Morgunblaðið - 29.08.1915, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Kristján Þorgrímsson selur
Ofna og Eldavélar
frá elzta og bezta íirma í Danmörku
(Anker Heegaard)
fyrir lægsta verð sem hér er á staðnum.
Skip til sölu.
Mótorkútter »Odin« bygður úr tré, með .eikarklæðning gegn ís, 9
ára gamall, 48 smálestir að stærð (brutto), traust bygður, hefir verið
hafður til selveiða í norðuríshafinu og reknetaveiða á sumrum. Hann
er með 30 hesta mótorvél, sem er tveggja ára gömul.
Þetta skip rak á land í Bakkafirði, varð lekt og stýrið brotnaði.
Það er nú komið hingað til Seyðisfjarðar og þykir ósjófært til að sigla
milli landa, eins og það er, og verður þvi selt hér ef viðunanlegt boð
fæst i það.
Uppboð verður reynt á skipinu mánudaginn 6. september. Hvort
heldur það verður á uppboðinu eða utan uppboðs að hæsta boð fæst í
skipið, þá verður það að eins selt með þeim skilmálum, að ábyrgðarfélag
það, sem hefir skipið i sjóábyrgð, samþykki söluna, og þarf minst átta
daga frest til þess að ná samþykki félagsins, eftir að uppboðið hefir farið
fram. —
Lysthafendur snúi sér til skipstjóra Hovden eða norska vicekonsáls-
ins á Seyðisfirði.
Seyðisfirði 27. ágúst 1915.
St. Th. Jónsson.
Mikið úrval af rammalistum
kom með Vestu á Laugaveg 1.
— lnnrömmun fljótt og vel af hendi leyst. —
Þar fást einnig beztar tækifærisgjafir, svo sem myndir í
ramma og rammalauear, myndastyttur o. fl.
Komið og reynið.
Alt ðheyrt ódýrt.
OFNA og ELDAVÉLAR
allskonar, frá hinni alþektu verksmiðju
„De forenede Jernstöberier Svend'borg".
----Miklar byrgðir fypis>liggjandi-----
Utvega ofna af öllum gerðum og eins
Miðstöðvar-hitavélar.
Laura Nielsen
(Joh. Hansens Enke)
Austurstræti 1.
Heinr. Marsmann’s
vindlar
Cobden
eru lang-beztir.
Aðalumboðsmenn á Islandi:
Nathan & Olsen
Nei, er ekki þetta gott lag?
sagði iiann hlæjandi. Mér er
sem eg sjái stóran, vellauðugan
hestakaupmann, með treyjuhnappa
úr dönskum silfurmörkum, böðl-
ast áfram fremstan í hátíðaför!
— Spilaði svo sama lagið aftur
og hló innilega að sjálfum sér.
Tók svo kolamola og málaði á
vegginn dansandi dalabónda í
pilsvíðum buxum. — Myndin var
snildarverk, það er óhætt að
segja það, og þúsund sinnum meira
virði heldur en »Prestsdóttir heim-
sækir leiguliða*. Já, á veggnum
yfir legubekknum voru ótal slík
meistaraverk. Ef eg væri ríkur,
þá skyldi eg kaupa allan vegg-
inn og setja hann undir gler og
í umgerð, sagði eg.
Jæja, eigum við að koma út,
eða hvað?
Knútur klóraði sér í hvirflin-
um og varð vandræðalegur. Fjand-
inn hafi það, eg bíð eftir pen-
ingum!
Já, hver er sá, sem ekki bíður
eftir peningum? En það er nú
annars fjári skemtilegt.
Eg — er svo niðurdreginn
•vegna — fiðluna á eg — og það
er góð fiðla — hefir alt af verið
mér öruggur tekjustofn. Ja, það
er að segja, þegar eg hefi veð-
sett hana hjá Frau Bierdimpel —
alt af þrjú mörk. Svo tók eg
hana í dag og ætlaði — en nei,
nei. Bierdimpla sagðist ekki geta
látið mig fá grænan eyri. Skil
ekkert í því — hún hefir þó grætt
meira á henni heldur en eg.
»Klein« verð eg í maganum
líka, því eg hefi aldrei neitt að
eta. ölið er gott, það veiztu, —
en — En satt að segja, þegareg
á peninga, þá þykir mér matur
aldrei góður. Fjandinn sæki lika
þessa Bierdimplu! — Knútur
fleygði frá sér fiðlunni ogklóraði
sér í hvirflinum. En sólskinsbros
kom á Knút þegar eg sýndi hon-
um í pyngju mína, — 3 mörk og
75 pfennige.
Þetta er nóg, bæði í Leien-
felder og Methgarten, lagsmaður,
sagði eg. Og 8V0 lögðum við af
stað.
Það lá nú svo vel á Knúti, að
hann brosti fyrir fram að öllu
því sem eg sagði. Eg þorði
naumast að líta á hann, því eg
vissi að honum sjálfum þótti það
leiðinlegt að vera svona engil-
blíður. En ef við mættum hundi,
þá afsakaði hann sig með fyndni
sinni og hló svo innilega skemti-
lega eins og honum var lagið.
Það var nú enn of snemt að
setjast að bjórdrykkju og við
gengum því eftir gömlum vana
niður til listaskólans að spyrja
eftir bréfum og síðan tii mangar-
ans, sem er hinum megin við
Carlsthor, og keyptum þar ost og
flesk í kveldmat. Og við geng-
um inn á járnbrautarstöðina, þótt
við ættum ekkert erindi þangað,
og skygnumst um í biðsalnum;
þar sátu nokkrir stúrnir ferða-
menn; — og síðan horfðum við
um hríð gegn um glerhurð á járn-
brautarvagni.
Þá var nú orðið hæfilega dimt
og því gengum við til Leien-
felderhof.
Matinn höfðum við etið og
Mari færði okkur þriðju glösin.
Við höfðum í mestu einlægni
tjáð hvor öðrum frá hinum miklu
og viðkvæmu tilfinningum okkar.
En hvað við vorum glöggir á
manneðli og ástæður — (því við
vorum aðeins fátækir bændasyn-
ir, þ. e. a. s. snillingar).
Helztu vini okkar skoðunum
við í smásjá. Ekki af því af því
að okkur þætti svo mikið til vin-
anna koma; onei! en það var
svo töfrandi að heyra sjálfan sig
tala um þá! Og nú vorum við
komnir á hæsta stig sjálfsálitsins
og bárum þó takmarkalausa virð-
ingu hvor fyrir öðrum.
Eg sagði Knúti í þriðja skifti
söguna um það þegar eg lá í
taugaveikinni — en kryddaðí
hana að þessu sinni með þeim
furðublæ, að mér fór sjálfum að
finnast sjúkrahúsvistin mesta
keppikefli. En meðan eg sagði
frá, varð eg þess var að Knútur
hlýddi ekki á með jafn mikillí
athygli og hann þóttist gera. Eu
þegar eg hafði nú leyst frá skjóð-
unni, þá var það ekki svo mikiU
vandi að komast burtu úr tauga'
veikinni til Luxemborgar og það-
an með timburfleka niður í gaml'
an skóg og máninn reis svo guð-
dómlega fallega.
— Mari! hrópaði Knútur. Ei^
enn! Og svo þurkaði hann sér
um munninn og þótti gott. M»rl
kom með ölið og hún mátti ^
að bragða á því fyrst — og
an á því stóð horfði Knútur aní'
urbitnum augum á hana og straú^
á henni bakið. Mari hló °£
spurði hvers vegna hann horfðl
þannig á sig. — »Sie, Sie habeD
eine schöne geschichte«, ra^tl