Morgunblaðið - 04.01.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.01.1914, Blaðsíða 4
298 MORGUNBLAÐIÐ Litlu skórnir. Þegar þau komu frá leikhúsinu vildu þau vinir hennar Duber-hjón- in fylgja henni heim. Sýningin hafði staðið lengi og klukkan var nær eitt þegar frú Mignot hringdi dyrabjöll- unni á gistihúsinu. Hún var í sjöunda himni af því hve skemtiíegur dagurinn hafði verið. Aldrei hefði hún getað skemt sér svona vel í Lorientl En hvað skyldu vinir hennar segja, ef þeir vissu að hún hefði fyrst farið á morgunskemt- un, siðan borðað miðdegisverð úti i bæ, og að síðustu farið í leikhúsið? Og alt þetta vegna þess að maður- inn hennar var fjarverandi! En var þá nokkurt réttlæti í því að hún lifði einlífi þó hún væri gift sjóliðsfor- ingja? Var það ekki nógu slæmt að hún fekk ekki að sjá hann Ed- mund sinn hálft árið? Þessvegna hafði hún ekki hikað við það að taka boði vinkonu sinn- ar að dvelja hjá henni um jólin. En vegna þrengsla gat hún ekki sof- ið hjá henni og fekk sér því næt- urvist á gistihúsi. * * * Hún virti fyrir sér skóna, sem stóðu á ganginum fyrir framan hverjar dyr og hrósaði í leyni happi yfir því að hafa verið svo forsjál að hafa með sér litlu skóna sína. Frú Mignot var fögur kona, há vexti og hárið ljóst. Hún bar góð klæði og viðmót hennar alt var svo aðlaðandi, að hún var hverjum manni hugþekk. En sá var einn ljóður á hennar ráði, að hún haxði framúr- skarandi stóra fætur. Hún fyrirvarð sig fyrir það að ganga á skóm, sem voru númer 41. Fótleggir hennar voru beinir og kálfarnir sívalir, svo þar var ekkert út á að setja. En fæturnir . . . ! Hún mintist þess oft og ein- att, hve mikið hún hafði einu sinni skammast sín vegna morgunskónna sinna. Þeir voru náttúrlega einkenni- lega stórir. Vinnukonan hafði fundr ið þá og kom með þá til húsmóð- ur sinnar. — Þessa skó hefir hann skilið eft- ir maðurinn sem fægir gólfin. Hvað á eg að gera við þá? hafði hún sagt. Frú Mignot hélt þá að hún mundi falla í óvit af eintómri blygðun. Hún keyfti sér því litla skó, nr. 36, með nýtízku sniði til þess að hafa með sér á ferðalaginu. Þessa skó settí hún fyrir framan dyrnar á herberginu sínu í gistihúsinu. ❖ * * Henni varð ekki svefnsamt um nóttina. Hljóðfæraómurinn suðaði fyrir eyr- um hennar og viðburðir dagsins höfðu gert hana æsta og taugaó- styrka. Þegar hún opnaði dyrnar næsta morgun til þess að sækja skóna sína, varð henni heldur en ekki bilt við. Sá sem bygði herbergið andspænis henni kom út í sama mund til þess að sækja skóna sina. Hann var lag- legur maður miðaldra og heilsaði henni kurteislega. Hún brosti lítið eitt og dró sig svo í hlé, því hún var í náttklæðunum. Síðar hitti hún hann aftur sama dag. Þá hafði hún farið í búð með vinkonu sinni. Og hún gat ekki að því gert, að henni fanst sem hann mundi koma þangað hennar vegna hefði veitt sér eftirför. Og svo vildi svo tii, þeim alveg ósjálfrátt, að þau ætluðu bæði í senn að skoða sömu ilmvatnsflöskuna. Hann hneygði sig kurteislega og mælti við hana nokk- ur orð. Hún brosti og svaraði hon- um nokkrum orðum. Þetta litla at- vik varð til þess að hún hugsaði um hann allan daginn. TJfram eftir 0. Sweíí JTlarcíen. Framh. A hesthúslofti einu í Lundúnum bjó fátækur drengur, Michael Faraday að nafni. Hann lifði á því að bera út blöð. Síðar nam hann bókband. Einusinni, er hann var að binda inn hið mikla rit- verk: Encyclopædia Britannica, datt hann þar ofan á grein um raf- magn. Hann var ekki í rónni fyr en hann var búinn að lesa hana. Nú útvegaði hann sér glerfiösku, gamlan skaftpott og nokkur önnur jafn-einföld verkfæri og fór að gera ýmsar tilraunir á eigin spýtur. Einn viðskiftamanna vinnustofunnar hafði veitt drengnum athygli og tók hann eitt sinn með sér, til að hlýða á erindi sir Humphrey Davys um efnafræði. Faraday herti upp hugann og reit Davys eftir á at- hugasemdir nokkurar út af erindinu. Skömmu seinna staðnæmdist vagn hr. Humphreys fyrir dyrum þar sem Faraday bjó, þegar hann var að hátta. Gekk þjónn úr vagninum á fund Michaels og afhenti honum bréf frá Davys, þar sem hann býður Michael að koma til sín næsta morgun. Michael þorði naumast að trúa eigin augum, en hélt þó heim til Davys á tilteknum tíma. Var hann þá ráðinn til að hreinsa verkfæri og bera þau til og frá um rannsóknarstofuna. Hann veitti öllum hreyfing- um Davys nákvæma athygli, ekki sízt við rannsóknir hans á sprengi- efnum. Michael stundaði nám eftir mætti og gerði tilraunir. Leíð eigi á löngu unz fátæki pilturinn umkomulausi var boðinn til að flytja erindi í heimspekingafélaginu mikla. Hann ver skipaður há- skólakennari í Woolwieh og varð furðuverk þeirra tíma í sinni vísindagrein. Tyndall varð þetta að orði um"Faraday: Hann er mesti vís- indamaður í sinni grein, sem heimurinn heflr eignast. Þegar sir Humphrey Davys var spurður um, hvað hann teldi mesta uppgötvun sína, svaraði hann án þess að hugsa sig um: Michael Faraday. Um kvöldið var hún þreytt og gekk snemma til hvildar. En áður en hún háttaði setti hún litlu skóna sína við dyr herbergisins. * * * Hún hafði dálítinn hjartslátt næsta morgun er hún opnaði dyrnar til þess að ná í skóna. En þá varð henni hverft við er skórnir voru þar ekki. Hún kallaði á þjón- ustustúlkuna og spurði eftir skónum sínum. Þjónustustúlkan glápti for- viða á hana. Hvað? Hún hafði sett skóna við dyrnar hennar þá um morguninn er hún hafði burstað þá. — Nú, en hvar gátu þeir þá ver- ið? — Það veit eg ekki! Hefir frú- in ekki tekið þá sjálf? Nei það hefi eg ekki gert. Og frú Mignot faldi fæturnar á sér með stóru stigvélunum, undir pilsunum sinum og sagði: — En eg þarf að fá skóna svo eg komist út. Þjónustustúlkan fór niður aftur og kom svo að vörmu spori með hús- freyjuna, sem gat þess að skórnir fyndust hveigi og bauðst til að borga þá. — Það nægir ekki, greip þjón- ustustúlkan fram i, því frúin á ekki aðra skó en þessa. — Þá er ekki annað en kaupa nýja skó, ef frúin vill gera svo vel og segja hvaða númer á að vera á þeim. Frú Mignot eldroðnaði. Henni var ómögulegt að segja þeim að hún þyrfti númer 41. — Nei, nei, stamaði hún. Leitið þér betur, þeir hljóta að vera niðri. Og svo fóru þær þjónustustúlkan og húsfreyja. * * * Þá var barið að dyrum hjá frú Mignot. HúJ lauk upp hurðinni. Úti fyrir stóð nábúi hennar og hélt á skónum hennar. Hann sagði henni að þessir skór hefðu verið látnir í ógáti við sínar dyr og spurði hvort hún ætti þá ekki. Jú hún átti skóna, en þetta at- vik kom svo flatt upp á hana að hún vék ósjálfrátt nokkur skref aftur á bak. Hann skildi það svo sem hún byði sér að ganga inn og lét ekki segja sér það tvisvar. Hann hélt enn á skónum og afsakaði það að hann hefði ekki skilað þeim fyr. En þess gat hann ekki að hann hafði tekið þá sjálfur við hennar dyr til þess að fá tækifæri til þess að heimsækja hana. — Það er ómögulegt annað en dázt að þessum litlu og fínu skótn,. mæiti hann. — Þér sláið mér gullhamra, sagði hún og brosti. — Nei, því fer fjarri! Eg tók eftir því þegar i stað er eg sá þá- fyrir framan dyr yðar og eg vissi að það hlyti að vera forkunnarfríð kona, sem hefði svo litinn fót. Frú Mignot varð orðlaus og hné frekar en settist á stól, sem stóð rétt hjá. Gestinum þótti vænt um að sjá hve trufluð hún var og hélt áfram : — Þér getið ekki trúað því, frá mín góð, hvaða áhrif þessir litlu skór hafa haft á mig. Mig hefir dreymt þá á nóttunni, og áður en eg si yður, vissi eg að þér hlytuð að vera ffamúrskarandi geðþekk. — Herra minn! eg bið yður . . - Hann virti hana fyrir sér með að- dáun. — Svona litill fótur töfrar mann alveg. Hún varð svo hrædd um að hann Skólabækurnar, sem Cornelíus Vanderbilt lærði á, voru: Nýja testamentið og stafrófskver; en hann lærði um leið að skrifa og reikna dálitið. Til þess stóð hugur hans mest að eignast bát, en fé var ekkert fyrir hendi. Til þess að reyna að lækna hann af sjó- menskuhug hans, lofaði móðir hans honum að lána honum báts- andvirðið, ef hann innan hvers 27. dags mánaðarins væri búinn að plægja, herfa og sá 10 ekrur af landi föður hans, það er ófrjóast var og harðlendast. Datt henni eigi í hug, að verkinu yrði lokið. En Cornelius lauk því fyrir tilsettan tíma og á 17. afmæli sínu keypti hann bátinn. Á heimleið vildi það slys til, að báturinn lenti á flaki 0g sökk. En Comelius var eigi þess hugar, að gefast upp. Hann byrjaði af nýju að spara fé saman og að 3 árum liðnum var hann búinn að eignast 3000 dollara. Oft vann hann allar nætur og áður en langt um leið var hann búinn að ná flestum skiftavinum allra báteigenda á höfninni. I stríðinu 1812 gerði hann samning við stjórnina um að flytja birgðir að nauðsynjum ýmsum til hersveit- anna við Metropolis. Samningsskyldur sínar inti hann af hendi á nóttunni, svo að eigi yrði nein truflun á daglegri ferjumensku hans milli Brooklyn og Newyork. Þessi drengur lét foreldra sína hafa alt dagkaup sitt og hálft næturkaupið, en samt átti hann 35000 dollara þegar hann var 35 ára. En er hann dó í hárri elli, lét hann börnum sínum — 13 alls — eftir eitthvert mesta auðsafn í Ameríku. Einu sinni var drengur, er fæddist í bjálkakofa. Hann fekk enga skólamentun. Engan átti hann kennarann. »Færin« lágu eigi fyrir fótum hans. En þessi drengur ávann sér síðar aðdáun alls mannkynsins með hyggindum sínum og dugnaði, er hann varð for- seti Bandarikjanna meðan á borgarastyrjöldinni stóð og hann gaf 4 miljónum þræla frelsi. Hugsið ykkur þennan langa, horaða og stirðvaxna pilt vera að bjástra við að reisa sér lítilfjörlegan dyra- og gluggalausan kofa á jarðarskika sínum, eða þá með stærðfræðisbók fyrir framan sig les- andi í henni við glæðurnar í eldstónni. Einu sinni gekk hann 11 mílur til þess að ná í bók, sem honnm var ant um að eignast, og las í henni 100 bls. á heimleiðinni. Abraham Lincoln erfði ekki neitt til að bjargast áfram með og hann átti hepni ekkert að þakkar en þolinmæðin og þrautseigjan var dæmalaus og hjartað var gott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.