Morgunblaðið - 30.11.1913, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.11.1913, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ 131 Bezta jólagjöfin. Þau 14000—15000 manns, sem hafa látið taka af sér mynd hjá mér, frá árinu 1907 til þessa tíma, geta fengið þessi kostakjör fyrir jólin: g) Stór mynd x/é örk á 3 kr., áður 8 kr. gj — — örk á 5 kr., áður 15 kr. 'O •n (8 H © « Menn þurfa að eins að segja til nafns síns, eða koma með seðil, sem þeir hafa fengið (alt frá Nr. 10000 til 24000). Þeir sem láta mynda sig fyrir jól, njóta hins sama. Sérhver mynd verður vandlega unnin. Pétur Brynjólfsson sjálfur við kl. 11—2. Bezt að koma sem fyrst. Timinn er naumur til jóla. Myndastofan er opin frá kl. 9—6. P. Brynjólfsson. U © N pf 1» O- *-< 88 (Q O! Hj s Nýtt fyrir húsmæðurnar til bökunar og matartilnúnings »CoIovo«-þuregg i pökkum, Eggjablómur, Eggjahvítur og heil Egg, jafngildir nýjum eggjum, en er mun ódýrara, fæst í J. P. T. Brydes verzlun. S a n n. Við undirritaðir bönnum hér með ö!lum að ganga með byssu og skjóta fugla í löndum ábýlisjarða okkar. Hvern þann, sem bann þetta brýtur, munum við kæra til sekta og skaðabóta, eins og lög til standa. Árni Björnsson, Sigurður Magnússon, prestur Görðum. læknir Vífilsstöðum. Jakob Eiríksson, Bjarni Halldórss., Hannes Þórðars., bóndi Hofstöðum. bóndi Hagakoti. bóndi Arnarnesi. Erlendur Zakaríasson, bóndi Kópavogi. Síml 444 Sími 444 Sendisveinaskrifstofa verður opnuð 1. desember næstkomandi á (jrettisgötu 8. Hefir hún altaf við hendi drengi til þess að annast allskonar smá- sendiferðir um bæinn, flytja á milli reikninga, bréf og böggla o. s. frv. fyrir mjög væga borgun. Skrifstofan er opin alla virka daga frá 8 f. m. til 8 e. m. Fiskifélag íslands Reykjavíkurdeildin tekur á móti innritun nýrra félaga. Gjald fyrir æfifélaga iokr., ársfélaga i kr. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. n—3 og 4—7 í Þing- holtsstræti 25. Einhver úr stjórninni venjulega til viðtals kl. 5—6. e. m. Schwartze sparaði ekkert til þess að gera vini sínum kvöldið eins ánægjulegt og unt var. Hann drakk með honum hverja skálina eftir aðra i kampavíni og kom honum í kunn- ingsskap við allar ungfreyjurnar — »svo engin yrði útundan*. Og þær voru allar svo ástúðlegar við hann, að hann varð alveg utan við sig. Allra augu hvíldu á hon- um og þegar hann dansaði, þá höll- uðust þær svo dreymandi að brjósti hans, að honum fanst sem þær ætl- uðu sér allar að veiða sig. En ein- kennilegast þótti honum það, að all- ar vildu þær klingja við hann kampa- vínsskálum eftir hvern dans, og að lokum fór svo, að hann vissi naum- ast hvað hann gerði eða sagði. Seint um kvöldið var hann einn með ung- frú Ellinor inni í litlu herbergi, og þá talaði hann miklu fleira við hana, en honum hafði nokkurn tíma dott- ið 1 hug. Þegar hann vaknaði daginn eftir, var hann ekki laus við höfuðverk og hann braut heilann um það, hvað skeð hefði kvöldinu áður. En hann gat ekkert muuað. Skyndilega sló einni hugsun niður í sál hans: »Drottinn minn dýri! Nú hefi eg náttúrlega trúlofað mig í gærkvöldi«. Þá var hringt. Það var póstþjónn- inn, sem kom með ótal lítil bréf til hans. í sama mund kom Schwartze þangað til þess að vita hvernig vini sínum liði. »Það var gott að þú komst*, sagði Mertens. »Eg held að eg hafi drukk- ið of mikið í gærkvöldi. Heyrðu! Þú hefir víst ekki veitt þvi eftirtekt — að eg — væri einni stúlku — nærgöngulli en annari —«. Schwartze leit á hann alvarlega. »Og þú spyrð þessa! Eg kom hingað til þess að ávíta þig. Þú hefir rænt mig brúði minni — mig vesal- inginn,sem i einfeldni minni ætlaði að vernda þig fyrir því að stelpurnar yrðu þér að fótakefli. Svei Mertens ! Manstu ekki eftir biblíusögunum þín- um. Manstu það, að ríki maðurinn tók sauð hins fátæka. — — Sauð, sauð! Þú getur sjálfur verið sauður!« svaraði assessorinn. Hvernig átti eg að vita það að þú hefðir ást á ungfrú Ellinor«. »Það er ekki hún sem eg á við, heldur Mila Drewes, kærastan mín, sem þú kystir í gær!« »Hvaða bull. Þetta er ósatt!« »Og nérna sé eg einnig bréf frá henni«, sagði Schwartze og greip eitt bréfið á borðinu. Mertens reif það upp og las: »Góði hr. Mertens! Eg get ekki neitað yður. Eg hefi talað við foreldra mina og við vænt- um þess að sjá yður í dag. Trú- lofunarkossinn hafið þér þegar fengið. Mila«. Mertens greip hin bréfin með skjálfandi hendi. Þau voru öll hér um bil eins. Það var að eins sitt nafnið undir hverju þeirra: Klara, Amalie, Minna, Edith, Laura. »Eru stelpurnar vitlausar«, stundi hann. »Og hver gefur þér leyfi til þess að trúlofast tíu, tuttugu stúlkum sama kvöldið«, sagði Schwartze og las upp nöfnin aftur. »Þú ert ær Schwartze, láttu mig í friði«. »Vertu sæll Mertens, eg skal hitta þig siðar« — og svo fór hann út fokvondur. Mertens fór að athuga bréfin nánar. »Hún hefir ekki skrifað«, tautaði hann. »Nú, en ef eg slepp ekki á annan hátt, þá verður það þó að vera hún«. Stundu siðar heimsótti hann ung- frú Ellinor. »Ungfrú Ellinor! Trúlofuðum við okkur í gærkvöldi?« Hún leit á hann og brosti. »Ekki mér vitanlega, hr. assessor«. »Gu*i sé lof«, sagði hann og and- varpaði. »Þér eruð ókurteis, hr. Mertens«, sagði hún og setti upp þóttasvip. »Þér misskiljið mig, ungfrú. Eg lofaði guð fyrir það, að wð trúlof- uðum okkur ekki í gær, því þá get- um við gert það í dag. Eg skal segja yður, eg gerði marga glópsku í gær sem eg iðrast eftir í dag«. »Nú hvers vegna viljið þér þá trú- lofast mér í dag, fyrst þér iðrist þess að þér kystuð mig í gær«. »Hvað segið þér? Kysti eg yður líka? En þér sögðuð þó . . .« »Að við hefðum ekki trúlofað okk- ur og það er satt. En eg get ekki þrætt þess að eg kysti yður.« Hann var í vandræðum. »Eg skil ekkert í þessu öllu sam- an ! En eg segi yður það satt, ung- frú Ellinor, að eg vildi gjarnan trú- lofast yður og hefi ekki ætlað mér neina aðra«. »Sýnist yður að eg sé svo trú- lofunarsjúk ?» sagði hún háðslega. »Hvað eigið þér við ?« spurði hann og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. »Ekki annað en það, að eg er ein af þessum gæsum sem þér mintust á í gær«, sagði hún og hló. »Lítið þér út um gluggann, hr. assessor«. Hann gekk að glugganum og hrökk við. »Guð almáttugur! Amelie, Klara, Edith, Mila —---------«. »Já, herra assessor; eintómar trú- lofunarsjúkar gæsir, sem að eins eru þolandi með kampavíni. Skemtuð þér þeim vel, hr. assessor?*. Nú áttaði hann sig. »Það er þá ekki annað en gam- an«, sagði hann og andvarpaði af gleði. »Það var hefnd á yður fyrir kven- hatur yðar«. »En kossinn!*. »Það er hið eina sanna við sög- una«, svaraði hún og roðnaði. »En það er enginn sem veit um það, og enginn, sem skal fá að vita um það. Og þá skiljið þér líka hvernig á því stóð að eg gat ekki skrifað yður eins og hinar*. I þetta skifti slapp assessor Mert- ens ekki ótrúlofaður frá þorpinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.