Morgunblaðið - 23.05.1915, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.05.1915, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Belgiumenn svelta. Nefnd sú, sem stendur fyrir út- býtingu matvæla til Belga hefir nú snúið sér til Englendinga og beðið um samskot til þess að geta haldið starfi sínu áfram. Hafa Þjóðverjar neitað að sjá bágstöddum mönnum í Belgíu fyrir mat og samskot til Belga frá hlutlausum löndum dræm- ari nú en áður. Nefndin hefir ekki beðið um samskot frá Englandi fyrr, þar sem svo var til ætlast í upphafi að þau kæmu eingöngu frá hlutlaus- um löndum. Englendingar tóku þessari málaleitan vel, og fyrsta dag- inn var skotið saman 1,130,000 kr. Georg konungur gaf 9000 kr. Sprengiefni. Rússar hafa nýlega sent frá sér stóra pöntun á púðri og sprengiefni til verzlunarfélags í Kanada, alls fyrir um 300 miljónir króna. 35 vecksmiðjur í jAmeríku skifta yerkinu á milli sín og það eru engin smáræði, ;.sem verksmiðjurnar eiga að ljúka við daglega. 90 þúsund sprengi- kúlur eiga þær að gera á degi hverj- um fyrstu 6 vikurnar, en upp frá því gera Rúsear sig eigi ánægða með minna en 500 þúsund daglega. Rússuesk"skip eiga að flytja sprengiefnið frá Kanada til Hvítahafsins undireins og það verð- ur vel fært skipum. iSrœnar Baunir frá Beauvais eru ljúfi'eugastar. atRCHTOd.0 tnRNrftlUCllt STOAHtKTVClft ***TO«., ^IORH i ftTU&EM KOMC tOOVie. HgRTuCOJ AV*CU5T A*'«*5'5tN ** AP wtFwTS M ORS.C AP F.ftOtN Af BáVERS ár DOSUMlCHn W. /K9 SACH|«n w Verdenskrigen“ ndkom- Som Bilag til 3die Heffe Som Folgeblad til 4de mer i mindst 50 Hefter d folger et Europakort med Hefte folger ovenst aa- 25 0re og bringer foruden Angivelse af de krigsfo- ende Tegning trykt i Teksten et ganske overvœl- rende Landes Armékorps. fem Farver. Format 25 X dende Billedstof, hoved- 164 Centimeter. sagelig Gengivélser lefter Fotografler. iiyldendalsRe Boghandel • NordisK Forlag Énhver, der ensker 1 nu udkœmpes, ber gt JJ VER er eigulegasta ritið, sem ; og ábyggilega sem kostur hefur verið á jörðunni, og drættir ófriðárstöðvanna 0 os Bókaverzlun Sí isr Heinr. Marsmann’s Vörumerki. La Maravilla eru langbeztir. Aðalumboðsmenn á Islandi: Nathan & Olsen. Niðursoðið kjðt frá Beauvais þykir bezt á ferðalagi. Liðhlaupingi. (Þýtt). Það var í desembermánuði árið 1812. Brunastormur næddi yfir skóga Brandenborgar-héraðs og velti snæ- þrungnum skýjum yfir loftið. í skógarjaðrinum, réttþarsem þjóð- vegurinn lá inn í skóginn, stóð veit- ingahús. Þar var auðsýnilega ekki vænst gesta, því dyrnar voru iæstar og veitingamaðurinn og heimafólk hans höfðu sezt hjá arineldinum og létu fara vel um sig. En samt sem áður átti nú svo að fara &ð gestir kæœu þangað áður en dagur væri af lofti. Sá fyrsti, sem barði að dyrum, var þreytulegur ferðamaður í síðri og slitinni kápu. Hann varð að knýja hurðirnar nokkr- um sinnum áður en veitingamaður- inn kæmi til dyra. — Hvað viltu? spurði gestgjafinn nokkuð höstum rómi. — Eg ætla að biðja um húsaskjól, góði maður, svaraði gesturinn. Þér eruð vist ekki svo harðbrjósta, að bér látið fátækau mann verða úti í öðru eins veðri og þessu. — O, sussu nei, mælti gestgjafinn vingjarnlega. Komdu inn. Gesturinn gekk inn og settist við arineldinn. Meðan hann vermdi sig lét hann kápuna svarfast út á axlir sér. — Heyrðu vinur minn, mælti gestgjafinn og virti hann fyrir sér. Kápan þín er að visu slitin og hnöppunum hefir verið sprett úr henni —■ en mér skjátlast þá meira en lítið ef hún er ekki nákvæmlega eins og einkenniskápur franska fót- gönguliðsins. Gesturinn hnykti við og hann leit ráðaleysislega á gestgjafann. — Jæja, þú skalt ekki verða hræddur, mælti gestgjafinn. Eg þyk- ist sjá, hvernig á ferðum þínum stendur, og geti það gert þér rórra í geði, þá skal eg segja þér, að í þessu héraði eru engir vinir Frakka eða harðstjórans, sem þeir kalla keisara--------Jæja,7 fáðu þér nú að borða, mælti hann ennfremur og setti brauð og smjör fyrir gestinn, og siðan getur þú fengið að sofa á heyloftinu. * * * Gesturinn hafði sofið vært litla hríð í heyinu uppi á lofti veitinga- hússins, er hann vaknaði við jódyn. Litlu seinna heyrði hann ’mannamál niðri í stofunni og sá ljósglætu leggja í gegnum rifu í gólfinu. Þótt hann væri bæði þreyttur og syfjaður, rak forvitnin hann til þess að skriða fram að rifunni og gægjast niður í stofuna. Veitingahúsið var gamalt, og hey- loftið var yfir gestastofunni. Niðri sá hann þrjá menn, veitinga- manninn og tvo gesti á siðum káp- um og háum stígvélum, En í sama bili gekk veitingamaðurinn á burtu og gestirnir urðu einir eftir. Annar þeirra hafði fleygt sér í rúmið, en hinn gekk aftur og fram um gólfið — og var honum aug- sýnilega órótt. — Eg get eigi skilið hvernig á þvi stendur , að þér skuluð vera svona rólegur, Renand, mælti hann alt í einu. Eg verð að viðurkenna það, að þegar eg hugsa um það, sem gerast á í nótt, þá rennur mér kalt vatn milli rifja. — Hvaða, hvaða, mælti hún ró- lega. Eg ber engan kvíðboga fyrir þvi. Auk þess getur okkur ekki mis- hepnast fyrirætlunin. Hugsið yður vel um og þér munuð sannfærast um það, að eg hefi rétt að mæla. Menn okkar eru á verði úti i skóg- inum. Eftir eina klukkustund er okkur farið að hlýna og þá ríðum við aftur út í skóginn og þá er þó enn nægur tími til stefnu — því eg hefi haft góðar njósnir. Sleði þeirra Bónaparte og Duroc er altaf á und- an hinum — honum er það í mun að komast sem fyrst heim og er það vel skiljanlegt eftir þann ósigur, sem hann hefir beðið. Þegar hann er kominn inn í miðjan skóginn, ráðast okkar menn fram — tvö, þrjú skot og öllu erlokið í einni svipan. Vaudin minn I þá höfum við hefnt fyrir lýðveldið, sem þessi valdræn- ingi hefir troðið undir fótum. Maðurinn uppi á loftinu heyrði ekki hverju Vaúdin svaraði. Hann hafði ósjálfrátt hörfað burtu frá rif- unni og lá nú og íhugaði það, sem hann hafði heyrt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.