Morgunblaðið - 04.02.1915, Blaðsíða 1
4.
fe*>r. 1915
HORfiDNBLADIO
2. aipnsrr
92.
tfllublað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
Isafoldarprentsmið j a
Afgreiðslusími nr. 499
Biíll Reykjavlknr |RJn
-- _| Biograph-Theater |OIU
Tals. 475.
StriÖ8myndir frá Póllandi
og Antwerpen.
Harðýðgi lifsins
leikrit í 2 þáttum.
Emma Wiehe, £. Helsengren,
Seemann, Chr. Schwanenfl.,
Tenedamóðir Robinets.
Skrifstofa
Eimskipafélags
Islands
er flutt
Hafnarstræti nr. ÍO, uppi
\áður skrifstofa Edinborgar).
SiF. U.M.
A.-D. fundur í kvöld kl. 8r/2.
^jjgfds Sigurðsson Grænlandsfari:
^yrirlestur með skuggamyndum.
Allir ungir menn velkomnir.
Komið með muni á hlutaveltuna.
Hjálpræðisherinn.
Stór vetrarhátíð
h
4-, 5. og 6. febrdar hvert kvöld
kl. 8.
Inngangur io aurar.
Biðjið um:
fflazawattee
Og
Lipton’s
heimsfræga the í pökkum og
flósum. Lipton’s sýróp, kjöt-
extract, pickles og annað súr-
rneti, fisk- og kjötsósur alls-
konar, niðursoðið kjöt og tung-
Ur, fæst hjá kaupmönnum um
alt land.
^boðsm. fyrir ísland
< G. Eirikss, Reykjavik.
% iandstjon á Irlandi-
þ Eandstjóraskifti verða áírlandi 17.
Vig ‘ Eord Wimborne heitir sá er
^tebur í stag Aberdeen jarls.
%tti°r^ Witnborne er af Churchill
Hann
,.mönnnm
'r'ál%nd,
fylgdi fyrst aftur-
að málum en gekk í
a flokkinn 1906.
Erl. símfregnir.
Opinber tilkynning
frá brezkn utanríkisstjórninni
í London.
(Eftirprentun bönnuð).
London 3. febr. ki 2.10 síðd.
Öpinber tilkynning, sem flota-
mála ráðherra Frakka hefir sent út,
segir frá því, að þýzkur kafbátur
hafi skotið sprengikúlu á brezka
spítalaskipið »Asturias« fyrir norð-
vestan Havre, siðdegis á þriðjudag-
inn. Kúlan hæfði ekki og skipið
komst undan. —
— Þetta atferli Þjóðverja er beint
brot á alþjóða-samþyktum Haagfund-
fundarins.
Ur Landsveit
Þaðan er oss ritað 24. jan. á
þessa leið:
Tíð síðan um nýjár mjög góð,
veður spök, hagar nógir og lítið
gefið útifénaði; stendur svo enn. I
dag blíðviðris hláka og nær alauð
jörð eftir. En fram að nýjári var
veturinn hér harður, sérílagi jóla-
fastan. Gengu þá upp mikil hey.
Betra aftur á Rangárvöllum, þar
sáralíttð gefið til þessa.
Heilsufar alment bærilegt hér i
sveit . . .
Hálft fæöi nóg.
Þýzkir prófessorar vinna nú öll-
um árum að því, að ráða þá gátu
hvernig matbirgðirnar eigi að endast
í landinu fram til næstu uppskeru.
Eftir því sem þeír hafa komist næst,
hafa Þjóðverjar árið sem leið ekki
flutt inn nema einn þriðjung af
þeim matvörum, sem þeir þurfa að
kaupa í útlöndum. Ef Þýzkaland
getur ekki flutt inn neitt á þessu
ári, verður landið uppiskroppa, eftir
þrjá ársfjórðunga.
En prófessorarnir hafa komist að
mjög dýrmætri niðurstöðu. Þeir
segja að Þjóðverjar eyði 59 °/0 meiri
fæðu, en þeir nauðsynlega þurfi, og
þeir vilja þvi að hverjum manni sé
skamtað hæfilega mikið til lífsviður-
væris. A þann hátt verða ekki ein-
ungis nægileg matvæli til i landinu
fram að næstu uppskeru, heldur
verður drjúgur afgangur.
(Úr ensku blaði).
Saltnámur unnar.
Rússarnir i Wieliczka.
Bær neðanjarðar.
Á leið sinni til Krakau hafa Rúss-
ar náð á sitt vald einni frægustu
borginni í Norðurálfu. Þeir hafa
unnið Wieliczka, með hinum alkunnu
neðanjarðarsaltnámum.
Frá sjónarmiði hernaðarins er þetta
þýðingarmikið fyrir Rússa. Wieliczka
liggur aðeins fáa kílómetra fyrir
sunnan Krakau við járnbrautina og
stendur á 242ja metra háum hálsi.
Er hægðarleikur að halda þaðan uppi
skothríð á Krakau. I bænum Wiel-
iczka eru aðeins um 10,000 ibúar,
og eru nálega allir Pólverjar; eru
það nálega eingöngu saltnámurnar
sem gefa bænum þýðingu. Þar eru
jafnaðarlega 1000 manns að starfi,
og árlega eru þar losaðar 100,000
smálestir af salti. Þau feiknin öll
af salti sem hér eru grafin upp, eru
notaðar til fæðu, til iðnaðar og til
áburðar. Hið einkennilega við þess-
ar saltnámur er það, að þær mynda
heilan bæ neðanjarðar. Gegnum átta
niðurgöngugíga liggur leiðin ofan í
7 sali hvelfda; milli þeirra eru ótal
gangar og mynda þannig fullkomið
völundarhús. Eru gangarnir til sam-
ans 100 kílómetrar á lengd.
I þessu völundarhúsi eru hér og
hvar smá stöðuvötn, sem farið er
yfir á bátum, og hvelfingar 30 metra
háar, alt skreytt súlum, myndastytt-
um og ljósberum, sem alt er höggið
út í saltsteininn. Frægastar eru 2
kapellur, þar sem ölturin, bekkirnir,
helgimyndirnar og minningarmörkin,
alt er úthöggvið í saltsteininn. Salt-
námurnar í Wieliczka hafa um lang-
an tíma þótt eitt hið allra einkenni-
legasta er fyrir augun ber í Norður-
álfu.
Nú hafa Rússar náð valdi yfir
þeim. Hvort þeir fá að halda þeim,
leiða leikslokin í ljós.
Ráðuneytisskitti í Portugal.
Ráðuneytið í Portugal sagði af
sér 23. f. m. Áður höfðu komið
fréttir um það, að konungssinnar
höfðu hafið uppreisn og stjórnin þá
sett f varðhald eitthvað um 70 liðs-
foringja. Þessar uppreisnarfréttir
munu ekki hafa verið á rökum bygð-
ar, því uppreisnin virðist eingöngu
hafa verið í þvi fólgin, að liðsfor-
ingjar þessir ætluðu að ganga á fund
Arriaga forseta til að mótmæla þvi,
að nokkurir liðsforingjar yrðu fluttir
frá einni herdeild til annarar. En
hermálaráðherrann hafði gefið út
skipun í þá átt. Þegar fregnin um
það, að foringjar þessir hefðu verið
hneftir í varðhald, barst út meðal
herliðsins, gengu vel flestir liðsfor-
ingjar í hernum á fund hermálaráð-
herrans og afhentu honum sverð
sitt og sögðust telja sig fanga.
Þegar svo var komið sá ráðuneyt-
ið sér ekki annað fært, en að segja
af sér, þvi það treysti sér ekki til
að stjórna höfuðlausum her.
Arriaga forseti bað Castro hers-
höfðingja að mynda nýtt ráðuneyti,
og hefir honum tekist það. Fyrsta
verk nans, þegar hann kom til valda,
var það að leysa þá foringjana úr
varðhaldi og afhenda hinum aftur
sverð sin. Hann hefir sömuleiðis
leyft ýmsum blöðum að koma út á
ný, er fyrri stjórn hafði gerð upp-
tæk.
.Sultan af Egiftalandi/
Þegar Tyrkir höfðu sagt Rússum
stríð á hendnr, og þar af leiðandi
bandamönnum þeirra, Frökkum og
Bretum, var auðvitað mál, að þeir,
Tyrkir, fyrst og fremst mundu reyna
að spilla yfirráðum Breta á Egifta-
landi. Þar búa trúbræður Tyrkja,
og hinsvegar eru margir þar í landi,
sem gjarnan vildu losna undan yfir-
ráðum Breta.
En Bretar vora við öllu búnir.
Þeirra fyrsta verk var að setja
Kedivann af og velja annan
mann til þess að stjórna landinu.
Kedivinn var Tyrkjahollur og því
ekki treystandi á hann.
Maður sá, sem Bretar hafa sk pað
æðsta mann landsins, heitir Hussein
Kemal Pasha. Flytjum vér hér mynd
af honum.