Morgunblaðið - 03.05.1914, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.05.1914, Qupperneq 4
838 MORGUNBLAÐIÐ - W Utsalan slendur enn yfir á LAUGAVEGI II. Óvenju ntikiíí afsíáttur gefinn af ötlu Sfurla clónsson. Síldarsöltun. 30 vanar og dnglegar stúlknr geta fengið góða atvinnu við síldarsöltun í sumar hjá Sören Goos, Siglufirði. Allar upplýsingar gefur (3. <3. c7iavsfeon, Ingólfsstræti 9. Betræk langódýrast i verzlun Jóns Zoega. Gleymið því ekki. LUX Öllum ber saman um, að LUX-sápuspænir séu beztir til að þvo úr uUarfatnað; fatnaðurinn hleypur aldrei ef LUX-sápuspænir eru notaðir. Fylgið leiðarvísinum. Gætið þess, að LUX, standi á hverjum pakka. Fæst hjá öllum kaupmönnum. Aðalwm- boðsmaðnr fyrir Island Arent Claessen. Niðursuðuvörur frá Á.S De danske Yin & Conserves Fabr. Kaupmannahöfn I. D. Beauvais & M. Rasmussen eru viðurkendar a3 vera beztar i heimi. Athugið! Vegna þess að ætíð eru gerðar tilraunir til þess að eftirlíkja Sólskinssápuna, biðjum vér alla kaupendur að gæta þess vel, að Sunlight standi á sérhverju stykki. Aðeins sú sápa er ósvikin Sölskinssápa. Gætið þess að yður verði ekki fengin önnur sápa í hennar stað. Þáttur af Fjalla-Eyvindi eftir Gísla Konráðsson. — 100 — hríð. En brátt fanst það á að hann nenti ekki að starfa og strauk þá á braut um nótt og stal áður silfurbikar miklum frá presti. [Komst hann yfir Hvítá við skóginn, og Geitlandsár, og hélt norður yíir Strút, — hálsinn fyrir norðan Kalmannstungu, — og alt komst hann upp á Hellisfitjar, þar sem nú kallast Fugleyrar; var þá morgna farið. Vildi Hjörtur hvíla sig, því að mjög var hann slæptur og votur úr ánum, er þær voru í vexti 0g hann hafði vaðið. Lagðist hann nú til svefns skamt frá hellinum Surts. En það er þó af presti að segja, að hann vaknaði heima um morguíiinn; varð hano þess var, að Hjörtur var strokinn og hafði stolið bikamum. Ekki lét hann þó sem hann ætti um að vera, og gekk ofan að Hvítá. Hjörtur vaknar nú, er hann hafði blundað um hríð og finnur þegar, að ekki má hann kyr þola, nema færa bikarinn aftur Snorra presti; hefir svo sagt verið, að Hjörtur segði sér fyndist sem viðjur væru lagðar á fætur sér, — 101 — hverja leið aðra sem hann fara vildi, fór hann því sem skjótast til baka aft- ur. Lagði á Geitdalsár og óð þær, höfðu þær þá vaxið því hlýviðri var á en mest Hvítá, en þótt honum sýndist hún með öllu ófær, fekk hann þó ekki við sig ráðið að leggja á hana. En nú fekk hann ekki staðist aðstreymið, var jökulhlaup og svo nokkuð í ánni, svo að nú kastaði Hirti um koll, og veltist hann ofan eftir undan straumnum. Prestur kom í því að ánni, og sá hvar Hirti skaut upp við og við. Varpaði prestur sér þegar í ána neðar og lét hann bera að sér, og þó Hjörtur væri stór vexti, synti prestur með hann til lands hafði Hjörtur þá drukkið mjög. Hag- ræddi prestur honum sem bezt, að upp úr honum fengi runnið, bar hann síðan heim til Húsafells og lét búa honum laug heita þar til hann hrestist; bað hann síðan á brautu að verða og lést ekki nenna að draga hann fyrir lög en réði honum að leita ekki oftar á sig, og hafði Hjörtur það að heilræði. Höf- um vér þetta síðast heyrt frá Hirti sagt — 102 — og vitum ekki síðan hvað fyrir hann rak. Hefir frá þessu sagt Einar bóndi í Múlakoti í Lundarreykjadalsþinghá;. sonur Snorra prests. 50. Lok Arnesar. Arnes hafði verið lóður um hríð af tukthúsinu, Thómás í Meldal amtmanni á Bessastöðum, og síðan Jóakim Kristjáni Wibe amtmanni, er veitt var embættið’ 1792, en kom út til Bessastaða sumarið 1795. Hann fekk þegar fulla lausn Arnesar af tukthúsí. Það er og sagt að eitt sinn bjargaði Arnes mönnum úr sjávarvoða með ærnu snarræði sínu, svo að enginn þeirra týndist. Er sagt að það væri á Álftanesi, en ekki glögg- lega greint með hverjum hætti það að barst. Það var eitt sinn að Magnús lögmaður Stephensen, son Ólafs Stephen- sen stiftamtmanns, var staddur á Bessa- stöðum, sá Arnes og bauð honum með sér upp að Hólmi. En er hann kom þar bauð lögmaður honum 20 spesíur til að segja sér æfisögu sína, en sverja skyldi hann áður að leyna engu af, err

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.