Morgunblaðið - 04.01.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.1914, Blaðsíða 2
296 MORGUNBLAÐIÐ Endurkoma Krists Og „stjarnan í anstri“. Eftir C. W. Moncriejj M. A. prest i ensku þjóðkirkjunni. Nl. Yér höldum oss of mjög við for- tíðina. Vér erum að þvælast í henni aftur og aftur. Krist höfum vér greftrað í kirkjunni. Ómar lífsins kafna stundum í gangvélaglamrinu. Hann hefir þó varað oss við að hann kæmi þegar minst varði, og það ætti þó að vera oss hvöt til þess að vera árvakir. Engu að síður virðast nokkrir láta sér mest um það hugað, að endurbæta bænabækur og koma lagi á fjármál kirknanna; en á með- an er heimurinn að búa sig undir að hafa stakkaskifti, svo sem sjá má ef augun eru opin. Andleg viðkynning Austur- og Vesturlandaþjóða fer sí- vaxandi, gamall ágreiningur, kredd- ur, óvinátta og illindi eru að réna. Ættum vér þá eigi að gefa þessu neinn gaum ? Ættum vér að vera að hnakkríf- ast um ýmis konar trúarjátningar þegar hann kemur? Guð forði oss frá þvf! Ekki getum vér þó ímyndað oss, að Kristur fari i manngreinarálit og skipi mönnum niður í flokka, svo sem rétttrúaða, rangtrúaða, kristna og heiðna. Nei, hvar sem einhver verður á vegi vorum, sem hjarta- hreinn er og göfuglyndur, gagntek- inn er af umburðarlyndi og bróður- kærleika og elur í brjósti sér háleit- ar hugsjónir og einlæga mannást, er engu lætur sig skifta þjóðflokka, lit- arhátt eða trúarjátningar, par höfum vér fyrirhitt mann, sem greiðir Drottni veg með gervallri breytni sinni, hvort sem hann þekkir nafn hans eða eigi. Og slíka menn er að hitta í öll- um löndum og öllum trúbragðaflokk- um. Þeir bíða, vona og vinna. »Stjarnan í austri* er stofnuð til þess, að þeir geti allir unnið ein- huga í félagi, beint vonum sínum í ákveðna átt og orkað og áunnið meira. Þeir eru hin sanna kaþólska (almenna) kirkja, sem aldrei koUvarp- ast; því að trú þeirra vex að sama skapi og hin sanna þekking. Þeim fjölgar að sama skapi og andlega þroskanum miðar áfram og mönnum verður ljósara hvað í þeim býr og hvert hið sanna takmark lífsins er, sem sé: að verða jullkominn maður. Hin kristna kirkja vor hér í heimi, er að eins endurskin ósýnilegu kirk- junnar, sem greiðir veg guðsríkinu er eflast mun að eilífu. Hún er ófullkomin eftirmynd ósýnilegu kirk- junnar, en engin fullnaðarmynd henn- ar. »Kaþólskan verður að deyja til þess að lifa«, sagði hinn mikli spá- maður, faðir Tyrrell. Og þetta virð- ist benda til þess, að eitthvað sé í vændum, sem verði kristmdóminum Hvitar, svartar eikarmálaðar. Líkklæði. Líkkigtnskrant. Teppi lánuð ókeypis kirkjnna. Eyv. Arnas«n. Trésmfðaverksmiðjan Laufásveg 2. jafn-mikilsvirði og kristindómurinn varð Gyðingdómnum. Þegar eg minnist á þetta, dettur mér í hug sýn, sem bar fyrir mann einn, er vann að sátt og einingu kristnu trúflokkanna. Hann óraði fyrir því, að ef þetta hepnaðist, myndi það að eins verða inugangur miklu öflugri og blessunarríkari alls- herjar sameiningar allra trúarbragða, sem hlyti að komast á. Hann sá veröldina svo sem feikna mikla sléttu, sem dimman hafði dottið yfir. Og þessi feikna mikla slétta, sem dimman grúfði yfir, var hulin ótölulegum sæg af blundandi verum. En hingað og þangað í þess- ari blundandi breiðu, vöknuðu ver- urnar hver á fætur annari. Og þær kveiktu ofurlitla varðelda, settust hver hjá sínum eldi og biðu dagrenning- arinnar. Og ekki leið á löngu áður en ljósin frá litlu varðeldunum tindr- uðu úr öllurn áttum á hinni víðáttu- miklu sléttu. Og verurnar, sem gættu elda sinna sáu að hingað og þangað úti í dimmunni voru kveikt- ir eldar og þá rann upp fyrir þeim, að þar voru líka verur, sem vöktu og væntu dagrenningarinnar. Þi brá skyndilega roða á austur- loftið og undursamlegt og dýrð- legt dagsljósið breiddi faðminn móti víðri veröld«. — Og mennirnir, sem troðið höfðu hver annan undir og borist á banaspjót, sáu nú í sól- skininu, að þeir voru bræður, synir frá sömu föðurhúsunum, sem allir unnu að því. að koma fyrirætlun föðursins i framkvæmd. Þeir sáu, að þeir áttu að ganga á eftir eldri bróður mannkynsins. Þessi eldri bróðir, fyrirmynd og þrá og löngun þjóðanna er hann, sem Vesturlanda- þjóðirnar kalla Krist, en Austur- landaþjóðirnar nefna öðrum nöfnum. Hann kemur, því að vafalaust er hann, hinn mikli hirðir mannkyns- ins, reiðubúinn til þess, að koma til vor. Hann kemur til þess, að sameina sauðina úr öllum sauða- byrgjunum í eina hjörð, því að allir heyra þeir honum til. Reynum að veita þessu viðtöku; en látum þó engar augnablikstil- finningar ráða, heldur ihugum gaum- gæfilega hvað fram er að fara í heiminum og á hverju mannkyninu ríður mest. Og ef svo fer, að augu vor opnast þá, ættum vér þá ekki að afneita öllum smásálarskap og ganga í brautryðjenda fylkinguna, félagið «Stjörnuna í austri*. Innbrot og þjófnaður í bænum. Sögur miklar hafa gengið hér um bæinn þessa dagana um að brotist hafi verið inn í ýmsar búðir og þar stolið miklu af peningum. Voru tilnefndir eigi færri en 6 kaupmenn, sem allir höfðu orðið varir við að stolið hafði verið í búðum þeirra að næturþeli. Að sjálfsögðu er einhver fótur fyrir fregnum þessum, þó líklegast sé, að mikið séu þær ýktar. Vér gátum um það i gær, að brotist hafi verið inn í Lækjartorgs- bazarinn og þar stolið um 20 kr. úr peningaskúffunni. Innbrot þetta hefir áreiðanlegaverið framið af viðvaningum; en alt atferli þeirra ber þó með sér, að eigi þyrftu félagar þessir mikla æfingu i þjófn- aði og innbrotum til þess að geta orðið stórhættulegir fyrir þennan bæ. Nýársdag kl. 6 siðd. sat dönsk kona í hliðarherbergi við Smjörhúsið í Hafnarstræti og var að búa sig til þess að fara út. Henni var litið út um gluggann og sá hún þá pilt í garðinum sunnan við húsið, skygnd- ist nann þar um og virtist athuga húsið nákvæmlega. Piltinn kannað- ist hún eigi við — hafði aldrei séð hann áður. Litlu síðar heyrir hún þrusk nokkuð að bakdyrum herberg- isins, líkast því, sem einhver væri að reyna að opna dyrnar með lykli. Hún brá við, gekk að dyrunum og spurði hver þar væri kominn. Ekk- ert svar fékk hún, en þruskið hætti. Að lítilli stundu liðinni gengur hún út í búðina og heyrir þar þrusk við blinddyr, milli búðar og and- dyris hússins. Þegar eigi tekst að opna þær verður brátt hljótt við dyrnar, en nú heyrir hún glögt að einhver reynir að opna dyrnar hinu megin við anddyrið. Þar hefir Sveinn yfirdómslögmaður Björnsson skrif- stofu sína, og átti konan sizt von á því, að nokkur ætti þangað erindi á nýársdaginn. Hún gengur nú út, inn í and- dyrið og þar hittir hún fyrir sér tvo unga pilta frá 12—16 ára gamla. Eigi var hún í neinum vafa um hvert erindi piltar þessir ættu í hús- ið. Bregður hún þegar við, skellir hurðinni í lás og segir við pilta, að nú geti þeir beðið ró'egir þangað til einhver kæmi að húsinu, sem gæti hjálpað henni til þess að finna lög- regluna. Eftir litla stund kemur þangað maður og reynir nú danska konan, sem lítið kann í íslenzku ennþá, að skýra fyrir honum málavöxtu. En meðan á því stendur, fara piltarnir upp stigann og upp á loftið; en þar býr Petersen frá Viðey. Vinnukona hans var ein heima. Barið er að dyrum og inn ganga tveir dauð- þyrstir piltar, sem biðja um vatn að drekka. Þeim er boðið inn og dyrunum aftur læst. En þegar danska konan ætlar að sækja pilt- ana, sem hún hélt að biðu í stigan- um, þá voru þeir á burtu. Höfðu þessir ungu bófar, að lokinni vatns- ísafold 1914. Nýir kaupendur að næsta árgangi ísafoldar (1914) fá í kaupbæti, um leið og þeir greiða andvirði ár- gangsins (4 kr.) 3 neðantaldar bækur: 1. Fórn Abrahams (600 bls.y eftir Gustaf Jansson. 2. Fólkið við hafið eftir Harry Söiberg. 3. Mýrakotsstelpuna og Guðsfriðinn eftir Selmu Lagerlöf í þýðingu Björns heit. Jónssonar. Auk þess fá nýir kaupendur blað- ið ókeypis til nýárs frá þeim degi sem þeir borga árganginn. Nýir kaupendur utan Reykjavíkur, er óska sér sendan kaupbætirinn — verða að greiða í burðargjald 30 au. Ella eru menn vinsamlega beðnir vitja kaupbætisins i afgreiðslunni. A 11 i ** viðurkenna, jafnt stjórn- mála-andstæðingar sem aðrir, að ísafold sé fjölbreyttasta og efnismesn blað landsins, pað blaðið, sem (r.$ hœ%t án að vera — það blað, sem hver íslendingur verður að halda, er fylgjast vill með í því, er gerist utan- lands og innan í stjórnmálum, at- vinnumálum, bókmentum og listuim Talsími 48. fjjy* Til hægðarauka geta menn út um land sent andvirðið í fri- merkjum. ÍSAFOLD er blaða bezt. ÍSAFOLD er fróttaflest. ÍSAFOLD er lesin mest. The North British Ropework Co. Kirkcaldy Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilínur og færi alt úr bezta efni og sérlega vandað. Fæst hjá kanpmönnum, Biðjið þvi ætíð um Kirkcaldy fiskilínur og færi, hjá kaupm. þeim, er þér verzlið við, því þá fáið þér það sem bezt er. drykkjunni hjá vinnukonunni, í skyndi brugðið sér niður eldhúss- stigann. Hvorugur þeirra hefir sést síðan. Myrkur var i anddyrinu, og danska konan getur aðeins gefið ónákvæmar lýsingar af piltunum. Og ólíklegt er það eigi, að það séu sömu drengirnir, sem nýárs-heimsóknina gerðu í Læk- jartorgsbazarnum hjá Hirti kaupm. Hanssyni og fleirum kaupmönnum þar 1 grend. Carol.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.