Morgunblaðið - 24.10.1915, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.10.1915, Blaðsíða 3
24. okt. 351. tbl. • MORGUNBLAÐIÐ Saxar og íslendingar. I. Saxar voru þeir af Þjóðverjum ^em til forna höfðu einna mest hreystiorð á sér. Konungur þeirra var, segir Snorri, Vitrgils, eða Gils hinn vitri, sonarsonur Óðins. Son Vitrgils var Vitta, og er það nóguskrít- ið að konungsættin sem nii er í Sax- landi skuli heita Vittnar eða Vittungar (die Wittener). Saxar voru mjög komn- ir frá Óðni, enda héldu þeir í lengsta lagi trygð við hin fornu goð, og tóku ekki hina svonefndu kristni fyr en þeir voru mjög til neyddir. Söxum virðist hafa farið mikið aftur síðan Karl mikli braut þá til kristni með svo miklum erfiðismun- um. Meðalhæð Saxa' kvað vera minni en annara þjóðflokka í þýzka ■hernum. Minnir þetta á íslendinga, sem líka hefir hrakað mjög, síðan meðalhæð á íslandi var meiri en annarstaðar á Norðurlöndum, eins og mjög likJegt er að verið hafi á 10. öld. Það mátti heita einvalalið sem hingað fór og til Grænlands. Græn- land fór alveg með hið hraustasta kyn á jörðinni, en á íslandi tórðum vér af, jafuvel 17. og 18. öld, og erum svolítið að lýsast og lengjast aftur, þó að roikið skorti á að íslendingar séunúhæstu menn á Norðurlöndum. (Það þarf að skrifa íslendinga sögu þannig, að það skiljist hvernig á því stendur). II. Saxar hafa mjög haft það til sins ágætis, sumir, sem drýgra hefir reynst til þjóðheilla heldur en hreysti í bar- dögum. Saxi var spekingurinn Leib- niz, einhver mesti vitmaðurinn sem sögur fara af með Þjóðverjum. Og saxneskur er Albrecht Penck, einn af mestu náttúrufræðingum sem nú eru uppi. Penck er eirinig framúrskar- andi málsnillingur, einn af þeim mönnum sem bezt hafa ritað þýzka tungu. Einhvern tíma sá eg i danska blaðinu »Politiken« að Penck væri Austurríkismaður, en það er misskiln- ingur sem mun vera sprottinn af því að hann var prófessor í Vínarborg um tíma. III. Leibniz hafði stórmikla trú á því hvað vísindin gætu orðið þjóðunum notadrjúg, og gekk manna bezt fram í að stofna visindafélög. Timinn hefir sýnt að hann hafði rétt fyrir sér. Engin auðsuppspretta hefir orð- ið eins drjúg einsog aukning hins vísindalega hugsunarháttar. Fólkið er fleira svo tugum miljóna skiftir, og auður þjóðanna hefir vaxið um hundrað þúsund miljónir kr. og meira, fyrir það að menn lærðu að athuga betur en áður, og rekja betur saman orsakir og afleiðingar. Og engin þjóð hefir lifað eins á vtsindunum eins og Þjóðverjar. En þó eru jafn- vel þar ekki vísindi metin sem skyldi, hvað þá í öðrum stöðum. Styrjöld- in mikla sýnir það. Hefðu menn varið til að efla þekking og rétta ^ugsun þúsund miljónum króna, og svolitlu broti af þeim mannafla, sem er beitt til meiðinga og manndrápa, þá hefði óefað á friðsamlegan hátt mátt ávinna það til þjóðareflingar eða réttara sagt mannkjmseflingar, sem menn hyggjast nú mest geta áunnið með ófriði, og miklu meir. IV. Trúin á visindi er of takmörkuð enn þá, menn hafa ekki skil ð nógu vel ennþá, að það er hin rétta hugs- un eða viðleítni til réttari hugsunar, sem er aðalatriðið. Menn eru svo mikið að fást um, að þetta og þetta í rannsóknum og ritum, miði ekki til verklegra framkvæmda, og hættir mjög við að halda, einkum þar sem sumir vísindnmenn eiga i hlut, að verkamennirnir séu ekki launanna verðir. Menn virðast merkilega glej^mnir á það, að nú þegar mætti nefna mörg dæmi þess, að rann- sóknir sem flestir töldu helzt nokk- urs konar vísindalegan hégóma, eða ekki einuslnni það, hafa orðið stór- kostlega að notum. Og fátt hafa menn lært hingað til, sem verða mun notasælla en sá skilningur sem nú hefir áunnizt í heldur lítilsmetnu höfði, að samstilling lífskraftanna er það takmark, sem neyta verður allr- ar orku til að stefna að en ekki frá. Það væru margir á lífi nú, sem látið hafa Hf sitt, og með hinum mestu harmkvælum sumir, margir ómeiddir, sem nú eru örkumlaðir og þjáðir, og margir glaðir, sem nú eru sorgbitnir, ef þeim, sem mestu ráða á jörðu hér hefði verið það nógu Ijóst, hvert takmarkið er. Og miklar munu verða breytingar til batnaðar á högum mannanna, ef það auðnast að skýra og skilja, að það er fundin leið til að stefna betur en áður hefir gert verið hér á út- jaðri vitheims, að hinu mikla tak- marki allrar verundar. 21. okt. Helqi Tjeturss. ---------»»1»---------- Gert að. Lesendum hættir um of við að gleyma að mis- prentanir geta átt sér stað. í grein minni um brauð síðestl. sunnudag stóðu orðin »hér i bæ« á röngum stað. Gerfróður stóð þar líka fyrir gerðfróður. Danska orðið »gære« mun vera sama sem islenzka orðið gera (gjöra), og rétt mál mundi vera að segja að það geri i brauði, sbr. ígerð. Þýzka orðið gjihren hygg eg sýni að orðið gjöra (gera) hefir verið til i þýzku forn- máli, og sjálfsagt notað einsog í nor- rænu, til margs, þó að nú sé það horfið nema i merkingunni sömu sem »gære« hefir i dönsku. Þó að það kunni að vera rétt, að setja »giihren« í samband við orðin ger og görn og Guhr, virðist það ekki þurfa að ósanna mitt mál. H. P. Hvað er Danolit-málning? Það er nýjasta, bezta en samt ódýrasta málningin til allrar útimálningar. Jafngóð á stein, tré og járn. Danolit er búinn til af Sadolin & Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn. Aðalumooðsmenn: Nathan & Olsen. Beauvais nlðursuðuvörur eru viðurkendar að vera langbeztar í heimi. Otal heiðurspeninga á sýningum víðsvegar um heiminn. Biðjið ætíð um Beauvais-niðursuðu. Þá fáið þér verulega góða vöru. Aðalumboðsmenn á íslandi: O. Johnson & Kaaber. hefir alla hina ágætustu eisrinlegleika. Betra að þvo ú.t henm en nokkurri annari sápu, skemmir ekki fötin þvi hún er búin til úr hinum hreinustu efnum, og alíur tilbúningur hennar hánn vandaðasíi. I lýtir o~ léttir þvottinn. ÞE55A sáríí ættu a.’Iir að biðja uni. Farið eftir fyrírsogninni sem er á tllum SunHght sapu umhúí'usn Bezta ölið Heimtið það! — o — Aðalumboð fyrir ísland: Nathan & Olsen. Neðanmúlssögur Morgunblaðsins eru beztar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.