Morgunblaðið - 19.07.1914, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.07.1914, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ 1189 Sannar sagnir af Titanic. Eftir Archibald Gracie ofursta. Frh. 14 Eftir að við höfðum svamlað gegn- um hættulegasta rekaldið, gerðum við ekki annað en skygnast um í allar áttir til þess að vita hvort við sæum hvergi skip, sem gæti bjargað okkur áður en kvikan velti bátnum, því veðráttan þessa nótt var áreiðan- lega orsök þess að skipið fórst og eins var það henni að þakka að við komumst lífs af. Logninu var það að kenna, að ísinn sást ekki fyr en skipið rendi á hann, og því var það eins að þakka að hægt var að skjóta bátunum á flot og láta þá siga alla leið af efsta þilfari og niður á sjó- inn, án þess að slys hlytist af því. Og þótt blöðin hafi haldið því fram að bátarnir hafi brotnað og að þeim hafi hvolft við skipshliðina, þá er það ekki að marka og ber öllum saman um það, þeim, er komust lífs af, að svo hafi ekki verið. En eins og eg hefi þegar tekið fram, var logninu um slysið að kenna. Dunur þær, er af því verða þegar öldurnar skella á ísjökunum, vara vanalega skipin við hættunni í margra mílna fjarlægð, og löðrið, sem liggur kring um ísinn sézt vanalega nógu snemma. Mér hefir verið sagt það af mönn- um þeim, er vit hafa á, að allir sjó- menn, sem um noiðurhöfin sigla, þekki vel hættur þær, er af ísnum stafa í logni og láti þá engra ör- yggisreglna óskeytt. Fyrirliðarnir á Titanic voru engir viðvaningar og þektu vel allar þær hættur, er skip- um eru búnar. Það var úrvalalið sWhite Star« félagsins. Skipstjór- inn Edward J. Smith var ætíð lát- inn »reyna« hvert skip félagsins áður en það var fengið öðrum í hendur. Hann hafði verið í þjón- ustu félagsins 38 ár og ætíð verið álitinn hinn áreiðanlegasti maður. Hafði hann þá gætt uægilegrar var- úðar í þetta skifti? Nei, því miður — að minsta kosti ef dæma má eftir vitnisburði manna þeirra, er rann- sóknanefndirnar í Englandi og Ame- ríku létu segja söguna. Og þó höfðu sex skip varað hann við hættunni og eitt þeirra hafði auk þess nefnt lengdar og breiddar gráðuna þar sem ísinn var. Og að lokum hafði einn þeirra yfirmannanna á Titanic reikn- að það hvenær skipið mundi koma á þær slóðir. Hver getur þá gefið fullnægjandi skýringu á þessu dæma- lausa skeytingarleysi ? Skömmu eftir að við vorum komn- ir fram hjá hinum voðalegu stöðv- um þar sem fólkið druknaði hrönn- um saman, sá eg mér til mikillar gleði að yfirmaður sá, er eg hjálpaði um nóttina við að fylla bátana og koma þeim frá borði, var á kili þessa báts. Eg þekti hann þegar í stað á mál- rómnum og andlitsfallinu, en nafn hans vissi eg ekki fyr en eg hitti hann aftur um borð í Carpathia. Það var Charles H. Lightoller. Bæði landar hans og eins við Ameríku- mennirnir megum vera honum þakk- látir fyrir framkomu hans á skipinu þessa nótt, Því það var honum að þakka að konum og börnum var komið í sex báta, eða fleiri, og hann hélt uppi reglu bæði á skipinu og eins á kili Engelhardt-bátsins. Þegar við þektum hann hrópaði einn: »Við hlýðum allir skipunum fyrirliðans.« Og það var auðséð að þetta var allra vilji. Okkur óx öllum hugrekki og þrautseigja, er við vissum að við áttum foringja. Þegar það vitnaðist að loftskeyta- maðurinn var með á bátnum kallaði Lightoller til hans og spurði hann hvaða skip það hefðu verið, sem þeir höfðu tal af og báðu hjálpar. Við heyrðum allir hverju Bride svaraði, að það hefðu verið þau Baltic, Ólympic og Carpathia. Það var í fyrsta skifti sem við heyrðum nafnCarpathia ogvið biðum þess skips lengi með óþreyju, unz það kom. Við þóttumst vita það, að ljós þau, er við sáum, mundu vera á björgunarbátum Tita- .nic, enda var það rétt. En flugeldar, sem við sáum framundan, léku þó illa á okkar. Við áttum von á því, að þar væri skip og stýrðum því bátnum þangað. En það var þá björgunarbáturinn nr. 2, sem Box- hall, þriði yfirliði Titanics’, stýrði. Litlu fyrir dögun hrópaði einhver, sem var aftur á bátnum: »Það kem- ur gufuskip á eftir okkur.« Og í sama mund kallaði Lightoller: »Kyrr- ir! Eg skal horfa eftir skipinu.* Hann hafði séð að allir ætluðu að snúa sér við til þess að horfa í átt- ina, en sú hreyfing gat vel orðið til þess að báturinn hefði oltið. Hann horfði lengi en mælti ekki orð frá frá vörum. Eg minnist þess lengi hvað við vorum hræddir um að skip þetta mundi ekki sjá okkur og sigla okkur í kaf. Langa lengi hafði eg séð ljós framundan langt í burtu og voru það ljósin á Carpathia. En mér til sárra vonbrigða virtist mér sem skip- ið nálgaðist okkur ekki. Eg frétti síðar að það hefði verið vegna þess að ís hefði verið á vegi þess, og það því numið staðar. Fyrsti báturinn, sem náði skipinu, var sá, er Box- hall stýrði. Að lokum lýsti af degi og á bak- borða sáum við þá — guði sé lof — gufuskipið Carpathia á að gizka fjórar eða fimm enskar mílur fram- undan okkur. Björgunarbátarnir frá Titanic stefndu þangað. En á stjóm- borða sáum við okkur til undrunar — því við höfðum ekki séð þar nein ljós — að fjórir björgunarbátar Tita- nic’s lágu í tengslum. Það voru bátarnir nr. 14, 10, 12 og 4 eins og síðar mun sagt verða. Nú var sjórinn tekinn að ókyrrast Bergen. Kaupir: Hrogn og Lýsi. Selur: Tunnur og Salt. Símnefni: „Bugges“ Bergen. og við urðunr þvi að gæta allrar varúðar til þess að báturinn yíti ekki. Við urðum því fegnari en frá verði sagt er þessi dýrlega sjón blasti við okkur. Lightoller setti hljóðpípuna á ískaldar varir sínar og blés svo hvelt að bátarnir heyrðu það. »Kom- ið hingað og hjálpið okkur!« hróp- aði hann. »já, Sir,« var svarað f vingjarnlegum rómi og tveir bátarn- ir lögðu út árar og réru til okkar. — En áður en að þeir voru komnir alla leið, bað Lightoller okkur að fara gætilega svo ekkert slys hlytist af því er við gengjum af bátnum okkar. Þegar að mér kom fór eg þvi eins gætilega og mér var unt, til þess að stofna ekki öðrum f háska. Lightoller var sá seinasti, sem yfirgaf Engelhardt-bátinn og flutti hann með sér meðvitundarlausan mann, sem lagður var í bátinn rétt hjá mér. Eg reyndi að lífga hann við með því að núa gagnaugu hans og úlnliði. En er eg ætlaði að beygja á honum hálsinn, var hann stirðn- aður og vissi eg þá að maðurinn mundi dauður. Hann var klæddur sem skipverji og eg man það, að hann var í gráum ullarsokkum. Bát- urinn var svo þétt skipaður að ég varð að sitja á líkinu þangað til við náðum Carpathia. Eg hefi aldrei getað fengið að vita það hver hann hefir verið. Lightoller vissi það ekki heldur með neinni vissu, en við vor- um þó báðir sannfærðir um að það væri ekki Phillips loftskeytamaður. --------♦M.---------- Tlfram eftir O. Sweít JTlarden. Framh. í fasi voru og framkomu, í svipbreytingunum á andjitinu lýsir sér æfisaga vor, án þess vér þurfum orð að mæla, og álirifin af gerð- um vorum ná til yztu endimarka heimsins. Sérhver maður, sem á jörðinni hefir lifað á sinn þátt að því að gera mig þann sem eg er. í mínum hug er sá maðurinn mestur, sem losað hefir mig und- an fargi daglegs lífs, losað um tungu mína og opnað á víða gátt allar dyr, sem hæfileikar mínir geta út um komist. Alt verður skýrara fyrir mér, sjóndeildarhringur minn vex, dugnaður minn eykst. Af reiði hlýzt reiði, af hatri hatur. Ástriður eru sóttnæmar. »Lyndisfesta nær ávalt viðurkenning«, segir Emerson, »þjófnað- ur auðgar mann aldrei, fremur en ölmusugjöfin rýrir. Alt sem ekki er satt, hversu lítilfjörlegt sem er, t. d. hégómagirndarögn eða til- raun til að láta líta vel á sig — hefir gagnstæð áhrif við það, sem til er ætlast. En talaðu sannleika — og öll náttúran, allir góðir andar munu veita þeir fulltingi á leið þinni — áfram«, Jefferson reit Washington eitt sinn: »Þér eigið traust allrar þjóðarinnar«. Ekkert var það hásæti til í Norðurálfu, er líkjast mætti við þreklyndis-tind þann er Washington stóð á. Hinar mörgu miljónir Rotschilds verða hlægilegar bornar saman við andans auð Washingtons. Hvers virði er árangurinn af fjár-aðdráttum ríkis- bubbanna borinn saman við önnur eins nöfn og Lincoln, Ctrant eða Garfield? Fáein einstaklinga nöfn hafa jafnan reynst það salt, er bjargað liefir þjóðunum frá ofhroða falli. »Tími er til að tala í kirkjum, biðjast fyrir o. s. frv. og timi er til að gera annað«, mælti hinn háæruverðugi maður, Pétur Muhlen- burg, við söfnuð sinn í Woodstock árið 1775. »Nú er tíminn til þess kominn að berjast«. Hann svifti af sér hempunni og sást þá, að hann var undir henni i ofursta-einkennisbúningi Virginiuhers. Nær undantekningarlaust fylktu kirkjugestir sér um prestinn og fleiri bættust við. Vann herflokkur prestsins sér hinn bezta orstír fyrir góða framgöngu í frelsisstríðinu. Rutcher hershöfðingi hélt á þingi bandamanna hina drengileg- ustu ræðu, þvert ofan í almenningsálitið þá, fyrir borgararéttindum Svertingja. Hann mintist á framgöngu þeirra í borgarastríðinu og lauk máli sínu á þessa leið: »Fyr skal hægri hönd min gleyma afli sínu, og tungan þorna í munni mínum en eg biki við að verja rétt- indi þeirra manna, er fórnað hafa blóði sinu fyrir ættjörð vora; og þetta loforð sver eg að halda, fyrir augliti guðs«. Hugh Miller var boðin gjaldkerastaða í stórbanka. En hann hafnaði boðinu með þeirn orðum, að hann þekti of lítið til reiknings- færslu og gæti engan ábyrgðarmann fengíð. »Vér heimtum enga ábyrgð af yður«, svaraði bankastjórinn, hr. Ross. En Miller vissi einu sinni ekki að Ross þekti hann. En lyndiseinkenni vor eru jafnan undir skoðun annara, hvort sem vér vitum um það eða ekkL Lyndisfestan er auður hins snauða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.