Morgunblaðið - 31.10.1915, Page 4

Morgunblaðið - 31.10.1915, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ CHIVERS sultutau kaupa þeir sem vilja fá verulega góða vöru. Fæst hjá kaupmönnum. VÁjT í* 'YGGIN0AÍ5 Vátiyggið tafarlaust gegn eldi, vörur og hdsmuni hjá The Brithish Dominion General Insurance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason. Brimatryggingar, sjó- og stríðsvátryggingar. O. Johrtson & Kaaber. A. V. Tulinius Miðstræti 6. Talsími 254. Brunatrygging — Sæábyrgð. Stríðsvatrygging. Skrifstofutími 10—11 og 12—3. Det kg1. octr. Brandassurance Co. Kaupmannahöfn vátryggir: hus, húsgðgn, alis- konar vörnforða 0. s. frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen) N. B. Nieisen. Oarl Finsen Laugaveg 37, (uppi) Brunatryggingar. Heima 6 V*—7 V* Talsími 331, IíOGMENN Sveinn Bjðrnsson yfird.lögm. Friklrkjuveg 19 (Staðastað). Sfmi 202, Skrifstofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6. Eggert Olaessen, yfirréttarmála- fiutningsmaður Pósthússtr. 17, Vsnjufaga heima 10—11 ag 4—S. Simi 18. Jón Asbjðrnsson yfird.lögm. Hverfisgötu 45 (hús Matth. Einars- sonar læknis, uppi). Sími 435. Heima kl. 1—2 og 5—6 síðd. Guðm. Olafsson yfirdómslögm. Miðstr. 8. Sími 488. Heima kl. 6—8. Skúli Thoroddsen alþm. og Skúli S. Thoroddsen yfirréttarroálaflutningsmaður, Vonarstræti 12. Viðtalstími kl. 10 —11 f. h. og 5—6 e. h. Hittastá helgidögum kl. 6—8 e. h. Simi 278. Geysir Export-kaffi er bezt. Aðalumboðsmenn: 0, Johnson & Kaaber, Alt sem að greftrun lýtur: Líkkistur og Líkklæði bezt hjá Matthíasi Matthíassyni. Þeir, sem kaupa hjá honum kistuna, fá skrautábreiðu lánaða ókeypis. Sími 497. Guðir, menn og apar. I. How poor in judgment readers arel Words of profoundest insight, the most brilliant sentences, shine unperceived, when coming from a pen not praised to the Public. Það eru ekki nærri allir, sem þó eitthvað fást við að hugsa, sem muna eftir því, að fyrir svo sem einni miljón ára, voru skynsömustu verurnar á jörðu hér apar. Menn voru hér þá ekki til, langlengst af þeim tima, sem lifandi verur hafa verið til á jörðu hér, hefir hún verið mannlaus. Það virðist óhætt að fullyrða, að aparnir hafi ekki gert ráð fyrir, að til væru apar á öðrum jörðum en þessari. Og ennfremur, að þeir hafi ekki gert ráð fyrir að til væru æðri vernr. Aldrei kom öpunum í hug, að þeir mundu eiga fyrir niðja dýr, er mundu nefna sig menn, og á ýmsan hátt mundu mega teljast æðri verur í samanburði við apana for- feður sína. Og þó er það víst, að einhvers- staðar var hjá öpunum, vaxtarbrodd- urinn í áttina til mannkynsins. II. Vér mennirnir erum mun vitkaðri en aparnir. Ervitt hefir það að vísu verið; það hefir spilt lífi eins og annars ágæts manns að ryðja þá braut; en á endannm tókst oss þó að skilja, að vér eigum apa fyrir forfeður. Vér skiljum nú glöggt, að mannkynið er vaxið upp af dýra- ríkinu alla leið, síðan fyrir þúsund miljónum ára — eða hvað það er — líf tendraðist fyrst á jörðu hér, — bióradiativt — fyrir lífgeislun frá öðrum hnöttum. III. Lengi, afarlengi hafa mennirnir haft einhverjar hugmyndir um æðri verur. Svo gamlar eru ‘slikar hug- myndir, að þær munu vera tengdar, ef til vill, sumum rótum tungumálanna. Utan um þessar hugmyndir um æðri verur, skapaðisl það sem menn hafa nefnt trúarbrögð, religiónir. Menn gieinir á um það, hvoit trú- arbrögðin hafi verið mannkyninu fremur til hnekkis, eða hagnaðar. IV. Að koma hugmyndunum um æðri verur í samband við það, sem vér nefnum vísindi, hefir reynst afar- örðugt. Nú hafa menn að vísu um hríð borið saman þessar hugmyndir af nokkurnveginn skynsamlegu viti. En hvað grundvallaða þekkingu á sjálfum hinum æðri verum snerti voru menn lengi jafnnær. Ymsir héldu að slíkar verur væru ekki til, væru ekki annað en hugarburður mannanna. Spekingurinn Schopen- hauer, einn af djúpspökustu mönn- um sem verið hafa uppi á síðari öldum, hélt að engin skynsamari vera væri til en mennirnir, og þótti að vonum, sem heldur óvænlega mcndi horfa í heimi hér. Annar spekingur ágætur, Leibnitz (dó 1716), sá það af hugviti sínu, að til mundu vera í náttúrunnar ríki einhverjar æðri verur en menn. Eti mjög ó- ljósar hugmyndir gerði hann sér um slíkar verur. V. Auðvelt hefir það ekki verið, en nú má þó sjá, með svipaðri aðferð þeirri sem höfð var til að skilja, að mannkynið er ávöxtur dýraríkisins, að það eru til æðri verur mönn- unum, verur vaxnar upp af dýra- ríkinu einsog mennirnir, en hærra upp, mjög miklu hærra sumar. Og náttúrlega eru hinar æðri verur í þessum heimi, og náttúrlega eiga þær heima á einhverjum af þessum biljónum biljóna af hnöttum sem til eru, aðrir en þessi jörð. Aparnir, þeir sem ekki hafa orðið að manni, sjá stjörnurnar nú, eins og forfeður þeirra fyrir miljón árum, en vita ekki að þar eru hnettir; og ekki heldur vita þeir nú fremur eu fyrir miljón ár- um, að á sumum hnöttum öðrum, eru til æðri verur, sem vita til þeirra, og frænda þeirra, þessara sem kalla sig menn. Og eru því miður öpun- um fremri, ekki nema að sumu leyti. Það hefir verið svo erfitt á jörðu hér, að sækja i horfið til vizkunnar og fegurðarinnar. Alkrafturinn sem niðurlægði sig til þess að upphefja, hefir hér átt svo ervitt uppdráttar. Hér er útjaðar vitheims. En það mál mun eg rekja i ann- að sinn. VI. Það sem nú má glögt sjá — þó að ekki viti það aparnir — er að þessar hugmyndir um æðri verur, sem trúarbrögð og goðasögur hafa risið af, standa einmitt i sambandi við æðri verur á öðrum hnöttum. Menn fjarskynjuðu þessar verur, og missýndist að visu margt, og hitt var þó ennþá meira, hvað menn ályktuðu skakkt. En rétt var þó það, að til væru æðri verur. Verur þess- ar bar helzt fyrir menn í draumum, en þó einnig í vöku. Þeir sem skygnastir voru á hinar æðri verur, voru nefndir goðar og sjáaldar. Það er að segja hjá þeirri mann- tegund, eða því afbrigði mannkyns- ins, sem hæzt gnæfði að viti; þar sem var vaxtarbroddurinn i áttina til guðanna, einsog vér nefnum þær sem beztar eru og máttugastar af hinum æðri verum. Ur sjáaldi, sá sem sér, var síðan gert orðið skáld eða skáldi, sem menn vita hvað þýð- ir. Goðinn eða sjáaldinn, mælti stundum hendingum og einsog af æði nokkru — af því er leitt óður og kvæði — og þegar svo bar að, kvaðst hann fara með goðorð, kveða það sem guð hefði blásið sér í brjóst að mæla. Þýðing talsháttarins að fara með goðorð, varð síðan önnur. Einsog þýðing orðsins goðungur, sem rekja má til hinnar sömu áttar, en ekki skal frekar um rætt að sinni. Líkt og »sjáaldic breyttist og varð skáld, þannig aflagaðist dálítið orðið goðungur, og varð úr því konung- ur. Mundi hverjum konungi þykja gaman að þessari.tilgátu, sem eg hygg muni rétt reynast. ‘ Hér má minna á nafnið Konráð, sem upphaflega mun vera líkrar merkingar og goð- ungur: sá sem ættaðnr er frá goð- unum. Konráð var.áðnr Koðrán. en það orðið til úr Goðrán, Goðrænn. Eldri skýringar á orðum þessnm eru ósenniiegri. vy Það er mun tíðindaríkara á jörðu hér, síðan hún varð að mannbeim- um, er mannkynið óx upp af dýra- rikinu. Og býsna miklu svipmeira en á jörðu hér mun lííið vera á þeim hnöttum, þar sem svo hátt er vaxið upp frá því, sem mannkynið er, að heita mega goðheimar. Og hversu birtir yfir goðasögunum, þegar vér sjáum til sanns, að goðafræðin er einn þáttur dýrafræðinnar, líkt og mannfræðin að sínu leyti. 1 goða- sögunum fáum vér, ef nógu mikilli greind er beitt, afarmerkilegan fróð- leik um lífið, sem ekki mátti fá með því að rannsaka dýraríki þess- arar jarðar. Og ekki sízt í goða- sögum forfeðra vorra. Blessa meg- um vér minningu þeirra, sem hafa varðveitt þær afarmerkilegu sögur fiá glötun. Það var eitt af mestu andans afreksverkum, sem unnin hafa verið á þessari jörð, þegar Snorri Sturluson, göfugur maður og ágætur, skrifaði sögur þær, á dög- um þessa mikla óvinar Innócentíuss páfa þriðja. VIII. Vér sjáum af goðasögunum að guðirnir kunna þá list slysalaust, er mennirnir hafa leitað svo ákaft eftir að læra, og stefnt hefir verið að svo víða í dýrarfkinu, að líða í loftinu. Guðirnir eru komnir miklu lengra i að sigrast á erfiðleikum rúmsins, en mennirnir. Fjarskynjan hafa þeir á háu stigi. Þórr veit undir eins þegar hans þarf við, þó að ærið sé fjarran. Og »of alla heima« kunna þeir að sjá. Þeir vita fyrir óorðna hluti. Fríðari eru þeir sýnum miklu en menskir menn. Hár þeirra er fegra en gull. Þar á orðið fegurð við, því að það lýsir af þeim. Vopn hafa þeir merkileg. Vopn Þórs er að vísu nefnt hamar, en ýmislegt bendir til þess, að þar sé í raun og veru um nokkurskonar eldingu að ræða, líka þeirri sem Seifur hafði að vopni, Grikkjaguð. Mjöllnir heitir vopn Þórs, og mun það nafn vera dregið af því að vopninu fylgir ljós, mjallhvítt. Baldur þykir mér merkilegastur af Ásum, og of lírtið af honum sagt. Nafnið mun þýða hinn vöðvamikli, líkt og Bolli. Nanna var kona Bald- urs. Sú sem ann, hygg eg það nafn þýði, af að unna. Það er é- stúðleg ætt. Neppur hét faðir henn- ar eða heitir. Ekkert veit eg nema hann sé á lífi ennþá, og allir Æsir. Neppur þýðir: sálrsem faðmar. Það er sama orðið og Knappur eða Knepp- ir, og hefirekki'i' verið eiginnafn nema í Goðheimum. Neppstún hefif

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.