Morgunblaðið - 30.11.1913, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1913, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ H4 Heimsökn í kolanámu. i. Það er ýmsum erfiðleikum bund- ið að fá að skoða enskar kolanámur. Námaeigendurnir hafa bannað að hleypa óviðkomandi mönnum pang- að niður, vegna lífsháska sem þeim er þar búinn. Loftið niðri í nám- unum er oft og tiðum svo banvænt, að þeir, sem ekki eru þvi vanir, þola það ekki. Og auk þess er sí- feld hætta búin af sprengingum og niðurhruni, sem orsakast af jarð- hristingi þeim, sem sprengingarnar valda. Og það getur komið fyrir allsstaðar í námunum, langt frá þeim stöðum þar sem sprengter. En þeim fer sífjölgandi, er vilja fá að skoða námana og vikulega er mörgum hundruðum manna neitað um leyfi til þess. Það er einnig ýmislegt annað en úmhyggja fyrir lífi og heilsu gestanná, sem er orsök í þessu banni. Margt af þvi sem fram fer niðri i námunum er þannig vaxið, að eigendunum er lítil þægð í að sögur berist af því út í dags- ljósið. Fyr á tímum var það ótal margt sem vanrækt var frá eigendanna hálfu að þvi er snerti varúðarráð- stafanir í námunum, og var því hætt við, að ókunnugum mundi blöskra slíkt hirðuleysi og kæra eigendurna fyrir dómstólunum. En viðkvæðið hjá umsjónarmönnunum er ætið hið sama er þeir neita mönnum um leyfi til að skoða námurnar: »Við græðum vanalega ekkert annað á þvi að sýna mönnum námana, en skamm- ir í blöðunum á eftir«. Eg gerði margar itrekaðar tilraun- ir til þess að fá að komast niður í kolanámur, og að lokum fekk eg svo leyfið, er eg hafði sýnt meðmæli frá norskum skipstjóra sem keypti öll sín kol hjá þessari námu. En áður varð eg þó að lýsa þvi yfir í votta viðurvist að eg færi þessa för á eigin ábyrgð, og félagið bæri enga ábyrgð á því þótt eg slasaðist. Og svo lagði eg á stað frá Newcastle með brautarvagni og fór meðfram ánni Tyne, framhjá óteljandi verksmiðjum og skipasmiðastöðvum. En á aðra hönd voru bústaðir kolakonunganna umkringdir aldingörðum og blóma- reitum. Eg fór úr vagninum i litlu þorpi við Englandshaf. Kolareykurinn lá yfir honum eins og griðarmikill svartur hattur, og kolarykið litaði húsin svört og mennina svarta. Hið fyrsta, sem minnir mann á námu- gröftinn,er verksmiðjupipan og skrölt- ið í lyftivélinni, sem aldrei er kyr. Svo þegar maður kemur nær og sér þar geysistóran kolabyng, þá veit maður, að nú er ekki langt til námu- munnans — gull-uppsprettunnar sem auðgar eigendur sina meira á hverju ári, en þeir fái tölum talið. Eg skal geta þess þegar, að það sem aðallega hvatti mig til þess að skoða enska kolanámu, voru sögurn- ar sem gengu um illa æfi verka- mannanna og lítil laun. Þegar verk- fallið mikla stóð yfir, voru blöðin hlaðin greinum, sem lýstu átakan- lega illri æfi og litlum launum náma- mannanna. En þegar eg hafði skoð- að námuna var eg í efa um það, hvort nokkur húsbóndi mundi gera eins mikið til hagsmuna vinnumönn- um sínum, eins og námueigendur. En verkfallið hafði þó rétt á sér. Það var hafið til þess að ákveða lægsta kaup verkamannanna. Aður var það þannig, að atvik réðu mestu um það hve hátt kaupið var. Nám- urnar eru eintómir ranghalar, sem byrja allir þar sem lyftivélin kemur niður. Siðan skiftist nver gangur í deildir og eru þær tölusettar. í hverri deild er verkstjóri. Þriðja hvern mánuð draga verkamennirnir um það hvar þeir eigi að vinna í námunum. En þegar þess er nú gætt, að í sum- um deildunum eru gangarnir háir og rúmgóðir og nægð kola, en á öðrum stöðum ér svo lágt, að verka- maðurinn verður að liggja á hnján- um og kolin eru ekki annað en smá- lög milli stórra steina, þá er það auðsætt, að eftirtekjan hlýtur að vera mismunandi, þó i ssmu námu sé. Sá maður sem getur staðið upp- réttur og höggvið með stórum haka kolalag sem er óblandið, losar fleiri hlöss á dag en hinn, sem verður að vinna hálfboginn með hamri og meitli. En laun verkamannanna voru ákveðin eftir því hve mikið þeir hjuggu af kolum, viss upphæð fyrir hverja smálest. Með þessu móti gátu sumir hæglega unnið sér inn 6 shillings á dag, en aðrir fengu ekki helming þess, þótt vinna þeirra væri miklu erfiðari. Þess vegna hófu þeir verkfall. Þeir vildu hafa vissu fyrir því, að kaup þeirra nægði til heimilisþarfa, enda þótt þeir drægju verstu númerin. Verkfallið var langvint, en verka- menn sigruðu þó. Fyrir nokkrum árum voru sam- þykt lög um það, að enginn verka- maður mætti vinna lengur en 8 stundir á sólarhring niðri í námun- um. En áður en þau gengu í gildi, hafði það verið venja i flestum nám- um að vinna io stundir, og svo stóð náman auð hinar 14 klukkustund- irnar. En eftir að lögin gengu í gildi, létu námueigendurnir verka- mennina vinna í flokkum 16 stundir á sólarhring niðri í námunum. A þennan hátt voru unnin meiri kol, en eftirspurnin steig ekki að sama skapi. Kolin féllu í verði og laun verkamanna lækkuðu. Þetta flýtti einnig fyrir verkfallinu. Lögin, sem brezka þingið samdi til þess að bæta kjör verkamannanna, urðu til hins gagnstæða, er farið var að beita þeim. Vegurinn til námunnar er mjór, og á báðar hendur eru lítil hús með görðum fyrir framan. A götunni úir og grúir af berfættum krökkum, en húsfreyjurnar standa í dyrunum, halda á yngsta barninu á handleggn- um og tala saman. Sumstaðar er unnið í görðunum, að sáningu eða hreinsun. Þar vaxa kartöflur, kál og allavega lit blóm. Húsin eru þrifa- leg, eftir því sem maður getur bezt séð, en fátæktin er auðsæ. Námueigandinn á sjálfur öll þessi hús, en verkamennirnir búa í þeim Jón Zoiga Bankastræti 14. Selur ódýrast: osía, pylsur og rcyfiían laæ. án endurgjalds. Þar eru einnig leik- vellir og lestrarstofur, sem námueig- andinn hefir gefið verkalýðnum til afnota. Hann gerir alt sem í hans valdi stendur til þess að verkamenn- irnir venji ekki komur sínar á drykkju- krárnar, sem alt af eru i nánd við námuna — en því miður bera þær tilraunir sáralítinn árangur. Náma- menn eru kunnir að því að vera brennivínsberserkir, og það eru litlu minni tekjur sem gestgjafarnir hafa, heldur en námaeigendurnir sjálfir. Svo lagði eg á stað niður í nám- una með litinn öryggislampa í hend- inni. Og nú hófst neðanjarðarferða- lag, sem bar mig langt út fyrir sjá- varströndina, undir hinar æðandi bylgjur Englandshafsins. Sú ferða- saga kemur síðar. Vaqabundus. Óheppinn þjófur. Oft og tíðum festir lögreglan hendur í hári bófa og glæpamanna á mjög einkennilegan hátt, og eru til þess margar sögur. Maður er nefndur Kelly og á heima í London. Hann er nafnkunnur inn- brotsþjófur og gerði lögreglunni margan grikkinn. Enginn peninga- skápur var svo vel læstur, að Kelly gæti ekki opnað hann og lögreglan var i standandi vandræðum með að finna þjófinn. Hérna um daginn braust Kelly inn í búð hjá auðugum gimsteina- sala. Hann opnaði peningaskápinn, sem var gríðarstór og fór inn í hann til þess að safna saman fjármunum þeim, er þar voru fólgnir. En hurðin var útbúin þannig að hún lokaði sér sjálf og Kelly vissi ekki fyrri til en hún skall í lás á hælana á honum. Þarna var hann nú genginn í gildru, sem hann gat alls ekki losnað úr. Þegar verzlunarþjónarnir komu morguninn eftir, sáu þeir vegsum- merki; glugginn var brotinn og inn- brotstæki lágu þar í búðinni. En þegar einkis var saknað, héldu þeir að þjófurinn hefði orðið hræddur og hlaupist á brott áður en hann rændi nokkru. Þó var lögreglan sótt og í viðurvist hennar var svo skápurinn opnaður. Má nærri geta hvort þeim hafi ekki brugðið i brún er þeir sáu hver dýrgripur hafði þar bæst við fjársjóðuna, er fyrir voru. Nokkur bréf til barón Valdemar Falkeben. Maí 1880. Kæri Valdemar! Eg elska þig eins mikið eins og þú elskar mig, en af því að eg er ekki nema þrettán ára og þú fjórtán, þá getum við vist ekki gift okkur nú þegar. Mig langaði til þess að spyrja mömmu að því, en þorði það ekki. Þegar eg fer til söngkenslu- konunnar, getur þú komið á eftir mér, en þú mátt ekki vera á hæl- unum á mér. Eg sendi þér ótal kossa. Þín elskandi Edith. Maí 1885. Elskan mínl Eg þakka þér ennþá einu sinni fyrir þá ánægju sem þú veittir mér á sunnudaginn var. Þegar við Ama- lie komum heim, vorum við alveg truflaðar í höfðinu eftir alt ölið, sem við fengum hjá þér. Hvar getum við hizt á sunnudaginn kemur ? Þin, um alla eilífð elskandi Emelia. Maí 1889. Elsku Valdemar! Eg get ennþá naumast trúað þvi að mér skyldi hlotnast sú hamingja, að kalla þig minn. Það sem gleður mig mest, er það, að eg skuli vera fyrsta stúlkan sem þú elskar. Og það vissi eg áður en þú sagðir mér það. Eg ætla að tala við mömmu i fyrramálið og svo læt eg þig vita hvað hún segir. Þúsund kossar og ástarkveðjur frá þinni til dauðans elskandi Agathe. Maí 1890. Elsku vinur minn! Hversvegna komstu aldrei í gær ? Greifinn, sem eg talaði við á bak við leiktjöldin, sagði mér að fyrri trúlofun þín væri fyrir löngu upp- hafin. í kvöld leik eg að eins í fyrsta þætti, og eftir kl. 8 er eg þín, ef þú gefur mér góðan kvöldverð og kemur með gimsteinanálina sem þú lofaðir mér. Þangað til er eg þín litla Mimi. Mai 1892. Hr. Barón I Tilboð yðar gladdi mig mjög mik- ið, en kom mér nokkuð á óvart. En eg tek þvi og vonast til þess að eg megi heilsa yður í kvcld, sem kærasta mínum. í þeirri von sendi eg yður minar beztu kveðjur og er yðar Alma Mejer. Heimanmundurinn er, eins og eg þegar hefi sagt yður, 200 þús. kr., og ekki einum eyri meira. Mejer bankastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.