Morgunblaðið - 04.01.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.01.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 297 Flugvélar. Sá, sem hefir efni og ástæður til þess, getur lært að fljiiga á einum mánuði. Ef hann lætur sér nægja að eiga enga flugvél sjálfur, kostar flugnámið á skólunum í Frakklandi 3600 krónur, eða þvi sem næst. En vilji hann kaupa sér flugvél, kost- ar það hann 9000—18000 kr. eftir þvi hvaða vél hann kaupir. Farmanns-vél, af sömu gerð og þær er þeir Paulhan og Graham- White notuðu er þeir flugu frá Lundúnum til Manchester, kostar ný 20160 kr. Ef slika vél þarf að senda til útlanda, kosta umbúðirnar að minsta kosti 900 kr., og farm- gjaldið frá Frakklandi til Englands er»45° kr. Blériot-vél, af sömu gerð og Blériot flaug á yfir Ermarsund, kostar 8640 kr., en það er miklu örðugra að læra að fljúga í þeirri vél, heldur en hinni fyrnefndu, og eins er henni hættara við að falla til jarðar. Svo kemur sá kostnaður, sem or- sakast af skemdum á vélinni, og hefir Graham White komist þannig að orði: »Eg er þesss fullviss, að eg get kent manni á fáum minút- um að stjótna Farmans-vél. Og meðan eg er með gengur alt vel. En ætli hann að fljúga einsamall, er ætið hætta á því, að hann brjóti vélina þegar hann nær landi«. Slík óhöpp geta kostað nær 1800 kr., en þó að brotni smáspíta eða snúningsás — og það er alvanalegt — þá kostar ekki nema 50 kr. að gera við það. Þegar maður hefir eignast flugvél, verður hann einnig að kaupa sér af- girt land, rennislétt, til þess að geta komist á flug, og síðan verður hann að byggja skála yfir vélina og kost- ar það 15—1800 kr. Og vilji hann nú ennfremur byggja sér dálítið >Hangar« í einu horninu og smíða- skála kostar það 5—6000 krónur. Það er erfitt að fara með vélarnar þannig, að þær skemmist ekki, og verða þvf nemendur að fá sér til að- stoðar mann, sem getur gert við alt það, sem aflaga fer og hreinsað hreyfi- vélina, en sá maður heimtar ekki minna kaup en 60—90 krónur um vikuna.. Og svo verður ennfremur að hafa tvo hjálparmenn til þess að koma fuglinum á stað áður en hann svífur til himna. Og svo kemur nú reksturskostn- aðurinn, en hann er nokkuð mismun- andi, eftir því hver vélin er. >Eg eyði ekki meiru á mínu flugskipi en 4 gallonum af benzini á klukku- stund«, segir Graham White, »og það kostar hér um bil kr. 4.20. Og auk þess 1,5 gallon af smurnings- oliu og kostar hún kr. 6.80, svo að eg eyði fyrir 11 krónur á klstund. En á þeim tíma flýg eg 10 mílur danskar og er þá kostnaðurinn á hverja mílu kr. 1.10. Aðrar vélar eyða meira benzíni en minna af olíu og er það alt undir því komið hvernig vélin er gerð. En það er þó mik- ið ódýrara að fljúga heldur en ferðast með bifreiðum, því ekki þarf að leggja.í ærinn kostnað, svo að segja daglega, til þess að endurbæta gummi- hringana á hjólunum*. Gummiléreft það, sem nægir til þess að endurnýja flugvélavængi, kostar ekki meira en 800 kr. og aðrar smá endurbætur nema aðeins litilli upphæð. Með góðri meðfe’-ð, segir flugmaðurinn, getur vélin enst lengi — að minsta kosti eitt ár(!) Vilji einhver læra að fljúga, og hafi svo i hyggju að kaupa flugvél siðar, eru til margir skólar, sem hann getur valið um, en 3600 kr. kostar það að læra að stýra vélinni. En auk þess verður hann að setja 1000 kr. tryggingu fyrir væntanlegum skemdum á vélinni og borga 180 kr. i slysaábyrgð fyrir hverja 2 mán- uði. --------»>««--------- Kvikmyndaleikliiisin. Nyja Bíó. »Þriðja stórveldið« heitir mynd sú, er þar er sýnd i kvöld. Er hún sýnishorn þess hvern- ig ríkin reyna að hrifsa leyndarmál- in hvort frá öðru. Lýsir hún vel njósnarmálum nútímans, hvernig allra bragða er neytt til þess að ná í mikilsvarðandi skjöl og upplýsing- ar. — Myndina leika margir nafnfrægir kvikmyndaleikarar, t. d. Robert Dine- sen, Chr. Schröder og Ebba Thom- sen, og þarf þar ekki um að fjöl- yrða, að leikur þeirra er enn sem fyr hinn bezti. Er það sennilegt, að margir hafi gaman af að sjá þessi njósnarmál, vegna njósnarmálanna sænsku, sem nú eru á döfinni, því hér er skylt skeggið hökunni, að því leyti, að kept er eftir því á hvortveggja staðn- um að ræna ríkisskjölum. Ces. Gamla Bíó. Zouza er frönsk mynd, og aðalhlutverkið leikur ný »stjarna« Mlle Polaire, Paris. Sagan er af hinni ungu og af- bragðsfríðu Zouza, sem var nafn- toguð fyrir fegurð sína, kurteisi og hinn einbeitta vilja. Hún skeytti lítt um ástir karlmannanna, en þó fór svo, að hún varð sjálf ásthrifin af ungum manni, sem síðar snýr við henni bakinu. Og þá heitir hún hefnd, ógurlegri hefnd, sem hvorugu þeirra þyrmi. Ungfrú Polaire var heimsfræg leik- kona áður en hún gaf sig að kvik- myndalistinni. í Frakklandi er nafn hennar á hvers manns vörum og í Vesturálfu hefir hún einnig vakið feykilega aðdáun. Öll Evrópa dáist að frú Ástu Nielsen. Ungfrú Pola- ire hefir nnnið sér hylli á fleiri stöðum. Hún er ennþá grennri og fegurri í vexti en frú A. Nielsen, og mælt er það, að hún sé sú mittis- grannasta kona, sem nú er uppi. -------- ■----- D AGBÓFjIN. I Afmæli í dag: Leopoldina Halldórsdóttir ungfrú Jóna Bjarnadóttir húsfrú Daniel Jónsson skipstjóri Jón Stefánsson skósmiður Pétur Sigurðsson trósraiður Háflóð er í dag kl. 10.15 árd. og kl. 10.42 síðd. Sólarupprás kl. 10.20 árd. Sólarlag kl. 2.44 síðd. í d a g Sunnud. eftir nýár »Barna- morðið i Bethlehem«. (Matth. 2, 13—15. Jóh. 1, 29—34. Messur: í dómkirkjunni kl. 12 síra Jóh. Þorkelsson, kl. 5 sfra Bjarni Jónsson. I fríkirkjunni kl. 12 síra Ól. Ólafsson. Lægsta tilgátan um það, hve margar afgreiðslur hefðu fram farið í Vöruhúsinu 1913, var 450, en sú hæzta 8000,800,808. Eimskipafélagið. Hlutafjár- söfnunin gengur þar mæta vel. BúiS* að skiifa sig fyrir nær 325 þús. kr. og mestur hluti þess þegar borgaður. Vonandi flýta menn sér að kaupa hluta- bróf og mæta svo á stofnfundi fólags- ins, 17. janúar. Náttúrugripasfnið opið kl. IV2-2V2 s'ðd. Þjóðmenjasafnið er opið kl. 12—2 síðd. Veðrið í gær:“ Reykjavlk v. s. v. rokstormur, hiti 2.1. ísafjörður. s. v. hvassviðri, snjór, frost 2.3. Akureyri sunnanvindur snarpur, regn, hiti 6.5. Grímsstaðir, s. v. stinningskaldi, hiti 0.5 Seyðisfjörður, logn, hiti 2.4. Vest- mannaeyjar, n. v. rokstormur, hiti 1.5. í Þórshöfn á Færeyjum, v. s. v. stinningsgola, regn, h'íti 6.3. Apríl kom hingað í gær. Hafði ver- ið við veiðar fyrir Vesturlandi, en orð- ið þaðan að hverfa vegna íss. — Skip- ið hefir lítið aflað ennþá — eigi unt að reyna á vanalegum miðum, þar eð 13 er mikill. Hingað kom í gær breskur línu- veiðari, »Pacific«, beina leið frá Eng- landi. Hafði fengið versta veður í hafi. Skall á skipið sjór mikill og meiddist einn háseta svo mikið, að flytja varð hann á land hjer í sjúkrahúsið. Biskupinn í Laufási átti alls 25 lotteríseðla að Ingólfshúsinu. — Vér tökum þetta fram vegna þess, að sagt hefir það verið í bænum í dag, að hann að eins munl hafa átt einn miða. í frásögn vorri um ljósasýningu hr. kaupm. Th. Th. á Austurvelli á Gamlárskvöld gat það skilist svo, að hr. Th. Th. hafi launað lúðrafó- laginu Hörpu fyrir hornaleikinn. Svo var það þó eigi. Harpa lók almenn- ingi til gamans en endurgjaldslaust, en hr. Th. Th. hafði fengið lúðrasveit- Ina til þess að breyta um stundu frá ► því sem í fyrstu hafði verið ráðgert. Hornaleikurinn og ljósasýningin fór því fram á sama tíma fyrir milligöngu hans. DEIGA 4-5 herbergja ibúð ásamt eldhúsi og góðri geymslu óskast 14. maí. Ritstj. vísar á. íbúð, 3—4 herbergi, í miðjum bænum, móti suðri og i góðu húsi, óskast frá 14. maí. Ritstj. vísar á. Ag^ett herbergi með öllum húsgögnum og ræstingu er til leigu fyr- ir reglusaman mann. Upp- lýsÍDgar á skrifst. Morgun- blaðsins. Verzlunarmannafólagið. Jólagleði fyrir börn fólagsmanna var haldin í gærkvöldi. Var þar fagurt skreytt jólatró með kræsingum fyrir börnin, dansleikur og leikir fram á nótt. Skemtunin fór hið bezta fram. Sama fólag bíður 200—250 fátæk- um börnum á jólagleði í kvöld. Er það venja félagsins að gleðja fátæk börn á hverjum jólum. L e i k h ú s i ð . Lónharður fógeti var leikinn fyrir fullu húsi í gærkvöldi. Mestur hluti aðgöngumiðanna f kvöld var pantaður um miðjan dag í gær. S n j ó r i n n. Nú fer að verða vetr- arlegt hér í Vík. Snjónum hleður niður og karlarnir hafa nóg að gera, þeir er göturnar moka. Snjóplógurinn klýfur mjöllina, hesturinn blæs af mæði og karlarnir stritast við það að vera jafnfljótir. En á strætastóttun- um og á götuhornum stendur »unga íslan^ og hefir sér það til gamans að kasta énjóköglum í eldra fólkið. Það er helzta vetrarskemtun ungmenna hér í bænum. Enginn sóst á skíðum. Þau heyrast ekki nefnd á nafn einu- sinni. Flugmaður. Brúðarrán. Maður er nefndur Bergh og á heima í Norrköping í Svíþjóð. Hann fór í verzlunarerindum fyrir skömmu, til verksmiðjueiganda nokkurs i Rings- torp. Verksmiðjueigandinn átti átján ára gamla dóttur, eina barna, og kyntust þau þegar Bergh og hún, og varð sá endirinn á, að þau hétu hvort öðru trygðum, enda þótt hann ætti konu og börn í Norrköping. Foreldrum hennar gazt miður vel að þessu, og harðbönnuðu dóttur sinni að tala eitt einasta orð við Bergh, og er hann var farinn var sem létti af þeim þungu fargi, því nú vonuðu þau að alt væri um garð gengið. En svo var þó ekki. Sunnudaginn næsta bað ungfrúin um leyfi til þess að fara til kirkju, en það er nokkur langur vegur. Hún fekk leyfið og hefir ekki komið heim síðan. En það fréttist til ferða hennar, að Bergh hefði komið á móti henni í lokuðum vagni og ekið með henni til Linköping og þaðan með hrað- lestinni til Lund. Síðan hefir ekki spurzt til ferða þeirra, en faðir ung- frúarinnar hefir fengið lögreglumann til þess að elta þau og koma henni heim aftur. #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.