Morgunblaðið - 25.04.1915, Page 4

Morgunblaðið - 25.04.1915, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Grundvallarlögin dönsku Síðan styrjöldin mikla hófst í fyrra- sumar, hefir grundvallarlagabreyting- in danska legið í þagnargildi. Bar- áttan var áköf, annarsvegar vinstri- menn, gjörbótamenn (radikale) og jafnaðarmenn, en hinsvegar hægri- menn einir. í fólksþingmu er tala hægrimanna hverfandi, en í lands- þinginu skiftust menn í tvo flokka jafnsterka um málið. Þegar Estrup heitinn dó í fyrravor, mistu hægri- menn eitt atkvæði og höfðu eigi bolmagn á móti hinum við atkvæða- greiðslur. Tóku þeir þá til þeirra Zahle forsætisráðherra. ráða að gera þingfundi ólögmæta með því að ganga af fundum, þegar grundvallarlögin og kosningarlög þau hin nýju er þeim fylgdu, voru til umræðu. í því þófi stóð þegar ófrið- urinn varð til frestunar málinu. Nú eru þau tíðindi hingað kom- in, að þessi lög muni ná fram að ganga með samþykki allrr flokka. Hægrimenn hafa stritast á móti frá J. G. Christensen. fyrstu, en eru nú komnir að raun um að barátta þeirra verður aldrei til sigurs. Og nú síðast í marz urðu þrír aðalmenn hægriflokksins til þess að koma fram með samningsgrund- vö!l, sem allir flokkar hafa tekið gildan. Eru því allar líkur til að hin nýju grundvallarlög verði tilbú- in til konungsstaðfestingar 5. júní á þessu vori, afmælisdegi gömlu grund- vallarlaganna frá 1849. Breytingarnar sem hægrimenn fá framgengt á fiumvarpi því, sem fólks- þingið samþykti í fyrravor, eru í að- alatriðum þessar: Aldurstakmarkið til kosningarréttar færist smátt og smátt úr 30 árum niður í 25 ár, um eitt ár á hverju kjörtímabili. Það líða því 16 ár þangað til lágmark- inu er náð, með því að kjörtímabil- ið er 4 ár. Þetta svipar til ákvæð- anna í nýju stjórnarskránni hér. — Önnur breytingin er sú, að 18 menn taka sæti í landsþinginu, auk þeirra 54 sem þar eiga að sitja þjóðkjörn- ir. Þessir 18 skulu kosnir með hlut- fallskosningu af þeim, sem sæti eiga í landsþinginu, þegar þing er rofið í fyrsta skifti eftir að lögin eru sam- þykt. En samkvæmt frumvarpinu frá í fyrra skyldi hið nýja landsþing tilnefna þessa 18 menn sjáift. Þetta var gjörbreytendum lengi þyrnir í augum, en vilja þó vinna til sam- komulags að !áta undan. Síðasta tilraun stuðningsmanna grundvallarlaganna til samkomulags var sú, að bjóðast til að taka upp ákvæði í lögin þess efnis, að til þess að samþykkja í rikisdeginum lög um nýja skatta eða álögur eða um eign- arnámsheimildir skyldi þurfa 2/g at- kvæða i hvorri málstofu fyrir sig. Við hið óvænta samningatilboð hægri- manna fellur þetta úr gildi. Aftur á móti fara þeir fram á að x/3 fólk- þingsins geti krafist þingrofs út af fyrnefndum málum og nýrrar með- ferðar á nýkosnu þingi. Þá er og ein nýungin sú, að fram- vegis skulu grundvallarlagabreytingar háðar þjóðaratkvæðagreiðslu. Til samþyktar slíkra breytinga útheimt- ist meiri hluti greiddra atkvæða og að minst 45 % a^ra kjósenda greiði atkvæði. í blaðinu í dag birtist mynd þess manns, sem útlit er fyrir að komi þessu mikilsverða máli heilu i höfn, Zahle forsætisráðherra Dana. Enn- fremur gefur hér að líta J. C. Christ- ensen, sem talist hefir með stuðn- ingsmönnum grundvallarlaganna, en ef til vill hefir tafið framgang þess meir en nokkur maður annar, með brellupólitík sinni, sem víða er orð- iu kunn. En mörg eru þau nöfn, sem getið mun í annálum Dana, þá er saga þessa merkismáls verður rituð. Úfriðarsmælki. D a n i 1 o ríkiserfingi Svartfellinga liggur fárveikur um þessar mundir. Ekki vita menn hvað að honum geng- ur, en það er talið sennilegt að hann muni aldrei taka við ríkisstjórn þótt hann komist á fætur aftur. Sennilega kemst þá Mirko bróðir hans til valda að Nikita látnum eða Michael sonur hans. Mirko er miklu vinsælli í land- inu en bróðir hans. Danilo er giftur þ/zkri konu en þau eiga engin börn. W i 1 s o n Bandaríkjaforseti sendi Albert Belgakonungi símskeyti á af- mælisdag hans, og lét þar í Ijós virð- ingu sína og aðdáun fyrir honum. U p p þ o t allmikið varð í Genúa á Ítalíu þ. 8. þ. mán. Heimtaði lýður- inn með háværð að ítalir færu með ófriði á hendur Þjóðverjum og Austur- ríkismönnum. Var síðan gengið urn göturnar og gluggar brotnir hjá þýzk- um veitingamönnum og kaupmönnum og á skrifstofu Norddeutscher-Lloyd. UPPBOfilÐ IGODTUAB fc byrjar aftur á morgun 26. apríl kl. 4 e. m. Verður þar meðal annars selt: Clófasfur sfeinn, TÐosimalvogir, díassar, cKunnur og dZalar, Sjqfof éá~ litié sfiomé, Jiafiaraoíia i fotum, JSifur á íínur ocj net\ Þafimálning, cflbjalfialfi, iJ'rdsmióafim, Sunémagi\ SCvorfistoinar, gamalí ^óvorfi, SiorésíqfuBoré og smœrri Boré, SunéBoífi\ SCoéjulásar, Sfiqfiur, Siróingasfaurar og onnfromur qf fií viíí: (Bfnar, Cféavéfar og c7for og JCoiri sfayptir munir. Þetta er síðasta tækifærið til þess að gera góð kaup í Miljönafélaginu. Þeir sem kynnu að vilja selja Holdsveikraspílalanum í Laugarnesi um eitt ár, frá 14. mai næstkomandi að telja, mjólk þá er spítalinn þarfnast fyrir, hérumbil 1200 potta af nýmjólk og 600 potta af undanrennu mánaðaf' lega, heimflutta á hverjum morgni í hús spítalans, sendi mér tilboð með tilteknu lægsta verði, fyrir lok þessa mánaðar. Laugarnesspítala 20. april 19x5. Einar Markússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.