Morgunblaðið - 07.03.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.1914, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ 782 ^ cyjaupsRapur Smith Premier ritvél til sölu, með tækifærisverði. Afgr. v. á. Ferminfjarkjóll og barna- kerra til sölu á Skólavörðustíg 9. Til sðlu eða leigu 2 kven- grímudansbúningar Bröttugötu 3. ■Saiga 2—3 herbergi nálægt miðbænum — sólrík og skemtileg — samliggjandi og með forstofuinngangi (framhlið húss að götunni, ágæt útsjón), til leigu frá 14. maí n. k. (helst leigð 3 herbergin einhleypum). Ritstj. vísar á. ^ cffinna Stúlka óskast frá 14. mai um 6 vikur eða lengur til- barnlausra hjóna. Hæg vinna. Uppl. hjá Mbl. Stúlkagetur fengið vist frá 14. maí hjá Petersen jrá Viðey Hafnarstræti 22. t3iapa& Ljósadúkur með ensku og frönsku broderíi, hálfsaumaður, hefir tapast á leið frá Lækjargötu upp á Laugaveg. Skilist til Morgunblaðsins. LrOGMENN Kaupið Morgunblaðið. Sveinn Björnsson yfirdómslögm. Hafnarstræti 22. Sími 202. Skrifstofutiini kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur viO kl. 11—12 og 4—5. EGGERT CLAESSEN, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Simi 16. Bogi Brynjólfsson, yfirréttarmála- flutningsm. Hótel Island. (Aðalstr. 5). Venjulega heima 12—1 og 4—6. Talsími 384. YÁIB^YOGINGA^ A. V. TULINIUS, Miðstræti 6, Brunaábyrgð og sæábyrgð. Skrifstofutími kl. 12—3. Carl Finsen Austurstr. 3, Reykjavík. Brunatryggingar. Heima 6 ‘/4—7 XU- Talsími 331. L EX£m nrriin on x nnT Mannheimer vátryggingarfélag C. Trolle Reykjavík Landsbanbanum (npyi). Tals. 235. Allskonar sjóvatryggingar Ijækjartorg 2. Tals. 399.7 Havari Bureau. (j 5 1 xmnu mummiTn Almanak 1914 handa íslenzkum fiskimönnum, gefið út að tilhlutun stjórnarráðsins, fæst hjá bóksölum. ELDUR! Vátryggið í »General«. Umboðsm. SIG. TH0R0DDSEN Fríkirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsimi 227. Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Foreningílimit. Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. bnnar til eingöngu úr géðum sænskum við. Hvítar, svartar eikarmálaðar. Likklæði. Líkkistnskraur. Teppi )14nað ókeypis i kirkjnna. Eyv. Arnason. Trésmíðaverksmiðjan Laufásveg 2. OSTAR og PYLSUR áreiðanlega bæjarins stærstu og beztu birgðir í Matarverzlun Tómasar Jónssonar, Bankastræti 10. Talsimi 212. frá hinni alþeftu verskmiðju i Dan- mörku, Sören Jensen, eru til sölu í Vöruhúsinu. Hver sem vill getur komið og reynt hljóðfærin. Auglýsið i Morgunblaðinu The North British Ropework Co. Kirkcaldy Contractors to H. M. Government búa til rússneskar og ítalskar fiskilínur og færi alt úr bezta efni og sérlega vandað. Fæst hjá kanpmönnum. Biðjið því ætíð um Kirkcaldy fiskilínur og færi, hjá kaupm. þeim, er þér verzlið við, og þá fáið þér það sem bezt er. Betra erseintenaldrei. Ef þér hafið ekki enn þá reynt nýja exportið, þá ættuð þér að gjöra það nú þegar. Biðjið kaup- mannyðar í dag um »nýja exportið*, það fæst nú þegar hjá þessum kaup- mönnum: Jóni Jónssyni frá Vaðnesi Páli H. Gislasyni, Kaupangi Jóni Helgasyni frá Hjalla Verzluninni Ásbyrgi Ingvari Pálssyni Guðmundi Egilssyni. Umboðssalar, kaupmenn og kaup- félög snúi sér til M. Th. S. Blöndal Liækjargötu 6 B Reykjavík. Rauða akurliljan. Skáldsaga frá 80 stjórnarbyltingunni miklu eftir baronessu Orczy (Pramh.) Henni fanst það líkast ljótum draumi, að hún, drotning allra helztu kvenna Englands skyldi liggja þarna á eyðistigum um hrímkalda nótt, en rétt hjá henni væri versti óvinur hennar og skamt þaðan maður henn- ar, sá eini maður, sem hún elskaði, og væri hann nú á leiðinni til högg- stokksins. Mest af öllu langaði hana til að hljóða svo að undir tækju fjöll og fyrnindi. En þá runnu henni i hug skilmálarnir ægilegu. Sá hún þá fyrir hugskotssjónum sér mennina fjóra drepna. Á meðal þeirra var bróðir hennar. Fann hún því að hún væri morðsek ef hún léti nokk- uð til sin heyra. Gramdist henni nú mest það, að þessi manndjöfull, sem sat þar við hlið hennar, þekti vel um of tilfinn- ingar hennar. Hann hafði lesið hugsanir hennar og neytt hana til undirgefni við sig, með lævísi ein- göngu. Hvað lengi átti hún að bíða þann- ig? Dagur var í austri, en enn þá dvöldu hinir svölu skuggar nætur- innar yfir landi og sjó. Heyrðist nú glögt, þvi logn var á, hvernig sjórinn gnauðaði við fjörugrjótið og las því raunir sinar ailar. En hvern- ig má sá mæla er lostinn er sprota örlaganna? Var því nú að öðru ieyti jafn hljótt hér og í gröfum framliðinna. En alt í einu hvað við há rödd og skýr. Þrumaði hún gegn um næturloftið og söng: »God save the King«. 29. k a p í t u 1 i. Skonnortan. Það var eins og bióðið frysi Mar- grétu í æðum. Hún heyrði frekar en sá hvernig allir varðmennirnir bjuggust til bardaga við hetjuna. Röddin varð skýrari, en sökum ölduniðsins var ómögulegt að segja, hvaðan hún kom eða hve nærri söngvarinn væri, sá er bað guð að vernda konunginn, þótt hann sjáifur væri i dauðans háska. Og ennþá nær kom sðngvarinn. Var þeim sem þau heyrðu grjótið velta undan fæti söngvarans er hann gekk niður klettana og niður að ströndinni. En Margrétu var það annað en gleðitíðindi og fanst henni kaldur gustur næða um hjarta sitt. Heyrði hún nú og, er Desgas spenti upp hanann á byssu sinni og var hann skamt þaðan. Guð almáttugur I Þetta var þó ómögulegt I Aldrei mátti það verða að Sir Percy gengi þannig óafvit- andi í höndur fjandmanna sinna. Nei I Þá varð þó Armands blóð heldur að koma yfir hana, en að hún sviki hann. Þaut hún þá á fætur og hrópaði ákaflega, alveg eins og raddfærin þoldu, og hljóp á bak við klett þann, er 'nún lá undir, og heim til kofans. Varpaði hún sér upp á þakið og lamdi það utan æðisgengin. Var henni nú að eins ein tilfinning efst á baugi, sú að frelsa mann sinn. Hrópaði hún þvi eins og kraftar leyfðu: — Armand, Armand! Skjóttu í guðs nafni! Foringi þinn er rétt hér á næstu grösum og hafa menn svikið hann i hendur óvina sinnal Arrr.and, Armand I Skjóttu, skjóttu, í guðs nafnil Fleita fékk hún eigi sagt, því sterkar hendur gripu hana og vörp- uðu henni til jarðar. Hljóðaði hún þó eftir mætti, ef ske kynni, að það gæti forðað Sir Percy frá búnum háska. — Flýðu Armand, í guðs nafni 1 Armand, Armand, því skýtur þú ekki? — Keflið þér kvenmanninn I hvæsti Chauvelin og langaði þó mest til þess að berja hana. Var nú dreginn belgur á höfuð henni, svo hún gat engu orði upp komið. í sama bili þagnaði og söngvarinn og hefir honum án efa flogið i huga að hér mundi ekki alt með feldu er hann heyrði óp Margrétar. Varð- mennirnir þustu á fætur. Höfðu þeir auðsýnilega álitið það óþarft að felast lengur, er svo mikill hávaði var ger. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.