Morgunblaðið - 29.08.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1915, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Erl. símfregnir. Opinber tilkynning M brwku ntanríkisstjóminni i London. Frá Frakklandi. Úrdráttur úr opinberum skýrslum Frakka 24.-26. ágúst. Þessa dagana bafa staðið stór- skotaliðsorustur vió og við á allri herlínunni. Kvað einkum mikið að þeim 24. þ. m. þegar vér þögguð- um niður í fallbyssum óvinanna í Moutidier og Souchez. Stóð þar og áköf stórskotaliðsorusta 26. þ. m. í Vogesafjöllunum hafa sífelt stað- ið ákafar orustur, en óvinirnir hafa ekki unnið aftur neinn hluta af því svæði, sem vér nýlega tókum, hvorki hjá Schratzmaennel, Barrenkopf Son- dernach eða Fecht. Flugferðir. Flugmenn hafa verið mikið á ferli. 23. þ, m. vörpuðu 7 loftför 80 sprengikúlum á stöðvarnar í Fergnier og Noyon. Kviknaði þar eldur. Allir flugmennirnir komu aftur heim heilir á húfí. 24. ág. skutu flug- menn á stöðvarnar í Lornach og Oftenburg í Baden og 62 flugvélar flugu sama dag yfir Dillingen i Prússlandi og vörpuðu 150 sprengi- kúlum, þar af 60 mjög stórum, nið- ur á járnverksmiðju og hergagna- verksmiðju. Flugmennirnir hæfðu vel markið. 25. ágúst vörpuðu flug- menn vorir sprengikúlum á herbúð- ir óvinanna hjá Dannes og Bausant i Woevrehéraði, á járnbrautarstöðina og stöðvar Þjóðverja i Argonne, brautarstöðina og flugskála i Vity og og Boisleux. Sama dag réðust 60 franskar, brezk- ar og belgískar flugvélar á Forest Noulthules. Kviknaði þar eldur viða. Flugmannasveit kastaði 127 sprengi- kúlum á brautarstöðina i Noyon. Þýzkir flugmenn vörpuðu 4 sprengi- kúlum á borgina Wesoul. Særðust þar lítilsháttar ein kona og eitt barn en eignatjón varð sáralítið. London, 27. ágúst. Útdráttur úr opinberum skýrslum Rússa 24,—.27. ág. Engin breyting hefir orið í Riga- héraði. Hjá Jakobstadt hafa staðið orust- ur og ýmsum veitt betur og hjá Friedrichstadt hafa Þjóðverjar fengið liðsauka og hafið sókn, enda þótt þeir hafi verið hraktir hjá Drinsk. Milli Kovno og Vilna hefir fram- sókn þeirra verið hnekt og vér hörf- um undan hægt og rólega meðfram Wilia. Milli Bobr og Narew hörfum vér undan á vestri bakka Bobr og sök- um þeirrar hreyfingar hersins yfir- gáfnm vér Ossowiec og sprengdum þar öll vígin i loft upp og ónýtt- um alt timbur, sem þar var. A þessu svæði þrcngva Þjóðverjar að eins kosti vorum hjá Birlystoc og Bielsk. Miili Narew og Bug sóttu Þjóð- verjar ákaft að oss, en fótgöngulið vort og riddarar hröktu þá og náðu bæði föngum og hríðskotabyssum. Þessi viðureign gerði oss það auð- veldara að ná nýjum stöðvum. A hægri bakka Bug stöðvuðum vér tilraun Þjóðverja til framsóknar í áttina til Kovel þann 22. ágúst. Þar fyrir norðan reyna Þjóðverjar að sækja fram á veginum milli Brest Litowsk og Kovel og stend- ur þar enn orusta. í héraðinu sunnan við Vladimir Wolynsky hafa staðið smáskærur og í GaKziu er skotist á með riflum og sumstaðar með fallbyssum. Búlgaria. Búlgarar og þjóöYerjar. Fregnin um að Þjóðverjar hefðu sent Búlgurum »ultimatum«, sem getið var um í einkaskeyti til Mbl. í gær, er harla einkennileg. Menn hafa ætíð hugsað, að Búlgarar væru mjög vinveittir Þjóðverjum, að minstá kosti hafa þeir síðarnefndu gert alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að vinna Búlgara til liðs við sig gegn Serbum og Rússum. Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan að Þjóðverjar lánuðu Búlgurum stórfé, auðvitað til þess að þeir betur gætu búið sig undir að gripa til vopna. Og nú rett fyrir skömmu — i miðjum þessum mánuði, báðu Búlg- arar Þjóðverja um meira fé — og fengu það. — Sendu þeir mann til Berlinar til þess að útvega pening- ana, en það er auðvitað mál, að þýzka stjórnin, sem sjálfsagt sjálf þarfnast alla þá peninga sem hún getur hönd á fest, muni ekki hafa sint fjárbeiðni Búlgara nema hún áður hafi trygt sér fylgi þeirra. Undir öllum kringumstæðum er það undarlegt að þeir skuli lána þeim fé einn daginn, en senda þeim ul- timatum 10 dögum síðar. Það hlýtur eitthvað óvænt að hafa komið fyrir sem sem spilt hefir vináttu þjóðanna. Annars er í þessu sambandi nógu fróðlegt að líta á það hvað forsætis- ráðherra Búlgara, Mr. Radoslavoff, sagði í viðræðu við ameríkskan blaðamann nýlega. Honum fórust svo orð: Búlgaría bíðnr. Búlgaría er fyllilega við því búin að ganga inn í styrjöldina, en hún biður eftir áreiðanlegri tryggingu fyrir þvi að hún fái laun fyrir verk sín, þau laun, að fá safnað þjóðinni saman. í serbnesku Makedoníu eiga nú heima hér um bil 1.500.000 Búlgar- ar og það var ætlan okkar i Balk- anófriðnum að ná þessu landi undir okkur og það er ætlan okkar enn. Þegar bandamenn hafa fullvissað okkur um það að við fáum þetta land og litinn hluta einnig úr grisku Makedoniu, þá er okkur ekkert að vanbúnaði lengur. En tryggingin vsrður að vera áreiðanleg. Búlgaria fer ekki að úthella blóði þegna sinna fyrir óvissu eina. Því miður erum við nú þannig settir að við getum eigi rutt okkur til þessara landa með oddi og egg. En i þess stað gætum við fengíð þau með samningum, með því að beita her okkar gegn öðium. Vegna þessa höfum við af fúsum vilja ráðgast um það við báða máls- aðila þessa ófriðar, hvert vera skuli hlutskifti okkar. Og einmitt með þvi að leita hófanna hjá búðum, get- um við séð hversu mikils við meg- um vænta. Bandamenn fara þess á leit við okkur að við skipum her okkar fram til viga við hlið þeirra. En Þjóð- verjar mælast til þess eins að við gætum hlutleysis okkar meðan á striðinu stendur. En hvort sem verður nú ofan á, þá heimtum við fyrir það sömu laun. Okkur gengur ekki það til að draga málið á langinn, þótt svo virð- ist ef til vill. Við viljum að eins hafa fulinaðarvissu fyrir laununum, áður en við afráðum nokkuð. Til þess að menn geti betur skilið þetta, er vert að geta þess, að nú sem stendur eru nær þrjár miljónir Búlg- ara undir erlendum þjóðum. Og megin þorri þeirra er 1 löndum, er liggja að okkar landi. Það hefir ver- ið framtíðardraumur okkar að sam- eina þá sem flesta. í Bessarabíu eru liklega hálf miljón Búlgara og i Rúmeníu 300.000. Nokkrir eru í Þrakiu, en meginþorrinn í Make- doniu. Þjóðin þekkir ógnir ófriðarins, — eftir það að hafa sjálf átt i blóðugri styrjöld, en hún er þó fús til þess að ganga inn í ófrið að nýju, til þess að ná löndum sinum undan oki erlendra þjóða. Meðal annara þjóða er það álitið að förum við til liðs við banda- menn, þá munum við krefjast þess að fá Miklagarð. Þetta er fjarri öll- um sanni. Búlgaria hefir ekkert með borgina að gera. Enda þótt Búlgaria sé reiðubúin til þess að ganga inn í ófriðinn, þá veit hún vel hvað það kostar. Hún veit að Tyrkland er öflugt, helm- ingi öflugra en alment er álitið í Evrópu. En her okkar er nú betur búinn við striði, en nokkru sinni fyr. Hann hefir verið æfður á rúss- neska vísu og herforingjar okkar hafa stundað nám við herskóla helztu rikja Norðurálfunnar. Og okkur er sama með hverjum vér berjumst. Við berjumst að eins fyrir einu—: Makedóniu, og við verðum að hafa fulla vissu fyrir þvi, að við fáum hana, áður en við grípum til vopna. H. P. DDUS Á-deild HAFMARSTRÆTI. Mikið af nýjum vörum kom ^ siðusta skipum, meðal annars: Saumavélar — Sjöl — SaumagafI1 hvit og mislit Gluggatjöld sniðin Gluggatjöld störr og mislit Kjólaefni — Kápueft11 — Silki — ágætt Léreft — Borðdúkar Mikið úrval af ullarvörum fyflt konur, karla og börn. — Svart og mislitt ullarband Enskar húfur o. m. m. fl- Heijkið *Zo&afÍQCj Qigamíitf úr JEiverpool Margar ágætar tegundir nýkomU31' Cigarottur: Nilometer (Egypt) Three Castles i pökk. og dós. Acom í dósum Westminster í pk. Capstan í pk. Tóbak: Criterion, Traweller, Loy Cabin, Sun Dried, Sun Cured, Waverley Mixtufí Three Castles tóbak , j: og margar fleiri tegundir ágætaf pökkum og dósum, fást í Liverpool. Maís ómalaður, kominn aftur í Verzl. VON1 Langavegi 55, Reyktur Laí afbragðsgóður, frá Hvanney1*' fæst daglega á kr. 1.00 og kr. U® pr. Va kíló I Matarðeildu 1 Hafnarstræh Sími 211. Sláturfélag Suðurl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.