Morgunblaðið - 24.10.1915, Side 6

Morgunblaðið - 24.10.1915, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Dll samkepni útilokuð HeDtugasta nýtízku ritvélin nefnist „Meteor“. Verfl: einar 185 kr. Upplýsingar og verðlisti með mynd- um i Lækjargötu 6 B. Jóh. Ólatssoo. Sími 520. Wolff & Arvé’s H Leverpostei jj I V* og '/» pd. dósum er bezt. — Heimtið-það! NiðarsoðiA kjðt írá Beaitvals þykir bezt á íeröahiffL Tennur eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir tanngarðar og einstakar tennur á Laugavegi 31, uppi. Tennur dregnar tit af lækni dag- lega kl. 11 —12 með eða án deyf- ingar. Viðtalstimi 10—5. Sophy Bjarnason. Likkistur fást vanalega tilbúnar á Hverfisgötu 40. Sími 03. Helgi HeJgason. &rœnar Baunir trá Beauvais eru ljúffengastar. Capf, C. Troile Skólastræti 4. Talsími 235. Brunavátryggingar—Sjóvátryggingar Stríðsvátryggingar. Vátryggið í »General« fyrir eldsvoða Umboðsm. SIG. THORODDSEN Frikirkjuv. 3. Talsfmi 227. Heima 8—B Beauvais Leverpostej er bezt. Geysir Export-kaffi er bezt. Aðalumboðsmenn: 0. Johnson & Kaaber, Alt sem að greftrun lýtur: Iikki tnr og Líkklæði bezt hjá Matthiasi Matthíassyni. Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna, fá skrautábreiðu lánaða ókeypis. Sími 497. Wblma* DOGMBNN Sveinn Björnssow yfird.lögtc. Fríkirkjuvejí 19 (Staðastaí) Slmi 202, Skrifsto/utSmi kl. 10—?. ag 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—<■ Eggert Claessen. yfijréttarmáia- fiutDÍngsmaður Pósthdsstr. 17 Vsnjulagsi. hoima 10—-il og 4—5. 8imi 18. Jörs A«b.jðrn»son yfird.lögo'.. Hverfisgötu 45 (hús Matth. Einars- sonar læknis, uppi). Sími 435. Heima kl. 1—2 og 5—6 síðd. Gtldm. Olíllsson yfirdómslögm Miðstr. 8. Sírm 488. Heiiua kl. 6—8. Skúli Thorodtlsen alþm. og Skúli S. Thoroddsen yfirréttarmálnflutningsmaður, Vonarstræti 12. Viðtalstími kí. 10 —11 f. h. og 5—6 e. h. Hittast á helgidögum kl. 6—8 e. h. Sími 278. Lesið Morgnnblaðið. YÁTH V < l <* 5 ív <« A í? Vátryggið taíarlaust segn eidi, vörur og húsmuni hjá The Brithisb Dominion General Insurance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason. Brimatryggingar, sjó- og stríðsvátryggingar. O. Johnson & Kaaber. A. V. Tulinius Miðstræti 6, Taísími 254. Brunatrygging — Sæábyrgð. Stríðs vatry ggi n g. Skrifstofutími 10—11 og 12—3. Deí kgl. octr. Brandassnrance Co. Kaupmannahöfn vátryggir: bT»«, husgögn, alls- boriar vðruforða o. s. tiv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjaid. Heimaki. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. í Austurstr. f. (Búð L. Nielseu) N. B. Niel»eii. Oarl Flnsen Laugaveg 37, (uppi) Brunah-yggingar. He’ma 6 l/A—7 '/* Talsími 331. Bezt að augJýsa í Morgnnbl. Hjá Hindenburg. Orustan hjá Vilna. Eftir Mr. Oswald Schíitte, fréttaritara »ChicagoDaily News« á austurvígstöðvunum. 4. október. Vegur minn til hinna nýju skotgrafa, sem hinn sigursæli þýzki her hefir hrakið Rússa úr, lá yfir líksáinn orustuvöll. Aftur hefir Þjóðverjum mishepnast að umkringja Rússa. Eg verð að viðurkenna það, að Rússar sýna ennþá undraverða reglu í undan- haldi sínu og eru alls eigi af baki dottnir þrátt fyrir hræðilegt manntjón. Sem Btendur er það hulið leynd- armál hvað Þjóðverjar ætlast fyr- ir, en það hygg eg rangan frétta- burð að þeir ætli sér að hafa vetrarherbúðir þar sem þeir nú eru komnir. Þess hafði verið vænst, að framsókn Þjóðverja austan við Vilna mundi leiða til hinna stærstu atburða í þessum ófriði, því meginþorri herliðs Rússa þar, 10 herir að sögn, virtist genginn í gildru. En Rúss- um varð það til bjargar að þeir börðust hraustlega og að vond veður bónnuðu Þjóðverjum að sækja fram suðaustur af Smorgon og komast í veg fyrir Rússa. Þar komust Rússar undan, ein hersveitin á fætur annari. Fylkingar Þjóðverja standa nú norðan og sunnan við Smorgon. Hafa þær að baki sér ágætar járnbrautir og geta snúist við hverju því sem að höndum ber. Eftir vegunum, sem eru sund- urtraðkaðir 0g hálfófærir fyrir bleytu, er stöðugur straumur flutnings og liðs austur á bóginn. Hersveitirnar eru óþreyttar og hugdjarfar. Otöluleg ósköp af skotfærum og vistum er stöðugt flutt austur, þrátt fyrir ótal örð- ugleika, og eru vegirnir sums- staðar svo slæmir, að vegleys- urnar eru betri. Tómir sjúkra- vagnar eru einnig á sömu leið — fyrirboði sorgarsjónar. Særðu mennirnir. Þessi sorgarsjón blasir við manni, þegar vagnarnir koma að austan aftur. Þá eru það ekki hersveitir röskra bardagamanna, sem fara eftir vegunum, heldur hægfara fylkingar hnípinna, hand- tekinna manna. Þó er enn hryggi- legra að sjá særðu mennina. Þeir, sem hættast eru sárir, eru fluttir í sjúkravögnum, en hinir i tómum flutningavögnum eða í hörðum, fjaðralausum vögnum, sem teknir hafa verið af pólsku bændunum. Þeir sem geta geng- ið eru látnir vaða aurinn, Þjóð- verjar og Rússar hver við ann- ars hlið. Hestarnir hníga stund- um niður við veginn, en straum- urinn heldur áfram engu síður. Á krossgötum mætast tvær sveit- ir og af því verður ógurlegur ruglingur og farartálmi. Um nætur sjást varðeldar blika alls- staðar á mörkum, i mýrum og skógum. Hvert sem auganu er rent, blasir við hin sama sjón: hersveitir sem fara til vígvallar- ins og særðir menn, sem koma þaðan. En innan um alt þetta er óreglulegur straumur af flótta- mönnum, sem hafa orðið að yflr- gefa heimili sín og slást nú í för með þeim straumnum, sern fer vestur á bóginn. Margir eru veik- ir og margir deyja meðfram veg- unum. Það er hræðileg sjón. Vetrarhernaður. Nú sem stendur er tíðin óvenju- lega góð, en fyrir viku voru kuldar og rigningar, sem gerðu vegina ófæra. Góða veðrið hjálp- ar Þjóðverjum til þess að búasig undir meiri sigurvinninga, en veturinn hlýtúr nú að koma á hverri stundu. Vegabótamenn (pioneers) Þjóðverja hafa unnið ágætlega að því, að leggja járn- brautir, smíða brýr og gera við vegina, þrátt fyrir það þótt þeir eigi jafnan að vinna undir kúlna- regni Rússa. Þjóðverjar ætla ekki að brenna sig á sama soðinu og Napoleon. För mín til vígvallarins núna heflr gefið mér nýja hugmynd um hernaðarfyrirætlanir Rússa, undir stjórn Ruszkys hershöfð- ingja. Hann virðist ætla að berj- ast hraustlegar heldur en stór- furstinn. — Eg sá þegar Novo Georgiewsk féll og eg kom til Kowno. Eru það mikil vígi. Þegar Ruszky tók við lierstjórn- inni voru Þjóðverjar austan við Kowno. Vinstri herarmur þeirra náði til Vilkomir, en syðri her- armurinn til Oletta. Miðfylking- ingarnar sóttu fram í áttina til járnbrautarinnar milli Kowno og Vilna og komst til Trokownovie 15. september. Þá sveigðu þeir vinstri herarminn austur á bóg- inn, norðvestur af Meiszagola, milli Vilkomir 0g Vilna í átt- ina til Vorniany. Þá hófst hin mikla orusta hjá Meiszagola, þar sem Ruszky hafði skipað fram lífvarðarliði Rússa. Þar sóttu nú Þjóðverjar á i marga daga, með áhlaupum og gagnáhlaupum og náðu að lokum stöðvunum, sem voru ramgerar eins og vígi og hröktu Rússa á burtu. Vilna náðu þeir 18. september. Meðan þessu fór fram, komust Þjóðverjar að sunnan til Smorg- on. Framsóknarlið riddara þeirra ónýtti járnbrautina milli Minsk og Polotzk og járnbrautina milli Minsk og Vilna hjá Molodetcha, og hvarf við það aftur til Smor- gon. Rússum tókst nú samt sem áður að varna Þjóðverjum þess að komast til Minsk og forðuðu þannig heilum her frá því að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.