Morgunblaðið - 19.07.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.07.1914, Blaðsíða 4
1188 MORGUNBLAÐIÐ er þeirra ekki getið og þykir oss sennilegast að þær vísur sóu eftir Mr. Hussell sjálfan, því að hann er skáld gott. Þessar nafnlausu visur eru flest ar náttúrulýsingar hóðan, eða um ís- lenzk efni, og er enginn viðvanings- hragur á þeim, sem sjá má t. d. af þessari : »0h Frey in the north lands, thou sweetest of powers, they breath on the mountains turns ice into flowers. Thy smile on the meadows is life to the fold, thy touch on the maid’s hair turns flaxen to golcLP). Marga rekur eflaust minni til þess, að ísafold flutti í vetur snjalt kvæði til íslands eftir prófessor Russell. Það kvæði lysir vel þeim hlýja hug, sem hann ber til lands vors og þjóðar og er gott að eignast slíka vini. Skáldin geta reynt að snúa þessu í íslenzk ljóð. Merking orðanna er þessi: »0, Freyr Norðurlanda, blíð- astur Asa, blær þinn um fjöllin breyt- ir klaka í blóm. Bros þitt um engin færir foldinni líf; er þú hrærir við ljósu meyjarhárinu, slær á það gulls lit«. Lýgi. Eftir Samúel Falkland. — Mamma ykkar er dáin . . . . — Það er ekki satt, sagði Misse og hló framan í hann. — Þegar eg segi að hún sé dáin, þá er hún dáin. Þú mátt ekki segja það að faðir þinn fari með ósann- indi .... — Já, en — . . hún ók í vagni. — Þú ímyndar þér þetta bara, kjáninn þinn. — Villi sá hana einnig. — Komdu hérna Villi I Hefir þú séð mömmu þína? — Já, pabbi. — Hvar? — Hún ók i vagni. — Þetta er ímyndan ykkar beggja. Skiljið þið það ? Það er eintóm vit- leysa. — Mamma ykkar er dáin. — En eg hefi séð hana, stað- hæfði Misse. Hún var i nýrri kápu og hafði hvita andlitsblæju. — Það hefir verið einhver önnur kona. — Nei, ’pabbi. — Ef þú segir nei enn einu sinni þá verð eg vondur við þig. —: Þá mátt þú ekki heldur skrökva, sagði Villi. Um leið og hann slepti orðinu gaf faðir hans honum ósvikinn löðr- ung. Drengurinn fór að hágráta. — Hafðu gætur á þér siðlausi strákur. Ef þú segir oftar nokkuð þessu líkt, skal eg sýna þér i tvo heimana. Viltu gera svo vel að hætta að skæla nú þegar — ella verður þú lokaður inni. Pabbi þinn lýgur ekki. Þegar hann segir eitt- hvað þá er það satt — skiljið þið það? Börnin kinkuðu kolli óttaslegin. Litlu seinna léku þau sér nokkru fjær. Faðir þeirra sat kyr á bekknum og studdi hökunni á stafhúninn sinn. Þá sagði Vílli við systur sína. — Þarna fékk eg Ijóta löðrunginn — en við höfum samt séð hana. — Já, við höfum séð hana, sagði Misse og lagði áherzlu á orðin. Hún var í nýrri kápu, og hafði hvíta blæju. — Og það var maður með henni og hann hafði mikið varaskegg. — Og hún var með rauðu eyrna- hringana sína. — Já, og þá getur hún ekki ver- ið dáin. Maður getur ekki ekið í vagni þegar maður er dáinn. — Það veizt þú ekki. — Jú, því það getur maður ekki, svaraði Villi. Þegar maður er dáinn liggur maður kyr og getur ekki set- ið í vagni. — Hvers vegna getur maður það ekki? — Það skal eg sýna þér, mælti Villi. Hann greip flugu og sýndi henni. — Sjáðu, hvernig hún hreyfir sig. Sérðu það? Nú er hún lifandi. Hann krepti síðan hnefann og er hann opnaði hann aftur lá flugan þar marin til dauðs — Líttu á ! Nú er hún dauð og getur ekki hreyft sig. — Já, en þannig er ekki hægt að fara með menn, sagði Misse. — Jú, ef fast er kreyst, sagði Villi. Hvernig heldurðu þá að mað- ur geti setið í vagni eftir að maður er dauður ? Nei, það er ekki satt. — Þetta máttu ekki segja. — Þá má hann heidur ekki skrökva. — Pabbi skrökvar ekki, sagði Misse. — Jú, því eg hefi séð hana mömmu. Þau voru nú komin út úr garð- inum og fram á veginn. Kona nokkur kom þar að, kastaði sér á kné og tók bæði börnin f fang sér. — Mamma mín ! Mamma mín ! hrópaði Misse himinlifandi. Pabbi segir........... — Hvar er hann pabbi ykkar? mælti konan óttaslegin. — Hann er hérna inni í garðin- um. — Þá verðið þið að tala lágt — fjarska lágt — heyrið þið það? Og svo kysti hún bæði börnin hvað eftir annað. — Mamma min................. Misse ætlaði að segja eitthvað. — Þegiðu, elskan mín............... Uss . . . Vertu róleg. — Pabbi segir............. — Vertu hægur, Villi minn . . . . . . Ó, hvað þetta var gaman að sjá ykkur! Kyssið þið migl Kyss- ið þig mig þúsund sinnum! Látið ekki pabba heyra til ykkarl Elsku börnin mín,............hver klæðir ykkur núna ? — Það gerir jungfrúin. — Hugsið þig um mig? Oft? Mjög oft? — . En hvað þú ert að verða stór Villi minn.............. Uss...........! Segðu ekkert! — Ætlarðu ekki að heilsa pabba ? — Nei, nei! En hvað það var gaman að hitta ykkur . . . ! En þið megið ekki segja pabba að þið hafið séð mig ! Þið megið alls ekki segja honum það. Heyrið þið það? . . . Svo kem eg hingað aftur á morgun — á sama stað. Viljið þið það ekki ? Þykir þér vænt um mig ennþá, Villi minn ? — Ó, mamma mín.................I — Ætlarðu altaf að láta þér þykja vænt um mig ? — Já, altaf. — Þey, vertu rólegur .... Þið megið ekki tala svona hátt . . . . og þið megið engum segja frá því að þið hafið fundið mig. . Ætlið þið að gera það fyrir mig ? Hún kysti þau hvað eftir annað. — Ertu dáin mamma, spurði Misse. — Nei, það sérðu sjálf. Hver hefir sagt þér það ? Það heyrðist fótatak í mölinni inni í garðinum og maður kallaði: — Misse og Villi ! Komið þið ! Þið megið ekki fara langt á burtu. Hvar eruð þið ? — Flýtið ykkur! Hlaupið þið I mælti móðirin. Og segið þið ekk- ert. Ekki eitt orð ! Á morgun mætumst við hér ! Þey ! Hún flýtti sér á braut og var ná- föl í framan. Hann sat á bekknum og horfði á börnin, sem nú voru hætt að leika sér. Hann iðraði eftir að hafa bar- ið barnið. Hann reis á fætur, tók Villa og setti hann á kné sér. — Er þetta drengurinn minn ? — Já, pabbi. — Þykir þér vænt um pabba þinn ? - Já. Hann sat nokkra stund hljóður og hugsaði um það að nú væri hún komin til bæjarins aftur. Og til þess að fá fullkomnari vitneskju um það, sagði hann: — Hvernig gat ykkur dottið í hug, kjánarnir ykkar, að mamma . . . . Hvort ykkar sá hana fyrst? Þau þögðu bæði og voru vand- ræðaleg. — Varst það þú eða Misse ? — Eg, sagði Misse. — Og hvernig var hún þá í hátt? Misse horfði til jarðar og svar- aði: — Það veit eg ekki. — En þú Villi? — Eg hefi ekki séð hana. — Hvers vegna varstu þá að skrökva að mér áðan ? — Æ, eg sagði það svona í hugs- unarleysi. Faðirinn gerðist nú órólegur. — Hvar sástu vagninn? — Hérna úti á götunni, svaraði Misse hikandi. — Hverilig var hún klædd? — Það veit eg ekki, sagði hún hálfkjökrandi. — Eg skal ekki verða vondur, telpu kjáni. Segðu mér nú alt eins og er. — Eg hefi ekki séð hana, sagði Misse háskælandi. Eg hefi ekki séð hana. Lyklar fundnir. Upplýsingar Laugaveg 58. Það tilkynnist hér með vinum og vanda- mönnum að móðir og tengdamóðir okkar Ragnhildur J. Sverrisson, andaðist að heim- ili okkar 18. þ. m. Reykjavik 18. júli 1914. Oddný Sigurðardóttir Vilhj. Ingvarsson. Það tilkynnist hér með vinum og vanda- mönnum að minn elskandi eiginmaður Jens Guðmundsson, sem andaðist II. júlí, verður jarðaður þriðjudaginn 21. þ. m. Húskveðj- an fer fram II1/, f. h. að heimili hins látna. Hafnarfirði Strandgötu 39. Sesselja Eirsdóttir. Lystibátur (með seglum), verður til taks við Steinbryggjuna á sunnudagsmorgnn- inn kl. 9 og til kvölds, við og við. Þeir, sem vilja nota tækifærið og skemta sér ættu að koma strax að morgni og biðja um far með bátnum. Ódýr skemtun. Hann vissi að börnin skrökvuðu núna og að hún hefði hlotið að segja þeim eitthvað. Hann lagði höndina á höfuð Villa, horfði í augu hans og var mikið niðri fyrir. — Hefir þú séð mömmu þína? — Nei. — Þú skrökvar! — Nei — eg hefi ekki séð hana. — Horfðu í augun á ihér! — Hvar sástu hana? — Hvergi. — Og þó var hún í nýrri kápu og með hvíta blæju. — Eg hefi ekki séð hana. Alt i einu köm honum nokkuð til hugar. Hann horfði sigri hrós- andi á föðui sinn og mælti: — Hún er dáin. — Nei ! hrópaði faðirinn fokreið- ur. — Jú, það hefir þú sjálfur sagt okkur. — Nei! nei! og hann greip í öxl drengsins og hristi hann óþyrmi- lega. Hvar hefurðu séð hana ? — Eg hefi hvergi séð hana. Þau héldu áfram að leika sér og töluðust við í hálfum hljóðum. Hann sat kyr og rispaði sandinn með stafnum sínum. Jungfrúin kom þangað. Hann mælti reiðuglega við hana: — Eg hefi sagt yður að börnin mega ekki tala við neinn og allra sízt við konu þá, er eg hefi sýnt yður mynd af. Þér gætið þess víst nákvæmlega ? — Auðvitað. — Og ef þau spyrja eftir mömmu sinni------- — Þá segi eg þeim að hún sé dáin. — Dáin — — ójá. Þér skiljið mig? — Þau vita ekki annað, blessuð börnin. Þau biðja alt af á hverju kvöldi fyrir henni mömmu sinni sálugu. — Það er gott, sagði hann stutt- ur í spuna og gekk á braut — aleinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.