Morgunblaðið - 24.12.1913, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1913, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ 2V9 3ól á BrEtlandi. Á Englandi er mikið um dýrðir á jólunum eins og hjá oss, sérstak- lega eru jólin hátíð barnanna; þau hlakka tii jólanna og hengja upp sokkinn sinn við rúmgaflinn á að- fangadagskvöldið í von um að jóla- sveinninn (»Sankti Klaus«) komi á meðnn þau sofa og fylli sokkinn með gjöfum. Eldra fólkið etur sitt »Roast Beef« og sinn »Plum Pudd- ing« og skiftist á jólakortum. í þenna »Plum Pudding® (nokkurs konar rúsinu-búðingur) eru látnir þessir hlutir: Hringur, fingurbjörg, buxnatala, og einn smápeningur. Þegar búðingurinn er borinn á borð, er helt á hann Whisky og svo kveikt á og kemur hann þannig logandi inn á borðið. Þegar svo er farið að borða, er spenningur á meðal borðgesta um það, hver hreppa muni hluti þá, sem í búð- ingnum eru faldir. Sá sem fær hringinn á að giftast innan árs, sá sem fær töluna eða fingurbjörgina, á aldrei að giftast, og sá sem fær skild- inginn, á auðvitað að verða ríkur. Bæði á Englandi og Skotlandi er sá siður að skreyta herbergin grænum laufum með rauðum berjum (Nolly); einnig er mistilteinn hengdur yfir ofn, dyr eða i ljósahjálminn og fylg- ir honum sá stóri kostur, að nái karl- maður stúlku undir mistilteininum, er honum leyfilegt að kyssa hana. Á Skotlandi má segja að jólin séu ekki haldin, að minsta kosti finst okkur íslendingum það, sem vanir eruro jólagleði frá barnsaldri. Þegar eg var tíu ára gamall, var eg í Skot- landi og man eg vel hve mikið eg hlakkaði til fyrstu jólanna og hve sárt mig tók það, þegar mér var sagt, að það væri ekki siður að halda upp á jólin. Aftur á móti halda Skotar mjög mikið upp á fyrsta dag ársins og er mikið um líf og gleði á gamlárskvöld í borgunum á Skot- landi. í höfuðborginni, Edinborg, safnast múgur og margmenni það kvöld við kirkju eina í High Street, sem heitir Tron Kirk, þegar líður að miðnætti, og bíða þess, að klukk- an byrji að slá. Um leið og klukk- an slær, draga menn pelann upp úr vasanum og drekka hver annars skál. Siðan fara þeir að heimsækja kunn- ingjana og er það skozkur siður, að sá, er fyrstur stígur fæti sínum i hús vinar sins eða kunningja á nýja árinu, verður að hafa gjöf meðferð- is, má ekki koma tómhentur. Aðr- ir safnast í guðshús og hlýða á messu þetta kvöld, og er ein slik messa haldin i dómkirkju skozku þjóðkirkj- unnar og byrjar með bæn og ræðu klukkan ellefu. Ræðunni er lokið þegar klukkuna vantar fimm minútur í tólf. í þess- ar fimm minútur er steinþögn i kirkjunni þangað til klukkan hefir slegið siðasta slagið, sem tilkynnir að gamla árið sé út runnið; um leið heldur prestnrinn stutta bæn um vernd og miskun alföður á hinu ný- byrjaða ári. Ásqeir Siqurðsson. 3ól í hafi. Það var haustið 1876 að eg hafði tekið mér fari með seglskipi.einmöstr- ungi, er »Theodór« hét, frá Eski- firði til Kaupmannahafnar. Theo dór var 65 smálestir að stærð. þótt »jakt«siglingu hefði, og traust skip. — Eg fót með farangur minn um borð að kvöldi 1. okt., því að við áttum að láta í haf næsta morgun. En þá var blæjalogn, svo að ekki stóðu segl, og hélzt það út allan mánuðinn. Að morgni 1. nóvbr. rann á byr og komumst við út úr firðinum. En úr þvi fengum við dagstætt andvirði látlaust, af suð- austri, og stundum ofsarokstorma. Segir svo ekki af ferðinni fyrri en síðasta nóvember; vorum við þá ekki all-langt frá Líðandisnesi í Nor- egi. Þá gerði rokstorm svo mik- inn að við ekkert varð ráðið og rak oss norður og vestur Englandshaf, meira en miðvega; þá mistum vér stafnbrandinn; hann hrökk sundur rétt við stefnið og hékk fastur á járnkettingu við stefnið og lamdist svo í ósjónum við kinnung skips- ins, svo að við var búið hvert augna- blik að hann bryti gat á skipið. Eina lífsvon vor var, að auðið væri að höggva af oss stafnbrandinn, sem velktist í sjónum, eða brjóta kett- inguna, sem föst var í honum með annan enda, en hinn í stefninu. — Beykir var um borð með oss; skip- stjóri skipaði honum að koma með skipsöxina; en beykir fór að gráta, og kvaðst ekki vita, hvar hún væri. Skipstjóri fann hana þó; lét hann binda sterkar festar um sjálfan sig, tók öxina i hönd sér. »Verið þið sælir«, sagði hann, »það er óvíst þið sjáið inig lífs aftur« — og stökk svo í sjóinn, en hásetar héldu í fest- arnar, Eg fór aftur í káetu, tók þar lítinn trékassa, sem eg átti þar, tók upp úr koforti mínu handrit af kvæðum mínum (þeim er út komu ári síðar) lét þau í litla kassann og fylti upp með höggspónum (sem hafðir voru til uppkveikju), batt svo á lokið og skar á það með hnlfn- um mínum: J. 0. Eskiftrði. Iceland. Þóttist eg vita, að kassinn mundi lengi fljóta og, ef til vill reka ein- hversstaðar og verða haldið til skila. Ætlaði eg mér að háfa hann með mér á þiljur upp, ef skipið tæki að sökkva. Rétt i þessu kom beiksi niður til mín, háhrínandi og með fyrirbæn- um. Eg bjóst við því, að við fær- umst, en var rólegur og ekkert hræddur; en alvarlegur var eg. Dauð- inn vekur alvöru. En svo heyrði eg á bænir beyksa, og að hann fór að semja við guð; lofaði hann að hann skyldi hætta að drekka, ef guð vildi bjarga sér rétt í þetta sinn. »J.i, og ef þú frelsar mig, guð minn, nú, þá skal eg gangast við barninu, sern hún Kristbjörg gengur með« (það var vinnukona, sem var ólétt af hans völdum eða hins beykisins, sem verið hafði á Eskifirði um haust- ið; ekki gott að vita hvor var 1) — Þegar eg heyrði þessa bænagjörð, setti að mér óstöðvandi hlátur. Manni er oft hláturshættast, þegar mikil al- vara er fyrir. — í þessu kom Han- sen skipstjóri niður holdvotur. Hann hafði losað okkur við stafnbrand- inn. Eg verð að fara fljótt yfir svo þetta verði ekki of langt. 9. des. komumst við að Stafangri vorum dregnir þar inn. Þar lágum við viku, meðan settur var nýr stafnbrandur á skipið og bættar aðrar skemdir þess. 12. des. að morgni létum við i haf á ný, og sigldum hægan landkalda suður með Jaðri, og seint um kvöldið sá- um við á land ljósin í Eyrarsundi. Eti um nóttina, er nær dró Líðandis- nesi, rauk upp aftur ofsastormur á suðaustan og rak okkur marga daga. A Þorláksmessu tók að lægja; en stormurinn hafði leikið okkur svo, að sjórinn hafði brotið af allan öldu- stokkinn (skanseklædning) öðrum megin, svo að slétt var víðast af þilfari út i sjó. Við höfðum tvo skipsbáta, annan niðri i hinum, á þilfari; eikarása tvo og gengu járn ásar úr niður i járnlykkjur á þilfari. Sjórinn lagði bátana saman eins og pönnukökur, braut þá alla og skol- aði i sjóinn. Vatnstunnur og ket- tunnur og alt annað, sem fastskorð- að var á þilfari, tók sjórinn út og braut eldaskálann mjög. — Nú sletti fyrst i logn á Þorláksmessu og fram- an af aðfangadegi. En sjógangurinn var svo mikill, að við ekkert réðst. Um nón á aðfangadaginn kom kul á vestan, og settum við þá segl; en svo voru þau og skipið illa leikið, að ekki voru tiltök um annað en halda beint undan. Margt var að gera að þrífa til og koma í lag eftir óveðrið, en skipverjar fáir. Spurði skipstjóri mig, hvort eg kynni að stýra skipi, og játti eg því. Stóð eg svo við stýri til kvölds, og allan Jóladaginn líka, nema meðan eg mataðist. Á jólanóttina höfðum við ekki annað lil matar en skonrok og ost og kaffi, sem hitað var í káetunni, því að eldhúsið var enn í ólagi. Á Jóladaginn var gert við eldhúsið. Við fórum inn í búlka um hleragat úr káetunni. Tókum við þar kassa með ijúpum í, að mínum hvötum. Hann heyrði farminum til að vísu, en við vorum í matarþröng. Á jóla- ' kvöld fengu allir skipverjar steiktar rjúpur, og hefir mér sjaldan þótt matur betri, þvi að fátt hafði verið til bjargar dagana fyrir. Á annan í jólum náðum við til ijörgvinjar. Þá var skipið lekt, og varð að afferma það og gera við það jar. Minnir mig það kæmi til Hafn- ar seint í febrúar. Sjálfur fór eg 2. janúar með gufuskipi, sem varð ósjó- fært á leiðinni og varð að leggja upp í Christiansand eftir 6 daga úti- vist. Þar gekk eg af því. En slörkugt gekk ferðin enn, því að ekki náði eg til Hafnar fyrri en að kvöldi 18. janúars. Jón Ólafsson. 3ól í kotinu. Eg hafði hlakkað til jólanna frá >ví í desemberbyrjun. En eg var íeldur ekki nema á sjöunda árinu. Jólin komu hjá okkur börnunum >egar byrjað var á því að »baka«, og >að var vanalega viku áður. Þá kom »laufabrauðsdagurinn«, sem var nærri >ví eins skemtilegur og jólin sjálf. Við vorum á fótum fyrir allar ald- ir, gátum ekki sofið fyrir tilhlökkun. Og svo var setið við allan daginn að skera brauðið. Eg man eftir þvt að sumir voru snillingar í þeirri list. En eg var þá svo lítill, að eg kunni ekki að skera laufin. Pabbi kunni þó ráð við því. Hann smíðaði mér dálítinn hníf, vinkilbeygðan, og með honum skar eg svo brauðið allan daginn. — Að kvöldi vorum við börnin orðin dauðþreytt af erfiði dagsins og fegin hvíldinni, en þó hafði þetta verið skemtilegasti dag- urinn á árinu. Næstu dagarnir á eftir voru að vísu með nokkru hátíðasniði, en okkur leiddist þá. Við þráðum jólakvöld- ið, ljósin, sönginn og það, að fá að fara i fallegustu fötin okkar. Og svo rann aðfangadagurinn upp, heiður og fagur, með nokkru frosti. Eg var snemma á fótum. Þó hafði eg ekkert að gera, en eg fékk að fara með pabba í fjárhúsin og vera þar hjá honum meðan hann gaf kind- unum. Og mér fanst það svo sem sjálfsagt, að pabbi gæfi þeim meira hey og betra þennan dag en endra- nær. Það var líka fádæma ósköp- sem hann bar fram i garðann af heyi, hvert hneppið eftir annað og egvar alveg hissa á því, hve mikið kind- urnar gátu etið. Og mér leiddist ekki meðan eg horfði á þær. En þegar eg kom inn aftur, þá greip mig órói og þrá. Eg óskaði þess af hjarta, að dagurinn væri liðinn. Þó var hann ótrúlega lengi að liða, dagurinn sá. Klukkan var vart meira en fimm þegar eg var kominn í sparifötin. Hinir krakkarnir lika, og nú vildum við að kveikt væri á kertunum. Nei, það mátti ekki fyr en eftir kl. 6, þá byrjuðu jólin. Eg skildi ekkert i því, hvað fullorðna fólkið gat verið rólegt. Það var svo að sjá sem þeim stæði alveg á sama um það, hvort jólin kæmu einni stundu fyr eða siðarl En það tómlætii Jæja, svo komu þó jólin. Kveikt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.