Morgunblaðið - 24.12.1913, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1913, Blaðsíða 2
2$2 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið óskar öll- um skiftauinum sínum gleði- legra jóla. Nákvæmlega hið sama var það, sem þeim Jósef og María var nú birt. Og englar guðs vöktu yfir svein- inum frá vöggu til grafar. Þeirra varð lika vart við síðasta hvílurúm hans. Þeir gættu hans, er öll mann- leg hjálp var úti. En sama föðurelskan, sem yfir honum lét vaka, lætur og vaka yfir hverjum einum af oss — frá vöggu til grafar. En hvert gagn er oss að slíkri gæzlu, úr því að vér vitum ekki af henni ? Barnið veit fyrsta æfiskeiðið minst um það, með hve dásamlegri um- hyggju móðirin vakir yfir því, ein- mitt þá, er því ríður mest á. Vera má að því sé eins farið utn oss. í jarðlífinu erum vér á bernsku- stigi tilverunnar. Þegai vér eldumst og komumst hærra upp í eilífðarstig- ann, greinum vér alt glöggvara. Líkindi eru fyrir því, að guðleg forsjón hafi komið beiminum svo fyrir, að æðri verur stig af stigi vaki yfir þeim, sem enn eru styttra komn- ar. Bæri ekki slík niðurröðun vott um vísdómsfullan kærleika? í kvöld eigum vér hægast með að trúa þessu. Jólaboðskapurinn hefir frá bernsku vanið oss við þá hugsun. Og hún er hverri hugsun hugg- unarmeiri: Þú ert aldrei látinn af- skiýtalaus, aldrei einn. Það er yfir ptr vakað. Það er alt af einhver að huqsa um pis> í œðri tilveru, einhver, sem er karleiksrikari en mennirnir o% meira hefir séð af $uðs dýrð. Og bænin er hinn þráðlausi sími, sem ber hugsanir þínar og óskir til æðri heima. Og guð sjálfur er uppi yfir til- verustiganum og boðar enn sem fyr: »Sjá, e% er með pér o% varðveiti pig, hvert sem pú fer«. Víða í sveitum þessa lands hélzt lengi sá siður, að láta ljós loga alla nóttina í baðstofunni. Ljósið, sem logaði, meðan allir sváfu, var ímynd guðs gæzku og speki, sem vakir yfir oss öllum. Við þá hugsun sofna börnin ró- leg í kvöld, með gleði og frið í hjarta. En vér, sem eldri erum, getum vér ekki líka orðið börn í þeim skilningi — um jólin? Har. Nielsson. Fluönupeningurinn. [Sonn saga]. Einu sinni kom gjaldkeri Heilsu- hælisins til mín og sagði mér, að nú væri hann alveg ráðalaus, ekkert fé fyrir hendi til að standast útgjöld- in, og helzt útlit fyrir að við mynd- um bráðlega verða að loka hælinu, eða þá að heimta miklu hærri meðgjöf af sjúklingunum; spurði hann mig hvort mér hefðu ekki borist neinar gjafir nýlega; en það var ekki því að heilsa. Eg man ekki hvort þetta var i fyrra eða hittiðfyrra; og ekki man eg hvort það var um jólaleytið, eða á öðrum tíma árs; hælið er einlagt í fjárþröng, einlægt sömu vandræðin. En þau komu sárt við mig í þetta sinn, það man eg; og þegar gjald- kerinn var farinn, sat eg eftir í þung- um þönkum og horfði i gaupnir mér. Þá var barið að dyrum, ofurhægt, en þó svo, að eg hrökk upp og harkaði af mér áhyggjurnar, fór til dyranna og bauð gestinum inn. Það var roskin kona, sem komin var þarna að finna mig. Hún var fátæklega til fara, föl og þreytuleg og mikill mæðusvipur á henni. »Eg er hérna með ofurlítið handa Heilsuhælinu*, sagði hún, mjúkt og stillilega, »eg vissi varla hvort eg átti að fara með það, það er svo lítið «. Svo tók hún upp tveggja-króna- pening, og sá eg að henni vöknaði um augu, þegar hún rétti mér pen- inginn. »Frá hverjum er þessi gjöf«,spurði eg, »og hvernig stendur á henm*. Þá sagði hún mér upp alla söguna. »Það var hún dóttir min — bless- uð litla stúlkan mín; henni gat hæl- ið ekki hjálpað; það var alt um sein- an. Henni þyngdi stöðugt, og stundum var hún ósköp angurvær. En svo var það einu sinni, að mað- ur kom heim til mín, sem þekti okkur. Hann gaf henni að skilnaði tveggja-króna-pening. Og úr því var hún einlægt glöð og ánægð. Hún hafði aldrei eignast svona stór- an og fallegan pening. Hún lék sér að honum á hverjum deei og var einlægt að hugsa um hvað hún ætti nú að kaupa fyrir hann, þegar hún væri orðin frísk. Hún hélt að hún gæti fengið alla skapaða hluti fyrir svona fjarska stóran pening, allan úr silfri; þess vegna hlakkaði hún svo mikið til, og var einlægt að spyrja hvort hún yrði nú ekki bráðum frísk. Svo var það daginn áður en hún dó; þá var hún orðin svo máttfarin, að hún gat ekki reist höfuðið frá koddanum; hún var hætt að brosa, gat það ekki lengui; og það var líka auðséð, að nú fann hún það sjálf, að hún mundi deyja. Þá um daginn, þegar fór að skyggja, gerði hún mér bendingu; hún gat svo lítið talað fyrir þyngslunum. »Mamma mín«, sagði hún, »þegar eg — er dáin, þá — áttu að fara — með peninginn minn — og gefa hann — Heilsuhælinu«. Nú var litla stúlkan dáin. Og þarna var peningurinn hennar kom- inn i mínar hendur. Móður hennar varð erfitt um málið, þegar leið á söguna; orðin komu á stangli, og hverju orði af vör fylgdi tár af auga. Hún stóð upp í snatri, kvaddi mig og fór leiðar sinnar. En peningurinn lá eftir á borðinu fyrir framan mig, skínandi fagur; því að ekkert skín eins bjart eins og það, sem laugast hefir í tárum. Nú ætti gjaldkerinn að vera kom- inn, hugsaði eg, nú erum við ekki peningalausir lengur; nú er hælinu borgið, nú hefur það eignast auðnu- penin^, sem við getum keypt fyrir alla skapaða hluti, því þessi pening- ur hlýtur að koma aftur, þó að við látum hann, og aðrir fleiri með hon- um. Daginn eftir barst mér 500 kr. gjöf handa hælinu. Hælinu var borgið í þann svipinn. En einlægt er það þó í vandræðum. Og það er af því, að fólkinu gleym- ist svo oft að skila aftur auðnuper.- ingnum þess, þó að það fái hann milli handa hvað eftir annað. Það hefir farið fyrir mér líkt og fátæku konunni. Hún var efins um það, hvort hún ætti að færa hælinu svona litla gjöf. Og eg hefi aldrei komið mér að þvi, að segja þessa litlu sögu. En það er núna, finst mér, orðið svo langt siðan pening- urinn kom síðast til skila. Og þess vegna ættu allir góðir menn að gá vel í pyngjuna; og ef þar er nokkur tveggja-krónu-peningur, þá að hugsa sig vel um, hvort það muni vera vogandi að eyða honum í óþarfa, hvort hælið muni ekki eiga tilkall til hans, — hvort það muni ekki vera auðnupeningur Heilsuhalisins. G. Björnsson. 3ö l á dönsku prestssetri. Þorláksmessumorgun. — En sá aragrúi á járnbrautarstöðinni í Kaup- mannahöfn. En sú tilhlökkun að mega yfirgefa bæinn. Það var gleði- svipur á mörgu andliti, af því að nú var haldið á stað heim til þess að halda jól. Ferð minni var heitið til Lálands, þar dvaldi eg á prestssetri bæði í sumarleyfi og jólaleyfi, svo að eg hefi aldrei verið i Kaupmanna- höfn á jólum. Sérstaklega man eg eftir einni jóla- ferð. Lestin þaut áfram, allir klefar troð- fullir, margir stúdentar voru á heim- leið. í vagnklefanum, sem eg varí, voru eintómir stúdentar; þar var mikið skrafað, menn voru glaðir og ánægðir. Alt í einu fóru allir að syngja danska jólasálma. Skorað var þvínæst á mig að syngja íslenzka sálma, man eg eftir að eg söng »Heims um ból* og »í dag er glatt í döprum hjörtum«. Jólin voru kom- in og þau voru haldin þarna bæði á íslenzku og dönsku. »Hvar er Rasmus«? varð mér að orði, er eg yfirgaf lestina á Lálandi og ætlaði heim á prestssetrið. Öku- maðurinn hét Rasmus. Hann bauð mig velkominn og eg settist upp í vagninn. — Síðast er eg var hér, sá eg sveitina í grænu skrúði, akr- arnir gulir, trén græn, sólskin og fuglakvak. Nú hvít ábreiða yfir öllu, akrar og skógar voru komnir í jóla- fötin. »Velkominn hingað*. Það voru prestshjónin, sem tóku á móti mér og nú var eg á meðal vina. Prests- setrið er eldgömul bygging, stein- veggir, stráþak, fremur lágt undir loft, en öll herbergin aðlaðandi og þýðleg. Ein stofan er svo stór, að“ í henni geta verið 50 manns. Þetta prestssetur var bygt um 1700 og sóknarbörn kalla staðinn »gamla hreiðrið*. Stór og mikill blómgarð- ur er bak við húsið og hávaxinn skógur. Skrifstofa prestsins gæti sagt frá mörgu, ef hún fengi mál. Þar hafa margar ræður verið samdar, þangað hafa menn komið á gleði- og sorgarstundum. Nú var eg eins og heima hjá mér, í skóginum standa sígræn greni- tré. »Hvert okkar skyldi verða sótt í ár?«, hugsuðu trén, þegar eg og sonur prestsins komum með öxi reidda til þess að sækja jólatré. Við völdum eitt álitlegasta tréð, 3 álna hátt, og bárum heim. »Nú verðið þið að skreyta það«, sagði prestur. Við hlýddum. Sótt- ist verkið vel og stóðst á endum, að við vorum búnir, þegar jólamat- urinn var á borð kominn. Alt heimafólk settist að borðum og var nú snæddur danskur jólamat- ur — hrísgrjónagrautur og gæsasteik. »GIade Jul, dejlige Jul«. Búið var að tendra öll jólaljós. Þar stóð tréð í hátíðabúningi, allir slógu hring um það og sungu jólasálma. Út við vegginn stóðu borð og á þeim jólagjafir. íslendingnum var ekki gleymt. — Gleðin skein á hverju andliti. Nú gekk presturinn fram á gólfið, las upp jólaguðspjallið, talaði um dýrð drottins, um engla- sönginn og hinn mikla fögnuð. All- ir sungu um Betlehemsbarnið, sem kom úr himnadýrð til þess að gleð- in gæti búið hér á jörðu. Aðfangadagskvöldið var á enda, presturinn bað kvöldbæn og þvinæst leituðu menn hvíldar. En áður en eg fór að hátta, gekk eg út og leit á hinn stjörnubjarta himin og hina hvitu jörð — en þá hugsaði eg heirn og í huga mér komu fram myndir af mörgum jólakvöldum. Frost og snjór og klukknahljóm- ur. Það fer vel á sliku á jólunum. Jóladagurinn rann upp og nú var haldið til kirkju, hún var auðvitað full af fólki. Karlmenn hægra meg- in, konur vinstra megin. Tvö jóla- tré inni i kórnum. Hvert manns- barn söng hina yndislegu sálma. Að guðsþjónustunni lokinni heilsuðust menn og óskuðu hverir öðrum gleði- legra jóla. »Það er skemtilegt, að jólin skuli vera hvít í ár«, sagði fólk- ið. Annan jóladag var haldin barna- skemtun í samkomuhúsi þorpsins og auðvitað haft jólatré. Þá fræddi eg börnin dálitið um ísland og nokk- ur þeirra lærðu »Eldgamla ísafold* — fyrsta erindíð. — A jólunum var eg í heimboði á mörgum bændabýl- um og skemti mér vel, og oft varð eg að segja frá því, hvernig jólin væru haldin hér heima á Fróni. Þegar jólaklukkurnar láta það boð út ganga, að nú sé hátiðin komin, þá get eg ekki annað en hugsað einnig um jólin á danska prestsetr- inu, um vini mína, sem létu sér ant um, að eg fengi að njóta gleði og ánægju á jólunum, þó að eg væri í ókunnu landi. Bjarni Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.