Morgunblaðið - 31.10.1915, Síða 3

Morgunblaðið - 31.10.1915, Síða 3
?l. okt. 358. tbl. MORGUNBLAÐIÐ 3 Bisonnautin í Bialowieshaskógi. Svo sem fyr hefir getið verið hér í blaðinu, er hinn éini frumskógur Norðurálfu í Rússlandi, og í þessum skógi lifir hið eina kyn bisonnauta sem til er í álfunni. Er svo talið að 4—500 þessara dýra hafi hafst við í skóginum áður en ófriðurinn hófst. En eftir bardagana. sem háðir hafa verið á þeim slóðum, er naumast að vænta þess að margt sé eftir af þessum merkilegu dýrum. Myndio sýnir þann atburð er sprengikúla tvístrast í hópi bisonnauta. Skrítin sjön. Franskir hermenn með hlífðargrímur úr aluminium. Hestagangan í Bessastaðanesi. Herra ritstjóri! Viljið þér gera svo vel og taka vottorð þessi og skýringar þeirra i blað yðar. Eg undirskrifaður votta hér með fyrir æru og samvizku, að hafa aldrei séð Geir Guðmundsson bónda á Bessastöðum eð\ heimilisfólk hans brúka nokkurn þann hest, sem hafa verið til beitar hjá honum á um- liðnu sumri, án þess hann hafi haft sérstakt leyfi til þess frá eiganda. Selskarði, 22. sept. 1915. Jón Felixson. Afrit. Þann 18. þ. m. var eg undirritað- ur og Hansína dóttir mín stödd inn í Hafnarfirði. Hittum við þá Böðvar Böðvarsson bakara og barst í tal um hesta þá er þeir Böðvars- bræður áttu í Bessastaðanesi, hvort þeir væru brdkaðir og sagði eg Böðvari að vinnumaður Geirs Guð- mundssonar mundi hafa riðið hest- um þeirra bræðra um nesið, og stað- festi dóttir mín það með mér. Þetta vottast upp á æru og sam- vizku. p. t. Hafnarfirði 23. sept. 1915. Jón Felixson. V ottar: Þór. Egilsson. Sigurður Sigurðsson. Um leið og eg sendi ofanrituð vottorð til birtingar í opinberu blaði, leyfi eg mér að hreinsa höndur mín- ar af þvi illræði, gagnvart Jóni bónda Felixsyni í Selskarði, að birta þau í blaðinu. Eg tel það afarslæmt fyrir hann að verða svo illa úti fyrir sín ósannindi. í ágúst síðastliðnum kom hr. bakari Böðvar Böðvarsson í Hafnar- firði hestum til göngu hjá mér. Litlu síðar voru þeir sóttir og komst þá einn sannur vinur minn í Hafnar- firði að þvi hjá Böðvari, að hestarn- ir væru komnir heim, af þeirri ástæðu, að heimilisfólk mitt brúkaði þá. Kvaðst Böðvar hafa þetta eftir umsögn nágranna mins. Þessi vinur minn aðvaraði mig þegar, og hon- um sé þökk fyrir það. Eg bað því Böðvar segja mér hver af nágrönn- um minum væri mér svo hollur og sagði hann það væri Jón Felixson og dóttir hans Hansína. Eins og vott- orðið sýnir, gaf Jón mér það og daginn eftir Böðvari gagnstætt. Eg að Jón var i miklum vanda °8 ásetti mér að fara eins vel með hann og mér væri mögulegt. # Eg skrifaði Jóni 2 hógvær bréf og bað hann koma til min og klára mál þetta á sem friðsamlegastan hátt. Hann kom ekki. Eg kom heim til hans og mér var sagt að hann væri ekki heima. Eg bað formann sátta- nefndarinnar i Garðahreppi að finna Jón og leiða honum það bezta fyrir sjónir, málinu viðvíkjandi og mæta tnér hjá honum til þess þar að gera út um þetta, en vildi ekki stefna honum. Alt þetta gerði eg honum til góðs, en hann hlýddi ekki. Eg vonast til að lesendur sjái af þessu, að eg hef gert alt sem eg gat til að hliðra Jóni við óþægind- um út af þessu, en mér er ómögu- legt að þegja lengur. Margir hafa á ósvífinn hátt borið þennan óhróður á mitt heimili og varla er hægt að segja hve mörgum hundruðum króna eg hefi tapað fyrir túlann á þessum nágranna mínum. Ólukkulegir eru þeir, sem trúa slíkum ósannindum að óreyndu. Bessastöðum 23. okt. 1915. Geir Guðmundsson. Morðin í Armeniu. Fyrir skömmu var vakið máls á því í þinginu brezka, að Bretum bæri að aðhafast eitthvað til þess að koma í veg fyrir hinar grimmilegu ofsóknir Tyrkja á Armeníumönnum. Lord Crorr.er varð fyrstur til að vekja máls á þessu í þinginu. Kvað hann alment álitið að Tyrkir mundu hafa drepið um 800 þús. kristinna manna í Armeniu siðan þeir hófu ófriðinn gegn bandamönnum. Þótt ekki væri unt að færa beinar sönnur á það, að Þjóðverjar hefðu tekið þátt í þessum hroðalegu ofsóknum, þá yrði maður samt að líta svo á, að þeir í þessu hefðu mikla siðferðis- lega ábyrgð. Þjóðverðar mættu sín mikils í Miklagarði, boð frá þeim væru sama sem lög fyrir Tyrkja. En það hefði eigi heldur komið fram, að Þjóðverjar hefðu á neinn hátt reynt að hindra ofsóknirnar og mann- drápin. Það væri sannað, að ræðis- menn Þjóðverja hefðu eigi að eins horft á manndrápin heldur og kvatt til þeirra. Fleiri þingmenn tóku í sama strenginn. Það væri ekki annað fyr- irsjáanlegt, en að Tyrkir mundu með öllu útrýma Armenum. Samkvæmt skýrslum frá ræðismönnum Banda- ríkjanna, væri ástandið mjög ískyggi- legt. A einum stað, í Trebizonde, hefðu Tyrkir drekt öllum íbúunum, en rænt hús þeirra að þvi loknu. Engin lifandi sála væri á þeim slóð- um, sem Tyrkir hefðu farið yfir — allir væru drepnir nema þau fáu þúsund, sem flúið hefðu — En það fólk væri einnig í mikilli hættu, því Tyrkir rækju flóttann. Það eina, sem að svo stöddu væri unt að gera, væri að vekja megnan viðbjóð á athæfi Tyrkja hjá öllum hlutlausum þjóðum, ef ske kynni að Þjóðverjar skömmuðust sín og létu þá skipun út ganga til Tyrkja, að hætta ofsóknunum. Páfinn hefir ennfremur sent Tyrkja- soldáni orð sg beðið hann að hefta þetta framferði og hefir soldán svar- að því, að reynist það rétt að tyrk- neskir liðsforingjar hefðu gert sig seka í slíku ódæði, þá mundu þeir látnir sæta harðri refsingu fyrir eða Sífmissi. Vænn lax. Einn kaupandi Morgunblaðsins i Borgarnesi skrifar oss 25. þ. m. á þessa leið: »Leyfi mér að lýsa fyrir Morg- unbl. laxi, er veiddist í Haffjarðará 30. ág. síðastl., í svokölluðu »Grett- ishlaupi* fyrir Geiðubergslandi: Lengd: 1,9 m., yfir um hnakka: 40 cm., aftan eyrugga: jo cm., fram- an hakngga: 59 cm., utan um sporð: 21 cm. Sporðbreidd: 34 cm. Þyngd: IS kíló. Laxinn veiddi Teitur Bogason frá Biúarfossi á Mýrum — á stöng! Ef til vill vildu vitrir menn gefa bendingar um, hvort þetta yrði ekki stærsti laxinn, sem veiddur hefir verið á íslandi — á stöng. Eg held það. Stor hefir hann verið og þunpur í júnímánuði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.