Morgunblaðið - 24.12.1913, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.1913, Blaðsíða 8
258 MORGUNBLAÐIÐ varla heyrðist mannsins mál; þvi gestirnir í Viðey á þeim árunum voru oftast nær engir teprumenn, þeir hlógu hátt og hjartanlega, og húsbóndinn ekki hvað minst. Það var líf og kraftur, táp og tilþrif í því öllu. Hitt annað, sem jók á jólafögnuð- inn hjá okkur öllum í Viðey, bæði ungum og gömlum, var það, að þá komu skólapiltarnir inn eftir; og eg segi ykkur satt, að það var annar Lljómur þá í því orði heldur en nú. Flestir landsins beztu menn voru ýmist í frændsemi við húsbændurna i Viðey eða í vináttu; synir þeirra, sem voru í latínuskólanum, komu þvi margir þangað inn eftir og sátu þar öll jólin. Svo mun hafa verið um Magnús Stephensen landshöfð- ingja, þó eg muni hann þó ekki; svo var um þá Hólmabræður, Tómas heitinn lækni og síra Jónas, Eðvald Johnsen, sira Þorvald Asgeirsson o. fl., að ógleymdum Þórði lækniTóm- assyni, hinum elskulegasta manni, syni frúarinnar. Þessir hinir kunn- ugu tóku oft með sér aðra ókunn- uga, og var því hópurinn, sem kom inneftir um jólin, bæði stór og friður. Dagarnir, sem þessir ungu menn dvöldu innfrá, liðu fyrir mér i sæl- um draumi. Þeir fluttu með sér nýjan andvara utan úr veröldinni, gerðu jólin enn þá tilkomumeiri bæði fyrir mig og aðra. Öll »stof- an< komst á loft, þegar sást til skipsins, sem sótti skólapiltana. Það voru jólasveinar, sem betra var að fá en missa. Eg man, hvað mér þótti hátíðlegt og jólalegt, þegar yfir- hafnir þeirra og skólapiltahúfurnar með »lýrunni« héngu í langri röð i forstofunui. Þegar þeir voru orðnir hagvanir, fóru þeir upp um öll loft, heilsuðu upp á kerlingarnar, flugust á við vinnumennina, fóru í jólaleiki við vinnukonurnar og báru mig á há- hesti upp og niður alla stiga, og svo sungu þeir svo undir tók í öllu með köflum. Eg man, að gamla konan í fjós- inu, hún Ólöf gamla, sem var þar milli 30 og 40 ár, grét af gleði, þegar þeir komu i fjósið til þess að heilsa upp á hana og beljurnar. Allir fengu hjá þeim einhvern jóla- glaðning. Og það voru þessir ungu fjörkálf- ar, sem fyrst létu mig stíga i stól- inn; mun eg þá hafa verið á 3. ári. Tóku þeir kvartél, sem vinnukon- urnar höfðu undir ull við tóvinnu sína, settu það upp á borð í skrif- kamesinu, bundu pentudúk á herð- arnar á mér, settu mig i kvartélið, fengu mér bók í hönd og létu mig prédika. Mér hefir verið sagt, að þeim hafi þótt þetta góð skemtun, og öðrum, sem viðstaddir voru. Margt gæti eg enn sagt bæði um jólagleðina og annað í Viðey á þeim tímum. — En einhvern tíma verður að slá í botninn. Hálf öld er liðin síðan þetta gerð- ist. En — ávalt finst mér bjartara að líta inn til Viðeyjar heldur en nokkurs annars staðar hér á landi; er þó margur bletturinn mér kær og um leið auðugur að mörgum góðum endurminningum. Þar hafa nú um allmarga áratugi sofið þau hjón að kórbaki, sem eg ætíð minnist, er eg heyri góðra manna getið. Sé guðs friður yfir moldum þeirra og jólaljós yfir legstöðum þeirra. Gleðileg jól öllum þeim, sem lesa þessar gömlu jólaendurminningar. Gleðilei' jól! Olajur Olajsson, fríkirkjuprestur. 3ól í IlnvEgi. Jólasiðir í norskum bæjum eru líkir og gerast i öðrum germönsk- um löndum: Jólatré og gómsætur kvöldverður. Er þá helzt framreitt hrísgrjónagrautur, svínshöfuð, niður- soðnar svínatær, saltfiskur í lút og rifjasteik með súrkáli. — Með þessum Lukúllusar-réttum er venjulega haft öl og brennivín, og hjálpar það, með svo kröftugum mat, mjög upp á meltinguna, hvað serh æstir bind- indispostular segja. Svo er farið inn að skoða jólatréð. Sumir gera það áður en borðað er. En svo er jóla- trésvenjan orðin rótgróin, að fátæk- ustu heimilin ein neita sér um jóla- tré. Mjög mikið er um veizluhöld innan fjölskyldunnar sjálfa jóladag- ana, og er fjölskylduna þrýtur, þá kemur að vinum og kunningjum — aldrei jafn mörg boð inni og um jólin. Hátíðlegar guðsþjónustur fara fram i kirkjum, sem baðaðar eru í ljósa- skrauti og troðfullar fólki. En »rómantiski« blærinn á jóla- hátíðinni er miklu meiri upp til sveita meðal embættismanna og stór- eignabænda. Þar eru jólin hátíðleg haldin fram á þrettánda — i einni lotu — og er þá mikið um fögnuð. í bæjunum er dagsins striti og hin- um margbrotnu störfum svo varið, að fólkið getur ekki séð af meiru en þetta 2—3 dögum til þess að njóta eiginlegrar jólagleði — hverf- ur þá þegar aftur að hinu tilbreyt- ingalausa hversdagslifi. En sveitafólkið er fornara i skoð- un sinni á þessa heims gæðum. — Eftir stritið alt árið þykist það eiga fyrir þvi, að hvíla sig svo um muni á jólunum. Öllum áhyggjum og þrengingum er varpað burt og fólk- ið hristir af sér ait mótdrægt og hugsar um það eitt að njóta i full- um mæli þessara dýrlegu jóladaga — »éta og drekka og vera glöð«. Við skulum snöggvast líta inn til Jóhanns Steens stórbónda á Haugi. Það er aðfangadagskvöld. Hann sit- ur sjálfur í heilagri hátignarró i skrif- stofu sinni og reykir hollenzkt tó- bak úr löngu pípunni sinni. í gamla ofninum frá 1809 brakar grenivið- urinn, eins og flugeldaskot væri. Stimpill með ártalinu og Ulefosverk- smiðjumerki er yfir ofnhurðinni. Ofnplatan er eitthvað sprungin, því að hún verður eldrauð hvað eftir annað og rauðu logarnir fyrir innan dansa fyrir augunum. Á bak við er heljarmikið knippi af greniflísum, undir stiganum í hinu mikla fordyri. — Þetta er einn af gömlu efnabæj- unum, þar sem ekkert hefir verið til sparað, hvorki af efnivið né öðru — er hrúgað saman miklum viðar- köstum, sem að hafa verið dregnir allan daginn, því að á jólunum má enginn snerta vinnu, en eigi veitir af brenni, því að 7—8 herbergi þurfa að vera siheit um jólin. — Það er von á ættingjum frá höfuðstaðnum. Steikarofninn heljar-mikli í eldhús- inu er eigi látinn ónotaður. — Þar er pottur við pott. Húsfreyjan hefir stjórn á öllu og gefur skipanir sín- ar í eldhúsinu, — hún er einvalds- drotning í þessu konungsríki sínu. Börnin eru alstaðar fyrir, þau ráða sér eigi af eftirvænting — að fá að sjá stóra jólatréð, sem stendur inni í viðhafnarstofunni í kolsvarta myrkr- inu — að fá að sjá það i öllu skrauti sínu. Það leggur súran ilm af trénu; pabbi fór sjálfur út i skóg um dag- inn ásamt tveimur húskörlum til að höggva jólatréð. Steen er mjög vand- látur með jólatréð, að það sé alveg gallalaust, nákvæmlega 5 álnir á hæð, breitt og föngulegt að neðan. Það var sótt í gær og þegar látið inn í stofuna. Loksins er kl. orðin 3. Öll fjöl- skyldan, fjórir vinnumenn og fimm vinnustúlkur setjast við tebolla og jólaköku inni i borðstofunni. Hús- bóndinn flýtir sér að drekka og læðist svo inn í viðhafnarstofuna til þess að kveikja á jólatrénu. Svo opnar hann dyrnar á háa gátt. Börn- in reka upp fagnaðaróp og hlaupa iun að jólatrénu — og stara heilluð á hið töfrandi jólatré með ljósunum margbrotnu, glerkúlunum geislandi, glitrinu ljómandi, demantduftinu, glerstubbunum, sem lita út eins og klakadrönglar, tilbúna snjónum, er varpar svo eðlilegum blæ á tréð, að rétt er eins og það standi úti í köld- um, vindskeknum skóginum. Á greinunum hanga epli, körfur með hnetum og rúsínum, og einstæð- ir smáböglar i meira lagi dularfullir. En kassinn undir trénu er hulinn stórum böglum, sem i sér geyma hið töfrandi tilhlökkunarefni — jóla- gjafirnar. Engum er gleymt. Nú biður húsbóndi alla setjast. Vinnu- mennirnir eru óframfærnir og setj- ast í hálfhring út við dyr, en fjöl- skyldan sjálf við sporöskjulagaða borð- ið á miðju gólfi, sem er hlaðið ýmsu óvæntu góðgæti. Svo tekur hús- bóndi fram gamla Wexels-postillu, eins og siður var föður hans, og les langan jóla húslestur. Börnin sitja og einblína á jólatréð — heyra ekkert hvað farið er með. Það er húsfreyja ein og elzta vinnukonan, sem fylgja vörum lesarans með fjálgleik. Síðan sezt húsfreyja við hljóðfærið og leikur á það: »Jeg synger Julekvad«, og allir, ungir og gamlir, taka undir. — Húsbóndi leggur postilluna aftur og börnin þjóta með gleðilátum að trénu til þess að ná í dýrindin öll á grein- um þess. Húsfreyja nær í jólabögl- ana, svuntur og sokka, sjöl, vetlinga og aðrar nytsamar gjafir og afhendir vinnufólkinu, en það gengur á milli og tekur í hönd allrar fjölskyldunnar, til að þakka fyrir gjafirnar. Þá fá og allir sætindapoka, til þess að gæða sér á um jólin. Vinnufólkið fer svo út í eldhúsið og bíður þess þar heimagert öl í stórri ámu. Klukkan 7*/2 er svo reiddur fram kvöldverður. Eru borð ríkulega rétt- um sett, enda síðasta mánuðinn naumast verið gert annað en slátra, matreiða, baka og brugga öl. Frænd- fólkið úr höfuðstaðnum er eigi vant slíkum vellystingum, en það tekur líka til matar síns. Að lokinni mál- tíð fer fólk með sadda magana og ánægjubros á vörum inn í viðhafn- arstofuna og sezt að ábætinum, hollenzkum miði, kökum, ávöxtum og hnetum. Og svo er etið og drukkið, en börnin leika sér að öllu nýja leikfanginu á borðstofuborðinu. Og jólagleðin heldur áfram fram á nýja árið, átveizlur, dansleikar og annar fögnuður. Sleðarnir renna mjúklega um snævi þakta vegina og bjölluhljómurinn klingir með kátínubrag. Tunglið varpar fölum geislum á hin þöglu, snjóþöktu grenitré. Hestarnir verða tryltir í kuldanum og gufuna leggur upp af þeim eins og reykjarstrók. Ljós loga í hverjum glugga á stór- eignunum um alla sveitina. Þar er »gleði í höll«. Ráðsettu mennirnir sitja við spil og toddyglasið, en æskulýður stígur dans, hraustir svein- ar og horskar meyjar, ástleitin augu mætast, ástarfundir eru ákveðnir i leyni — en mæðurnar sitja hjá og horfa á með kviðafullu augnaráði. /. Aall-Hansen. REÍmkQma á jóluniim. Það var aðfangadagskvöld jóla. Allir höfðu haft ærið að starfa um daginn, sérstaklega mamma; húsið var þvegið hátt og lágt og svo þurfti að baka og matreiða. En nú var þó alt komið í röð og reglu. Jólatréð stóð skreytt og beið þess nú að kveikt væri á kertunum. Og það kom vatn i munninn á börnunum þegar þau sáu alt sæl- gætið sem hékk á greinunum. Allir voru i glöðu geði nema mamma. Það var eins og eitthvert sorgarský hvíldi yfir ásjónu hennar. Hún gekk oft út að glugganum og leit niður eftir veginum. »Hvernig skyldi honum Karli Hða núna?« sagði hún og vék sér að manni sinum. »Honum líður eflaust eins og hann heFir unnið tih, svaraði hann kuldalega. Karl var elzta barnið þeirra. Hann hafði verið góður og hlýðinn dreng- ur, en svo lenti hann í slæmum fé- lagsskap og byrjaði að drekka. Eitt kvöld kom hann svo ölvaður heim. að hann braut alt og bramlaði, en skeytti engu því, er við hann var mælt. Og svo rak faðir hans harm á dyr. Nú voru liðin fjögur ár siðan. Mamma saknaði altaf drengsins sins, og stóð oft við gluggann og horfði eftir veginum hvort hann kæmi ekki. Karl var kominn langt i burtu og hélt þar áfram uppteknum hætti. Svo var það eitt kvöld að hann ráfaði um göturnar matarlaus og vinnulaus og vissi ekkert hvar hann átti að fá húsaskjól um nóttina. Honum varð reikað framhjá sam- kunduhúsi Hjálpræðishersins og þar heyrði hann söng og hljóðfæraslátt. Hann gekk inn. Herforinginn talaði um hinn týnda son og orðin smugu Karli gegnum merg og bein. »Eg er týndi sonurinn*, hugsaði hann með sér og varð klökkur við. Foringinn gekk til hans og lagði höndina á öxl honum. »Viltu ekki koma heim til föður- húsanna í kveld* sagði hann blið- lega. Karl var lengi á báðum áttum. En áður en hann fór þaðan hafði hann þó iðrast og beðið drottinn um fyrirgefningu. Eftir þetta kvöld breyttist líferni hans. Þó var hann oft kominn á fremsta hlunn með að hverfa aftur inn á hina fyrri braut. Vinir hans hæddust að honum og freistuðu hans á alla lund, en hinn góði ásetningur hans varð þó sigur- sælli. Oft flaug hugur hans heim á æsku- stöðvarnar, heim til pabbaog mömmu, en hann vildi ekki koma heim fyr en hann hafði greitt allar þær skuld- ir er hann átti ógreiddar. Svo leið eitt ár, þá sneri hann heimleiðis. Hann hagaði svo ferð- um sínum, að hann kæmi heim á jólanótt. Margar endurminningar vöknuðu í huga hans, er hann sá heimili for- eldra sinna. Hann var skamt frá dyrum hússins þegar klukknahljóm- urinn úr þorpinu barst honum að eyrum. Þá spenti hann greipar og þakkaði guði fyrir það að hann hafði leitt sig, týnda soninn, heim aftur. Móðir hans stóð við gluggann og leit út. Sonur hennar stóð fyrir ut- an. Hún þaut út og lagði hendurn- ar um háls honum áður en hann vissi af, og nú varð fagnaðarfundur. Og glatt varð á hjalla í litla hús- inu þeirra þetta kvöld. Guð hafði heyrt bænirnar hennar mömmu. N. Edelboe stabskaptein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.