Morgunblaðið - 03.05.1914, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
Sæmundsen, Lilbbers & Co., heildsalar
selja allar íslenzkar afurðir með hæsta verði, fljót afgr., fljót skil. Skrifið til.
Sæmundsen, Lubbers & Co., Albertstrasse 19—21, Hamburg 15,
eða til: Sæmundsen, Lubbers & Co., Holbergsgade 18, Köben-
havn K. Sömuleiðis fyrst um sinn til umboðs Carl Sæmundsen & Co.,
Reykjavík og Akureyri. -+3ZH-
15"L afslátt
gef eg af öllum
Regnkápum
í nokkra daga. Ekkert gamalt rusl. Alveg nýjar vörur.
c3ón Zo 'ága.
JTlorgunbíaðid
kostar ekki nema 6 5 aura á mánuði
fyrir áskrifendur (34—35 blöð).
Sent heim eldsnemma
á h v e r j u m
morgni.
Eina blaðið,
sem enginn
má án vera. Gerist
áskrifendur þegar í dag.
Það margborgar sig, — munið það!
Fallegust í Reykjavík
er GLERVARAN
í verzlun
Jóns Pórðarsonar.
— 103 —
ekki vildi Arnes til þess vinna er hann
bauð honum; virtist lögmanni honum
æðra til ganga, að segja frá því öllu,
er hann hafði hent. Tjáði það ekki þó
að lögmaður teldi honum það með öllu
óhætt sýknum manni, þá er konungur
sjálfur hafði gefið honum upp sakir. —
Arnes varð maður afargamall, og jafn-
an átti hann nokkur peningaráð. Og
svo öfug sem honum var hamingjan
öndverða æfi, þá kom svo á elliárum
hans, að hann var vel látinn af þeim,
er við hann kyntust. Að lyktum var
Arnes niðursetukarl í Engey og andað-
ist þar, er hann hafði einn vetur hins
uíunda tugar, hiun 7. sept. 1805 ogvar
jarðaður ll. sama mán. í dómkirkju-
garðinum í Reykjavík.
Endir.
!-♦- cu
c ox
0*
Eplið.
Eftir: G. H. Wells.
Frh.
Ókunni maðurinn þagnaði. »Já?«
sagði Hinchcliff; »já«?
þarna var hann allur rifinn og blóð-
ugur eftir eggjarnar á graainu. Klett-
arnir blikuðu undir kvöldsólinni, him
ininn var eins og bráðinn eir og
reykurinn af eldinum barst í áttina
til hans. Dauðanum kveið haun ekki
en píslum ! Langt f burtu fyrir hand-
an reykinn, heyrði hann köll og óp.
Það voru konur að veina. Svo fór
hann að klifra upp skarð sem var í
klettana og komst að lokum yfir hæð-
arbrúnina. |>á bitti bann félaga sinn,
sauðamann, sem einnig hafði komist
undan, og þar sem þeir töldu kulda,
hungur og þorsta eina og ekkert í
samanburði við Kúrdana, béldu þeir
áfram inn á meðal fjallanna og jökl-
anna. Reikuðu þeir þannig um f
fulla þrjá daga.
A þriðja degi kom sýnin. Eg býst
við að hungraðir menn sjái oft sýnir,
en þá er hér ávöxturinn þessi«. Hann
hélt upp ávextinum vöfðum innan í
pappírinn. »Auk þess hafa líka sagt
mér það aðrir fjallabúar sem þekkja
dálítið helgisöguna. það var þegar
tekið var að kvölda og stjörnurnar
voru farnar að koma upp að þeir
fóru niður fágaða klettahlíð ofan í
stóran, skuggalegan dal, sem var al-
vaxinn kynlegum, skrældum trjám
og á þeim héngu litlir hnettir, líkast-
ir því sem þeir væru úr ljósormum,
undarleg gul og hnöttótt ljós.
Alt i einu birti langt niður í daln-
um — í margra mílna fjarlægð — af
gullnum loga sem hægt og hægt barst
yfir um hann. Trén sýndust svört
eins og nóttin undir eldinn að sjá en
hlíðarnar innan um þau eins og gló-
andi gull. jpeir þektu helgisöguna
um fjöllin og vissu því undir eins,
þegar sýnin birtist þeim, að það var
Eden sem þeir sáu, eða vörðurinn
um Eden, og þeir féllu fram á ásjónu
sfna eins og dauðrotaðir menn.
þegar þeir dirfðust að líta upp aft-
ur var dalurinn dimmur um stund,
en svo kom ljósið aftur — birtist á
ný eins og brennandi glæður.
þá spratt sauðmaðurinn á fætur,
æpti upp yfir sig og tók á rás ofan
eftir í áttina til ljóssins, en hinn var
of óttasleginn til þess a'ð fylgja hon-
um. Hann stóð agndofa, undrandi
og hræddur og horfði á eftir félaga
sínum þar sem hann hljóp gegnt
bjarmanum. Og varla var sauðamað-
urinn fyr kominn á'stað en hávaði
eins og þrumuhljóð eða sláttur ósýni-
legra vængja barst upp dalinn. Mað
urinn, sem gaf mér eplið, sneri sér
þá við, ef vera mætti að hann gæti
enn þá komist undan. Og þar sem
hann þaut í fáti upp hiiðina, með
gauraganginn rétt á eftir sér, hrasaði
hann um einn af þessum kyrkings-
legu runnum og féll þá gulur ávöxt-
ur í lófa hans. þessi ávöxtur. í
sama bili heyrði hann vængjasláttinn
og þrumuhijóðið alt í kring um sig.
Hann misti meðvitundina og hneig
niður, en þegar hann raknaði við aft-
ur, var hann innan um svartar auðn-
irnar í sínum eigin dai og eg og hin-
ir vorum þar til þess að hjálpa þeim
særðu. Draumsjón? En hann hélt
enn í hendinni gullna ávextinum af
trénu. f>ar voru aðrir sem þektu
helgisögnina og vissu hvað hinn kyn-
legi ávöxtur hlaut að vera. Hann
839
þagnaði. »Og þetta er hann«, bætti
hann við.
f>að var óvenjulegt að heyra slfka
sögu f þriðja flokks vagni á járnbraut
f Sus86x. |>að var eins og hið raun-
verulega væri að eins blæja yfir hinu
draumórakenda, og hér gægðist hið
draumórakenda út. »f>að er svo?«
var alt sem Hincbcliff gat sagt.
»í helgisögunni segir< mælti ókunni
maðurinn, »að þessi gildu, dvergvöxnu
tré 8éu vaxinn upp af epli því, sem
Adam bar f hendinni þegar þau Eva
vora rekin úr garðinum. Hann fann
að hann hélt á einhverju f hendinni,
sá eplið hálf etið og kastaði því ergi-
legur í burtu. Og þar vaxa þau f
þessum eyðidal, sem er umgirtur ei-
lffum snjó, og þar sem eldsverðið
heldur vörð til dómsdagsi
»En eg hugsaði mér að þetta væru
— Hinchcliff þagnaði — skröksögur
— dæmisögur öllu heldur. Er það
meining yðar að segja mér að Ar
meníu —«.
Ókunni maðurinn svaraði þessari
hálfflóknu spurningu með eplinu sem
hann hélt á lófanum.
»En þér vitið ekki hvort þetta e r
ávöxturinn af skilningstrénu«, mælti
Hinchcliff. Manninum gæti hafa
birst einskonar loftsjón. Gerum ráð
fyrir —«.
•Lítið þér á það«, mælti ókunni
maðurinn.
Hinchcliff sá að það var ýkjulaust
fágætur knöttur og ekki reglulegt
epli. Liturinn var undarl9ga guíl-
glóandi, líkast _því sem ávöxturinn
væri búinn til úr ljósi. Eftir því
sem hann horfði lengur á það, sá
hann skýrar fyrir sér eyðidalinn milli
fjallanna og varnarsverðið eldlega,
hinar undarlegu fornmenjar sögunnar,
sem hann hafði nýskeð heyrt. Hann
neri augað með hnúanum. »En« —
sagði hann.
»|>að hefir haldist þannig slétt og
bólgið í 3 mánuði og nokkrum dög-
um betur. Ekkert þornað, ekkert
fölnað og ekkert látið á sjá«.
»Og sjálfur«, mælti Hinchcliff »trú-
ið þér í raun og veru að —«.
»það er forboðni ávöxturinn*.
það var ómögulegt að efast um
alvöru mannsins eða að hann væri
með fullri skynsemi.
»f>að er ávöxturinn af skilningstrénu*
sagði hann.
AtkvæOakona ein ensk réðst ný-
lega á alsaklausan friðarpostula og
barði hann með hundasvipu — í
misgripum fyrir Asquith, yfirráð-
herra.