Morgunblaðið - 20.12.1913, Síða 2

Morgunblaðið - 20.12.1913, Síða 2
2}0 MORGUNBLAÐIÐ Baðhús bæjarins. Þess var lítillega minst hér um daginn, að Baðhúsinu og umsjón þess væri í ýmsu ábótavant. Var sú grein rituð til þess að hlutaðeigendur gætu bætt úr mis- brestum þeim, er á eru, og »vinur er sá er til vamms segir*. En nú hefir baðvarðarins önnur hönd »nuddað< saman grein einni all mikilli um málið og þó af lítilli skyn- semi. Mundi það hafa verið réttara fyrir þann, er »taka vill sönnum og réttmætum aðfinslum með góðu geði«, að ausa ekki svo ósleitilega af keri vizku sinnar eða óvizku. Dæmi þau, er tekin voru í grein þeirri er Morgunblaðið birti, er hægt að sanna, og ótal fleiri lík dæmi eða * verri. Væri það baðverði til lítils vegsauka, og þótti ekki rétt að svo vöxnu máli að getið væri um fleira af því tægi. En þess má baðvörð- ur vænta, að svo fremi sem hann, eða aðrir að hans tilhlutun, egna menn til þess að koma með frekari ' skýringar, þá mun sá er svara þarf geta gefið honum upplýsingar um ýmislegt það, er betur skýri málið. Skal nú ekki að sinni frekar farið út í þá sálma, því gera má ráð fyrir því, að baðvörður láti sér hér eftir sín fyrri víti að éarnaði verða, er hann veit það, að borgarbúum þyki ráðsmenska hans eigi allskostar góð. En þá er að snúa sér að hinni hlið málsins, þeirri er bæjarstjórn varðar. Vill hún stuðla til þess að við getum fengið bað á sunnudögum? Það virðist einkennilegur aulahátt- ur, enda sjálfsagt ekki gert að vilja bæjarstjórnar, að tala uni það í öðru orðinu, að slíkt borgi sig ekki, en jafnframt i hinu orðinu, að viður- kenna það, að aðsóknin að Baðhús- inu sé mjög mikil á laugardögum. Eða veit hann ekki, sem baðvörður, að þá er aðsóknin mest vegna þess, að Baðhúsið er þá dagana opið til kl. ellefu á kvöldin, og þau kvöld hafa flestir tíma til að baða sig? En þá er oft svo mikil þröng í Baðhús- inu, af baðgestum, að margir verða frá að hverfa, án þess að hafa feng- ið bað. Eða heldur hann að bætinn hafi keypt Baðhúsið til þess að græða á því ? Það væri að visu í samræmi við ýmislegt annað, er hann segir, og bezt sannar »sérþekking« hans á Baðhúsinul En benda má öðrum á það, að bæir og þorp erlendis verja árlega miklu fé til þess að gjalda kostnað þann, er þær stofnanir hafa í för með sér. Það er *als ekki ósennilegt, að Baðhúsið þurfi að vera lokað sjöuda hvern dag til þess að vatnsketillinn sé hreinsaður o. s. frv. Væri þá ekki nær að loka því einhvern virk- an dag, þegat ekkert er að gera, og hafa það svo opið á sunnudögum, þegar allir hafa tíma til að baðast? Reynsla fyrri ára getur ekki kom- ið til greina. Baðhúsið var þá opið til kl. ii árd. á sunnudögum, en ekki lengur. Það þarf að vera opið allan daginn, nema rétt á meðan á guðsþjónustu stendur. Þá mundum við bezt sjá hver árangur þess yrði. A morgun er sunnudagur, og jól- in eru í nánd. Allir eru önnum kafnir næstu daga frá morgni til kvöids, en þó þurfa allir að fá sér bað fyrir jólin. Væri það því drengi- lega af sér vikið og mundi þakkað að verðleikum, ef umsjónarmaður Baðhússins gæti komið því til leiðar að það yrði opið á morgun. Tígrisdýr á Frakklandi. Félag nokkurt, sem tekur lifandi myndir, leigði fyrir skömmu stóra landspildu í grend við Chartres á Frakklandi, og ætlaði að taka þar myndir af týgrisdýraveiði. Var þang- að flutt stórt og grimt tígrisdýr, í lokuðu búri. Leiksviðið var afgirt með hárri og rammgerðri girðingu. Þegar búrið var opnað, þaut dýrið út, þvert yfir völlinn og varpaði sér yfir girðinguna eins léttilega og því væri það leikur einn. Veiðimennirnir, sem áttu að vera, og umsjónarmennirnir, urðu fyrst í stað svo forviða, að þeir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. En þegar dýrið var komið út á víðavang, skildist þeim þó það, að hér mundi nokkuð í húfi. Létu þeir þá skotin dynja á eftir dýrinu og særðu það lítið eitt. Héraðsbúar urðu nær örvita af hræðslu, er þeir vissu tíðindin. Voru nú sendir margir menn á veiðar, bæði hermenn og lögregluþjónar, en þeim hefir ekki enn tekist það, að leggja dýrið að velli. Síðast varð þess vart í skógi nokkrum, norður af Chartres. Er þetta í þriðja skifti, nú á skömm- um tíma, að óargadýr sleppa úr gæzlu, hér í álfunni og vaða eins og logi yfir akur, um bygðir bænda. Kvittun. Eg viðurkenni hérmeð að hafa veitt móttöku því fé, er Harpa fékk fyr- ir skemtun sína í gærkvöldi og á- kvað að verja skyldi fátækum til hjálpar. Það skein ánægjubros á andliti rit- stjóra Morgunblaðsins er hann af- henti mér kr. 53,36 og þrjá útlenda peninga. »Eg vildi óska að mér væri oft falið að afhenda slíkar gjafir«, sagði hann. — Eg tjái Hörpu og ritstjóranum beztu þakkir. Reykjavík 18/12 1913 Bjarni Jónsson prestur. 1=3 DAGBÓFflN. I Afmæli f dag. Ólöf Jónsdóttir, nngfrú Ársæll Árnason, bókbindari 26 ára Þórður Sveinsson, læbnir 39 — Jón Jakobsaon, verzlnnarm. 41 — Háflóð er i dag kl. 10.13 árd. og kl. 10.46 siðd. Sólarupprás kl. 10.24 árd. Sólarlag kl. 2.24. siðd. Tungl, Bið. kv. k). 3.16. siðd. Veðrið í gær Reykjavík snðvestankul, hiti 0.5. Isafjörðnr vestanstormur, hiti 0.5 Akureyri snnnangola stinn, hiti 1.0. Grims- stuðir suðvestankul, frost 4.0. Seyðisfjörð- ur suðvestankaldi, hiti 3.6. Yestmannaeyjar suðvestangola stinn, hiti 1.8. í Þórshöfn á Færeyjum snðvestangola stinn, hiti 4.0 v Afgreiðsla Morgunblaðsins er Austur- stræti 3 (hús Hannesar Þorsteinssonar) Þangað ern menn beðnir að snúa sér með alt það er afgreiðslu blaðsins viðvikur. Simi 140. Prentvilla var i grein Morgunblaðsins i fyrradag þar sem minst var níræðisafmælis Thoru Mehteðs. Þar stóð að hún hefði látið af skólastjórn árið 1908, en átti að vera 1906. April seldi afla sinn i Englandi i gær fyrir 493 sterlingspund. Hólar, aukaskip Sam. félagsins, fór frá Þórshöfn i Færeyjum siðdegis á fimtudag- inn, áleiðis hingað. Vesta fór frá Patreksfirði á fimtudags- morgun. Átti að koma við i Stykkis- hólmi, en var ókomin þangað i gær kl. 3 siðdegis. Brynjólfur Þorláksson, organisti, ráðger- ir að halda áleiðis til Yesturheims með Yestu. Ætlar hann að setjast að i Winnipeg. Sira Bjami Jðnsson, dómkirkjuprestur, ætlar að messa á dönsku i dómkirkjunni 1. jóladag kl. 1 ‘/,. ö-erir hann það fyrir tilmæli margra danskra og norskra fjöl- skylda, er búa hér i hænum, er geta eigi málsins vegna hlýtt messu, þegar hún er á islenzku. í fyrrinótt hvarf Þórði geðveikralækni Sveinssyni, bátnr er hann átti, og geymd- ur var i lendingnnni hjá Kleppi. Yar hans viða leitað i gær, bæði til Yiðeyjar og nm næstu fjörur, og fanst hann hvergi. Sá, sem veit um bátinn, ætti annaðhvort að skila honum þegar i stað, eða þá að öðrum kosti að gefa upplýsingar um hann, annaðhvort á skrifstofu Morgunblaðsins, eða i sima 99. Alþýðufræðsla stúdentafél. Arni Pálsson sagnfræðingur ætlar að flytja erindi um • Fornmálin og skólinn* á sunnudaginn kl. 5 í Iðnó. Flugeldasýningunni á Austurvelli er frest- að til sunnudagskvölds. Þar verðnr mikið um dýrðir og ætti enginn að setja sig úr færi með það, að sjá sýninguna og hlusta á hljóðfærasláttinn. Ingólfur liggur enn í Borgarnesi. Kemst eigi hingað fyrir óveðri, og er nu orðinn 4 dögum á eftir áætlun. Baldur, botnvörpungur Thorsteinssons bræðra, fór á fiskveiðar til Vestnrlands í gær. Með skipinu tókn sér far þeir bræð- nr Kristján og Ólafur Torfasynir frá Flateyri. Morgunbaðið Það kostar að eins 65 aura á mánuði, heimílutt, samsvar- ar 34—35 blöðum á mánuði (8 síður á sunnudögum), með skemtilegu, fróðlegu og frétta- miklu lesmáli — og myndum betri og fleiri en nokkurt ann- að /slenkzt blað. Gjörist áskrifendur þegar í dag — og lesið Morgunblað ið um leið og þér drekkið morgunkaffið! tað er ómissaudÍ! Sími 500. Bruninn í Hafnarfirði. Hajnarjirði i %œr. í því máli vnr haldið próf af bæjar- fógeta Magnúsi fónssyni í dag kl. i z á hádegi. Voru þar yfirheyrðir Ólaf- ur verzlunarstjóri Böðvarsson, Gísli slökkviliðsstjóri o. fl. Þrír Reyk- víkingar voru viðstaddir réttarhaldið, þeir ræðismennirnir Ólafur Johnson og Jes Zimsen, sem umboðsmenn vátryggingarfélaganna og Fenger verzl- unarstjóri P. J. Th. & Co., er áttu húsið sem brann. Við réttarhaldið varð ekkert upp- vist um uppkomu eldsins. Búðinni hafði verið lokað kl. 8 um kvöldið, eins og venja var til. En kl. fór verzlunarstj. niður á skrifstofu sína og sat þar við skriftir eða bók- færzlu nær hálfa stund. Fór síðan upp á loft og sat þar til kl. io; þá bjuggust þau hjón að ganga til hvíldar. Aður það varð, fór Ólafur niður aftur og lokaði dyrum, og kvaðst hann þá ekki hafa orðið elds- ins var. Ólafur fór að hátta, en kona hans gekk fram að stofudyrum til þess að loka þeim en varð þá vör við reykj- arsvælu. Fór hún undir eins og sagði manni sinum, en hann brá viðr fór í fötin aftur og gekk niður. Opn- aði hann skrifstofudyrnar og stóð þá alt í björtu báli. Síðan hljóp hann út og kallaði á brunaliðið, sem, eins og vér gátum um í skeyti voru í gær, slökkti eldinn á i1/^ stundu. Að öllum líkindum hefir eldurinn komið upp á skrifstofunni, en með hverjum hætti vita menn eigi. — Vörur þær, er í búðinni voru, brunnu eigi, en eitthvað höfðu þær skemst af vatni. Ólafur misti mikinn hluta af hús- gögnum sínum; en þau voru óvá- trygð, svo tjón hans er mikið og mjög tilfinnanlegt. lnqvar. Norömenn og^heimssjnmgin. Það þykir nú sýnt, að Norðmenn geti ekki tekið þátt í heimssýning- unni í San Francisco. Brestur þá fé til þess, að gera sína sýningu svo úr garði, að hún geti orðið þeim til sóma, og þykir þeim þvi betra, að fara hvergi. Hafa þeir menn full- yrt, er bezt skyn bera á þá hlutir að slik sýning mundi kosta landið 3—400 þúsund krónur. í dag byrjar 9. vika vetrar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.