Morgunblaðið - 05.09.1915, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1915, Blaðsíða 2
2 == MORGUNBLAÐIÐ 3Œ3IE 3I=]IE DIEj I I □E JBirefíj c&lónQÍ, cKvisttau, SœnguréúR er bezt að kaupa hjá cXaralói cflrnasyni’ Hafnarstræti 4. nr=»i------=nr=nar 111 !!□ Þak- Gólí- Veggja- Loft- Pappi stórar birgðir, lágt verð hjá Jónatan Þorsteinssyni. vér hörfuðnm undan til betri varnar- stöðva, og ollum þeim feiknamiklu manntjóni. Vér handtólyim ioo liðsforingja og 7000 hermenn og er einn þriðji hluti þeirra Þjóðverjar (hitt Austurrikismenn). Vér hörfum undan frá Styr og Galizíu yfirleitt og verjum hverja hreyfingu hersins með afturfylking- unum. Höfum vér handtekið þar menn svo hundruðum skiftir og náð vélbyssum og öðrum hergögnum. En í Austur-Galizíu unnum vér stór- sigur hjá Strypa. Óvinirnir hörfa þar óðfluga undan á stóru svæði og höfum vér náð þar 30 fallbyssum og handtekið 1000 menn, og er helmingur þeirra Þjóðverjar. Sjóndeildarhringur ísl. íþróttamanna. Nýtt met á 50 yards sundi er nún^ 22 3/5 sek., sett í júlf þ. á. Metið var áður 23 2/5 sekundur, bæði þessi met hefir hinn snjalli röskleika- maður Kahanamoku sett. Hann er líka sá langsnjallasti sundmaður i heimi á sprettsundum, frá 25 til 150 stikna. Hj. Saxtorp hinn danski vann h'ámark Dana i júli 1915 á 100 stikna sundi; tíminn var ekki góður, 77 */B. Duglegri var 15 ára gamall Svíi, að nafni Kaj Hansen, er svam þessa sömu vegalengd á 70% sek. í Stokkhólmi í *sama mánuði. Um sama leyti svam Svíinn Ville Andersen 500 stikur á 7 mín. 55 sek., en Daninn Harry Hedegaar, sömu vegalengd á 8 min. 52 V5 sek. Munurinn er skrambi mikill, eins og sjá má af þessu — tæp mínúta á þ. 500 stk. En þó verður munurinn meiri ef bera ætti okkar 500 stiku sundmenn saman við þessa kappa, og er það reyndar mjög skiljanlegt, þar sem að okkar kappsund fara fram í opnum sjó — og honum köldum c. 12 gr. c. — en þessi kuppsund þeirra fara fram i sundhúsum, þar sem kuldinn er ekki til hindrunar^sundinu eins og hjá okkur. Hvenær skyldi annars .sundhölU (fyrirgefið þið dyrfskuna) eða að minsta kosti almennilegar sundlaugar verða til hér í höfuð- staðnum? Sundlaugarnar eru alt of litlar, aldrei er hægt að láta fram fara þar t. d. kappsund, eða dýfing- ar, því siður vatnaleika, eins oc; »Vaterpolo«, »kunstsund« eða björg- unarsund, sem eru þó hin nauðsyn- legustu, og allir ættu að læra, áður en þeir verða þátttakendur i kapp- sundum. Þing og stjórn Svia veitir árið 1915 62,000 kr. og árið 1916 75,000 krónur til styrktar og útbreiðslu iþrótta þar í landi; ekki er að furða þótt Sviar séu vel á veg komnir í iþróttum. Lengsta »diskus«-kastið í ár (26/6 '15) mældist 44.81 stika og var það jötunn að nafni Arlie Mucks frá Wisconsin sem kastið átti. En enn- þá er finski stúdentinn Taipale beztur — með kasti er mældist 48,27 stikur, sem er líka heimsmet. Met Dana er nú 40,62 stikur — (Valter Jensen í júlí s.l.) var áður 38,45 stikur. Danir eru farnir að herða sig. Lengsta kastið okkar er 33,88 stikur (Sig. Pétursson). Svo óhætt er að herða sig, ef ekki á við þetta að sitja. Mönnum blöskruðu 100 rasta hjóla- kap'þreiðar þær (Rvík—Þingv.—Rvík) sem »Morgunblaðið« ætlaði að stofna til. Fanst það heldur langt. En hvað segja menn um 100 mílna hjólakappreiðar þær, er Sviar stofn- uðu til i júní síðastl. (Stokkhólm— Gautaborg—Stokkh.). Og þreytt var í'stormi og rigningu — ekkert sýnd- ist bíta á íþróttamennina. Sá fyrsti A. W. Persson, rann skeiðið á enda á 51 klst. 41 mín. 222/5 sek., sá næsti var 16 klst. á eftir honum. Röstina (1 km.) hleypur fljótasti Daninn á 2 mín. 41 sek., en sá fljótasti hér (Sig. P.) á 2 min. 45 sek. Svo ekki vantar nema herzlu muninn þar. Merkilegt er að frétta það úr hild- arleiknum, sem nú er háður, að fyrst eru það íþróttamennirnir — hlaup- ararnir og hjólreiðamennirnir, sem falla í bardaganum. Frakkar hafa mist 2 beztu hlaupara sína, Jean Boen og Andrée. Þjóðverjar — sem reyndar fréttist litið af — hafa lika mörg og stór skörð í sinni miklu iþróttafylk- ingu. Bezti Maraþonhlaupari þeirra, Lúdecke, er fallinn, einnig E. Mickler, ein af alþjóðahlaupurum þeirra. Hann hljóp 1 röst á 2 mín. 23*/5 sek. — og er það ennþá heims- met (record). Engu siður en knattspyrnan eru hkup sumariþrótt — og meira þó — alt árið er hér hægt að æfa hlaup — (skiðahlaup ef ekki vill betur og er þá ekki valið af lakari endanum). En hér eru sjaldan þreytt kapphlaup — eins og það þó er góð æfing. íslenzku smalarnir ættu þó að vera slálfkjörnir hlauparar (þótt illa tækist til í miluhlaupinu forðum). En það var af vankunnáttu og æfingaleysi. Þess vegna: Æfið ykkur að hlaupa. Úr bréfi íþróttamanns, sem dvelur erlendis: —--------»Menn úr ýmsum fé- lögum æfa saman i bróðerni, og keppa i bróðerni. Rétta hver öðr- um hendina (líka i knattsp.) eftir að kapphlaupi er lokið, brosandi og másandi, og aldrei i eitt einasta skifti hefi eg heyrt brydda á öfund eða óvináttu þeirra á milli. En þeir eru ekki kappsminni að heldur.«-------- Svo mörg voru þessi orð. Athugið þau íþróttamenn! Á vestri vigstöðv unum. Hvenær skríður til skarar? í dag er liðið eitt ár siðan Þjóð- verjar biðu ósigur sinn hjá Marne- fljóti og urðu að láta undan siga. Þá var París borgið og þá breyttist nernaðurinn þar vestra algerlega. Hvortveggja herinn reyndi nú um hríð að kornast á snið við hinn. Var það aðeins hægt að vestanverðu, því að austan brotnaði ófriðarbrim- ið á Sviss, sem enn stendur eins og »klettur úr hafinu«. Herirnir færðu sig því stöðugt vestur á bóginn, þangað til þeir ráku sig á hafið — og lengra gátu þeir ekki komist. Þar með var framsókn beggja lokið, »viðureignin storknaði i skotgröfun- um«, eins og einn fréttaritarinn hef- ir komist að orði. Síðan hefir eng- in eða mjög lítil breyting orðið. Þjóðverjar hafa þó heldur þokast aftur á bak, en það er ekki teljandi. Altaf hefir verið barist á hverjum einasta degi og altaf hafa margar þuS undir manna drepnar og limlestar- En altaf er nóg lið til þess að fy ^ í skörðin og herlínurnar eru alta sem órjúfandi múrveggur. ^ess vegna hefir báðum óað við að leg$i3 til höfuðsóknar, en af kappi búast þó báðir við því, vegna þess að ein' hverntíma verður að skríða til skarar- Ameríkskir fréttaiitarar hafa þflð eftir frönskum og brezkum herfor- ingjum, að þeir bíði þess að fí nægileg skotvopn. Búast þeir vi& því að það verði um veturnætur eða fyr, og muni Þjóðverjar þá fá þann skell, sem þeim ber. Allir treysta þeir á Lloyd George. »Biðið þang' að til Lloyd George hefir látið smiða nóg af sprengikúlum handa okkur, og þá skuluð þið sjá að við sópum Þjóðverjum eins og fisi burt úr Frakklandi og norður yfir Rín4* Þetta er í fám orðum álit banda- manna. En þótt maður búist n4 við þvi að Þjóðverjar verði nokkuð þéttari fyrir heldur en fis, þá er þð enginn efi á þvi, að bráðum verðuf hafin sókn af bandamanna hálfu og munu þeir þá leggja fram alla krafta sina. Og i annan stað búast Þjóðverjaf til sóknar. Hafa þeir nú um langa hríð lagt alt kapp á það, að sú sóku yrði sem öflugust. Þeir hafa dregið saman ógrynni af skotfærum og skotvopnum bak við herlinuna. Þaf hafa þeir og gert fjölda flugstöðva og furðulega mikil matvæli hafa þeif þar einnig. Segir svo fregn, seiö komin er frá Belgíu seint í ágúst* mánuði, að þótt Þjóðverjar fari mjög leynt með allan þennan viðbúnað sinn, þá muni honum þó bráðufli lokið og muni þeir þá þegar hefjast handa og sækja að bandamönnum með eldi og stáli og öllum þeitu vopnum, sem hugvit þenra hefif kent þeim að nota. Það má því búast við að hvorif tveggja hefji sókn um sama leyti* Verður það hræðilegur árekstur og er þá eigi nema tvent til: Annað- hvort verður sóknin svo jöfn, að ekkert vinst á og alt verður í sömn skorðum eftir sem áður, eða þá að annaðhvor herinri brýtur hinn á bak aftur. En hvor verður hmn sterki? Sildaraflinn fyrir norðan. Skip þau, sem nú stunda silð' veiðar fyrir Norðurlandi, hafa þegaí aflað og saltað 279.000 tunnur ^ sild, auk þess sem farið hefir i bræðsl°' verksmiðjurnar. Vér áttum tal við Akureyri i og var oss sagt að sildarafli hefð5 verið góður seinustu þrjá dagan3’ En áður höfðu gæftaleysi bagað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.