Morgunblaðið - 25.04.1915, Side 2

Morgunblaðið - 25.04.1915, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Simskeyti frá Central News. Þýðingarmikil áhlaup Þjóðverja umhverfis Ypres, neyddu Frakka til þess að hörfa undan að Yser skurð- inum. Notuðu Þjóðverjar þar kæf- andi gastegundir. Ahlaupum á brezkar skotgrafir við Ypres var hrundið. dpena: Simfregnir skýra frá því, að floti bandamanna hafi skotið á Enos og Gulf-Saros. Petrograd: Rússar hafa sótt fram í Galiziu, í nánd við Lutowiska. Öllum áhlaupum Austurríkismanna hrundið. Samskot til Belga. Listi nr. 7. Úr amtmannshúsinu niSri kr. 30.00 Z. — 20.00 Frá Djúpavogi (safnað af síra Jóni Finnss.) — 66.50 Úr Miklaholtshreppi (Snæf. og Hnappad.s. (safnað af Stefáni Guðmundss., Borg — 63.30 Úr Ófeigsfirði (safnað af Guðm. Póturss.)^ — 184.00 Áfhent ísafold — 164.05 0. ívarsson, Hafnarfirði — 10.00 K. í Gh. mánaðargjald — 2.00 Per (afh. af síra Bjarna) — 10.00 Frá Keflavík (safnað af Þorst. Þorsteinss. oddvita) — 110.86 Frá nemendum unglingaskól- ans í Keflavík (safnað af Jónu Sigurjónsd.) — 79.66 G. Ó. — 5.00 Kolbeinn Þorsteinss. skipstj. og frú — 50.00 Frá Auðkúluhreppi (safnað af Jóni B. Matthíass. Auðk.— 54.75 Aður auglýst kr. 3208.65 Samtals kr. 4058.77 «—-i ij A©BÖlýIN. 1= Afmæli í dag: Jón Fjeldsted klæðsk. Sofía Halldórsdóttir jugfrú Kristinn Guðmundsson bakari María Kristín Thoroddsen húsfrú. Kristín Meinholt húsfrú Jón Jónsson dócent Málfríður G. Jakobsdóttir húsfrú Anna Kr. Hjaltested jungfrú Anna S. Thoroddsen ráðsk. J. B. Pótursson blikksm. Afmæliskort selur Friðfinnur Guð- jónsson, Laugaveg 43 B. Veðrið í gær: Vm. v. st.gola, hiti 3.0 Rv. s.v. kul, hiti 2.5 ísaf. v. st.gola, hiti 3.0 Ak. s. st. gola, hiti 3.0 Gr. s.v. gola, hiti 2.0 Sf. v. st. gola, hiti 3.3 Þh.F. v. gola, hiti 6.3. Goðafoss. Loftskeytatækin eru nú komin á það skip. Hann hljóp af stokkunum í Khöfu 22 þm., að morgni og voru margir landar vorir í Hofn viðstaddir þá athöfn. Það er gert ráð fyrir, að Goðafoss rúmi um 100 smá- lestum meira af flutningi en Gullfoss, þ. e. alls um 1000 smálestir. Eftir því 8em oss hefir verið tjáð, hefir tölu- vert rúm verið pantað í skipinu fyrstu ferðina, svo það er útlit til þess að skipið verði fullfermt fyrstu ferðina hingað til lands, í miðjum júnímánuði. Sýslumannsembættið í Dalasýslu er auglýst laust til umsóknar. Síra Ásgeir Ásgeirsson íHvammi sækir um prestsembættið á Isafirði. Síra Jóhann fermir rúmlega 50 börn f dómkirkjunni í dag. Engin síð- degismessa. Ný trúlofun : Ungfrú Ágústa Hildi- brandsdóttir, Thorvaldsensstræti 2, og verzlunarm. Sigurður Arnason, Lindar- götu 3. Jarðarför Hjartar lögmanns Hjartar- sonar fór fram í gær, að viðstöddu miklu fjölmenni. Síra Jóhann Þorkelsson flutti húskveðju. Bekkjarbræður Hjartar báru kistuna, sem var hvít, og fagurlega skrýdd blómum, inn í kirkjuna. Kirkj- an var tjölduð svörtum klæðum. Þar hólt síra Bjarni Jónsson líkræðuna, en Ragnar Hjörleifsson söng einsöng. — Guðm. skáld Guðmundsson hafði ort Ijóðin. Úr kirkjunni var kistan borin af 6 yfirdómslögmönnum bæjarins, en frá sálarhliðinu að gröfinni báru rit- stjórar blaðanna líkið. Jarðarförin var einhver hin hátíðlegasta, sem hór hefir fram farið. Flögg voru dregin í hálfa stöng víða í bænum. Saltskip kom til Duusverzl. í gær. Jarðarför frú Maríu Heilmann fer fram á morgun. Islands Falk var í Hafnarfirði í gær. Nýlátinn er síra Böðvar Eyjólfsson í Árnesi, Hann dó úr lungnabólgu, og var um fertugt. Botnia fór frá Leith á föstudags- kvöldið. Fótboltafélag Reykjavíkur hefir breytt nafni sínu og kallar slg nú »Knattspyrnufélag Reykjavíkur«. I gær var mannfjöldi mikill staddur á Austurstræti fyrir utan Hotel Reykja- vík. Hóldum vór fyrst að einhverjum hefði lent saman þarna á götunni, en þá mintumBt vór þess, að velzla skyldi standa í hótellinu. Og auðvitað þurfti fjöldi manna að híma á götunni til að sjá boðsgestina. Mikil er forvitnin i henni Reykjavik! En þess ættu þeir bæjarbúar að minnast, sem er ant um að góður bragur sé á bænum, að svona götugón setur fremur þorpssnið á höfuðborgina. Merkileg uppgötvun Það hefir jafnan þótt galli mikill á þeim loftskeytatækjum, sem nú eru aðaliega notuð í heiminum, Marconi og Telefunken, að eigi hef- ir tekist að finna ráð til þess að ákveða úr hvaða átt loftskeytið er sent. En allir sjá hve afar þýðing- armikið það er, einkum fyrir skip i þoku, og einnig er slys ber að höndum og skipið ferst áður en loftskeytamaðurinn hefir haft tæki- færi til þess að láta aðrar loftskeyta- stöðvar vita hvar skipið er statt. Sérfræðingar hafa litið svo á, að slík uppfynding væri svo þýðingarmikil, að með henni mundi verða óhugs- anlegt að tvö skip, sem bæði eru útbúin með loftskeytatækjum, mundu geta rekist á, þótt í niðaþoku væri. Marconi hefir mörg undanfarin ár gert tilraunir til þess að finna þráð- lausan áttavita, en honum hefir ekki tekist að ráða þá gátu svo fullnægj- andi væri. Nú flytja síðustu brezk blöð, (frá 15. þ. m.) sem oss hafa borist, fregnir um það, að ítalskur verk- fræðingur hafi fundið upp vél, sem auðvelt sé að setja í samband við vanalegar loftskeytavélar, og ná- kvæmlega gefi til kynna hvaðan loft- skeytið er sent. Þess er ekki getið í blaðinu hvernig þessi vél er út- búin, en sérfræðingar virðast vissir um að hún sé ágæt. í fyrra mánuði sýndi hugvitsmað- urinn uppfynding sína mörgum sér- fræðingum í Rómaborg. M. a. var þar staddur Mr. Marconi. Leizt honum svo vel á vélina, að hann keypti hana af verkfræðingnum og þar með einkaleyfið til þess að nota hana framvegis. Þessi þráðlausi áttaviti hefir síðan verið notaður til reynslu á mörgum Atlantzhafsskipum, þ. á. m. á Krist- ianiafjord Norðmanna. Tilraunirnar hafa hepnast sérstaklega vel og það er því fnll ástæða til þess að ætla, að þessi þýðingarmikla vél, sem hundruð hugvitsmanna í heiminum hafa verið að glima við undanfarin ár, sé nú fundin. Rússneskir fangar yflrheyrðir. Tíðindamaður einn á austurrísku herstöðvunum lýsir þannig prófum austurríksks liðsforingja á 4 rússnesk- um föngum: »Eg var fyrir nokkru viðstaddur, er fyrirliði úr herforingjaráðinu yfir- heyrði fanga. — Langar engan ykkar til að sleppa burt aftur? Það stendur ykkur til boðac, segir fyrirliðinn. Þeir glápa á hann eins og bjálfar, en enginn svarar. — Viljið þið gera það fyrir pen- inga ... 10 rúblur — tuttugu rúbl- ur . . . 50 rúblur, hundrað? Ljóshærður og digur Rússi segir alvörugefinn. — Þetta stríð hefir staðið nógu lengi! Og hinir kinka kolli. Eg geng til fyrirliðans og segi f gremju: Hvað munduð þér gera ef ein- hver fanganna'tæki boði yðar? Lík- ast til skellihlæja að honum . . . Fyrirliðinn svarar með hægð: — Yður skjátlast. Eg er þess bú- inn að standa við orð mín. Við kaupum stundum fanga til að snúa aftur. Þeir hafa sagt félögum sín- um, hve vel við förum með þá og komið aftur — með stórhópa með sér. — Skolbrúnn. I orðabókum segir að orðið skol- brúnn, sem kemur fyrir stundum í mannlýsingum fornum, eigi að tákna dökkan hörundslit, (»brunladen« Fritzner). En vilji menn athuga nógu vel þá staði, sem t. d. Fritzner vitnar í, munu þeir sjá að þetta getur varla verið rótt. Fölur í ásjónu, skolbrúnn, stendur þar, og um Vígastyr segir hann var . . . nefmikill, stórbeinóttur í andliti, rauðbleikur á hár . . . skol- brúnn. Fer víst mjög sjaldan saman sá háralitur og dökt hörund. Orðið skolbrúnn eða skólbrúnn hygg eg bafi verið haft um þann sem hafði mikil brúnabein og var loðbrýndur, svo að augunum var fremur skýlt en á öðrum; skolbrúnn verður þá sama sem skjól — eða skýlibrýndur. Mun' af því vera, í fyrstu, dregið manns- nafnið Skúli (sbr. á dönsku skule, et skulende Blik). Um Egil Skallagrímsson segir, að- hann var skolbrúnn, og só þar átt við brúnalagið, eins og virðist mjög lík- legt, þá hefði mátt eins að orði kom- ast um annað höfuðskáld íslenzkt, Þorstein Erlingsson. Hefi eg sjaldan sóð brúnabein jafn mikil eða vel vaxin og á Þorsteini, enda var höfuðið ákaf- lega sterkt, og sagði hann mór, ef eg man rótt, að hann hefði aldrei höfúð- verk fengið. Því aðeins gat honum auðnast, að vinna það afreksverk sem haun vann á Hafnarárum sínum og kvæðið »Örlög guðanna« einkum ber vott um, og yrkja samfara svo þreyt- andi vinnu, sem mikil kensla er, önn- ur eins ljóð og eftir hann eru til. Þorsteinn heitinn hefir verið sagður á |prenti bláeygður, en í öðrum stað að augun hafi verið dökkbrún; dökk' grá tel eg þau hafa verið. í vísu Egils: svartbrúnum lót sjó»' um þýðir svartbrúnn, svartbrýnduiV og er eg þar ekki einn til frásagnar- Og fáir munu líklega ætla, að K0*'. brún, unnusta Þórmóðar skálds, b^* svo nefnd verið af því að hún hafi hörundslit mint á mókol eða brúnk0*' Enn mætti geta þess til, að sk°l' brúnn væri einmitt sama sem k<>F brúnn (Egill nefndur ýmist svartbrú00 eða skolbrúnn). Lýslngin á Styr fleira, virðist mór þó gera líklegó P þýðingu, sem áður er nefnd. 22.—23. apríl. Helgi Pjeturss-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.