Morgunblaðið - 23.11.1913, Side 3

Morgunblaðið - 23.11.1913, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ 99 ekki lengi að framkvæma ásetning sinn. Hreinlyndur, orðheldinn og sann- sögull verður hann að vera. Reglusamur í viðskiftum og reglu- samur á heimilinu, og hófsamur á allar nautnir. Heimfús, einkum á kvöldin. Ekki mjög gefinn fyrir skemtanir, en skemta sér með lífi og sál þegar hann gerir það. Yfir höfuð: leggja altaf allan hugann og viljann í það, sem hann hefir fyrir stafni i það og það skifti. Hann á að vera kurteis við alla, einkum við kvenfólk, og jafn kurt- eis við konuna sina eins og áður en hann bað hennar. Hann á að skoða konuna sína sem jafningja sinn í öllu. Heyra álit hennar um öll fyrirtæki sín og fjármálaviðskifti — muna að hún á lika alt sem hann á. Hann á að vera nærgætinn við konuna sina; gera henni störfin eins létt og unt er — muna að hlutverk konunnar er göfugt og henni má ekki ofþyngja með störfum. Að hann eigi að vera konunni trúr, segir sig sjálft. Hann á í einu orði sagt, að vera góður maður, því allir eiginleikar mannsins snerta konuna mjög. Enn er eitt ótalið, sem er afar- áríðandi. Það er, að hann kunni að ala vel upp börnin sín. Það er heilög skylda hvers eiginmanns. Skylda hans við sjálfan sig, konuna sina og börn sín. Það er skylda hans við þjóðina, þvi börnin eru undirstaða þjóðarinnar. Piparsveinn. Bæjarstjórnin. Morgunblaðið hermir örfá orð min frá seinasta bæjarstjórnarfundi, en þau orð eru ekki alls kostar rétt hermd. >Að Leikfélagið mundi bezt að þeim aurum komið, sem það fengi frá fátæklingum—« o. s. frv. Þess- ari klausu botna eg ekkert í, — og hefi aldrei talað þessi orð. Eg kvaðst furða mig á þvi, að sjá þessa fjárveitingu til Leikfélagsins á fjárhagsáætlun ár eftir ár, all álitlega upphæð, fimm hundruð krónur á ári. Eg spurði hvort Leikfélagið væri ekki svo sjálfstætt félag, að það gæti þrif- ist styrklaust, hvort nauðsynlegt væri að styrkja það, hvort bæjarsjóð bæri nokkur skylda til þess. Hvort bæ- jarbúar styrktu það ekki nægilega sjálfir, jafn-fýknir og þeir væru i skemtanir, margir hverjir, með því að kaupa »bílæti« þess. Var því svarað, sem og Morgun- blaðið getur réttilega um, af borgar- stjóra; kvað hann landssjóðsstyrkinn til félagsins bundinn því skilyrði, að bæjarsjóður legði því 500 krónur á ári; styrklaust gæti félagið ekki starf- að, en margur mundi sakna þess ef það hætti að leika. Það er sjálfsagt satt. Menn mundu sakna þess, en ætli sumir söknuðu þess ekki líka ef Bíó hætti? En það er þó vonandi að bajarsjóður þurfi aldrei að ausa fé í Bíó. Annars komust umræður um mál þetta ekki svona langt, og læt eg hér staðar numið, þó að því við- bættu, að það er illa farið er fregn- ritarar blaða geta eigi hermt rétt jafn fá og auðskilin orð, sem þessi orð mín á seinasta bæjarstjórnarfundi. Ási 22. nóv. 1913. Guðrún Ldrusdóttir. Oss þykir rétt að birta þessa klausu, þó eigi getum vér á henni séð, að fregnritari vor hafi hermt orð frú- arinnar rangt. Meiningarmunur eng- inn. Ritstj. C=l DAGBÓfjlN. C=a Afmælí 23. növ. Þórdis Gnðmnndsdóttir húsfr. Málmfriðnr K. Björnsdóttir húsfr. Elín Guðmnndsdóttir húsfr. Kristin Magnúsdóttir húsfr. Jón Jensson yfirdómari 58 ára Guðbjörn Gnðmnndsson prentn. 19 ára. Einar Kr. Anðnnsson prentari 48 ára. I gær byrjaði 5. vika vetrar. Háflóð er kl. 12,55 og 11,30 siðd. Sólarnpprás kl. 9,25 árd. Sólarlag kl. 3 siðd. Kvöldskemtun Bernhnrgs i fyrrakvöld fór vel fram, en færri voru þar en skyldi. Ættn menn að mnna, er Bernhnrg efnir til kvöldskemtunar næst, að ágóðinn renn- nr i sjóð hljóðfærasveitar hans, en hún skemtir þráfaldlega bæjarhúnm, og það með öllu ókeypis. Vanadls kom i gær hlaðin kolum til •Timhnr og Kolaverzlnnin Reykjavik«. Botnvörpungar margir liggja á höfninni. Komn hingað vegna óveðnrs og stórsjós i hafi. Ceres kom til Aknreyrar i gærkveldi. Sigfús Blöndahl, nmboðssali i Hamhorg, hefir sent hingað til lands nýtt Export- kaffi. Miðarnir ern prentaðir á islenzku og þar stendnr »ísland fyrir íslendinga*. Enn fremnr er þar mynd af Jóni Signrðs- syni. Morgnnblaðið hefir eigi enn getað reynt kaffið, sem hlaðinn var sent, en knnnngir segja það ágætt. Trúlofuð ern nýlega Þorsteinn verzlm. Bjarnason (Nic. kanpm.) og nngfrú Stein- nnn Pétnrsdóttir á Hótel Reykjavik. Hljómleikar Brynjólfs Þorlákssonar verða endnrteknir i dag kl. 6 */4 i Bárnhúsinn. Yerðnr það áreiðanlega góð skemtnn, og ættn sem flestir þangað að fara. Póst- og simahandbók heitir þriggja arka bæklingur, sem nýlega er kominn út og seldnr á 10 aura. Þetta er hin þarfasta hók og má nndar- legt heita að eigi skuli fyr hafa sést hér á landi. Niðnrröðnn efnisins er mjög greinileg og hókin skilmerkilega samin, Lasleiki er með mesta móti hér i bæn» nm þessa dagana. Er það mest kvefsóttj en manndanði þó litill. Simslit ern á tveim stöðnm hér á landi nú. Ekkert samband við Eyrarhakka og Stokkseyri og slit einhverstaðar milli Borðeyrar og Stykkishólms. Stúdentafólagsfundur var haldinn á Hðtel Reykjavik i fyrradag. Pyrst vorn rædd félagsmál, en sið&n talaði Gnnnar Sig- nrðsson frá Selalæk nm stúdentafélagið. Urðn þar á eftir miklar og fjörngar nm- ræðnr fram á nótt. Messur i Dómkirkjnnni á morgnn kl. 12 sira Bjarni Jónsson (altarisganga) og kl. 5 sira Jóhann Þorkelsson. Gift vorn i fyrradag Árni Signrðsson sjómaðnr og Gnðrún Ólafsdóttir, hæði til heimilis á Grettisgötn 55. Dáin er nýlega Signrhjörg Þorkelsdótt- ir, gamalmenni, til heimilis á Vestnrgötn 15. Hún var móðir Gnðm. E. Gnðmnnds- sonar bryggjnsmiðs og kolakanpmanns hér i hænnm. Nýja Bfó sýndi i gær mynd sem heitir »Stökk-kafarinn«. Þar ern sýndar yndis- fagrar snndmeyjar og ýmsar ótrúlegar fimleika æfingar, sem of langt yrði npp að telja. Þar er t. d. sýndnr maðnr, sem allir iþróttamenn bæjarins verða að sjá og læra af. Myndin er vel leikin og leik- endnrnir ern danskir. Svo er þar anka- mynd, mjög skemtileg. Aðalhlntverkið leiknr hr. Striholt, sem mörgnm er hér að góðn knnnnr fyrir leik sinn. C e s. Fram: Núverandi formaðnr i Fram, pró- fessor Lárns Bjarnason, sendi varaform. Jóni Þorlákssyni verkfræðing úrsögn úr félaginn i gær. Hið sama kvað flestir af fylgismönnnm Lárnsar hafa i hyggju að gera. Nord-Jylland, aukaskíp Sameinaða fél. kom til Seyðisfjarðar i gær. Bezta veður var þá á Seyðisfirði. Árni Pálsson endnrteknr fyrirlestnr sinn nm >verndnn islenzkrar tnngn< i Iðnó kl. 5 i dag. Er það eftir áskornn fjölda manna, sem frá nrðn að hverfa, er Árni hélt fyrra erindi sitt. Veðrið i gær. Ofsarok af norð-austri var hér i Reykjavik i gær, með fannkomn nm morguninn, en rigningn er á leið dag- inn. Hitinn var — 2.0. Anstanrokstorm- nr og regn í Vestmannaeyjum og hiti + 1,1. Á ísafirði norðankul og 2,3 stiga frost, snnnan veður + 5,5 á Akureyri, logn og frost 8,5 á Grimsstöðnm, en á Seyðisfirði vestanandvari og 3.1 frost, Landfundur. Sögu þessa sagði mér gamall skip- stjóri, og ábyrgist eg ekki að hún sé®sönn. En hún sýnir svo glögt aðaleinkenni þeirra þjóða, er við sög- una koma, að verið getur að einhver hafi gaman af að heyra hana. »Eg var skipstjóri á skipi er sigldi til indversku eyjanna. Einu sinni voru með skipinu farþegar frá ýms- um löndum, þar á meðal Englend- ingur, sem ætlaði að ferðast kring- um hnöttinn, þýzkur prófessor, sem ætlaði að gera einhverjar rannsóknir á Japan, Amerikumaður og dóttir hans og ungur franskur oflátungur hinn fimti. Unga stúlkan ameríska og þessi franski piltur voru eitthvað að draga sig saman. Einn góðan veðurdag, þegar við sátum undir borðum, kallar varð- maðurinn að land sé fyrir stafni. Eg þaut þegar í stað upp á þiljur og sá að þetta var rétt sem hann sagði, en af því eg vissi að á þess- um slóðum var engin einasta eyja til, þá var ekki önnur ráðning gát- unnar en sú, að þessu landi hefði skotið úr sjó rétt áður og er það ekki svo sjaldgæft á þeim slóðum. Eg skýrði nú farþegunum frá þessu og komu þeir allir upp á þiljur til þess að sjá þetta einkennilega land. Þegar við nálguðumst eyna, sem var ekki annað en klettótt sker, hélt þýzki prófessorinn langan fyrirlestur um eðli slikra eyja og hvernig á því stæði, að þeim skyti þannig upp á vissum stöðum jarðarinnar. Ameríku- maðurinn hlýddi fyrst þegjandi á, spurði mig síðan nákvæmlega eftir þvi á hvaða lengdarstigi og breiddar- gráðu eyjan mundi liggja og hvort hún mundi hafa nokkra »praktiska« þýðingu; að því búnu fór hann nið- ur til þess að ljúka máltíð sinni. Atburður þessi hafði augsýnilega minst áhrif á Frakkann, en hann notaði tækifærið til þess að lauma ástarbréfi til ungu stúlkunnar. Eng- lendingurinn þagði eins og steinn og stóð grafkyr fram við borð- stokkinn. En þegar við vorum komnir rétt að eynni, varpaði hann sér fyrir borð og synti í land. Á hæzta klettinum stakk hann niður gönguprikinu sínu, dró lítinn enskan fána upp úr vasa sínum og batt hann á prikið. Þannig helgaði hann konungi sínum þetta nýja land. Síð- an synti hann aftur til skipsins, og að hálftima liðnum hafði hann skift klæðum og farið að snæða miðdeg- isverðinn, sem hann hljóp frá áður. Sólarhring síðar náðum við í höfn. Ameríkumaðurinn var sá fyrsti er fór í land og hálftíma síðar kom hann aftur á skipsfjöl. Hann hafði þá sent langt símskeyti til »New- York Herald* um fund eyjarinnar og alt það er við þýzki prófessor- inn höfðum sagt í sambandi við það. Svo tók hann dagbókina sina og skrifaði 1 hana: »Utgjöld: Eittsím- skeyti 40 dalir. Tekjur: Blaða- fréttir 150 dalir«. A. S. --------------------- Slæm prentvilla. Enskur bókaútgefandi, Moore, gaf út biblíuna áensku, áriði702. Skömmu eftir að bókin var komin á mark- aðinn, komu tveir lögregluþjónar heim til Moore, og heimtuðu að hann kæmi með þeim til dómarans. Moore var felmt við, og vissi ekki neina sök á sig. Þó fór hann með þeim. Nú koma þeir fyrir dómarann og spyr Moore hverju það gegni, að hann sé þangað kvaddur. Dómar- inn tekur þá hina nýju biblíu og flettir upp i fimtu bók Móse, fimta kapítula 21. versi og biður Moore að lesa. Þar stóð: »Þú skalt girnast hús náunga þíns, akra, þjón og þernu« o. s. frv. Prentarinn hafði gleymt orðinu »ekki« og sú yfirsjón gerði það að verkum að dómarinn áleit bókina hættulega landslögunum, því þar væri bein skip- un til manna um að stela. Moore var dæmdur í stórsekt og auk þess var biblíuútgáfan gerð upp- tæk og eyðilögð. Eitt eintak er þó enn til og er það geymt á brezka bókasafninu i London.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.