Morgunblaðið - 24.10.1915, Page 7

Morgunblaðið - 24.10.1915, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 _ Lublfn Opole s <<" usrr“w“ . °KrSíl?kaT. . > JfWUdimir Chencin Opatjw .fejwitimr GrnbeschoWori \Wolynikv . ^ ■ ýamhmit V" /■ osamootie^ V Víírstöðvnrnar í Rússlandi. vera umkringdur. Miðfylkingar Þjóðverja sóttu samt sem áður lengra austur, þrátt fyrir hraust lega vörn Eússa og nær alófæra vegi. Aðalorustan. Meiszagola, 5. okt. Þetta litla þorp, sem áður lá svo friðsælt og afskekt, er nú rústir einar. Rústir þess marka hornið á hinni blóðugu varnar- línu Rússa fvrir framan Vilna og Vilkomir. Hér voru éettar til varnar tvær lierdeildir (divisions) rússneska lífvarðarliðsins. Þjóð- verjar börðust hraustlega. Hver hersveitin var send á fætur ann- ari gegn lífvarðarliði keisarans. Með óbilandi hugrekki gengu þær fram í opinn dauðann, og fyrir það, og vitsmuni hershöfð- ingjanna, unnu Þjóðverjar þarna frægan sigur, einn hinn mesta sigur er sögur fara af. Rússar urðu að yfirgefag Vilna og Lit- hauen og Þjóðverjar lögðu alt landið undir sig. Eg kom hingáð hér um bil þrem vikum eftir að orustunni lauk. Hún hófst 2. -september og og var barist af ákefð í 10 daga. Þá fór lífvarðarliðið að hopa á hæli, en Vilna gafst upp 18. sept. Og nú ríkir friður bér. Landið er fagurt og slær á það hinum einkennilega gulleita haustblæ. Kornblóm, gleym-mér-ei og fjöldi annara blóma breiðir faðminn mót sólskininu, svo maður mundi gleyma ófriðnum,íi ef maður ætti það ekki á hættu að detta um gaddavírsflækur í hverju spori, eða hrapa niður í hálfhrundar skotgrafir og gíga eftir hinar ægilegu, stóru sprengikúlur. Eng- inn fuglasöngur heyrist neins staðar. Maður heyrir að eins garg í nokkrum krákum og vængjaþyt í gömmum, sem vaka yfir leyfum hins hræðilega bar- daga. Aðal |orustusvæðið er þrjár mílur norðvestur af þorpinu. Þar börðust Þjóðverjar og Rússar í tíu daga í mjóum og skuggaleg- um dal hjá 154. hæðinni. Nú getur maður lesið sögu orustunn- ar á gröfum mörg þúsund Þjóð- verja og Rússa, sem hvíla þar hlið við hlið. Margir fallnir menn hafa enn eigi orðið grafn- ir þrátt fyrir það þótt Þjóðverj- ar hafi unnið að greftrun í heila viku. Hermennirnir eru grafnir þar sem þeir finnast og nöfn þeirra þekkir enginn. A grafir Þjóð- verja er aðeins sett krossmark með þessari grafskrift: »IIier ruht ein deutscher Krieger« (Hér hvílir þýzkur hermaður), og á krossinn er hengdur hjálmur mannsins. Árás von Eichhorns. . Um þetta leyti var herlinan bogin og varð aðalhlykkurinn á henni, sem fyr er sagt, hjá Meiszagola. Von Eichhorn hers- höfðingi stýrði aðalárásinni og sveigði nú hægri herarm Rússa aftur á bak til Vorniany. Þá var það að keisarinn leysti stór- furstann frá herstjórninni og Ruszky hershöfðingi styrkti varn- arliðið með því að skipa lífvarð- arliðinu, 30,000 manns, fram hjá Meiszagola. Það lið barðist hraust- lega, en gat þó eigi staðist árás- ir hereveita þeirra, er von Litz- mann stýrði. Þrisvar sinnum gerðu Rússar áhlaup þvert yfir veginn og sléttuna upp að 154. hæðinni til þesa að reyna að ná stöðvum Þjóðverja þar. Einu sinni komust þeir inn í skóginn, sem er í hliðunum, eftir grimmi- lega höggorustu, en voru hraktir þaðan jafnharðan. Þýzka stórskotaliðiðgerði hræði- legan usla á stöðvum Rússa. — Kúlurnar rifu í sundur gaddavírs- girðingarnar, sundruðu skotskýl- um og strádrápu liðið. 12. sept- ember gerðu Þjóðverjar loks á- hlaup frá stöðvum sínum á hæð- inni. Þeir komu niður hæðina eins og skriða, en við hvert fótmál féllu menn unnvörpum fyrir hinni dynjandi skothrið Rússa. Þeir tóku sér nokkra hvíld í skurðunum meðfram veg- inum, sem Rússar höfðu sjálfir breytt í skotgrafir. Síðan réðust þeir fram aftur gegn aðalstöðv- um Rússa, upp eftir brekkunni, sem er svo sem hundrað faðmar, yfir tvöfaldar gaddavírsgirðing- arnar. Vélbyssur Rússa unnu þeira mest tjón. Skotin smullu í sífellu. Þjóðverjar voru nú komnir þétt að skotgröfunum, ogengum bland- ast hugur um það, að vélbyss- urnar væru þýzkar, þótt Rússar stýrðu þeim. 250 skot — en á- fram geysast Þjóðverjar. Varalið kemur til hjálpar, en Rússar eru þegar farnir að hörfa undan til Meiszagola. Þjóðverjar hafa stöðv- arnar á sínu valdi. Rúmur helm- ingur af lífvarðarliði Rússa er fallínn; hitt hörfar undan til Vilna. Úrslitaorustunni er lokið, og Þjóðverjar hafa borið sigur af hólmi. Enn var barist í fimm daga áður en Rússar voru hraktir inn í Vilna, en að morgni hins 18. sept. héldu Þjóðverjar sigri hrós- andi inn í höfuðborg Lithauens. Hinir fátæku rússnesku bændur hverfa smámsaman heim aftur til rústanna af heimilum sínum í Meiszagola og eru þegar farn- ir að plægja akra milli skot- grafanna, því veturinn nálgast óðum. I rústum hinnar snotru kirkju, sem stóð rétt undir hæð- inni og bæði Þjóðverjar og Rúss- ar hafa skotið á, hitti eg tvær konur, sem krupu hjá brotnu alt- ari, frammi fyrir höfuðlausri mynd af Maríu mey. önnur þeirra grét — eg vi8si ekki hvort það var vegna þess að maður hennar, bróðir eða sonur hafði fallið, eða hvort það var vegna þess að kirkjan var í rústum. Ein kúlan reif turninn af kirkjunni og tvær aðrar komu í gegnum þakið og brutu veggina og dýrlingamynd- irnar. Það sá ekki í gólfið fyrir hálmi, rusli, blóði og sáraumbúð- um, því særðir menn höfðu verið látnir liggja þar meðan á orust- unni stóð. Stjórn Þjóðverja í Vilna. Kovno 7. okt. Eg hefi nú farið eftir vegunum í Rússlandi til vígvallarins og þaðan aftur, og veit nú af eigin reynslu hvað það er fyrir Þjóð- verja að flytja lið, matvæli og skotfæri handa miljónum manna til austurvígstöðvanna. Rússar eru ekki hinir einu óvinir þeirra; veður og vegir eru þeim einnig óvinir. Þar er ómögulegt að nota bifreiðar; alt verður að flytjast á hestum og þeir eiga illa æfi. Það er miklu örðugra að sjá því liði, sem flótta rekur, fyrir lífsnauð synjum, heldur en liði, sem hefst við á sömu stöðvum. Og inenn verða að gæta þessa að Þjóðverj- ar hafa nú farið svo langt inn í Rússland að þeir eru á móts við Miklagarð. f A leiðinni frá vígvellinum hefi eg ferðast yfir hálfófæra vegi í fjaðralausum flutningavagni, gegn um stöðugan straum af vopn- flutningalestum, matvælalestum, sjúkralestum og fylkingar hand- tekinna manna. Nú er eg aftur kominu til Kowno og þangað hefir þýzka reglusemin náð að breyta landinu. Eg hefi nú skoð- að vígin hér, sem Rússar yfirgáfu. Þeim virðist hafa verið komið þannig fyrir að sem bezt not yrðu af öllum þeim kostum sem héy- aðið hefir til varnar, en nýju vígin eru ekki fullger. Strangar reglur eru settar til þess að stemma stigu fyrir veikindum og drepsóttum, sem hvað eftir annað koma upp í hinum stóru þýzku og rússnesku sjúkrahúsum. Aðalstraumurinn til vígvallar- ins og þaðan fer um Vilna og það er áreiðanlegt, að það er einhver hinn stærsti sigur í þess- um ófriði, þegar Þjóðverjar náðu. þeirri borg. En þar, eigi síður en annarsstaðar, eiga Þjóðverjar enn að berjast við sjúkdóma og veik- indi — ef til vill eon skæðari ó- vini en Rússa. Þjóðverjum sjálf- um eða rússnesku föngunum er ef til vill ekki svo mikill hætta búin af sjúkdómum, en þeir vofa eins og tvíeggjað sverð yfirhöfð- um hinna 200.000 íbúa borgar- innar. Fyrir skörungsskap þýzka hershöfðingjans, sem skipaður er þar borgarstjóri, hefir tekist að fækka dauðsföllum svo, að nú andast ekki nema einn maður á dag og sýkjast ekki fieiri en tiu. Mönnum er gert að skyldu að tilkynna þýzku læknunum það undireins ef einhver sýkist og eru harðar refsingar lagðar við ef út af er brugðið. Læknarnir eru allir önnum kafnir við það að reyna að hefta veikindin. Undir eins og einhver deyr, er líkið vafið innan í klæði, og gegnvætt í »kreosot«, látið í lofthelda kistu og grafið innan 12 stunda. öll- um er bannað, jafnvel nánustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.