Morgunblaðið - 07.12.1913, Síða 6

Morgunblaðið - 07.12.1913, Síða 6
166 MORGUNBLAÐIÐ Gættu Amaliu — en ekki meira! Símfréttir. Akurcyri, í qœr. Nýtt blað er að koma út hér í bænum og heitir »Mjölnir«. Rit- stjóri þess er Guðmundur Guðlaugs- son og fylgir blaðið eindregið stefnu sjálfstæðismanna. Fyrst um sinn kemur það dt hálfsmánaðarlega, en á að verða vikublað þegar er föng verða á. Guðrn. á Sandi hefir flutt fyrir- lestur um Giámsaugun, veigalítinn en vel sagðan. í kvöld heldur hann annan fyrirlestur, og er mönnum •ókunnugt um efni hans. Frú Val%. Briem, ætlaði að hafa söngskemtnn hér i bænum fyrir nokkru, og flyktist fólkið að, svo færri fengu aðgöngumiða en vildu. En þá vildi svo illa til, að hún veiktist og gat ekki sungið. Nii hefir frúin boðað til skemtunar á morgun (sunnudag) og er þeirrar stundar beðið með óþreyju. Afli er hér lítill; helzt smásild sem veiðist. Run. Njósnarmálið í Stokkhölmi. Prinsessan og sendiherrann. Sá kvittur gaus upp fyrir nokkru, að rússneski sendiherrann í Stokk- hólmi og nokkrir undirmenn hans, hefðu misbeitt stöðu sinni í meira lagi, til að afla sér mikilvægra upp- lýsinga um landvarnir Svía. Styrkt- ist orðrómurinn eigi lítið við það, að sendiherrann og einn af undir- mönnum hans stukku skyndilega úr landi. Við rannsókn í málinu kom Vilhjálmur Svíaprins. það í ijós, að orðrómurinn var á rök- um bygður. Er mælt að Svíar hafi krafist þess, að einslakir menn í sendiherrasveitinni yrðu kallaðir heim, en Rússar hafi neitað og eigi talið nægar sannanir fyrir hendi. Fullvíst er það samt talið, að Savinsky sendi- Gættu Amaliu — en ekki meira! herra muni ekki eiga afturkvæmt til Stokkhólms. En það er ekki alt búið með þessu. Næstelsti sonur Sviakonungs er Vilhjálmur, hertogi í Södermanlandi að nafnbót. Hann er kvæntur Marlu Pavlovnu, stórfurstadóttur úr Rúss- landi. Það hefir lengi verið á vit- orði kunnugra manna, að samfarir þeirra hjóna voru eigi góðar, en milli prinsessunnar og rússneska sendi- herrans var vinátta hin mesta. Sama daginn sem sendiherra yfirgaf Stokk- hólm, fór prinsessan einnig úr landi og hvarf heim til föður síns í Par- ísarborg. Varð það skjótt hljóðbært, að hún mundi eigi vitja aftur á fund eiginmanns sins. Af öllu þessu hafa menn nú dregið þá ályktun, að prin- sessan muni hafa notað stöðu sina við hirðina til að útvega rússnesku sendiherrasveitinni upplýsingar þær, er fyr var getið. Hefir þetta verið sagt berum orðum i helsta blaði jafnaðarmanna í Stokkhólmi, og eigi verið borið tii baka. Annars vilja sænsk blöð sem minst um málið tala vegna konungsættarinnar. Vilhjálmur hertogi kvað fara til Afríku á næstu dögum, og ætlar hann að hafa þar af sér við dýra- veiðar i vetur. Blaðaútgáfa á sjónum. Þeir timar eru liðnir þegar þreyttir kaupmenn gátu leitað næðis og hvíld- ar á Atlanzhafsskipunum, og stjórn málamenn og miljónamæringar, sem lifið verður oft óbærilegt, fá ekki lengur hina notalegu hvíld frá um- heiminum, sem langar sjóferðir veittu í fyrri daga. Einusinni skýrði þreyttur amerísk- ur miljónamæringur mér svo frá úti á einu hinna stóru Atlanzhafsskipa, að hann hefði í síðastliðin 15 ár ferðast yfir hafið hvern júnímánuð, til þess að losna við störf sín. Hann vildi vera einhversstaðar þar, sem engin blöð sæust. Þess vegna valdi hann sjóinn. »En nú«, segir hann, »koma loftskeytin og gjöra lífið jafn þreytandi hér á skipinu og á landi, Hvers vegna eruð þið að þvælast með þetta blað ? Verið þið ekki að þreyta okkur. Látið þið verðbréfa- skýrslurnar falla burtu, þótt ekki sé Gættu Amaliu — en ekki meira! nema einn dag*. Um leið rendi gamli maðurinn bænaraugum til loft- skeytamannsins, sem gerði honum svo mikinn ama. — Með þeim umbótum sem loft- skeytin hafa tekið, var þnð auðvitað, að skip á rúmsjó tækju að nota þau til þess að leita frétta. í þessu augna- miði lét svo Marconifélagið gera 2 stórar loftstöðvar, sem eingöngu beindu skeytum sínum til annarra Marconistöðva á sæ úti. Frá Poldhu á Suður-Englandi og frá Cape Cod, í grend við Boston, voru síðan send- ar á hverri nóttu dagfregnir og merk- ismál út í loftið, á ákveðinni stundu. Á öllum skipum, sem eru innan til- tekinnar lengdar, hérumb. 2000 míl., sitja símritararnir og hlýða á og þýða smádepla og strik, jafnóðum og þau koma. Þeir sem hafa heim- sótt nýjustu Marconistöðvar, hafa sjálfsagt tekið eftir litlu herbergi með mjög þykkum veggjum og tvöfaldri hurð. Það er hið svo nefnda »Silent Room«, og ætlað til þess að taka á móti þessum nýjungum. Þangað nær enginn hávaði eða hristingur af hreyf- ingum skipsins. í daglegu máli er það kallað »kossinn«. Eftir erfiðan dag fer þá »þráðlausi maðurinn« inn í kassann og tekur þar við aðalfregn- um dagsins, sem venjulega eru að orðafjölda hérumbil ein 600 orð, mjög samandregin. Það er enginn hægðarleikur að stýra nýjustu loftskeytastöðvum á skipum. Til þess verða menn að vera vel að sér í rafmagnsfræði, hraðir að rita loftskeyti, góðir i tungumálum og liðlegir blaðamenn. Það mundi vera ógjörningur að láta prenta nýungarnar, eins og þær eru sendar. Tveir tímar fara í það að taka við fregnunum í kassanum, og þá kemur að því, að vinna úr efn- inu, og eru því samfara allar þær kvalir, sem blaðamenn kannast við. Farþegar, sem sofa á daginn og vaka á nóttunni — en þeir eru jafnan margir — berja á dyr og spyrja: »Hvað er í fréttum ? Hvenær kem- ur blaðið ?« Prentarinn kemur og vill fá efni til að setja, því að blaðið á að vera til kl. 7. Prentsmiðju- sendillinn kernur hlaupandi og segir að handritið, sem loftskeytamaðurinn og ritstjórinn hafa soðið saman hálf- sofandi, sé ólæsilegt. Og alt þetta úti á miðjum meginbylgjum Atlanz- hafsins. Á öllum farþegaskipum, sem hafa Marconitæki, kemur með þessum hætti út blað á hverjum morgni, — mjög fjölbreytt að efni. Það kem- ur út í landi, beggja megin hafsins, og hefir að geyma ritgerðir með myndum um listir og bókmentir eftir fræga rithöfunda og ritdómara, nýjustu tízku i kvenfatnaði, ferða- sögur, glensgreinar um dagsins ný- ungar og smáskritlur; svo er skilið eftir hæfilegt bil fyrir þær nýungar, sem koma þann og þann daginn i loftskeytunum, og eru þá prentaðar og skeytt inn í blaðið af prentara skipsins. Fjöldamargar auglýsingar, sumar með myndum frá kaupmönn- um stórbæjanna, eru hafðar með til uppfyllingar. Það er talið hyggilegt að auglýsa i sjóarblöðunum, því að þar ná kaupmenn eyrum þeirra manna, sem færastir eru til að kaupa og flestra þjóða menn, og á leiðinda- stundum sjóferðarinnar lesa menn oftast alt blaðið, auglýsingarnar líka. Það er líklega þessu að þakka, að hægt er að láta hvern farþega hafa blaðið ókeypis. Útgefandi er Mar- conifélagið. Eg hefi einusinni heyrt talað um ungan Englending, sem þótti hitinn óþolandi í »kassanum«, þegar hann var í Suðurlöndum, og átti að taka við firðfregnum. Hann klæddi sig úr hverri spjörinni af annari, uns hann var eftir í sokkunum einum, og kom þá fyrir sá merkisviðburður, að nakinn maður hafði gefið út dag- blað, tekið við nýungum í það, unn- ið úr þeim og fært þær í stílinn. Um kl. 8 á morgnana má heyra að blaðadrenguriun kallar lágt i göng- unum. Hann ber að dyrum hjá »Mylord« og kastar blaðinu inn um dyrnar. Miljónamæringurinn, sem ekki óskar þess, að morgunsvefni sínum sé raskað, lítur illum augum á blaðið, sem á gólfinu liggur, og og hristir höfuðuð. Enska kven- frelsiskonan þrífur blaðið með áfergju og brosir ánægjulega þegar hún sér nafn sitt á prenti. Einstöku ferða- menn mundu helzt kjósa að ekkert blað kæmi út, og að þeir fengi að lifa í friði fyrir umheiminum, með- an ferðin stendur yfir, — en flestir taka blaðinu fegins hendi, þegar því er varpað inn um dyrnar til þeirra á morgnana. Og þeir, sem i raun og veru ekki vilja vita það, sem við ber í heiminum, geta samt sem áð- ur ekki stilt sig um, að hnýsast eftir nýungunum, meðan unt er að afla þeirra. Þetta á einnig við um vin minn, miljónamæringinn. Eftir samræðu þá, sem áður er getið, ætlaði loftskeytamaðurinn að gera honum greiða og senda hon- um ekki blaðið einn morguninn. — Nokkru síðar kom hann upp og kvartaði yfir að sig hefði vantað blaðið og rauk með áfergju í eitt eintak, sem lá á borðinu. Gerðist þá karl heldur en ekki léttbrýnn við. Síðan skrifaði hann dularskeyti til New-York, og skildum við ekkert af því. Fimm tímum síðar barst honum svar, einnig með dulletri. Siðan sást hann ekki í 2 daga, en þegar hann kom upp við landtöku í Cherbourg, lagði hann höndina á öxl loftskeytamanninum og sagði þurt og þumbaralega, eins og Ameríku- mönnum er eiginlegt: »Ungi vinur, þér hafið kent mér að meta blöðin á sjónum. Eg átti heima fyrirliggj- andi fáein gúmmí-hlutabréf. í blað- inu sá eg um daginn að þau höfðu hækkað, svo eg sendi skrifara mfn- um skeyti um að selja þau. Hann svaraði á þá leið, að hann hefði seit þau öll, en nú sé eg, er eg lít í blaðið, að gúmmí fellur aftur í verði. Eg á það loftskeytunum að þakka,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.