Morgunblaðið - 05.09.1915, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
STEINOLÍA.
Nokkur hundruð tunnum af
Water White og Prime White
steinoliu, er von á með skipi eftir miðjan þennan mánuð. Olían er á
stórum tunnum og seld meö óvenjuley;a lágu verði. —
Fyrirfram pöntunum tekið á móti í
JEíiverpooí
Hafnargerö Reykjavíkur.
i kyndara og i vélstjóra vantar nú þegar.
Nokktir verkamenn og steinsmiðir geta líka fengið vinnu bráðum.
Menn snúi sér til skrifstofu hafnargerðarinnar Tjarnargötu n
milli kl. ii og 3.
Kirk.
1
Brjóstsijkursverksmiðjati i
Sfykkisijófmi
býr til allskonar brjóstsykur úr bezta efni. Pantanir afgreiddar um hæl
um alt land. Styðjið innlendan iðnað. Reynið Stykkishólmssætindin —
og þér kaupið aldrei annarstaðar!
Einar Vigfússon.
Mikið úrval af rammalistum
kom með Vestu á Laugaveg 1.
— lnnrömmun fljótt og vel af hendi leyst. —
Þar fást einnig beztar tækifærisgjafir, svo sem myndir í
■ ramma og rammalausar, myndastyttur o. fl.
Alt öheyrt ódýrt. Komið og reynið.
ir' Heinr. Marsmann’s
vindlar
E1 Arte
eru langbeztir,
Aðalumboðsmenn á Islandi:
Nathan & Olsen
Haming j usteinninn
(i*ýtt).
— Mór er alveg sama hvernig
topashringurinn er, bara að hann
sé ekki of dýr, mælti Tompson
við búðarþjóninn. Eg ætla ekki
að hafa hringinn til skarts.
Búðarþjónninn brosti og kom
með nokkra topashringa. Tomp-
son keypti einn þeirra, setti hann
á fingur sér og fór.
Þetta var í fyrsta skifti á
æfinni að hann keypti sér hring.
Kveldið áður hafði kunningi hans
sagt honum, að topas væri ham-
ingjusteinn fyrir þá menn, sem
fæddir væru í einhverjum mán-
uði, sem hann tiltók. Tompson
var fæddur í þeim mánuði, og
af því hann var talsvert hjátrúar-
fullur ákvað hann að ná sér í
einn stein og reyna hvað satt
væri í sögunni. —--------
Þegar hann kom heim, var
honum sagt að maður biði uppi
herbergi hans. Hann fékk hjart-
slátt. Gat það skeð að steinninn
væri þegar farinn að hafa áhrif ?
Var gesturinn kominn til þess
að tilkynna honum að honum
hefði tæmst arfur?
Hann þaut upp stigann og tók
þrjú þrep í einu skrefi. En þeg-
ar hann opnaði dyrnar á her-
bergi sínu lá honum við að hljóða
af hræðslu. Því gesturinn var
enginn annar en Tom Smith,
sem hann hafði skuldað fimm
pund langa lengi, og flúið eins
og sjálfan skrattann seinustu vik-
urnar.
Smith bauð »góðan dag« og
brosti biturt.
— íað var mikið að maður
gat hitt þig heima! mælti hann.
Þú ætlar að draga það nokkuð
lengi að greiða mér þessi fimm
pund. En nú vil eg ekki bíða
lengur! Skilurðu það? Ef eg
hefi ekki fengið peningana fyrir
laugardag, þá skrifa eg húsbónda
þínum! Annað var erindið ekki.
Vertu sæll!
Og áður en Tompson fengi
sagt eitt orð, var Smith þotinn
út á götu.
— Það hlýtur að vera einhver
vitleysa með þennan topas, taut-
aði Thompson og stundi við.
Hingað til hefi eg þó altaf getað
forðast þennan mann. Jæja, eg
verð að reyna að reita saman
peningana.
Honum tókst það, og svosendi
hann Smith þá og lét það um-
mælt um leið, að nú væri vin-
áttu þeirra lokið.
— Og það er gott, að eg er nú
laus við hann, mælti hann við
sjálfan sig.
Daginn eftir datt hann ofan
stigann í skrifstofunni og hafði
nær hálsbrotnað.
Þegar hann kom frá sjúkra-
húsinu, þar sem sár hans höfðu
verið bundin, kom honum það í
hug, að einkennilegt væri það,
að hann hefði aldrei fyr dottið
ofan stiga, og braut heilann um
það, hvort topasinn mundi eigi
eiga sök á því.
— Ef til vill er þetta enginn
hamingjusteinn, hugsaði hann.
Ef til vill er hann mér til óham-
ingju að eins.
Á heimleiðinni keypti hann
bók um hjátrú og hindurvitni og
þar sá hann svart á hvítu að
topasinn hlaut að vera honum
hamingjusteinn. Og hann ákvað
þvi að fleygja honum eigi.
Svo leið vika. En þá kvaddi
húsbóndi hans hann einn góðan
veðurdag á fund sinn — og mælti
í hátíðarrómi:
— Mr. Thompson!
— Sir! svaraði hinn hálfsmeik-
ur.
Hvað ætli húsbóndinn vilji
mér? hugsaði hann. Á eg að fá
launa hækkun? Hann leit á top'
asinn og hugsaði með sér, að
það gæti þó aldrei orðið minna
en 2 shillings á viku.
— Þér hafið sennilega heyrt
það, að viðskiftin hafa minkaðr
mælti húsbóndinn. ■ Við erum því
nauðbeygðir til þess, að lækka
kaup manna okkar. Hér eftir fáið
þér að eins 35 shillings á vika
í stað 40. Ef þér getið fengið
yður betri atvinnu, þá er yðaf
það í sjálfsvald sett að fara héð'
an.
Thompson stundi og fór. Hoö'
um fanst topasinn horfa hæðni0'
lega á sig. Hamingjan, sem boO'
um fylgdi, hafði ekki gert vaH
við sig til þessa. Síðan hai111
keypti hringinn hafði hann tap'
að 5 pundum, komist nærri
að drepa sig, og nú síðaat i°lS
tilfinnanlega af launum sínuni-
Litla hríð var hann ákveðh1*1
í þvi að að selja þennan svik^
stein, en eítir nánari yfirvegu