Morgunblaðið - 24.12.1913, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1913, Blaðsíða 6
2 j6 MORGUNBLAÐIÐ söng Herold: »Heims um ból« aí sinni alkunnu snild. Steinhljóð varð í salnum á meðan og eg held að eg hafi aldrei lifað hátíðlegri stund á æfi minni. Við vorum svo hrærðir að tár komu í augu okkar og er þó sjómönnum ekki grátgjarnt. Lengi sátum við hljóðir eftir það að söngurinn þagn- aði. Einn hásetanna varð fyrstur til að rjúfa þögnina: »Það er eins og maður sé kominn heim«, sagði hann og skalf í honum röddin. Hann átti heima konu og þrjii börn. Okkur varð hálf hvert við. Við höfðum allir svifið í anda til heimkynna okk- ar, sem lágn jafn norðarlega á hnett- inum og við vorum nú komnir langt í suðurátt. Það var eins og við vöknuðum af draumi. — — — Maturinn var nú framreiddur og innan lítillar stundar vorum við allir farnir að snæða með beztu lyst. Skapið léttist smám saman, umræð- urnar urðu fjörugri og hver keptist við annan um það að segja jólasögur heimanað frá sér. í eftiimat fengum við »kranza- köku«, sem við höfðum flutt með okkur frá Noregi og — kampavín. Það var að vísu ekki nema ein flaska, en það þarf ekki ætíð mikinn drykk til þess að gera mönnum glatt í geði. Lítið glas af þessu göfuga víni er kappnóg, ef hlutaðeigendur eru sjálfir í góðu skapi. Svo var matborðum hrundið og gengum við nú allir til efri salarins. Var þar framreitt kaffi, likjör og vindlar og það verð eg að segja, að okkur þótti það gómsætar veitingar. Héldum við nú áfram að segja sög- ur og Nielsen lautinant sagði þar meðal annars frá því, að hann hefði eitt sinn verið á skipi, sem strand- aði við Mið-Ameríku á jólanótt. Hann var að enda frásögu sína þegar Lindström kom inn og bað okkur að koma fram í fremri salinn. Fylgdumst við með honum, en þá fyrst urðum við forviða er við kom- um inn í salinn. í miðjum salnum stóð stórt jólatré, fagurskreytt og með ótal ljósum I Lindström hafði komið því þar fyrir meðan við sát- um að kaffidrykkjunni. Og nú fór að lifna yfir okkur. Var nú framreitt púns og síðan út- býtt jólagjöfum. Við höfðum með- ferðis 3—400 gjafir sem norskar konur höfðu gefið okkur. Gjafirnar voru með ýmsu móti, þar voru jafnvel brúður sem gátu sagt »pabbi« og »mamma« ef mað- ur kreisti þær. Og fögnuðurinn óx stöðugt og náði hámarki sínu þegar Rönne dansaði »þjóðdansa« eftir munnhörpuslætti Stubberuds. Gamall málsháttur segir, að hætta skuli hverjum leik þá hæzt fram fer, og við fylgdum þeirri reglu. Kl. 10 var hátíðin liðin og gekk þá hver til sins starfa. En þetta var skemti- legasta stundin sem við höfðum lif- að síðan við fórum að heiman og margir fullyrtu, að þeir hefðu aldrei lifað skemtilegri jól. Næstu jól vorum við staddir á 88° suðurbreiddar, þá á heimleið frá pólnum. Það er fátt sem maður getur gert til hátíðabrigða í tjaldi úti á eyðimörkum iss og snjóa. En þó elduðum við okkur jólagraut og eg hygg, að fæstir hafi borðað jóla- grautinn sínn það kvöld með betri lyst en við. 3öl hjá Qnkkjakonungi. Jólagleðin er sú tilfinning, sem að eins grípur hugi manna heima. Með- al ókunnugra hafa jólin nokkuð önn- ur áhrif á mann, sérstaklega í heitu löndunum. Á Norðurlöndum eru jólin haldin 'i þann mund, er sólin beldur sigur- hátíð sína yfir skammdegismyrkrinu, en í Suðurlöndum eru dagarnir flest- ir jafnlangir alt árið. Og jólagraut- urinn nægir ekki til þess að koma mönnum í hið rétta skap, þegar loft- ið er fult af mýflugum og ómar af suðu þeirra, í staðinn fyrir greniang- an og bjölluhljóm. Þrisvar sinnum hefi eg verið meðal framandi manna áí,jólunum. í fyrsta skifti var eg sjóliðsforingi á snekkj- unni »Dagmar«, sem sigldi til Mið- jarðarhafsins og á þeirri för gistum við Grikkjakonung i Aþenuborg. í annað skifti var eg höfuðsmaður á »Mahar Chakri*, skemtiskútu Síams- konungs, sem lá í Yokohama á jól- unum 1912, ferðbúin til þess að flytja hinn núverandi Síamskonung heim. Og í þriðja skifti á sama skipi og undir sömu kringumstæðum, en þá i Bangkok. Enda þótt að vér Skandinavar héldum ætíð hópinn og reyndum að gera okkur jólin eins skemtileg og unt var, þá voru þó fyrstu jólin lang skemtilegust og bezt að okkar skapi, ekki vegna þess eingöngu, að vér vorum þá mitt á meðal konung- borinna manna, heldur ef til vill frekast vegna þess, að konungshjón- in og börn þeirra tóku þátt í hátíða- haldinu með okkur sem hver annar óbrotinn maður, að vísu ekki fyr en eýtir miðdegisverð. Þá voru hjá þeim aðrir gestir, liðsforingjar frá er- lendum herskipum, sendiherrar og hirðmenn, sem boðið var þangað, af því það var afmæli konungs. Það má nefna sem dæmi um yfirlætis- leysi konungsins, að hann gekk á skip okkar, sem lá í Piræus, óboðinn og í borgaraklæðum, til þess að skoða skipið og tala við okkur. Hann drakk með okkur eina flösku af »G1. Carls- berg« og bauð okkur að koma til jólatrés hjá sér heima í höllinni; »en það skulum við Danir hafa út fyrir okkur, þegar vér höfum borðað miðdegisverð og allir ókunnugir eru farnir*, bætti konungurinn við. Auðvitað urðum við fegnari en frá verði sagt, en þó gladdi það okkur einkum, er hann lofaði að koma á dansleik hjá okkur á skipsfjöl kvöld- ið eftir, ásamt drotningu sinni og börnum sínum — þó með því skil- yrði, að þar yrði framreiddar gular ertur og fleskl Og það var auðvit- gert að vilja hans, en auk þess voru að visu margir fleiri lostætari réttir á borðum. Og þá var glatt á hjalla á þilfari snekkjunnar, þar sem vér dönsuðum undir sólsegli og fánaþaki. Og þar var enginn stéttamunur, sem bezt sézt á því, að matreiðslumaðurinn bauð drotningunni »upp« og hún dansaði við hann með bros á vörum. Og það var hátiðablærinn á jól- unum í höllinni, sem hafði kent okk- ur að skoða hið konungborna fólk sem þá »we«w«, er vildu láta okkur finna það, að við vorum öll fædd undir sömu jólastjörnunni. Og aldrei mun mér úr minni líða sú stund, þá er allir ókunnugir voru farnir, og konungurinn varpaði léttilega önd- inni og sagði brosandi á voru kæra móðurmáli: »Nú skulum við fara inn til okkar og halda jólin !« Og þá vorum við ámintir að skeyta engum hirðsiðum, en umgangast kon- unginn sem félaga okkar og vin. Georg konungur var sjóliðsfor- ingjaefni í danska hernum er hann var valinn til konungs i Grikklandi og alla æfi elskaði hann sjóliðið. Það var ánægjuleg jólahátíð og blátt áfram. Allir fengum vér gjafir, flest nytsama hluti, t. d. skrifborðs- dúka, sem gerðir voru á heimilisiðn- skóla, sem drotningin kostaði. Og konungurinn sendi okkur sinn kass- ann hverjum, af hinu ágæta víni frá vínekrum sínum á Tatoi. Á hverju jólakveldi minnist eg þessa kvelds, með innilegu þakklæti til konungshjónanna grísku, sem létu okkur njóta jólagleðinnar með sér én famille. C. Trolle. 3ólin í SuQur-flfríku. Við vorum fjórtán landar, sem héldum jólin í Suður-Afríku 1911. Þó að ekki hafi verið margt til skemtunar, og þó við vissum það fyrirfram, að okkur mundi ekki líða eins vel þar og heima, þá hlökkuð- um við samt til jólanna. Á jóla- kvöldið söfnuðumst við saman og töluðum um jólin heima, og bárum þau saman við jólin þar. Munurinn var mikill. Við vissum að það voru jól, en við fundum það ekki; okkur þótti þar ekki jólalegt, það var logn og steikjandi hiti. Jólakvöldið endaði með söng, við blönduðum saman jóla- og ættjarðarsöngvum. Á þriðja í jólum efndi hr. Thesen konsúll Norðmanna í Kapstað, til jólagleði fyrir Norðurlandabúa þar í grend, og fórum við þangað. Var sú skemtun haldin á hæli sjómanna þar í borginni. Það fyrsta er við litum er inn kom, var stórt jólatré alskreytt. Þegar við sáum fólkið prúðbúið og börnin syngjandi og dansandi i ljósadýrðinni, ýundum við fyrst að það voru jól. Þegar á stöðina kom, notuðum við það sem eftir var af fríinu, til að ferðast um nágrennið. Nú þegar eg er kominn heim til Jslands aftur, og fæ að njóta jólanna hér, þá minnist eg þeirra þriggja landa minna þar syðra, sem enn ern ókomnir og óska þeim gleði- legra jóla. Hvalveiðamaður. -------- ------------- 3úl meQal stúdenta 1 Khöfn. luö gömul Bafnarbráf. Khöfn, á jólanóttina 1904. Kæri vin og fóstbróðir! Meður því að eg er svo bráðvak- andi, sem nokkur skepna getur ver- ið -— klukkan var víst orðín eitt í dag, þegar eg var »klæddur og kom- inn á ról«, — og af þvi að eg nenni ekki að líta í neina skruddu, ætla eg að »pára þér nokkrar línur«, eins og vinnukonur og kaupafólk af Suður- nesjum byrja bréf sín á. Skapið er ágætt, og hefi eg þó ekki séð í dag neinn ástkæran landa minn, eins og vinur okkar elskuleg- ur, meistarinn mikli, myndi komast að orði. En mér vildi dálítið happ til áðan, eitt hið mesta, er mér hefir lengi lagst til. Ætla eg að skýra þér frá þessum hvalreka með alvöru og samvizkusemi. Matmóðir mín hafði sagt mér, að eg fengi engan mat á jólanóttina. Garðstyrkurinn er goldinn okkur fyr- ir jólin, eins og þú veizt, og sýndi eg óvenju mikið sálarþrek og sjálfs- afneitun að geyma svo sem 3—4 kr. af honum þar til í kvöld. Þú veizt, að það er list, sem fæstum löndum hér lætur, að geyma skotsilfur sitt, enda veit eg, að þeir hafa ekki allir átt eins mikinn viljakraft og eg i baráttunni við freistinguna að losa sig við skildingana. Hamingjan hjálpi nýlendunni í janúar, ef einhverir kaupmenn og aðrir, er peningum stýra og taka má fé af, rekast ekki hingað i greipar okkur. Þeim fær að blæða, svo að þá rekur lengi minni til. Jæja, eg vik þá aftur að matn- um. Eg sat heima við lestur. Þá er eg taldi hæfilegt að halda ofan á Himnariki og fá mér þar meiri háttar málsverð, fór eg út. En er eg kopi að hliðum þess og barði að dyrum,, var alt lokað, harðlæst, enginn Sankti Pétur að lúka upp fyrir mér, sekum syndara, og hleypa mér inn í Himna- ríkissæluna. Eg var útskúfaður. Það var alvara. »Antt er alt sviðið og harðlæst hvert hlið og hljóður sá andi, sem býr þar«, þuldi eg fyrir munni mér. Þá var að leita fyrir sér i Helvíti. Þar kom ekki svo mikið sem neinn til dyra, hvernig sem eg barði og hamaðist á hurðunum. Þá fór nú að kárna gamanið, er eg fékk ekki inngöngu í Víti, sem er fúsara en Himnaríki á að opna fyrir þeim, er drepa þar á dyr. Eg fór frá einu veitingahúsinu til annars. Alt var lok- að og læst, hvar sem eg kom. Það var ekki nm að villast. Eg átti að svelta á sjálfa jólanóttina. Ollum búðum var löngu lokað — ekki svo- mikið sem vindill fáanlegur í allri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.