Morgunblaðið - 30.11.1913, Qupperneq 8
136
MORGUNBLAÐIÐ
Ef þér eruö í vandræöum
með, hvað þér eigið að gefa vinum yðar í jóiagjöf, þá ætla eg að rifja
upp fyrir yður nokkra nytsama hluti, svo sem:
Bréfaveski, Blekþurkur, Peningabuddur, Lindarpenna, Hnífa,
Mynda-albúm, Reglustikur, Bréfavogir, Póstkorta-albúm,
Prentverk, Teikni-»bestik«, Skrifpappír í kössum o. s. trv.
sem alt fæst í
Pappírs- og riffangaverzltm
V. B. K
| Nytsamar jólagjafir [ y B K
færið þér vinum yðar, er þér gefið þeim
vefnaðarvarning
frá
Verzlunin Bjfirn Kristjánsson
Vatidaðar vörur! Ódýr’ar vörurí
J ólavörurnar
koma eftir nokkra daga. Þá verður margt fallegt að fá hjá okkur.
Hvergi betra að verzla í bænum, en í
Vefnaðarvöruverzluninni Laugaveg 5.
M. Th. Rasmus.
CA Hafnarstræti, hefir með s/s
a nemmeri, Sterling feng>ð feiknin öllafhvít-
~ um léreftum frá 18 aur. til 42
aura, fyrir allar húsmæður. Hvergi betra. Hvítt mönstrað
Bommesie frá 50 aur., tvisttau nýjar gerðir frá 30 aur. Satin í mörgum
litum. Tvibreið iakaléreft úr hör og baðmull.
Söngkensla.
Frú Laura Finsen, útskrifuð frá Sönglistaskólanum í Kaupmanna-
höfn og lengi notið framhaldskenslu á Þýzkalandi, kennir söng. Sérstök
áherzla lögð á raddmyndun og heilsusamlega öndunaraðferð (hygie'inisk
Pustemetode), sem hlífir hálsinum og þroskar röddina.
Vanalega heima til viðtals kl. 5—6 e. m., Laugaveg 20 B (uppi).
— Það eru eklii rykský, sagði
hann, heldur fimm loftför sem koma
á móti okkur. Eg skil ekkert í hvað
það getur verið! . . . Hafa nokkur
skeyti komið ?
— Nei, hr. ofursti.
— Mér sýnist þau vera af franskri
gerð, hélt Trautler áfram. Að minsta
kosji eru það ekki Ramblers-loftför.
Þau fara geysihratt yfir.
— Eru þau svört? spurði stýri-
maðurinn.
— Mér datt það sama í hug og
yður, svaraði ofurstinn. En eg get
ekki betur séð, en þau séu ljósgul.
Þau fljúga samhliða eins og þeim
væri fylkt. En það geta ekki verið
gammarnir.
— Ættum við þó ekki . . . ?
— Hvað eigið þér við?
— að vera viðbúnir að skjóta með
fallbyssunum. Það er aldrei of var-
lega farið.
Ofurstinn yfti öxlum.
— Það væri ekki til annars en
hræða farþegana. En við skulum
hækka flugið um nokkur hundruð
stikur.
Loftförin fimm nálguðust með
ægilegum hraða og jafnharðan sem
»Hansa III.« hækkaði ffugið þá flugu
þau einnig hærra.
Þá greip Trautler símaáhaldið og
kallaði menn sína til varnar. Þeir
voru allir viðbúnir og á fám sek-
undum var herskipið búið við bar-
daga.
Farþegarnir þustu út að gluggun-
um til þess að sjá hvað væri á seyði.
En þeim skaut heldur en ekki skelk
í bringu. Gulu loftförin höfðu skift
lit. Þau voru nú kolsvört.
— Þetta eru svörtu qammarnir,
sagði Trautler og náfölnaði. Hæga
ferð, stýrimaður! Við skulum sýna
þeim það að við höfum tennur.
Hann gaf skipanir sínar hratt og
rólega. Tundurbyssurnar voru hlaðn-
ar og þeysibyssurnar sendu gömm-
unum kveðju. En þeir létu sér ekki
bylt við verða. Þeir reudu sér allir
í stórum boga svo hátt upp í loftið
að þeir voru komnir úr skotfæri
innan lítillar stundar. Og nú svifu
þeir yfir »Hansa III.« eins og varg-
ar yfir bráð. '
Farþegar og skipverjar létu þó enga
æðru á sér sjá. Þeir biðu þess sem
verða vildi með stillingu' og karl-
mensku. »Hansa 111« gat engri vörn
komið við lengur, en á hverri stundu
bjuggust menn við hinu versta.
Og það versta kom — hvæsandi
skeyti, sem læsti sig í skipið. Það
fór hrollur um alla innanborðs. Svo
liðu tvær sekúndur — og eldblossi
lék um skipið. Fleyið hækkaði snögg-
vast flugið en lagðist svo i hliðina.
Svo heyrðist dálítill hvellur — belgur-
inn hafði rifnað og eldhafið !lék um
skipverja. En þó féll skipið ekki til
jarðar. Það seig að vísu hægt og
hægt niður, og á meðan læsti eldur-
inn sig frá einum klefanum til ann-
ars.
Vélarnar staðnæmdust og þá stakst
skipið á stafninn. Fólkið greip dauða-
taki í kaðla og hvað sem hönd á
festi, og nú hrapaði skipið eins og
steini væri varpað, niður í Eystrasalt.
Og þar lá nú »Hansa 111« eins og
deyjandi hvalur og alt um kring skaut
upp mönnum þeim, er Hfs höfðu
komist af.
Þá ráku gammarnir upp siguróp,
og þutu svo áfram til norðurs.
Sænsk seglskúta var skamt þaðan
er slysið vildi til, og bjargaði hún
mönnum þeim af »Hansa 111«, er
lífs voru. En meðan hún var að
bjarga, sáu skipverjar gulan fugl
þjóta til norðurs á eftir gömmunum.
Hann fór svo hratt, að vart mátti
auga á festa.
Trautler ofursti lá á þilfari skút-
unnar brendur og limlestur og beið
dauða síns. En þegar hann sá til
ferða gula fuglsins brá fyrir kynleg-
um glampa i hálfbrostnum augum
hans og hann reis upp við olnboga.
— Hvað var þetta ? spurði sænski
skipstjórinn og benti á eftir fuglinum.
— Berið þér Zeppelín greifa kveðju
mína, sagði Trautler, og segið hon-
um, að skipið hans hafi verið eyði-
lagt af stigamönnum stjórnleysingja.
En segið honum einnig, að Trautler
ofursti hafi séð þann er hefnir ill-
verksins, þjóta eftir stigamönnum,
eins og brugðinn eldibrand, sem
klýfur loftið.