Morgunblaðið - 03.05.1914, Síða 7

Morgunblaðið - 03.05.1914, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ 841 Sannar sag-nir af Titanic. Eftir Archibald Gracie ofursta. Frh. 5 Nú var mér ekki lengur varnað þess að komast að bátunum, en eg fékk leyfi til þess að hjálpa kon- um og börnum í bátana og sjá til þess að þeir kæmust eins fljótt frá borði og mcgulegt var, alveg eins og eg væri einn af skipverjum, því nú mátti ekki lengur nokkrum tíma eyða til ónýtis. Yfirliði sá, er hafði umsjónina þar, hét Lightoller. Hann stóð öðrum fæti úti í björgunar- bátnum en hinum á borðstokk skips- ins, en við hinir hjálpuðum konum og börnum fram á borðstokkinn. Meðal þeirra var frú Astor. Eg lyfti henni yfir handriðið en maður hennar hélt í vinstri hönd hennar. Réttum við hana gætilega til Light- ollers, sem síðan setti hana niður í bátinn. Astor beygði sig þá út yfir riðið og bað hann leyfis um það, að mega stiga á bátinn til þess að vernda konu sína og virtist mér það ékki ósanngjörn krafa, því hún var þá komin fast að falli. En yfirmað- urinn, sem vildi ekki brjóta fyrirskip- anir þær, er hann hafði áður látið út ganga og þekti ekki miljónamær- inginn, svaraði þegar: »Nei, það fær enginn karlmaður að fara í þessa báta fyr en allar konur eru komnar niður í þá*. Astor ofursta brá ekki og bar hann neitun þessa karlmann- lega. Hann spurði að eins eftir númer- inu á bátnum, svo hann gæti fund- ið hann aftur ef hann kæmist lifs af. »Númer fjögur* svaraði Light- oller. Fleira fór þeirra eigi á milli. Astor fór á brott og eg sá hann aldrei síðan. Eg legg engan trúnað á þá sögusögn að hann hafi reynt að komast í annan bát eða stigið á annan bát. Lightoller mintist þessa atviks fullkomlega er eg minti hann á það, en þá vissi hann fyrst að maður þessi hafði verið Astor. »Eg héltf, mælti hann, »að hann hefði spurt mig um númer bátsins til þess að geta klagað mig fyrir eitt eða annað«. En vegna þess að eg sá ekki Astor framar á bátaþilfarinu og vegna þess að lik hans var hræði- lega limlest er það fanst (samkvæmt vitnisburði Mr. K. White frá Bost- on, sem sá það í Halifax) álít eg að hann hafi farist á skipinu, þegar katlarnir sprungu, eins og síðar mun sagt verða. Eins atviks minnist eg sérstaklega, er skeði meðan eg hjálpaði fólkinu í bátana. Ung kona kom þar með barnið sitt í fanginu og var ófáan- leg til þess að sleppa því meðan henni væri hjálpað í bátinn. Dró hún sig heldur i h!é og gekk eg þá til hennar og lofaði því að sjá svo um, að yfirmaðurinn rétti henni það þegar er hún væri komin út i bát- inn, ef hún þyrði að trúa mér fyrir því. Eg man eftir því, að hún skalf á beinunum af ótta, þegar hún fékk mér barnið. »Hvar er barnið mitt« ? hrópaði hún angistar- lega um leið og hún var komin niður i bátinn. »Hérna er það«, svaraði eg og rétti henni það gæti- lega og þá brá fyrir ósegjanlegri gleði á ásjónu hennar. Eg minnist þessa atviks vegna þeirra tilfinninga sem það vakti hjá mér meðan eg hélt á barninu i fanginu. Þótt það væri ekki nema aðeins örstutta stund hugsaði eg þó um það hvernig eg ætti að fara að, ef báturinn skyldi fara á meðan og eg yrði að stökkva útbyrðis með barnið í fanginu. Nú var farið upp á bátaþilfarið og tekið að koma fólki út i bátana þar. Fórum við Clinch Smith þangað með Lightoller og skipverjum. Þar var það nokkrum erfiðleikum bund- ið að losa bátana og koma þeim svo fyrir að hægt væri að renna þeim niður með skipshliðinni. Margar ástæður hafa getað legið til þessa, bæði æfingarskortur og of fáir menn í jafn örðugum kringum- stæðum og hér voru. Og ef til vill hafa áhöld öll verið stirð vegna þess að þau voru ný. Verst gekk okkur með Engelhardtbátinn að koma hon- um á loft og skjóta honum út yfir brjóstriðið. Eg varð að setja herð- arnar við bátinn og spyrna af öllu alefli til þess að hægt væri að koma honum út fyrir borðstokkinn. Lightoller segir i framburði sínum, að hann hafi sett tuttugu eða tutt- ugu og fimm konur í fyrsta bátinn og tvo ræðara, í þann næsta 30 konur og tvo ræðara, en síðan, þeg ar útlitið var orðið ískyggilegra, hafi hann látið kylfu ráða kasti og látið eins marga menn fara í bátana eins og hann frekast þorði, eða hér um bil 33 manns í þriðja bátinn, Nú rak að þvi að hann vantaði vana ræðara og leyfði þvi að einn karlmaður, sem væri farþegi, mætti fara í fjórða bátinn. Vék hann sér að einum farþeganna og spurði: »Eruð þér sjómaður ?« »Eg hefi stundað siglingar að gamni minu«, svaraði maðurinn. jJghtol- ler sagði, að væri hann »sá sjómað- ur, að hann gæti tekið að sér starfa í björgunarbátnum, þá mætti hann stíga á hann«. Þessi farþegi var majór Arthur Peuchen frá Toronto, og hegðaði hann sér á allan hátt eins og hugprúðum manni sæmdi. Allan þennan tíma hafði eg hugann svo fastan við það að hjálpa fólkinu i bátana, að eg gleymdi hinni yfir- vofandi hættu, og eins þvi, hvernig tíminn leið. En einu veitti eg þó eftirtekt, að allir, menn og konur, yfirmenn skipsins og hásetar, gerðu skyldu sína án ótta og truflunar. — Lightoller hafði háa rödd og þrótt- mikla, og fyrirskípanir hans voru þannig, að hann ávann sér traast manna og hlýðni. Engin einasta kona grét eða sýndi á sér annan æðruvott. Og á þessum hluta skips- ins var heldur enginn einasti maður, sem lét þá ósk í ljós, að mega komast í bátana með kvenþjóðinni. Og enginn af skipverjum vanrækti skyldu sína á nokkurn hátt. Þessi ró, hugrekki og skyldutilfinning hreif mig svo mjög, að eg þakkaði guði af hjarta fyrir það að vera af hinu engilsaxneska bergi brotinn og frændi þeirra manna, sem hér sýndu svo ótvirætt merki hugdirfsku og sjálfsvalds. »Þilfarið var að eins 10 fet yfir sjávarmál þegar eg setti sjötta bát- inn á flot« mælti Lightoller í skýrslu sinni um slysið«, en þegar eg lét út fyrsta bátinn, var það 70 fet yfir sjávarflöt«.« Allar konur, er á þessum hluta skipsins voru, höfðu nú stígið í bát- ana. Við Clinch Smith hlupum þá aftur á skipið og hrópuðum: »Eru hér fleiri konur ? Eru hér fleiri konur ?« Þegar eg kom til baka aftur valt skipið svo mjög til bak- borða að eg hélt því mundi hvolfa. »Allir farþegar til stjórnborðs*, skip- aði Lightoller með hárri röddu svo allir máttu heyra. Á þessu augna- bliki hélt eg að hið voðalega slys mundi ske og að við sykkjum þar allir i sæ. Og þá fóru hugsinir minar að nálgast það að vera bæn um frelsi og líf og það að fá aftur að sjá ást- vini mína heima. Eg vóg og mat sjálfan mig til þess að vita hvort eg verðskuldaði náð guðs og verndun. Eg spurði sjálfan mig að því, hvort eg hefði gert trúarskyldu mína eins og mér hafði verið boðuð hún af fyrsta guðfræðiskennara minum, Hen- ry A. Coit presti, sem kendi mér þegar eg gekk á skólann í Concord i New-Hampshire. Og æfing sú, er West Point hafði veitt mér í því að beygja mig fyrir þeim sem hefir valdið og gæta jafnaðargeðs, kom mér nú að góðum notum. Clinch Smith vinur minn gætti þess og nákvæmlega að vér skyldum þegar i stað hlýða hverri skipan og gengum vér því þvert yfir skipið. Stjórnborðsmegin framskipa á þessu sama þilfari sá aðalstýrimaður skips- ins, Murdoch, um björgun kvenna og barna. Hann gerði skyldu sina eins og prúðmenni samdi og beið sjálfur bana nokkru síðar. Hér gætti hallans á þilfarinu minna en útlitið var þó ískyggilegra. Öllum björg- unarbátum hafði verið skotið fyrir borð, en menn þyrptust þar saman óttaslegnir. Það var nægilega bjart til þess að eg gæti þekt þar nokkra af kunningjum minum. Meðal ann- ara sá eg þar Mr. John B. Thayer, aðstoðarforstjóra Pensylvauiu-járn- brautarinnar og Mr. George D. Wi- dener. Þeir horfðu tit yfir borð- stokksgrindurnar og túluðu alvarlega saman, eins og þeir ræddu um hvert ráð mundi nú vænlegast. Og mér hnykti við er eg sá þær frú J. M. Brown og jungfrú Evans við hlið þeirra. Eins og áður er getið, fól eg þær umsjá Moody’s, sjötta fyrir- liða skipsins rúmlega einni klukku- stund áður, þegar hann varnaði mér þess að fylgja þeim fram að bátnum. Engan óttavott sá á þeim meðan eg talaði við þær. Frú Brown sagði mér í fáum orðum frá því, að þær hefðu í troðningnum, sem þar var, orðið viðskila við þær frú Appleton og frú Comell systur sínar. Af heilum huga óskaði eg þess þá að þær hefðu gengið á bakborða eða framskipa á A-þilfar eða bátaþilfar. En í stað þess voru. þær nú komnar eins langt frá þeim stað, þar sem eg skildi við þær, eins og unt var. Þegar eg var kyntur jungfrú Evans, heyrði eg ekki nafn hennar, en á þessari ör- lagastundu fanst mér það rétt að fá að vita það og spurði hana því að nafni. En á meðan störfuðu skipverjar að því að losa einn Engelhardts-bátinn ofau af káetuþaki fyrirliðanna. Allir þessir atburðir skeðu á skemri tíma en þarf til þess að segja frá þeim. Nú víkur sögunni þangað er eg skyldi við Lightoller önnum kafinn við það að koma fólkinu í seinasta bátinn. Fer eg eftir því sem hann sagði mér er við vorum komnir um borð í Carphatía. Reit eg i minnis- bók mina frásögn hans og er hún alveg samhljóða því er hann bar fyrir réttinum i Washington nokkru síðar. Hann sagði að farþegar á miðþiifarinu hefðu þyrpst að bátun- um og stigið á hann án síns leyfis. Hann greip þá marghleypu og skip- aði þeim þegar i stað að fara aftur upp úr bátnum og hótaði að skjóta svo fremi sem þeir gcrðu aðra til- raun til þess að stíga á bátinn. Meðan þessu fór fram stóð eg sem sagt stjórnborðsmegin, hjá þeim frú Brown og ungfrú Evans. Heyrði eg þá háseta nokkurn kalla, að fleiri konur gætu komist í þennan bát. Eg tók ungfrú Evans mér við hægri: hönd og frú Brown við vinstri og þaut með þær á stað i áttina til bátsins. Þrjár aðrar konur fylgdu á eftir okkur. En ekki höfðum farið hálfa leið, er á vegi okkar varð strengur nokkur, sem þar var sett- ur til þess að varna karlmönnum þess að þyrpast að bátnum. Kallaði þá einhver yfirmannanna til min og sagði að engir aðrir en konur hefðu leyfi til þess að koma inn fyrir strenginn. Siðan veit eg ekkert hvernig þeim frú Brown gekk, nema það sem hún sagði mér sjálf er við hittumst aftur á Carpathia. Ungfrú Evans gekk á undan fram að hástokknum, en hún vildi ekki með nokkru móti ganga á undan frú Brown niður í bátinn. »Farið þér á undan,« mælti ungfrú Evans, »þér eigið bæði mann og börn«. — En er ungfrú Evans ætl- aði að koma á eftir, var henni það um megn, einhverra orsaka vegna. Og í fljótu bragði virðist það svo, sem kvenþjóðin i bátnum hafi ekki getað tekið á móti henni. Hún þurfti fyrst að klifra yfir hinar fjögra feta háu borðstokksgrindur og engiun af skipverjum var þar sá er gæti hjálp- að henni. Eg hefi oft spurt Light- oller um þetta, en hann hefir ekki getað gefið mér neinar fullnægjandi npplýsingar um það hvernig á þessu hafi getað staðið. Sjálfur skilur hann ekkert i þessu, þvi þegar hann gaf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.