Morgunblaðið - 10.01.1915, Page 6

Morgunblaðið - 10.01.1915, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Stríðsmyndir. Borgin Lille í rústum. Erlend blöð segja frá því, að varla sé nokkur sá bær í sumum hér- uðum Norður-Frakklands, sem ekki að einhverju leyti hafi orðið fyrir skemdum vegna ófriðarins. Víða stendur ekki steinn yfir steini — húsin öll í rústum. — Myndin hér að ofan er af eyðileggingunni í Lille. Þar hafa nær allar byggingar verið skotnar niður og öll stræti eyðilögð. Borgin var allvel víggirt þegar ófriðurinn hófst, en setuliðið yfirgaf bæinn í ágúst- mánuði, þegar Þjóðverjar ruddust inn í Norður-Frakkland og alt virtist benda til þess, að þeir mundu halda sigri hrósandi til Parísarborgar. Setuliðið var kallað suður á bóginn til þess að reyna að stemma stigu fyrir framgangi Þjóðverja. Síðan hafa bandamenn oft gert tilraun til þess að ná borginni frá Þjóðverjum, en það hefir mishepnast til þessa. Hafa staðir harðir og langvarandi bardagar í nánd við bæinn og því munu skemdirnar vera einna mestar þar. í Lille voru um 200 þús. íbúar og iðnaður var þar mikill. Borgin vrar fyrst reist af greifum nokkrum frá Flandern og kölluðu þeir borgina Brysse!. En árið 1667 var borginni gefið nýtt nafn og þá nefnd Lille. Undrafagrar og merkiiegar byggingar voru í borginni, þar sem nú stendur ekki steinn yfir steini. TJfram eftir 0. Sweíf JTJarcfem Framh. XXIII. kapituli. Vertu fáorður. »Því fdorðari sem bœnin er, því betri er hún.« — Lúter. Vertu fáorður, snúðu þér þegar að kjarnanum. Byrjaðu nálægt því atriði, sem þú ætlar að enda við. Sönn vizka og hyggindi lýsa sér hjá þeim, sem er fáorður. Loftið, sem vér ýtum við, þegar vér öndum frá okkur verður sem þrýstiloft jafn aflmikið og sprengi- tundur 0g getur sprengt sundur stórar klappir. Orðin tóm fást fyrir ódýrt verð, en hugmyndir þær, er vekja og hvetja fjöldann til íhug- unar eru jafn fágætar eins og gimsteinar. »Hafið sem fæst orð,« var Cyrus Field vanur að segja við þá, er áttu erindi til hans. »Tíminn er dýrmætur, stundvísi, áreiðan- leikur og mælgisleysi eru heróp lífsins. Skrifið aldrei löng bréf. Engin erindagerð er svo áríðandi, að eigi megi 'gera hennar grein á einni örk. Þegar eg, fyrír mörgum árum, var að leggja sæsímann yfir Atlandshaf, þurfti eg að skrifa mjög áríðandi bréf til Bretlands. Eg vissi, að bæði yfirráðherrann og drotningin mundi lesa það. Eg skrifaði uppkast, sem tók margar arkir, svo fór eg tuttugu sinnum yfir bréfið, og feldi orð úr því hvert sinni og stytti setningar, unz það sem eg þurfti að taka fram, var ekki orðið nema ein örk. Þetta bréf sendi eg og hafði það tilætlaðan árangur. En haldið þið, að svo hefði orðið, ef bréfið hefði tekið 5—6 arkir? Áreiðanlega ekki. Mælgjuleysi er fágæt gjöf, og stundvísin heíir orðið hyrning- arsteinn undir mörgum auðnuveg. Ef eitthvað er fastmælum bund- ið verður það að standa óhagganlegt og gerast stundvíslega. Eng- inn kaupsýslumaður hefir ráð á að láta nokkurt augnablik ónotað á þessum tímum. »Sönn smekkvísi er í því fólgin«, segir Fenelon, »að hafa sem fæst orð, velja vel úr hugsunum vorum, svo að röð og regla verði á því, sem vér segjum, og gera þetta með stillingu«. »Viljir þú vera napur í orði, verðurðu að vera fáorðu«r, segir Southey, »því að það er eins um orðin og sólargeislana, að því meira samandregin sem þau eru, þess dýpra brenna þau.« Vizka þjóðanna felst í orðskviðum þeirra. »Gættu þess að hafa eitthvað á samvizkunni til að segja og þegar þú ert búinn að segja það, skaltu þegja« — segir Tryon Edwartte. Nótt í London. Sem búast má við er fólk i borgum á Bretlandi mjög órótt 0 þessar mundir. Kemur það einkum fram i London, þar sem á kve stundu er búist við árás Þjóðverja með loftskipaflota þeirra. BreZ flugmenn hafa undanfarið flogið yfir þýzkar borgir og varpað niður um sprengikúlum, sem gert hafa mikið tjón. Það er því ekki óhugs^ að Þjóðverjar muni fyr eða siðar gjalda þeim i líkri mynt, svífs 1 , London og varpa þar niður nokkrum sprengikúlum á helztu byg£llljf arnar. Þetta er ekki óhugsandi, þó að ennþá hafi ekkert borið á slíÞ1 tilraunum. ^ En Bretar eru auðvitað við öllu búnir i þessu sem öðru. H>°£ ^ og þangað um borgina eru fallbyssur, sem ætlaðar eru til að taks móti loftförum Þjóðverja. Og á nóttunum eru leitarljós látin leika loftið fyrir ofan borgina, ef ske kynni að einhver Þjóðverji hefði v°^ sér yfir Ermarsund á lcið til London. , Myndin hér að ofan er tekin úr þýzku blaði. Bretastjþtn p • bannað öllum að taka ljósmyndir af London um þessar mundir, og r ^ því undur, að Þjóðverjar skyldu geta náð þessari mynd. Þykir ^ . 0g það góð sönnun fyrir því, að þýzkir njósnarmenn séu enn i borginnh er ekki að vita hve mikið tjón þeir geta unnið Bretum með njósu sínum. iiff1 Fatasalan i Bergstaðastræti 33 B óskar að fá 20—30 notaða karlmannsfatnaði, þó ekki mjög sHt0 Lítil ómakslaun tekin. — Areiðanleg viðskifti. Beztu kaupin á allskonar fatnaði fá menn í Fatasölunni í Bergstaðastræti 38 B. Heinr. Marsmanfl's vindlar La Maravilla eru langbeztir. Aðalumboðsmenn á Islandi: Nathan & Ol*0* BERGENS N0TF0RRETN1NE prPe' Nætur, Sildarnætur, Tilbúnar Stangarnætur, Sn nætur fyrir kópsíld, síld, makríl. Fisknetjagarn, úr rússneskum, frönskum og ítölskum hai^P Færi, Lóðarfæri, Kaðlar. '\bW‘ Öngultaumar, Segldukar, Presenningsdúkar —t! Presenningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.