Morgunblaðið - 08.01.1914, Síða 4

Morgunblaðið - 08.01.1914, Síða 4
3i8 MORGUNBLAÐIÐ I ....IE> - VTNNA <3l ----1 Ungur maður — 17 ára — óskar eftir atvinnu við innanbúðarstörf nú þegar. Hefir hann haft slík störf með höndum síðustu 3 árin við stóra verzlun á Austur- landi. Góð meðmæli. Nánari upplýsingar í Miðstræti 10 uppi. L. F. K. R. Fundur fimtudag 8. jan. á venjulegum tíma, en eigi föstudag eins og óvart var auglýst i gær. Fjölmenniðl Stjórnin. U ppboðsauglýsing Mánudaginn 12. janúar næstkomandi, kl. 12 á hádegi, verður haldið uppboð á Lágafelli i Mosfellssveit, á góðu útheyi, hér um bil 80 hestum. Langnr gjaldfrestur! Olíuofnarnir margeftirspurðu nýkomnir aftur til éCj. Kanpendur Morgunblaðsius eru vinsamlegast beðnir um að borga blaðið á afgreiðslunni, Austurstr. 3 eða skrifstofunni Austurstræti 8. YÁfPI^YGGINGA^ A. V. TULINIUS, Miðstræti 6, Brunaábyrgð og lífsábyrgð Skrifstofutími kl. 12—3. Carl Finsen Austurstr. 3, Reykjavík. Brunatryggingar. Heima 6 */4—7 Talsími 331. “ Mannheimer vátryggingarfélag ; C. T r 0 11 e Reykjavík , Landsbankanum (uppi). Tals. 235. ; Allskonar sjóvatryggingar ■ Lækjartorg 2. Tals. 399. ; Havari Bureau. . Aliíluii 11-iika.a. 1 kiiÁiii Vátryggið hja: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. c?. c7. cKRorsfeinsson S @0. (Goodtfjaab). DÆF^NAÍJ rORVALDUR PALSSON Spec. meltingarsjúkd. Laugaveg 18. Viðtalst. 10—11. Sími 334 og 178. DÖGMENN Sveinn Björnsson yfirdómslögm. Hafnarstræti 22. Simi 202. Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—5. EGGERT CLAESSEN, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Sími 16. Borgarafundur verður haldinn næstkomandi sunnnudag n. þ. m. kl. 8V2 e. m. í Goodtemplarahúsínu. Rætt verður um fjárfjags- ástandið í landinu og sérstaklega um nýju veðdeildar- lögin. — Bankastjórn Landsbankans verður bréftega boðið á fundinn. Borgarar! Sýnið nú áhuga þá sjaldan rætt er um lífs- skilyrði ykkar. Jiomið á fundinn! Virðingarfylst, Reykjavík 7. janúar 1914. jób. Jóbannesson. DEIGrA Kjallari sem er hentugur fyrir verkstæði, óskast til leigu í Austur- bænum. Kristinn SiqurÖsson, Óðins- götu 13. Ritvél óskast til leigu í nokkurn tíma. — Ritstj. vísar á. Hvitar, Bvartar eikarmálaðar. LikklæÖi. LikkÍBtaskranr. Teppi lánuð ókeypis í kirkjuna. Eyv Arnason. Trésmiðaverksmiðjan Laufásveg 2. Rauða akurliljan. Skáldsaga frá 27 stjórnarbyltingunni miklu eftir baronessu Orczy. (Framh ) — En þér eruð dóttir Frakklands, og þér ættuð að vera búin til að hjálpa því, er það er í hættu statt. — Armand bróðir minn fórnar Frakklandi lífi sínu, sagði hún stolt, en eg — eg get ekkert gert, — hér i Englar.di. — Jú, hér í Englandi getið þér einmitt hjálpað, sagði hann mjög al- varlega, um leið og refsandlitið varð mjög hátíðlegt. Fllustið þér á mig. Eg hefi verið sendur hingað yfir sem umboðsmaður lýðveldisstjórnar- innar. Umboð mitt mun eg sýna herra Pitt á morgun í Lundúnum. Meðal annars er mér falið að upp- götva félag rauða Akurliljans, sem Frakklandi stendur nú orðið stöðug ógn af, þar eð markmið félagsins er að hjálpa okkar bölvuðu höfðingjum til þess að komast undan réttláttri hegningu, þessum svikurum og þjóð- níðingum. Þér vitið það eins vel og eg, frú, að þegnr þeir eru hing- að komnir, þá revna þessir frönsku útflytjendur að æsa almenning gegn lýðveldinu. Þeir eru reiðubúnir til þess að gera samband við þær þjóðir, sem kynnn að dirfast þess, að ráð- ast á Frakkland. Nú þennan síðasta mánuð hefir heilum hópnm tekist að komast undan, og yfir um sund- ið, nokkrir þeirra eru að eins grun- aðir um landráð, en aðrir hafa hreint og beint verið dæmdir af velferðar- dómstólnum. Undankoma þeirra hefur verið nákvæmlega áætluð, yfir- veguð og framkVæmd af hóp ungra enskra glanna. Að fyrirliða hafa þeir mann, sem virðist hafa eins mörg ráð undir rifi hverju, eins og hann kann að leyna hver hann sé, þrátt fyrir ítarlegar tilraunir af hálfu njósnarmanna, hefir það ekki hepn- ast að uppgötva, hver hann er. Meðan aðrir eru hendurnar, er hann höfuðið. sem undir þessu dularfulla nafni vinnur rólega að því, að gera Frakklandi mein. Eg vil leggja hend- ur á þennan mann, og til þess þarf eg yðar hjálp. Ef eg bara næ hon- um, get eg síðar náð í hina félaga hans. Eg er viss um að það er ungur Englendiugur úr höfðingjalið- inu. Uppgötvið þennan mann fyrir mig, frú, gerið það fyrir Frakkland, sagði hann innilega í bænarróm. Margrét hafði hlustað á hina heitu ræðu Chauvelins, án þess að segja eitt einasta orð; hún hafði ekki hreyft sig og varla dregið andann. Hún hafði sagt honum áður, að þessi 4ulatfulla hetja væri aðalurn- ræðuefni í hennar hóp; þegar áður hafði hjarta hennar og hugur hneigst að þessum ágætismanni, sem án for- dildár hafði frelsað hundrúð líf frá hræðilegíi og oft óverðskulduðu hlutskiftf. Að visu hafði hún litla samúð með þessum stoltu frönsku höfðingjum, sem ættardrambið gerði ósvífna, og sem greifafrú de Tou- nay de Banervie var ágætt sýnis- horn af. En þó hún elskaði lýð- stjórn, þá hataði hún þó og hafði óbeit á þessari aðferð, sem beitt var til þess að koma lýðveldinu á fót. Hún hafði eigi verið í París nokkra mánuði. Skelfingarnar og blóðsút- hellingarnar á »hryllinga«-tímabilinu setn komst á hæst stig, er septem- bermorðin hófust, höfðu að eins náð til hennar yfir Sundið eins og veikt bergmál. Hún hafði ekki þekt Robespierre, Danton og Marat í þeirra nýju stöðu sem blóðdómara og vægðarlausra böðla. Af öllu sínu innsta eðli hraus henni hugur við þessum skelfingum, og hún ótt- aðist, að Armand bróðir hennar jafn hægfara lýðveldismaður og hann var, mundi fyr eða síðar verða bráð þeirra. Þegar hún fyrst heyrði um þenn- an flokk ungra, hugprúðra Englend- inga, sem af einskærri mannelsku drógu konur og börn, gamalmenni og unglinga undan hræðilegum dauða, þá svall hjarta hennar af aðdáun og meðan Chauvelin var að tala, var hún gripin af enn meiri aðdáun fyrir hinum hugprúða og dularfulla foringja þessa litla flokks, sem ekki kann að hræðast, en sem daglega hættir lífi sinu af frjálsum vilja og fordildarlaust, að eins af mannúðar- tilfinningu. Þegar Chauvelin lauk máli sinu, stóð hún kyr, aðeins gekk brjóst hennar upp og niður. Hún heyrði nú eigi lengur drykkjuhávaðann frá kránni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.