Morgunblaðið - 03.05.1914, Qupperneq 3
Beauvais
Leverpostej
er bezt.
Bjarni frá Vogi
Nationaltidende flytur eftirfarandi
greinarstiif:
íslenzk skilnaðartilraun.
Hinn fyrverandi íslenzki verzlunar-
ráðunautur, alþingismaðurinn Bjarni
Jónsson frá Vogi, hefir nýlega á for-
lag »Norge« i Kristjaníu gefið út
bók »Fra Islands Næringsliv« með
sögulegu yfirliti eftir útgefanda. í
auglýsingu forlagsins er bókin sögð
um 200 blaðsíður »með mörgum
myndum« og verðið er 4 kr. 50 a.
— Það er þá fremur þykk bók, sem
hr. Bjarni Jónsson hefir samið og
gefið út í Kristjaníu. Við'Danir
megum auðsjáanlega ekki sjá hana.
Það gefur grun um ýmislegt.
Fisksalan í bænum
Það hefir verið minst á það nokkr-
um sinnum nú í seinni tíð, að nauð-
syn beri til, að koma fisksölu bæj-
arins í betra lag. — Siðustu árin
undanfarið hefir nýr stútungsþorskur
og ýsa jafnan fengist á 6 aura pd.
— að minsta kosti á vorin og sumr-
in. Hefir þetta meira að segja þótt
fullhátt verð. En nú er annað orðið
uppi á teningnum. í fyrradag t. d.
hafði fiskur, sem sóttur var í botn-
vörpung hér út á höfnina, verið
seldur á 10—12 au. pundið þegar á
land kom. En samtimis seldu sjó-
menn úr Vesturbænum færafisk sinn
á 8 aura pd. Höfðu þeir þó orðið
að sækja fiskinn alla leið vestur á
Svið, og er sú fyrirhöfn ólíkt meiri
en hjá þeim, sem taka aflafeng sinn
við bæjarbryggjusporðinn svo að
segja. 8 aura verðið virðist og vera
sæmilega hátt. Eða hvers vegna eig-
um vér að kaupa fiskinn helmingi
dýrari, eðá meira en hann er seldur
til útflutnings ?
í vetur hafði bæjarstjórninni ver-
ið send áskorun (undirskrifuð af 400
bæjarbúum) um það, að sem fyrst
yrði gjörð sú ákvörðun, að bærinn
takist á hendur sölu fiskjar fyrir
eigin reikning. Það hefir ekki heyrst
að baejarstjórnin hafi hreyft þessu
enn, og gefur það manni tilefni til
að spyrja:
Hvað ætlar bæjarstjórnin að gjöra
i þessu efni ?
2. maí 1914.
Bœjarbúi.
MORGUNBLAÐIÐ
Má ná „Titanic“ upp?
Djarfleg hugmynd.
Verkfræðingar í Vesturheimi láta
sér ekki alt í augu vaxa. Einn þeirra,
sem Smith heitir, ætlar sér hvorki
meira né minna, en að slæða upp
af mararbotni »Titanic*, eimskips-
tröllið mikla, sem fórst í hitt ið
fyrra á svo hryggilegan hátt. — Fiska
það upp og fleyta þvi til New-York
og láta gera við það þar í »Slippn-
um*.
Sjálfur er hann sannfærður um
það, að sér myndi takast þetta, en
»White Star«, gufuskipafélagið, sem
átti »Titanic«, vill ekki ganga að
þvi, að þetta sé reynt.
Hann þykist ekki þurfa nema 3
mánuði til þess að gera þetta við-
vik. Einn mánuð til þess að finna
staðinn, þar sem skipið sökk, ann-
an til þess að finna það sjálft á
mararbotni og þann þriðja til þess
að skila því heilu og höldnu til
New-York. Og til þessa þykist hann
þurfa 160 verkamenn og 6 milj.
dala.
Og hvernig ætlar hann nú að fara
að þessu ?
Hann ætlar að hleypa niður nokk-
urum neðansjávar-bátum (úr járni
auðvitað), sem næst þeim stöðvum,
þar sem menn hyggja að skipið hafi
sokkið. Síðan ætlar hann að senda
þeim öflugan rafmagnsstraum frá
öðrum skipum, sem veróa þar ofan-
sjávar, og segulmagna þá þannig,
svo að hver bátur verður þá, sem
einn stór seguljárnsbátur. Svo ætlar
hann að leita fyrir sér með þeim
um svæðið, unz þeir koma svo
nærri járnskrokknum mikla, að hann
dregur þá að séi svo, að þess hlýt-
ur að verða vart. — Þegar staður-
inn er fundinn, á að hleypa þar
niður geisistórum járnmiltum, ramm-
segulmögnuðum, svo mörgum sem
þarf til þess, að lyfta bákninu. Þá
þarf auðvitað mörg skip til þess að
lyfta öllum þeim þunga og halda
honum upni, og hygpur hr. Smith
að 6 stór skip nægi ul þess.
Ekki á að lyfta skipinu hærra en
svo, að það mari alt af í hálfu
kafi. Á þann hátt verður það léttara
í drætti inn til New-York.
Þessi hugmynd hefir vakið gríðar-
mikla athygli vestanhafs. Að vísu
er svo langt siðan skipið fórst, að
árangurslaust er að leita likanna af
hinum dánu. En þarna voru ógrynni
auðæfa og skartgripa saman komin,
fyrir utan skipsskrokkinn sjálfan,
margra miljóna virði, og miklu af
þessu hyegst Smith munu geta
bjargað.
Þegar »White Star« félagið, sem
þó var málið skyldast vékst svona
illa við, urðu margir þvi sárreiðir.
En Smith var ekki af baki dottinn.
Hann sneri sér til nokkurra eftir-
lifandi vand.imanna þeirra, sem fór-
ust á »Titnnic«, og það eru fæst fá-
tæklingar, margir miljónamæringar og
sumir margfaldlega það. Þeir hafa
líka brugðist svo vel við, að góðar
horfur eru á því, að þessar 22
miljónir króna hafist saman, og til-
raunin verði gerð.
Frá útlöndum.
Hraustur drengur. Tíu ára
gamall piltur í Bristol, Francis Pal-
mer að nafni, varð undir bifreið
seint í þessum mánuði. Hann meidd-
ist mjög i andliti og annar fótur
hans var mölbrotinn. En hann kveink-
aði sér ekki. »Eg er Skáti,« mælti
hann. Honum þótti Skáta það ósam-
boðið að bera sig illa undan sárs-
auka. Hjúkrunarkonunum og lækn-
inum féll framkoma piltsins svo vel
í geð, að Baden Powell hershöfðingja
var þegar sögð sagan. Hann reit þá
piltinum svo hljóðandi bréf: »Eg
hefi heyrt alt um slys það er þig
henti. Þú ert hraustur piltur og eg
er mjög stoltur af þér. Haltu svo
áfram. Gæfan veri með þér«.
Nærri má geta hvort piltinum hafi
ekki þótt vænt um þessa kveðju frá
aðalforingja skátaliðsins.
Nykrar flytjast til Vesturheíms
Forstjóri skurðgraftarins mikla við
Panama, Goethals ofursti, hefir ráð-
lagt stjórninni að fá nykra frá Afríku
og reyna hvort þeir geta ekki þrif-
ist í Gatun-vatninu og annarsstaðar
við skurðinn. Eiga þeir að eyða
skaðvænum jurtagróðri þar og vera
mönnum þannig til heilsubótar, og
hafa læknar sumir mikla trú á þessu.
Sandfok i Afríku. Nú er komin
rafmagnsbraut frá Cairo til Pyramid-
anna egipzku, en viðhaldið á henni
gengur ekki striðlaust. Rafmagninu
er veitt eftir koparþráðum, sem liggja
ofanjarðar, en sandfokið snjáir þá svo
og sverfur, að þeir endast ekki nema
nokkra mánuði.
Sama er að segja um rafmagns-
lampana. Sandfokið gatslitur gler-
inu í þeim áður en nokkurn varir,
og kunna menn enn sem komið er
engin önnur ráð við þessum ófögn-
uði, en þau, að skipta sífelt um,
jafnótt og tæki þessi slitna.
Yfirrótturinn i Viborg dæmdi ný-
lega í máli nokkru, sem risið hafði
útaf kinnhest. Kennari nokkur gaf
hann 13 ára strák, sem var þrjósku-
fullur í kenslustund. Hafði undir-
rétturinn dæmt kennarann í 10 kr.
sakt, jnfnt tveggja daga einföldu
fangelsi og 15 kr. í málskostnað.
Þar sem yfirrétturinn áleit kjafts-
höggið gefið til aga, var kennarinn
dæmdur sýkn.
Gustav konungur Svia var nýlega
skorinn upp og sýndi þá að veik-
indi hans komu af nngasári, Gekk
skurðurinn vel enda voru þar við-
staddir sex læknar og þar á meðal
sérfræðingur frá Berlin. Telja síð-
ustu blöð konung hinn hressasta —
837
Gardínutau
margar tegundir
nýkomið.
Sturla Jónsson.
svo nú má hann vonandi fara að
reykja bráðum!
»Citta di Milano« stærsta loftfar
ítala sprakk og brann til kaldra kola
þ. 10. f. m. Bilaði hreyfivélinn önn-
ur og kviknaði þá í gasgeimnum;
við það særðust þrir menn hættu-
lega en 50 fengu minni sár. Loft-
far þetta var aðeins þriggja mánaða
gamalt og hafði kostað 400.000 lira.
Það var 72 stikur að lengd, hafði
tvær skrúfur og tvær 80 hestafla
hreyfivélar.
PÓIIand. Þann 10. f. m. var í
rússneska þinginu rætt um ávarpfrá
innanríkisráðherranum, sem risið hafði
út af fyrirskipun landstjórans i Minsk
á Póllandi og var i því fólgin að
banna Pótverjum að nota og tala
móðurmál sitt. Hafði hann meðal
annars látið lögregluna skipa gest-
gjöfum og kökusölum, að taka nið-
ur af veggjum sínúm spjöld með
pólskri áletrun. Eftir miklar um-
ræður var samþykt með 151 atkvæði
gegn 84, að úr grundvallarlögum
Póllands skyldi ekki falla buitu sú
grein, sem gefur þeim fullt leyfi til
að rita og tala á móðurmáli sínu.
Vilhjálmur Þýzkalandskeisari ætlar
20. þ. m. með mikilli viðhöfn að
opna skurði þá, er setja -eiga Berlín
í beint samband við Eystrasaltið um
Stettin. 20. júni verður hann við-
staddur, þegar stærsta skip heimsins
hleypur af stokkunum hjá Blohm og
Foss í Hamborg. Mun hann ætla
sjálfur að skira skipið, sem er þriðja
í röðinni af sömu tegund og Impera-
tor. Allir sambandsfurstar þýzka
ríkisins eru og boðnir.
Skritlur.
Betlari nokkur neytti þess bragðs,
sem margir fleiii, að látast vera mál-
laus. Hafði hann meðferðis skjal
nokkurt, sem skýrði frá þvi óláni
hans og urðu margir til þess að gefa
honum.
Einn góðan veðurdag varð hann
veikur og bað þá kunningja sinn að
betla í sinn stað.
Sá fór út með bréfið og gengur
rakleitt inn í hús nokkurt. Þar kom
kona til dyra.
— Góðan daginn, segir hinn mál-
lausi og fær henni skjalið. Hún les
það og mælir siðan undrandi:
— Góði maður I Þér eruð þó
ekki alveg mállaus, því þér bjóðið
góðan daginn.
— Já, svaraði hinn mállausi. En
það er það eina sem eg get sagt.