Morgunblaðið - 24.10.1915, Side 4

Morgunblaðið - 24.10.1915, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ nr 3IŒIC 3E Jlanzkabúðin JJusfursfræfi 5. Miklar birgðir af ails konar skinnhðnzkum komu með Sterling. Enn fremur Ullar- og bómullarhanzkar og vetlingar, Cashemír-hanzkar, fóðraðir með silki, eftirgerðir vaskaskinsvetlingar og yfir höfuð hanzk- ar og vetlingar af öllum hugsanlegum tegundum fyrir karla, konur og börn. Tiaupið þar sem úrvafið er mesí og bezfl Tfendrikka Tinsen. JU 3IK=1E DE 30 STEINOLÍA. Ódýrasta steinolían í bænum. Kaupið steinolíu að eins eftir vigt. Tóm föt undan steinolíu, sem keypt er hjá okkur, kaupum við aftur á 6 krónur hvert. Sniiið yður tii: Verzl. V O N, Laugavegi 55, og Verzl. á Vesturgötu 50. Talsími 353. Talsími 403. 70,000 krónur. Fyrsti drdttur í hinu ig. danska Kolonial (klassaj lotterii, ýer fram p. iy. og /7. desember ncestkom- andi. Sjötíu þúsund krónur geta unnist d einn seðil, ef lán er með. dZaynié ! Nokkra dráttarseðla heúr undirritaður til sölu og gefur nauðsynlegar upplýsingar, Hallgr. Tómasson, Laugavegi 55. Tfið effirspurða Tiður 0Q Dúnn er nú komið affur í Vöruhúsið. Vín og áfengi í svaðilförum. Því hefir lengi verið viðbrugðið, hversu áfengið fer með þrek óg krafta manna. Einkum hefir öllum kom- ið saman um að áfengi sé öldungis óalandi og óferjandi í öllum mann- raunum og svaðilförum eða þegar mest reynir á þrautseigju og fithald m;nna, og hafa margir þar tilnefnt heimskautaferðirnar. Að vísu hafa þeir verið einna margmálugastir, sem í minstar mannraunirnar hafa ratað. Það er þvi fróðlegt að heyra hvað Roald Amundsen, sá er einn allra komst á suðurskaut hnattarins, segir um þetta mál. För hans þótti mjög frækileg, ekki aðeins að því er snert- ir visindalegan árangur, en öllu frem- ur fyrir hið óbilandi þrek og svo að segja takmarkalausu þrautseigju, er hann og félagar hans sýndu í suð- urskautsförinni. Hann ritar svo i hinni heimsfrægu bók um þessa ferð, í 7. hefti bls. 165: »Við gátum þakkað það einu helzta vínsöluhúsinu í Kristjaníu að við vorum vel birgir af vínum og áfengi. Þótti okkur öllum, undan- tekningarlaust, sem í leiðangrinum vorum, ágætt að fá okkur vínglas við og við, eða þá góðan dram (: en god dram). Oft hefir verið rætt um áfengisnautn í heimskauta- ferðum. Eg lít á áfengi, sem neytt er í hófi, eins og lyf í heimskauta- Iöndunum, og á eg þá vitanlega við neyzlu þess i vetursetu. Öðru máli er að gegna um áfengi á sleðaferð- um. Það vitum við allir ‘af reynsl- unni, að þar á það alls ekki við. Ekki af þvi, að »einn dramm« geti gert neinn skaða, en vegna þyngd- araukans og fyrirferðar á sleðanum. A sleðaferðum veltur mjög mikið á þvi að alt sé sem léttast og ekkert tekið með nema það sem er bráð- nauðsynlegt. En áfengi tel eg ekki með þvi sem er »bráðnauðsynlegt«. En það var reyndar ekki aðeins í vetursetunni, en einnig á hinni löngu tilbreytingalausu för um stormasöm og hráslagaleg höf, að áfengi varð okkur að gagni. Það er ótrúlegt hversu það oft og einatt gerir manni gott að fá sér einn dramm þegar maður kemur niður votur og kald- ur eftir hrakning (»sur jobc) og legst til hvíldar. Bindindismaður fitjar væntanlega á trinið (»vil vel grine paa næsen«) og spyr hvort góður, heitur kaffibolli muni ekki koma að sömu notum. Eg, fyrir mitt leyti, held nú, að að alt þetta kaffi, sem menn ern að sulla í sig við þess háttar tækifæri, sé mörgum sinnum skaðlegra en lítið eitt af brennivíni. Óg hversu mikla þýðingu hefir ekki eitt toddy eða vínglas, þegar menn eru að gera sér dagamun í slíku ferðalagi I Tveir menn, sem undan- farna daga hafa orðið dálítið saup- sáttir, sættast nú aftur fullum sátt- um við hressandi ilminn af rornrn- inu. Hið gamla er afmáð og þeir hefja góða samvinnu af nýju. Þegar áfenginu er svift úr þesskonar smá- samkvæmum, sést fljótlega munur- iun. Það er hægt að segja að það sé sorglegt, að menn skuli þurfa að neyta áfengis til þess að Iyfta sér upp. Nú, jæja, eg er ásáttur um það. En með því að við erum nú ekki meiri menn en þetta, þá verð- um við að tjalda því sem til er. Það virðist svo, sem mentaðir menn (»civiliserede menneskerc) þurfi nauð- synlega örfandi drykki, og þegar svo er, verður hver og einn að haga sér eftir beztu sannfæringu. Eg hallast að toddyinu. Fyiir roér má hver sem vill borða jólaköku og sulla (»tylle«) i sig kaffi, en einatt fá þeir magakvilla og aðra slæmsku. En það verður engum ilt af því þó hann fái sér dálitið af toddy. Afeng- isneyzlan í síðustu »Fram«-ferðinni var svolátandi: Einn dramm og 15 dropar með hverjum miðdegis- verði á miðviku og sunnudögum og eitt toddyglas á laugardagskvöldum. Hvern hátiðisdag voru meiri veit- ingar*. Amundsen nefnir það margsinnis: síðar i riti sínu, að þeir hafi fengið' sér í staupinu þegar hæst átti að hóa og þegar þeir félagar. fjórir tóku hlaðsprettinn að suðurskautinu, höfðu;- þeir meðferðis eina flösku af brenni-- víni og aðra af koníakki, en kuld- inn var þá svo mikill, að hvorttveggja glerið sprakk í höndunum á þeim. Þetta eru lærdómsrikar línur bæði- fyrir ofdrykkjumenn, þvi allstaðar talar AmuDdsen um hóflega nautn áfengis, og þá ekki síður fyrir öfga-- mennina hinumegin. S. S. g=5 e ^s- ■ Nýtt lán í Bandaríkjum. Þar sem lántaka bandamann í' Ameríku hefir gengið betur en bú- ist var við í fyrstu og þeim nú býðst meira fé en beðið er umr þykir mjög liklegt að bandamenn taki annað jafnstórt lán þar í landi að 6 mánuðum liðnum. Er nú verið að undirbúa það og leyta fyrir sér með undirtektir fjármálamanna Ame- riku. --------------------- Til Kiew. A þýzkum hermanni, sem var tekinn höndum af Rússum, fanst nýlega ein af skipunum þeim, sem Þýzkalandskeisari við og við lætur út ganga til hermanna sinna. Skip- unin var á þessa leið: Kæru hermenn I Eg veit að þér munuð vera orðnir þreyttir eftir hina löngu sigursælu sókn yðar gegn óvinum föðurlandsins, og að þér þarfnist hvildar. En vér getum ekki; hugsað oss að hvílast fyr en vér höfum náð Kiew. Láturn oss flýta oss að þvi marki. Þetta skeði i lok fyrra mánaðar, en svo sem kunnugt er, eru Þjóð- verjar enn langt frá Kiew. ■■ 11 ---------------

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.