir dagar síð- an að honum var í fyrsta skifti stefnt fyrir dómarann, og kom Rotschild þangað sem vitni. Þjóðverjinn varði mál sitt sjálfur, og það svo vel að undrum sætti. Hann gat þess, að það hefði alls ekki verið ætlun sin í fyrstu að kúga fé út úr lávarðinum. Skömmu síðar en lávarðurinn hefði fengið fyrsta bréfið, kveðst hann hafa ætlað að skrifa honum aftur og láta þá nafns síns getið, og þess, að hann hefði að tilviljun komist að því, að bófar nokkrir ætluðu að snuða hann um allmikið fé. Síðan ætlaði hann að geta þess, að fyrir sitt tilstilli væri hættan um garð gengin, en þorpar- arnir flúnir brott af Englandi. Á þennan hátt kveðst hann hafa hugs- að hugsað að ávinna sér hylli Rots- childs og hjálp. En hann hefði horf- ið frá þessu, þegar svar kom í »Tim- es«, og haldið áfram tilraunum sín- um að neyða fé út úr lávarðinum. Pilturinn var svo aftur fluttur í varðhaldið og bíður nú dóms. til hann kom að æfiminningu Ralph Burns, sem hann las rækilega. Síð- an smeygði hann sér út úr mann- þyrpingunni og rölti ofan götuna, með hendurnar í vösunum. — Blóðmissi, tautaði hann fyrir munni sér. Skyldi þá nokkuð hafa grunað, klaufana þá arna, bætti hann við og hló. Hann staðnæmdist á horninu á Stórþingstorginu og kveikti i bréfvindling. Síðan sneri hann við og gekk þvert yfir torgið og þang- að sem bifreiðarnar stóðu. Hann gekk hratt, og í því hann gekk fram hjá Tostrupkjallaranum, rak hann sig á unga stúlku, sem var í ein- kennisbúningi »Rauðakrossins«. — Eg bið yður að afsaka, sagði hann á norsku, en það var dálítill erlendur keimur í framburðinum. — Stúlkan draup höfði lítið eitt. Hún var föl og þreytuleg ásýndum — það var Helena systir.-------— Fyrirgefið þér, ungfrú, hélt mað- urinn áfram. Þér getið víst ekki gjört svo vel og sagt mér---------- Hann þagnaði skyndilega, sneri sér undan og hclt burt. Helena systir horfði á eftir hon- Slungin kona. Bifreiðin stöðvaðist fyrir framan búðarhurðina hjá stærsta skinnakaup- manninum í Berllnarborg og út stigu tvær konur, prúðar og vel búnar. Þær gengu inn og keyptu skinna- vörur fyrir 40 — 50 þús. kr. og létu færa þær út í vagninn, sem beið fyir utan. Meðan á því stóð, skrifar önn- ur konan ávísun á banka, sem hún ætlaði að borga skinnin með. Hún sér þá einn verzlunarþjónana hlaupa inn í símaklefann til þess að kom- ast í samband við bankann og spyrja hvort útgefandi ávísunarinnar eigi peninga í bankanum. Banka- maðurinn kveður svo vera og þjónn- inn kemur allur i einu brosi út úr klefanum. En konan hefir orðið vör við athafnir hans og bregst ill við. »Eruð þér svo ósvífinn að spyr- jast fyrir um mig«, segir hún við veslings þjóninn, sem nú stóð blóð- rjóður við búðarborðið. »Þér hafið víst haldið að eg ætti enga peninga og væri að hafa af ykkur skinnin, og úr því svona er, getið þið setið með ykkar skinn sjálfir. Eg þoli enga móðgun«. Skipar hún stðan ökumanni sínum að flytja skinnin inn í búðina aftur og ekur burt, en kaupmaðurinn er sem þrumulostinn. — Eftir stundarfjörðung kemur bifreiðin aftur og konan segir kaup- manni, að henni þyki skinnin hans fegurst og að hún ætli að fyrirgefa ósvífni verzlunarmannsins 1 þetta sinn — og kaupa skinnin. Kaupinaðurinn verður himinlifandi, og afhendir vör- urnar og tekur ávísunina. En þegar hann nokkrum mínútum siðar fer í bankann til að sækja peningana, þá fréttir hann, að konan hafi rétt áð- ur tekið alla peningana út úr bank- anum. Svona fór hún að því, að eignast skinnin fyrir lítið verð 1 ..... ..... ag t ■qgi ----- um og í andliti hennar lýsti sér hræðslaog kvíði, og augun urðu óvenju- lega stór.-------— Það var hann, sagði hún við sjálfa sig. Guð minn góðnr, það var hann. Hvað átti hún að gera? Maðurinn var nú horfinn fyrir hornið hjá To- strup.........Hún horfði vand- ræðalega í kring um sig. . . . Hún hafði þarna þekt sama manninn sem um morguninn hafði komið inn á spítalann og nefnt sig Jones. Hann hafði komið þangað með eitraðar ostrur handa Burns. Hann var nú að vísu dálítið breyttur; i staðinn fyrir fínan flókahatt, hafði hann nú litla koll-lága húfu og auk þess nýtt yfirskegg, sem huldi munninn og hina einkennilegu drætti í kring um munnvikin. . . . En augun og róm- urinn, . . . það hlaut að vera sami maðurinn. . . . Hún flýtti sér nú eins og hún mátti heim til Fjelds læknis. — Hvað er að, Helena systir? spurði læknirinn, þegar hann sá hana koma lafmóða og skjálfandi af geðs- hræringu. . . . Þér komið nokkuð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.